Tíminn - 21.08.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1970, Blaðsíða 2
TIMINN SKIPAUTfíCRÐ RÍKISINS M.s. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiða- fjarðarhafna á þriðjudaginn 25. ágúst. Vörumóttaka föstudag og mánrjdag. Til leigu forstofuherbergi við mið- bæinn, fyrir skólapilt utan af landi. Fæði getur fylgt ef óskað er. Reglusemi áskilin. Sími 10613. NÝ BENSÍN- STÖÐ Á ÁR- TÚNSHÖFÐA EB—Reykjavík, fimmtudag. Á borgarráðsfundi 16. ágúst S.I. var samþykkt tillaga lóða- nefndar um úthrutun á lóð und- ir bensínstöð á Artúnshöfða við Vesturlandsveg til Olíufélags- ins. Verður hér um að ræða samskonar bensínstöð og Nesti við Elliðaárnar. sem eins og kunnugt er, er í eigu O.'íufélags- Ins h.f., en Nesti nr.un nu eðli- lega ekki geta veitt sömu þjón- ustu og áður, þegar nýja brúin og vegurinn við E'liðaárnar verða t.ekin i notkun. Tjáði Vú’hjálmur Jónsson for stjóri Olíufélagsins h.{. blaðinu f dag, að framkvæmdir við bygg íngu nýiu bensínstöðvarinnar bæfust að öllum líkindum i næstu viku og áleit han'i þess ar frapikvæmdir hafa dregizt of lengi. Stærð bensínstöðvar- innar mun verða sú sama og stærð Nestis, og eðlilega um sam:konar þjónustu að ræða. Upplýsingar Baejafsímans um jarðsímastrengi og bilanir 33 JARÐSÍMA BILANIR í JÚLÍMÁNUDIEINUM f tilefni af grein í blaði yðar 18. þ.m. um að ónákvæmar upp- lýsingar um legu jarðsíma og raf- strengja í götum, gangstéttum og lóðum borgarinnar séu helztu or- sakir hinna tíðu skemmda sem orðið hafa á seinni árum á síma og rafleiðslum í jörðu, vill Bæj- arsíminn taka eftirfarandi fram: Það er því miður sameiginlegt vandamál allsstaðar í þéttbýli bæði hér á landi og erlendis, að þar sem unnið er með stórvirkum vinnu'vélum að jarðraski í bæjum og borgum, þar sem síma- og raf- magnsstrengir eru sem taugakerfi í öllum götum og gangstéttum, er mikil hætta á að mannvirki í jörðu verði fyrir skemmdum. Nauðsynlegt er að ailar leiðslur í jörðu séu sem nákvæmast teikn aðar inn á kort. Bæði Bæjarsím- inn og Rafmagnsveitan teikna alla strengi inn á kort og er það gart af viðkomandi starfsmönnum af mestu samvizkusemi. Tilgreint dæmi um skommdir á strengjum í lóðinni fyrir framan Hótel Esju má því miður rekja til rangra mælinga og var síminn teiknaður inn á kortið eftir þeim. Þetta dæmi segir ekkert um þær Biskupinn vísiterar í Austur-Skaftafells- prófastdæmi Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, vísiterar Austur- Skafta felilsprófastsdæmi dagana 22. til 25. ágúst. Verður vísitazíunni hag að sem hér segir: Laugardaginn 22. ágúst ki. 20: Bjarnanesssókn. Sunnudaginn 23. ágúst kl. 14: Stafafellskirkja. Sama dag kl. 21: Hafnarkirkja í Horní firði. Mánudaíginn 24. ágúst kl. 14: Brunnhólskirkja. Sama dag kl. 21: Kálfafellsstað- arkirkja. Þriðjudaginn 25. ágúst kl. 14: Hofskirkja í Öræfum. Guðsþjónusta verður í öllrum kirkjum í sambandi við vísitazí- una og mun biskup prédika. Þá fara fram viðræður við sóknar- nefndir og safnaðarfólk. Þess er sérstaklega óskað, að fermingar- börn ársins og önnur börn komi tiil viðtals við biskup. fllj íllill « mörgu jarðsímabilanir sem orsak- azt flafa af notkun stórvirkra vinnuvéla, þar sem lega jarðsím- anna var rétt samkvæmt teikn- ingum. T. d. í júilimánuði s. 1. voru 33 slíkar jarðsimiablanir. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður að gera allt sem unnt er til að koma í veg fyrir slíkt. Það er aldrei um of brýnt fyrir stiórnendum stórvirkra vinnuvéla að fara varlega í námunda við þá staði, sem mannvirki eru í jörðu. Dæmi eru til þess að í vinnugléði og vinnuhraða hafa þeir freistazt til að grafa „eina skóflu“ of ná- lægt strengjium, sem vitað var um og búið var að finna, með þeim Gagnrýna takmörkun í læknadeild EJ—Reykjavík, miðvikudag. • Aðalfundur Læknafélags ís- landis 1970, sem haldinn var í Vestmannaeyjum nýlega, sam- þykkti ályktun, þar sem átalið er að ekki skuli betur búið að lækna deild Háskóla íslands en svo, að hún geti elkki annáð menntun jþeirra stúdenta, sem villlja og geta stundað læknanám. í áJiyktuninni segir m. <a.: , „Fundurinn, mótmælir tafcmörk unum á læknanámi og telur það ábyrgðarleysi, að takmarka að- gang að deildmni, án þess að gerð hafi verið tiiraun til að kanna þörf íslenzks þjóðfélags fyrir lækna á komandi árum. Fundurinn telur mikilsverðar þær breytingar á læknakennslu, sem fyrirhugáðar eru á næstu ár- um, þ. é. m. væntanilegan kennslu stól í almennum lækninigum. Jafnframt því sem kennslu- og rannsóknaaðstaða læknadeildar verði bætt, er nauðsyn að fjölga námskeiðum við Háskóla fslands. Vill fundurinn sérstaklega benda á aðrar greinar helbrigðisþjón- ustu, svo sem háskólanám í hjúkr un, sjúkraþjálfun, kennslu lækna- ritara, auk menntunar félagsráð- gjafa. Fundurinn styður baráttu stúd- enta fyrir auknum fjárhagslegum stuðningi við háskólanám í formi námslána og námslauna.“ 250 laxar úr Selá f VopnafirSi Nú hafa um 250 laxar veiðzt á stöng í Selá í Vopnafirði, á því svæði sem veiðiklúbburinn „Strengur’1 hefur á leigu. Hafa margir undrazt þessa góðu veiði í ánni, enda mun hún aldrei hafa verið svo gjöfui. Að sögn eins Strengsmanna, Harðar Óskars- sonar, veiddist stærsti laxinn í ánni á suw-inu þann 16. s.L Var það 18 punda fiskur veiddur á Rlack Doctor-flugu og veiðimaður- ínn Rafn hafnfjorð. Þá eru marsir laxanna sem veiðast í ánni yfir 10 puind. Orsök þessarar góðu veiði e' tvímælalaust sú að undanfarin ár hefur verið sett nokkuð magn af seiðum í ána. Þá hafa fengizt um 130 laxar í þeim hluta Laxár í Leirársveit sem Strengur hefur á leigu, sem eðii lega er mun betri veiði en í fyrra. Slæm veiðiskilyrði Veiðin í Laxá í S-Þing. helzt nokkuð jöfn. Var búið a0 veiða um 1300 fiska á Laxármýrarsvæðinu á hádegi í gær, og veiðist nú mest á efsta svæðinu. Hefur dregið nokkuð úr veiðinni fyrir neðan Æðarfoss, en á miðsvæðinu hefur eins og áður verið minnsta veiðin. Ekki var þó veiðin í ánni góð fyrir hádegi í gær, en frá morgni til þess tíma veiddust aðeins 2 fiskar á svæðinu. Sólskin og mikiL’ hiti er nú þar norðurfrá og veiði- skilyrði því ekki eins og bezt verð- ur á kosið. í gær var búið að telja 3650 laxa í Kollafjarðarstöiðinni og 3800 laxar komnir í stöðina. Hefur því dregið nokkuð úr laxagengdinni þar. Þann 12. ágúst var búið að veiða 390 laxa ú stöng í Blöndu, 210 í Svartá, 416 í Vatasdalsá, og þann 18. ágúst 690 úr EHiðaánum og 1351 úr Laxá í Kjós. Þá voru 700 laxar komnir úr Norðurá og í hæstu laxveiðiánni Þverá 1732 sama dag, sem er rúmlega 300 löxum meiri veiði þar, en allt veiði- tímabiliið í fyrra. — E.B. afleiðingum að skemmdir hlutust af. Viðgerðar'kostnaður er oft mik- ill, þó er beint og óbeint tjón borgaranna, að ekki sé minnzt a aukna slysahættu, sennilegá mun meira þegar rafmagn