Tíminn - 31.07.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN FÖSTUDAGUR 31. júlí 1970. , .... V . ' t ' ' Ar~ " 'jy ' ■" Júlfus í Hítarnesi á Toppi áriS 1945. Þá var Júlíus sextugur. en Toppur sextán vetra. Flestir hestar þykja hafa lifaS sitt fegursta sextán vetra. Toppur var ekki néma á miSjum aldri. HEIÐRAÐUR í LAUSU MÁLI OG BUNDNU Júlíus Jónsson í Hítarnesi er kunnur tnaSur. Sunnudaginn 23. júlí varð hans 85 ára, og þann dag var honum haldið samsæti í Lau'gagerðisskóla, þar sem vinir hans og grannar samfögnuðu hon- um, en aðrir, seim ekki gátu sjálf- ir komið, heiðruðu hann með heillaskeytum í lausu tnáli og bundnu. Meðal þeirra, sem ávörpuðu Júlíus, var Kristján Jónsson á Snorrastöðum, og lauk hann máli sínu með þessum erindum: Fyrir fimm og áttatíu árutn við ungbarnsvöggu heilladisin stóð og spáði fyrir byr á lífsins bárum, brosi morguns, aftansólarglóð. Þetta barn varð manndóms drengur merkur og m,arga stöku listilega kvað. í öllu starfi ötull bæði og sterkur. Við erum nú í dag að hylla það. Hann Júlíus var aldrei efans maður og enginn veifiskati á lífsins braut. Leysti’ oft vánda einn og orkuhraður, sem yrði mörgum tveimur mönnum þraut. En fljótt ég lýk hér fátæklegum orðum, þó frásögn mætti þylja endaiaust. Hann stígur enn í ístað líkt og forðum og upp í hnakkinn svífur létt og traust. Sjálfur er Júlíus aikunnur hag- yrðingur, og hefur um langan aldur verið mjög létt um að kasta fram stöku. Hann er einnig lands- kunnur hestamaður, og hefur átt margt gæðinga um dagana. Fræg astur allra hans hesta var þó Topp ur, sem ekki var felldur fyrr en hann var orðinn 33 vetra, og heygður með veglegum hætti í túui í Hítarnesi, líkt og Sörli þjobsögunnar „Húsafells í túni“ Mörgum mun það minnisstætt er Júlíus lét Topp sinn, er þá var kominn langt yfir þann aldur, er hestar ná yfirleitt, sýna listir sín- ar á hestamannamóti við Hvítá. Að því loknu mælti Júlíus nokkur orð í hljóðnemann. Toppur stóð álengdar meðan Júlíus talaði. En þegar hann hafði lokið máii sínu og gekk frá hljóðnemanum, kom hesturinn á móti honum og lagði höfuðið í fang húsbónda sínum við dynjandi lófatak mótsgesta, sem á þessu augnabliki skynjuðu hið innilega ástarsamband manns og hests. Mánudagsmynd Háskólabíós: Verzlun við Aðalstræti Það eru tékkneskir snilfingar, sem standa að myndinni „Verzlun við Aðalstræti“, sem Háskólabíó sýnir næstkomandi mánudag, 3. ágúst. Mynd þessi er í senn harm- söguleg og skopleg, rismikið leik- verk, þar sem alvara og gaman eru samtvinnuð en í baksviðinu bíð ur hrottalegur dauði. Sögusviðið I! fisiMrrniöB STUTTUMAU Styrkur úr Minningar- sjóði dr. Rögnvalds Péturssonar Hinn 14. ágúst n. k. verður út- hlutað styrk úr Minningarsjóði dr. Rögnvalds Péturssonar til efling- ar islenzkum fræðum. Það er til- gangur sjóðsins að styrkja kandí data í íslenzkum fræðum frá Há- skóla íslands, sem reyndir eru að áhuga, dugnaði og góðum hæfi- leiksum, til framhaldsnáms og und- irbúnings frekari vísindastarfs. Að þessu sinni nemur styrfcurinn 35, 000,— krónum. Umsóknum um styrk úr sjóðnum skal skilað á skrifstofu Háskólans eigi síðar en 7. ágúst n. k. (Frá Háskóla íslands) Minningargjöf um forsœtisráðherrahjón- in og dótturson þeirra Seðlabanki íslands hefur til- kynnt Félagsstofnun stúdenta, að bankinn hafi að höfðu samráði við viðskiptabankana ákveðið að gefa úr tékkasjóði minningargjöf um dr. Bjarna