Tíminn - 14.07.1970, Síða 9
ÞRIDJUDAGUR 14. jób' 197».
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framfcvæmdastj óri: Kristján Beneditetason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórariinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karl&son. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar-
skrifstofur f Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur
Bamkastræti 7 ~ Afgreiðslusími 12323. Auglýsinigasími 19523.
Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — í iausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Áfengismálarannsóknir
Engum getur dulizt, að áfengismálin eru mikið og
raunar sívaxandi vandamál hér á landi, þótt ýmislegt
hafi verið gert, sem miðar í rétta átt, bæði af frjálsum
félagssamtökum áhugamanna og opinberri hálfu. En
þær aðgerðir duga vart til annars en halda í horfi vegna
þess að vandinn fer sívaxandi. Enn ríkir óviðunandi
ástand í þessum málum, og fréttir blaðanna undirstrika
þá staðreynd svo að segja daglega.
í fyrradag mátti lésa þá fregn frá Áfengisverzlun
ríkisins, að áfengi hefði selzt fyrir 200 millj. kr. mánuð-
ina marz-júní, eða á öðrum ársfjórðungnum, og væri það
17% aukning 1 krónutölu frá fyrra ári. Þótt sú hækkun
stafi mest af verðhækkun og söluskatti, er augljóst, að
neyzlumagn hreins vinanda á hvert manpsbarn fer sí-
fellt vaxandi, og verst er, að sú aukning er mest unglinga
og ungs fólks.
í gær mátti lesa eftirfarandi fregn í blaði, hafða eftir
lögreglunni:
„Óheyrileg ölvun var í borginni á laugardaginn. Lög-
reglan stóð í ströngu allt fram til klukkan sex- á sunnu-
dagsmorgun við að koma útúr drukknum næturhröfnum
fyrir í steininum. Alls voru 25 menn færðir til gæzlu
í steininum frá laugardagskvöldi til sunnudagsmorguns
og þykir það vel að verið. Talsvert bar líka á smárysk-
ingum í héimahúsum. Oftsinnis var lögreglan kölluð til
þess að lægja heimiliserjúr og handalögmál innan fjög-
ttrra veggja heimilisins. Eiginkonur kærðu eiginmenn
sína til lögreglunnar fyrir ribbaldahátt, og yíða gerði
fólk lögreglunni aðvart um drukkna menn, er ollu ónæði,
bæði í íbúðarhúsum, á veitingahúsum og víðar á al-
mannafæri.“
Þessi lýsing er ófögur, en varla ýkt. Það er staðreynd,
að það kostar þjóðina of fjár að reyna að hafa
hemil á ofdrykkjumönnum, auk alls böls og smánar,
sem þetta veldur í persónulegu lífi.
Á Amarhóli og á götum borgarinnar er margt úti-
gangsmanna betlandi um peninga fyrir flösku. Að vísu
hefur þeim verið fenginn gististaður og nokkur um-
önnun af hálfu borgarinnar, og fékkst það fram fyrir
atbeina Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins. Sú mannúð er mikilvæg en leysir ekki
höfuðvandann. Hæli vantar til lækningar.
Lög ákveða, að svonefndur gæzluvistarsjóður fái
hluta af áfengisgróða ríkisins, en sá hluti var í öndverðu
ákvéðinn í krónutölu, sem dýrtíðin hefur gert að engu,
svo að fyrir hana verður ekki byggt það hæli, sem
ætlað var. Einar Ágústsson hefur hvað eftir annað flutt
tillögu á Alþingi um, að þessu verði breytt, og þessi
hlutur til gæzluvistarsjóðs hafður ákveðinn hundraðs-
hluti, en það er eins og að tala við steininn.
Á síðasta þingi fluttu þeir Ingvar Gíslason og Sigurvin
Einarsson, þingsályktunartillögu um rannsóknarstofnun
í áfengismálum, sem ríkisstjórninni yrði falið að koma
á fót til þess að vinna að vísindalegum rannsóknum á
félagslegum og læknisfræðilegum vanda áfengismálsins,
en slíkar rannsóknir eru nú stundaðar af kappi víða um
lönd og taldar nauðsynleg forsenda aðgerða, sem að
haldi mega koma. Slík stofnun skyldi hafa náið samband
við erlenda aðila, ekki sízt Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unina. Hér er um að ræða mál, sem ekki má liggja
lengur í láginni. Á þessa nauðsyn var bent þegar 1964
af bingkjörinni nefnd, sem fjallaði um áfengisvandamál.
