Tíminn - 14.07.1970, Síða 4

Tíminn - 14.07.1970, Síða 4
TIMINN MEÐ MORGUN KAFFINU Blaðamaður var að skoða Vaxmyndasafnið fræga í Lond- on. Hann spurði safnvörðinn, hvort drottningin og aðrar hátt- virtar dömur þar væru í ein- hverjum undirfatnaði. — Ef ég á að segja eins og er, svaraði vörðurinn. — Nei! En ekki segja eða skrifa neitt um það í blaðið, því að það eru ekki aðrir en ég og nokkrir ástralskir hermenn, sem vita það. 3 r i y, — Hafðu ekki of hátt. Pabbi , þinn sefur! Gestinum var fylgt um bíla verksmiðjuna og sýnt allt það merkilegasta þar. — Sjáið þessa vél, sagði verkstjórinn. — Hún vinnur 120 manna verk. — Jæja, já, svaraði hinn. — Það einmitt einn svona, sem konan mín hefði átt að giftast. 01sen-hjó«in komu og spiluðu bridge einu sinni í viku með Jensens-Nielsens- og -Hansens hjónunum. Að lokum var svo komið, að Olsen-hjónin urðu hundleið á að sjá sama fólkið alltaf og án þess að minnast á það við nokkurn, ákváðu þau að fara til Mallorca. Hvað hald ið þi'ð svo að hafi verið það fyrsta, sem þau sáu í anddyri hótelsins? Auðvitað Hansens- Nielsens- og Jensenshjónin! 'yn'ii — Herra saksóknari. Það var ég, sem bjargaði tengdamóður yðar upp úr ánni. — Einmitt það já. Hafið þér fleira að játa? ■W Q.'u — Nú verð ég að fara. Alli heldur að ég styðji við stigann fyrir hann. llllilljij I !!!!!! illl fiiÍiii: ' piiitiii DENNI DÆMALAUSI — Biómkál? Nei, mamma, við erum ekki svo svöng! Það var nú eiginlega tréð, sem upprunalega átti að mynda, en ekki stúlkan. Þetta tré hefur nefnilega lækninga- mátt, eða svo er sagt, þótt enginn geti sannað það. Þú þarft aðeins að klifra upp í það allsnakin(n), og við það hverf- ur allur krankleiki. Greinlegt er á trénu, sem er í Dan- mörku, að margir hafa freistað gæfunnar, því mikið hangir á því af fataleifum, og einhver hefur ætlað að fylgja reglun- um svo vel, að hann hefur skilið eftir efrigóminn. En það er nú önnur saga. Stúlkan á myndinni heitir Jegnette Swensson, sænsk að uppruna, og er bæði fyrirsæta og leikkona. Hún var á ferð i Danmörku á dögunum og kom m. a. að þessu sögufræga tré. ekki endalaust á Liz. Nýlega hafa menn þó fengið áhuga-*á honum hér á Norðurlöndum fyr ir þær sakir, að hann er stöð- ugur fylgisveinn norskrar stúlku, Idu Björn-Hansen frá Ósló. Þessi mynd var tekin af þeim í Ósló, en þar voru þau að heimsækja foreldra Idu. Þau ætluðu bara að stoppa stutt í Ósló, því þau fýsti mjög að dveljast á Spáni, þar sem þau hafa nýlega keypt sér ein- býlishús. Hvort þau ætli að gifta sig? Nei, segja þau bæði. (Þrátt fyrir það að þau segist trúlof- uð, og slúðurdálkahöfundar hafi reyndar fyrir löngu gift þau). Þeir segja, sem til þekkja, að Dana sé kátasta stúlka í heimi. Það er kannski sterkt að orði kveðið, en hitt er víst, að það ert ekki á hverjum degi sem maður vinnur Melodie Grand Prix keppnina. Dana, hverrar raunverulega nafn er Rosemary Brown. kom fram í þeirri keppni fyrir Norð- ur-írland og sigraði hina 12 keppendurna. Og nú hamast plötuframleið- endur og skemmtistaðeigendur við að gera henni tilboð, stúlk unni sem varð fræg fyrir að symgja „All kinds of every- tings“. Númer tvö, í keppni þessari varð sem kunnugt er Mary Hopkin frá Bretlandi. Þessa mynd fengum við senda frá Ítalíu með hraði, svo íslenzkir karlmenn igætu þegar í stað tileinkað sér nýj- ustu frakkatízkuna. Og tvo mikla kosti hefur hún óneitan- lega fyrir bæði karla og konur hér á landi. Veðráttan er þann- ig, svo að segja allan ársins hring, að ekki veitir af þykk- um og hlýjum flíkum, og þar er maxi-frakkinn auðvitað núm er eitt. í öðru lagi er góð af- sökun fyrir eiginkonuna, þegar hún er orðin leið á maxi-lkáp- unni, að gefa hana manni sín- um. En hvað um það, frakkinn er ljómandi fallegur og klæði- legur og engin skömm að bera hann, enda teiknaður af þeim fræga Valentini í Róui. Hann hélt sýningu þar hinn 8. júK s.l. og gerði mikla lukku. Þar sem svo stóð á, að leikkon- an var haldin slæmum höfuð- verk, þótti henni tilvalið að reyna sannleiksgildi sögunnar um lækningarmáttinn, Afleið- ingin varð sú, að hún losnaði að vísu við höfuðverkinm, en sneri sig í staðinn illilega um öklann, þegar hún var að príla niður. En fátt er svo með öllu illt. . . Ljósmyridarinn náði þó þessari ágætismynd. Eddie Fisher var einu sinni frægur fyrir að vera kvæntur Elízabeth Taylor. Svo varð hann ennþá frægari, þegar hann skildi við hana. Síðan það var, hefur hljóðnað smám sam- an um Edda, enda lifa menn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.