Tíminn - 14.07.1970, Page 14

Tíminn - 14.07.1970, Page 14
14 TÍMINN ÞRIDJTTOAGTTR 14. Jlffi 197«. I. DEILD LAUGARDALSVÖLLUR: í kvöld, þriðjudagskvöld 14. júlí kl. 20,30 leika: Fram — Víkingur Mótanefnd. þá á vegi okkar, léttur í lundu Líf og fjör... Framhald at 8. síðu austan IhingaS á mótið, ásamt sveit unga sínum, Gunnlaugi Sigur- björnssyni, og fóru þeir sunnan j'ókla og þurftu að sundríða yfir Skeiðará, sagði Þorkell ennfrem- ur, og strauk fögrum ihesti sínum. — Komuð þið fleiri Austfirðing ar ríðandi á mótið? — Nei, eðlilega voru flestir hestanna fluttir að austan á bíl- um. I En nú mátti Þorkell ekki tefja lengur, því að kappreiðarn- ar voru að hefjast, og eðlilega hefur góður hestamaður meiri áhuga á slíku, en blaðamanni. Ánægður með hestamanna- mótið Leopold Jóhannesson, bóndi og veitingamaður í Hreðavatnsskál- anum, og hestamaður mikiil, varð að vanda. — Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í landsmóti hesta- manna, og er ég nú með 6 hesta hér til keppni og sýningar. Þar af var ég með eina hryssu á af- kvæmasýningunni. Ég fékk fyrstu verðlaun fyrir hana Golu sem er 4ra vetra og undan honum Roða frá Ytra-Skörðugili og Perlu frá Hraunsnefi í Norð- urárdal. Þá urðu tvær hryssur sem ég á nr. 2 af unghryssunum. Einnig var ég með tvo hesta í skeiðinu, Andvara bróiður Golu og Stjarna, sem dóttir mín Jóhanna á, en hann er sonur Ófeigs í Skarði. — Hvað finnst þér um mótið? — Mér finnst rnótið hafa far- ið mjög vel fram og Borgfirðing- ar hafa staðið sig vel — og er ég ánægður með útkomuna þegar öll kurl eru komin til grafar. Þá má ekki gleyma þætti tamninga- manns okkar Borgfirðinga, Reyn is Aðalsteinssonar. en hann hef ur staðið sig afburðavel hjá okk- ur, og veit ég, að nú mæli ég- fyrir munn margra Borgfirðinga. — Ertu ánægður með dómana? — Dómar fólksins og dómar dómnefndar fara ekki alltaf sam an. Ég vil samt sem áður taka það fram að ég vantreysti ekki dóm- urum hérna, ég veit að þetta var erfið aðstaða hjá þeim, og ég þakka þeim fyrir þeirra störf. Eftir að búið var að birta úr- slit kappreiðanna, sleit fram- kvœmdastjórinn Sveinbjörn Dag- finnsson mótinu, og allir bjuggu sig til brottferða, flestir ánægð- ir eftir vel heppnað landsmót hestamanna að Skógarhólum 1970. — EB. Hestamót Framhald af bls. 1 skrá sunnudagsins staðið um klst. lengur en áætlað var. ÚRSLIT í KAPPREIÐUNUM Úrslit í kappreiðunum urðu sem hér segir: 800 metra stökk: 1. Leiri, 68,2 sek. Hann er 10 vetra úr A-Húnavatnssýslu. Faðir: Ljósaskjóni, Blönduósi. Eigandi: Þorkell Bjarnason, Laugarvatni og knapi: Þorkell Þorkelsson. 2. Máni, 68,4 sek. Hann er 9 vetra frá Fossvöllum, Jökulsár- hlíð og eigandi hans er Gunnar Ragnarsson, Fossvöllum. 3. Blak'kur, 68,5 sek. Hann er 9 vetra, úr Borgarfirði. Eigandi: Hólmsteinn Arason, Borgarnesi. Knapi: Einar Karelsson. 4. Faxi, 68,6 sek. Hann er 11 vetra, úr Rangárvallasýslu. Eig- andi: Árni Vigfússon, Reykjavík. Knapi: Sigrún Sigurðardóttir. Þytur, 13 vetra úr A-Skaftafells sýslu var dæmdur úr leik. 300 m. stökk: 1. Neisti, 22,9 sek. Hann er 11 vetra. Faðir: Sandhóla-Stjarni 520. Móðir: Rauð frá Hvassafelli, Eyja firði. Eig.: Matthías V. Gunnlaugs son, Kópavogi. Knapi: Aðalsteinn Aðalsteinsson. 2. Hrímnir, 22,9 (sjónarmunur). Hann er 8 vetra úr Árnessýslu. Eigandi: Matthildur Harðardóttir, Reykjavík. Knapi: Sigurbjörn Bárðarson. 3. Stjarni, 23,2. Hann er 14 vetra úr Skagafirði. Eig.: Jóhanna P. Ingólfsdóttir, Hrafnkelsstöðum. Knapi: Aðalsteinn Steinþórsson. 4. • Gula-Gietta, 23,4. Hún er 15 vetra frá Laugarnesi, Reykjavík. Eigandi: Erling Sigurðsson, Rvík. Knapi: Guðný Þorgeirsdóttir. 