En bað var líka eins og að tala við steininn — bæði þá
og nú. En á meðan hefur lögreglan nóg að gera við að
flytja drykkjumenn í steininn . — AK
CLARK CLIFFORD:
Samkomulag í stjórnmálum er
eina færa leiöin í Vietnam
Clark Clifford, fyrrver-
andi varnarmálará'ðherra
Bandaríkjanna, ritaði grein
þessa seint í maí, eða fyrir
tæpum tveimur mánuðum.
Röksemdir hans eru eigi að
síður enn í fullu gildi og
fróðlegt er að sjá, hve
glögga grein hann gerði sér
þá þegar fyrir sumu af þvi,
sem komið hefur á daginn.
SÚ ÁKVÖRÐUN Nixons for-
seta að binda endi á styrjöld-
ina í Vietnam og kalla piltana
okkar heim, gladdi mig eins
oct flesta Bandaríkjamenn. Ég
fagnaði eins og flestir aðrir
Bandaríkjamenn, er forsetinn
lét senda lllS þúsund banda-
ríska hermenn heim frá Viet-
nam og hugði gott til fyrir-
heits hans um að flytja heim
150 þúsund hermenn í viðbót
á næstu 12 mánuðum, svo
fremi að visum skilyrðum yrði
fullnægt. Það var einlægur
ásetnimgur minn, eims og
flestra Bandaríkjamanna, að
veita forsetanum fullan stuðn-
ins þegar að kreppti.
Þrátt fyrir þetta get ég ekki
orða bundizt andspænis þeirri
gálauslegu ákvörðun að senda
hersveitir inn í Kambódíu, en
með því er haldið áfram á
þéirri braut, sem ég tel hættu-
lega þjóðarvelferð okkar. Ég
lít svo á, að með þessu sé
Nixon forseti fremur að festa
okkur enn í netinu í Vietnam
en að losa otokur og leiða okk-
ur á burt.
Bandarískt þjóðaröryggi er
ekki í hiúfi í Vietnam og hags-
munir þjóðarinnar á þessu
svæði réttlæta ekki hernaðar-
nærveru okkar þar áfram.
UPPHAFLEG þátttaka okk-
ar í átöknnum í Vietnam var
grundvblluð á hinni svonefndu
yfirráðakenningu. Talið var að
ýmsar þjóðir í suð-austur Asíu
og jafnvel suður-Asíu kynnu
að falla hver af annarri ef
fall Suður-Vietnam væri látið
afskiptalaust. Fullyrt var, að
öryggi Bandaríkjanna væri
hætta búin ef þetta gerðist. Sú
var tíðin að ég féllst á rök
þessarrar kenningar, en reynsla
mín veldur því, að ég tel hana
etoki standast lengur.
Viðhorf þeirra Asíuþjóða,
sem mest ættu á hættu ef yfir-
ráðakenningin hefði við rök að
styðjast, hafa ráðið mestu um
skoðanaskipti mín. Burma,
Laos og Kambódía í vestri hafa
ekki sent neinar hersveitir til
Suður-Vietnam. Singapore og
Malasía hafa ekki sent neinar
hersveitir og framlag Thai-
lands hefur aðeins verið til
málamynda. Philippseyjar hafa
ekki sent neinar hersveitir til
þátttöku í bardögum og Indó-
nesía, Indland og Pakistan hafa
ekki sent neinar hersveitir á
vettváng.
VIÐBRÖGÐ Laosmanna og
Kambódíumanna hafa ekki ver-
ið með þeim hætti, að þær
eigi skilið að Bandaríkin leggi
að mörkum fjármuw eða hætti
lífi þegna þeirra vegna. Banda
ríkjamenn ættu allir að gera
Clark Clifford, fyrrverandi
varnarm.ráðli. Bandaríkjanna
sér grein fyrir því, að ástand
mála í þessum löndum er ákaf-
lega óáreiðanlegt og ótraust.
Mikið af mannafla þeim og
hergöngnum, sem beitt er í
baráttunni gegn Bandaríkja-
mönnum í Suður-Vietnam, er
flutt eftir Ho-Chi-Minh-leið-
um Laos. Eru Laosmenn reiðu-
búnir að leggja nokkuð í hættu
• til þess að hindra notkun leið-
Fyrri hluti
arinnar? Fjarri fer að svo sé,
og virðist hið gagnstæða jafn-
vel fremur vera uppi á ten-
ingnum.