Benediktsson, forsætis- ráðherra, frú Sigríði Bjömsdóttur, konu hans, og dótturson þeirra Benedikt Vilmundarson. Gjöfin er fjárhæð er. nægi til að standa straum af byggingarkostnaði þriggja fbúðareininga i væntanleg- um hjónagarði, er reistur verði á ------—---------- er slóvakísk smáborg I siðari heim styrjöi’d, þegar nazistar unnu öt- ullega við að uppræta Gyðinga, hvar sem þeir fundust. Borgar- búar eru varnarlausir fyrir Hliaka- vörðunum, slóvakískri fasistasveit, en meðal sögupersónanna er Tono Brtko, maður barnalegur og heið- arlegur, en jafnframt dálitið rauna legur. Honum er faSð að gera upp- tæka verzlun, sem er eign áttræðr- ar Gyðingakonu. En gamla konan deyr þó ékki í gasklefum nazista, sem áttu að gleypa hana eios og a'ðra Gyðinga, því að hún andast í íbúð sinni. Stjórnendur þessarar mymdar, Jan Kadar og Elmer Klos, hafa gert margar myndir í sameinicigu. Hafa flestar fengið mikiC lof, en þessi þó mest, m.a. þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1965. Oscar’s verðlaun h’aut hún 1967 sem bezta erlenda myndin sem sýcid var þá í Banda- ríkjunum. Sagan sem myndin bygg- ist á, er eftir Ladislas Grosman, en hann saimdi kvikmyndahandritið ásamt leikstjóranum. Við kvik- myndatökuvélima var Vladimir Novotny. • vegum Féi’agsstofnunar stúdenta. Óskað er eftir því, að hver bess- ara Ibúða verði á viðeigandi hátt tengd nafni eins þeirra þriggja, er gjöf þessi er til minnimgar um. 0 Félagsstofnun stúdenta þakkar þessa höfðinglegu minningargjöf, sem er stofnuninni mikilvæg hvatn ing og stuðningur til að hrinda í framkvæmd hinu brýna nauðsynja- máli stúdenta, byggingu hjóna- garðs. (Frá Félagsstofnun stúdenta) Minnisvarði afhjúpaður PE—Hvolsvelli, þriðjudag Um helgina var afhjúpaður minn isvarði um Guðbjörgu Þorleifsdótt- ur í garðinum, sem hún gerði í Múlakoti í Fljótshlíð, em þann dag var hundrað ára ártíð hennar. Það var garðyrkjunefnd Samb. sumn- lenzkra kvenna, sem hafði for- göngu um gerð minnisvarðans, en til var vangamynd af Guðbjörgu, sem Einar Jónsson myndhöggvari gerði á sínum tíma, en ’ágmyndin er gerð eftir hemmi í Noregi. Undirstaða minnisvarðans er gerð eftir fyrirsögn og umdir um sjón Jóns Kristinssonar bónda í Landey. Form. Sambands sunn- lenzkra kvenna Sigurveig Sigurð- ardóttir á Selfossi setti hátíðar- samkomuna og stjórnaði henni, en styttuna afhjúpaði Guðbjörg Hjör- leifsdóttir, dótturdóttir hinnar merku garðyrkju- og trjáræktar- konu, Guðbjargar í Múlakoti. Marg ar ræður voru fluttar og ljóð, en Sigurður Tómasson oddviti á Bark- arstöðum stjórnaði almennum söng vi® undirleik Þórhildár Þorsteins- dóttur á Staðarbakka. Margt manua var samankomið við þessa hátið- legu athöfn, og þáði að henni ?ok- inni stórmyndarlegar veitingar i boði kvenfélags Fljótshlíðarhrepps. Veður var hið fegursta þennan dag, og laufrík trén, sem Guðbjörg í Mú’akoti gróðursetti, skörtuðu ylmrik í hásumiarskrúða. AKSTUR OG ÁFENGIFARA EKKI SAMAN Mesta ferðahelgi ársins er fram- undan — verzlunarmannahelgin, sem orðin er að mestu leyti al- mennur frídagur. ÞúsUndir manna þyrpast í al.’ar áttir, burt frá önn og erli hins rúmhelga dags. Samkvæmt árlegri reynslu er umferðin á þjóðvegunum aldrei meiri en einmitt um þessa he’gi og umfenðin þessa daga fer vaxandi ár frá ári. Þúsundum saman þjóta bifreiðir fullskipaðar ferðafólki, burt frá borgum og bæjum, út í sveit, upp ti: fjalla og öræfa. í slíkri umferð gildir eitt boð- orð