5. Brana, 23,5 sek. Hún er 12 vetra, frá Kirkjus'kógi, Dölum. — Eig.: Guðmundur Ágústsson, Erps stöðum ,og hann var jafnframt knapi. Skeið: 1. Óðinn, 25,0 sek. Hann er 6 vetra, úr Kjósarsýslu. Eig.: Þor- geir Jónsson, Gufunesi og var hann einnig knapi. 2. Skeifa, 25,2 sek. Hún er 18 vetra, frá Kirkjubæ í Rangár- vallasýslu. Eig.: Sigurborg Jóns- dóttir, Reykjavík. Knapi: Árelíus Sveinsson. 3. Hvellur, 25,3 sek. Hann er 12 vetra úr Rangárvallasýslu. Eig- andi: Jónína Hlíðar, Hvítárbakka. Knapi: Reynir Aðalsteinsson. Dómar. Úrslit dómanna urðu sem hér segir: (þrír efstu). Alhliða gæðingar: 1. Blær irá hestamannafélaginu Smára, Árnessýslu. Meðaleinkunn: 8.78. Er 15 vetra. frá Langholts- koti. Faðir: ókunnur. Móðir: Gola Langholtskoti. Eig.: Hermann Sig- urðsson. Langholtskoti. 2. Dagur frá hestamannafélag- iriu Geysi. Einkunn: 8,67. 3. Núpur, frá hestamannafélag- inu Fák. Einkunn 8,67. Klárhestar með tölti: 1. Gráni frá hestamannafélag- inu Fák. Meðaleinkunn: 8,20. Hann er 15 vetra, frá Þorgauta- stöðum, Borgarfirði. Faðir: Ókunn ur. Móðir: Stóra-Brún frá Þor- gautsstöðum. Eig.: Hinrik Ragn- arsson, Reykjavík. 2. Stormur, ftá Fák. Einkunn 8,15. 3. Kolbakur, einnig frá Fák. Einkunn: 8,09. Stóðhcstar með afkvæmum: 1. Neisti frá Skollagróf í Ár- nessýslu. Einkunn fyrir afkvæmi: 8,20. 2. Hrafn frá Árnanesi. A-Skafta fellssýslu. Einkunn fyrir afkvæmi: 8,06. 3. Skýfaxi frá Selfossi. Eink- unn f. afkvæmi: 8,05. Dómar kynbótahrossa án afkvæma: Stóðhestar 6 vetra og eldri: 1. Sörli frá Sauðárkróki. Eink- unn 8,19. _ 2. Hrafn frá Efra-Langholti, Árnessýslu. Einkunn: 8,11. 3. Glóblesi frá Hindisvík V- Hún. Einkunn: 8,01. Stóðhestar 3—5 vetra: 1. Þokki frá Bóndhóli. Mýra- sýslu. Einkunn: 8,09. 2. Héðinn frá Vatngarði, Ár- nessýslu. Einkunn: 8,05. 3. Fylkir frá Flögu, Árnessýslu. Einkunn: 7,94. Hryssur með afkvæmum: 1. Skeifa frá Kirkjubæ í Rang- árvallasýslu. Einkunn fyrir af- kvæmi: 8,15. 2. Molda frá Bjarnastöðum í Árnessýslu. Einkunn fyrir af- kvæmi: 8,10. 3. Venus frá Gufunesi í Kjós- arsýslu. Einkunn fyrir afkvæmi: 8,08. Dómar kynbótahrossa án afkvæma (hryssur). 4—5 vetra: 1. Bára frá Hesti í Borgarfirði. Einkunn: 8,10. 2. Gola frá Hreðavatni, Mýra- sýslu. Einkunn: 8,06. 3. Nös frá Skáney, Borgarfirði. Einkunn: 8,04. 6 vetra og eldri: 1. Litla-Stjarna frá Hvítárholti, árnessýslu. Einkunn: 8,49. 2. Kolbrún frá Hólum í Hjalta dal. Einkunn: 8,48. 3. Brún frá Núpi. Einkunn: 8,44. Þeir sem áttu sæti í dómnefnd voru: Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur, Laugarvatni, Egill Bjarnason, Sauðárkróki, Hjalti Gestsson, Selfossi. Leifur Jóhannesson, Stykkishólmi og Sig fús Þorsteinsson, Egilsstöðum. Ra 2. Framhald af bls. 1 f gærkvöldi og í dag, hafa streymt heillaóskaskeyti til Heyerdahls og hinnar albjóð- legu áhafnar hans á „Ra 2“. Þegar öllum fagnaðarhátíða- höldum vár lokið, fór Heyer- dahl aftur um borð til að at- huga. hvort ekki væri allt < lagi með farkostinn. Hinir af áhöfninni vildu heldur ligg.ia í þægilegum hótelrúmum sín- um. Heyerdahl sagði. að hann vildi gjarna að báturinn v.