Laosmenn og Kambódíumenn
hafa stutt Norður-Vietnam og
reynt að mata eigin krók, að
minnsta kosti þar til Sihanouk
var sviftur völdum fyrir
skömmu. Undirferli hefur ver-
ið iðkað öldum saman og
brögðum beitt í þessum heims
hluta, og Bandaríkjamenn eru
nú orðnir þátttakendur í leikn-
um.
VIÐ Bandaríkjamenn höfum
gert mun betur en að standa
við allar skuldbindingar, sem
við höfum á okkur tekið í þess
um heimshluta. Að mínu viti
ætti framvindan síðustu fimm
árin að sýna okkur svart á
hvítu, að tímabært sé að losna
úr klemmunni í suð-austur
Asíu og flytja hermennina
heim. Ég held að flestir Banda
ríkjamenn séu þarna á sama
máli og ég, en Nixon forseti
heldur áfram að gera allt of
mikið úr mikilvægi Vietnam
fyrir öryggi Bandaríkjanna, ef
dæma má eftir orðum hans og
gjörðum.
Nixon forseti gerir sér furðu
lega mikið far um vietnam og
suð-austur Asíu yfirleitt. Árið
1954 hélt hann ræðu sem vara-
forseti á fundi félags banda-
rískra ritstjóra. Þar sagði hann
meðal annars:
„Ef við þyrftum að taka á
okkur áhættu að senda banda-
ríska pilta á vettvang til þess
að verjast frekari útþennslu
komúnismans í Indó-Kína og
sérstaklega í Vietnam ....
væri ég fyrir mitt leyti fylgj- L
andi þeirri ákvörðun.“
Þessi ummæli koma enn
meira á óvart vegna þess, að
Nixon var þarna að mæla með
því að senda bandarískar her-
sveitir til Indó-Kína til aðstoð
ar Frökkum, sem þá háðu
þarna styrjö-ld til þess að
halda við nýlenduveldi sínu.
ÁRIÐ 1965 gegndi Nixon
ekki opinberu embætti, en þá
skrifaði hann New York Times
bréf, og sagði þar meðal
annars:
„Sigur Vietcong . . . táknaði
endanl. afnám málfrelsis allra
manna um alla framtíð, ekki
aðeins í Asíu, heldur einnig f
Bandaríkjunum.“
Forsetinn hélt ræðu 3. nóv.
1969 og vék þá að því, „hve
gífurlega mikið er í húfi í
Vietnam“, og staðhæfði, að
það væri hvorki rneira né
minna en varðveizla friðarins
„í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafsins, Berlín og jafn-
val að lokum í hinum vest-
ræna hluta heimsins."
Slíkar fullyrðingar gera mig g
ákaflega tortrygginn. Ég get |
ekki orða bundizt þegar Nixon
forseti lætur sem hann trúi,
að ákveðinn stjórnmálaárangur
meðal 18 milljóna vanþróaðrar
þjóðar í suð-austur Asíu geti
jafnvel ráðið úrslitum um
„framtíð friðar og frelsis í
Bandaríkjunum og heiminum
yfirleitt".
STYRJÖLDIN í Vietnam er
staðbundin styrjöld, sprottin af
þvi sérstaka stjórnmála-
ástandi, sem ríkir í suð-austur
Asíu. Ég tel það blekkingu að
halda fram, að hún sé liður
í heimsáætlun um framrás
kommúnismans.
Nixon forseti heldur statt og
stöðugt fram, að við verðum
að berjast í Vietnam til þess
að forðast „umfangsmeiri styrj
61d eða uppgjöf síðar“. En
mér virðist ljóst að eina al-
varlega hættan á „umfangs-
meiri styrjöld“ stafi af áfram-
haldandi útfærslu styrjaldar-
innar í Vietnam, sem sífellt
færist í aukana.’
Við getum ekki unnið hern-
aðarsigur í Suður-Vietnam og
verðum þess vegna að hætta
að reyna bað. Vandi okkar í
Vietnam stafar ekki einunsis
af þvi, að við getum ekki náð
Framhitd á bLs. 14.