öðru fremur sem tákna má með aðeins einu orði — aðgæzla — Hafa menn hugleitt í upphafi ferð ar — skemmtiferðar — þau öm- urlegu endalok slíkrar hvíldar- og frídagafarar, þeim, sem vegna óa@- gæzlu, veldur s.’ysi á sjálfúm sér, sínum nánustu, kunningjum eða samferðafólki. Sá sem lendir í slíku óláni, bíður slíkt tjón að aldrei firnist. Það er staðreynd, sem ekki verð ur hnekkt, að einn mesti bölvaldur í nútíma þjóðféi’agi, með sína marg þættu og síauknu vélvæðingu er áfengisnautniu. Það er því dæmigert ábyrgðar- leysi a'ð setjast undir bílstýri und- ir áhrifum áfengis. Afleiðingar slíks ábyrgðarleysis láta alla jafn- an ekki lengi á sér standa. Þær birtast oft í íífstíðarörkumli eða hinum hryllilegasta dauðdaga. Áfengisvarnanefcid Reykjavíkur skorar á alla þá, sem hyggja til ferðalaga um verzlunarmannahelg- ina, að sýna þá menningu í um- ferðinni sem á dvalarstöðum, sem fjá’sbornu og siðuðu fólki sæmir. En slíkt verður því aðeins að sá manndómsþroski sé fyrir hendi með hverjum og einum, að hafna allri áfengisnautn á þeim skemmti- ferðalögum, sem fyrir hendi eru. Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur. 80 ÞÁTTTÖKUHROSS GÓ—Sauðárkróki, fimmtudag. Á hestamóti Skagafirðinga, sem verðar á Vindheimamelum, laug- ardag og sunnudag næstfcocnandi er dagskrá á þessa leið: Á laugar- dag starfar dómnefnd góðhesta frá kL 15. Kl. 18 sama dag hefj- ast undanrásir kappreiða úr Létt- feta og Stíganda í einkennisbún- ingum, ásamt hópi ungmenna. Hólmfríður Pétursdóttir, skóla- stjóri á Löngumýri annast helgi- stund. Þá verða milliriðlar kapp- reiða og að lokum naglaboðreið. HliSIMi 2800 laxar gengnir upp í Kollaf jarðarstöðina Um miðjan dag í gær var búið að telja 2400 laxa úr kistunni í laxeldistöðinni í Kollafirði, en þá voru að auki um 400 laxar komnir í geymslutjörnina. Eru laxarnir 4—7 punda, en mest um 5—6 punda. Þór Guðjónsson veiði'málastjóri sagði í viðtali við Veiðihornið í gær. að athyglisvert væri, hve mikið af merkta laxinum, sem þeir slepptu í fyrra, hafi skilað sér, en það mun vera 5,7% af þeim. Þá er mjög athyglisvert og lærdómsríkt fyrir þá sem að fiski rækt starfa, að ljóst er að því stærri sem seiðin eru, þegar þeim er sleppt, því betur skila þau sér. Því til sönnunar má nefna, að af 13,5 cm seiðum sem sleppt var frá stöðin.ni i fyrra hef ut 2,3% nú skilað *ér. Þá hefur skilað sér í stöðina 8% af 15 cm seiðu.nuin, sem sleppt var þar í fyrra og 12,5% af 17. em. Óvenju snemma á ferðinni AUt frá því Kollafjarðarstöðin hóf starfsemi sína, hefur laxa- gangan upp i hana ekki hafizt fyrr en í ágúst svo að teljandi sé, fyrr en nú. Var þa@ helzt 1966 sem einhver ganga var upp í stöð ina síðast í júlí, en þá var sem kunnugt er bezta útkoman hjá stöðinni til þessa árs, eða 704 lax ar sem gengu þá alls upp i stöð- ina. Til kappreiða cru skráð allt a@ 80 hross og má fullyrða, að aldrei hafa svo mörg hross tekið þátt í kappreiðum Norðanlands. Koma sum þeirra langt að, má þar nefna Hroll og Blakk úr Reykjavík og Skeifu og Ófeig úr Borgarfirði. Einnig verða þarna landskunnir stökkhestar, t. d. Blakkur úr Borg arnesi og Reykur og Hrimnir úr Reykjavík, þá koma hlaupa-hross úr Eyjafjarðar- og Húnavatnssýsl- um auk beztu kappreiðahrossa Skagfirðinga. Búizt er vi@ fjölmenni á þessar kappreiðar, og tjaldstæði eru næst þar um kring. I ■' ■ ’ BELTIN UMFERÐARRAD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.