ð' hífður upp. svo hægt vrði að mynda hann í bak oe fyrir áður en hann verður settur um borð í skip. sem fer með hann heim til Noregs bar sem honum er ætlaður sess í fram- tíðinni við hlið flekans Kon- Tiki, sem Heyerdahl sigldi forðum á vfir Kyrrahafið. Það næsta. sem Heyerdahl gerir, er að gefa UThant, fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð anna, skýrslu um ferðina. en síðan fer hann ásamt áhöfn bátsins til New York, þar sem þeir kveðjast að sinni. f vetur er áætlað, að sjón- varpsþáttur um ferðina verði sýndur í norska sjónvarpinu, og þegar í haust verður bók Heyerdahls um „Ra 2“ og ferðalagið komin í búðir. Hún mun koma út í mörgum lönd um samtímis og í henni verða að líkindum um 60 myndasíð ur. Húsafell Framhald af bls. 16 munnhörpur og Gunnar og Bessi skemmta. Kynnir verður Svavar Gests. Kl. 19 er knattspyrnukeppni, en um kvöldið dansað á þremur pöll um svipað og á laugardagskvöldið. Kl. 2 e. m. verður flugeldasýning og síðan hátíðarslit. Eins og þetta ber með sér, er um mjög fjölbreytta dagskrá að ræða. Til viðbótar kemur, að ann að hvort á laugardag eða sunnu dag verður sýnt fallhlífarstökk, og verður tímasetning nánar tilkynnt á staðnum. Ólafur Framhald af bls. 16 hildar Hjartar. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962 og B. A. prófi í þjóðfélagsfræðum með hagfræði sem aðalgrein frá há- skólanum í Manshester árið 1965. Næstu tvö ár stundaði hann rann- sóknarstörf í tengslum við sam- anburðarathugun á stjórnmálum í tíu smæstu lýðræðisríkjum Evr- ópu, en hóf síðan framhaldsnám í stjórnmálafræði við háskólann 1 Manchester. Á s.l. vetri var Ólafur einnig kennari í stjórn- málafræði við sama háskóla. Dokt orsritgerðin, _sem mun vera sú fyrsta sem íslendingur lýkur í þessari fræðigrein, er jafnframt liður í víðtækari rannsóknum á íslenzkum stjórnmálum. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. valla. Þetta er ekki ferðaleið af verra taginu, og skoðunarefni mörg og margvísleg. Einar Ágústsson, alþingsimaður, verð ur fararutjóri, og fólk ætti ekki að draga það um of að festa sér farmiða í þessa för. — AK. íþróttir Framhald af bls. 13 Eiríkur Þorsteinsson, Víking, jafnaði fyrir Reykjavík, en Ey- leifur skoraði 2:1 fyrir landið skömmu fyrir hálfleik. Baldvin Baldvinsson jafnaði 2:2 strax á fyrstu mín. síðari hálfl. og Ásgeir Elíasson skoraði sigurmark Reykjavíkur, þegar 15 mín. voru til leiksloka. Clifford Framhald af bls. 9 hernaðarmarkmiði okkar þar, þrátt fyrir mikla og kostnaðar- sama viðleitni. heldur einmg og öllu fremur af hinu, að átökin eru i grundvallaratnð- um stjórnmálalegs eðlis. Óvin- ir okkar eru og halda áfram -að vera fulltrúar þjóðernisstefn unnar í landinu. Ríkisstjórnin, sem við styðjum, er aftur á móti stjórn hernaðareinræðis, sem stendur á völtum og vafa- sömum grunni. Hjarfkær eiginkona min, • Sigríðar Þorsteinsdóttir, Njálsgötu 13 B, lért 10. júlí. JarSarförin ákveðin síðar. Karl Þórhallason, 'Haraldur Karlsson, Guðrún Karlsdóttir, Þórhalla Karlsdóttir, Sigríður Karisdóttir, Kristín Karlsdóttir, Ásgeir Karlsson, Hjördís Karlsdóttir, Fjóla Karlsdóttir, Þórdís Karisdóttir, Guðrún Hjálmarsdóttir, Kristján Jónsson, Jóhann Eymundsson, Einar Pétursson, Alvar Óskarsson, Klara Óskarsdóttir, Sigurður Bjarnason, Gísti ísleifsson, Jón Ingimagnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jarða rför Helga B. Þorkelssonar, klæðskera, fer fram fimmtudaginn 16. júlí kl. 13,30 frá Fossvogskirkju. Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Kjartan Helgason, Einar Helgason, Baldur Helgason. Maðurinn minn, andaðist 15. júlf. Þórarinn Sveinsson, læknir, Elín Sigurjónsdóttir. Inriilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Jóns Marteinssonar frá Fossl. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innllegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför Þorbjargar Halldórsdóttur frá Réttarholti. Synir, tengdadætur, barnabörn, barnabarnabörn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.