og sími rofn ar. Samvinna verktak-a við Línu- deild Bæjarsímans hefur verið með ágætum. Línudeildin er ætíð til taks að gefa upplýsingar um legu símstrengja sé þess óskað. Öruggasta og bezta 1-eiðin til að forðast skemmdir á strengjum í jjörðu, er tvímælalaust sú, að kanna legu þeirra og dýpt með því að handgrafa þvert á þá og fá örugga vitneskju um leguna áður en byrjað er að grafa með vinnuvélunum. Bæjarsíminn vonast til að sú góða samvinnu sem teikizt hefur með þeim áðilum sem vinna að jarðvegsfraimkvæmdum á „Stór- Reykjavífcur" svæðinu, verði til þess að draga úr og helzt koma alveg í veg fyrir öll tjón á raf- magns- og símastrengjum. Bæjarsúni Reykjavíkur. Almennur félagsfundur Framsóknarmanna í Ögur-, Reykjafjarðar-, Nauteyrar- og Snæfjallahreppum verður að Reykjanesi kl. 3 sunnudaginn 23. þessa mánaðar. Auk almennra aðalfundarstarfa verða umræður um stjómmálaviðhorfið. Á fund- inum mæta Steingrímur Hermanns son, Bjami Guðbjömsson, Halldór Kristjánsson og Ólafur Þórðar- son. Framsóknarmenn við innan- vert ísafjarðardjúp, fjölmennið. Stjórnin. Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Formannafundur Kjördæmis- sambands Framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi verður hald- inn þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20,30 að Neðstutröð 4, Kópavogi. Fundarefni: Skoðanakönnun vegna framboðs til næstu alþingiskosn- inga. — Stjórnin. Fundur í FUF á laugardag Fundur verður í Félagi ungra Framsóknarmanna næstkomandi laugardag, 22. ágúst, I Framsókn- arhúsinu vi® Frfkirkjuveg. uppi, og hefst kl. 2 e.h. Fundarefni: Kjör fulltrúa á Þing SUF á Hailorms- stað. — Stjórnin. FUF í Hafnarfirði FUF í Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 24. ágúst n. k. að Strandgötu 33, uppi. Fundarefni: Kjör fulltrúa á þing SUF. — Stíórnin. FÖSTUDAGUR 21. ágúst 1970. Skoðanakönoun í A-Skaf taf ellssýslu Skoðanakönnun Framsóknar- manna í Austur-Skaft&íeílssýsw vegna uppstillingar á lista til næstu kosninga, fer fram sunnu- daginn 23. ágúst n k. kl. 3 til ® á eftirtöildum stöðum: í Nesja- hreppi í Mánagarði, í Mýrarhreppi í Holti, í Hafnarhreppi í Sindra- bæ. Sumarhátíð FUF í Árnes- sýslu Hin árlega sumarhátíð Félags, ungra Framsóknarmanna í Arnes- sýslu verður í Arnesi, hinu nýja og glæsilega félagsheimili Gnúp- verja, laugardaginn 22. ágúst og; hefst ’kL 21. Ávörp flytja Agúst Þorvaldsson, aJþingismaður og Tómas Karlsson, ritstjóri. Hljóm-, sveit Ólafs Gauks, Svanhildur og - Ómar Ragnarsson skemmta. — FUF í Árnessýslu. , Ágúst Tómas Héraðsmdt Framsóknar- manna í Skagafirðf Héraðsmót Framsóknarmanna f Skagafirði verður haldið f Mið- garði laugardaginn 22. ágúst og hefst ki. 9 stundvíslega- Ávörp flytja Helgi Bergs, ritarf Framsóknarflokksins og Steingrím- ur Hermannsson, framkvæmda- stjóri. Karlakórinn Vísir á Siglu- • firði syngur. Söngstjóri Geirharð- ur Vaitýsson. Gautar leika fyrir dansi. Borðapantanir frá kl. 9—10 fyrir hádegi sama dag. Hetgi. Stelngrímur. Héraðsmó! Framsókn- armanna s Dalasýslu Framsóknarmenn í Dalasýslu halda héraðsmót að Tjarnarlundi iaugardaginn 22. ágúst og hefst það kl. 21. Ræður og ávörp flytja Ásgeir Bjarnason alþm. og Atli Freyr Guðmundsson erindreki. Jörundur Gi'ðmundsson fer með gamanþætti. Fljóðatríóið Ieikur fyrir dansi. r.v.Vrt'V:’-:: :• Ásgelr Atll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.