Tíminn - 21.08.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1970, Blaðsíða 6
: 6 TÍMINN FÖSTUDAGUR 21. ágúst 1970. Ethel Kennedy tveim árum eftir dauða manns síns: Það er hættulegt að einangra sig í sorg Fyrir tveim árum varð hún ekkja. Þá var ellefta barn hennar ekki fætt. En Ethel Kennedy lét ekki hugfallast. Hún hefur haldið sitt strik, ein og óstudd og hefur sann- | að, að hún á fyllilega skilda þá virðingu, sem bandaríska þjóðin sýnir henni. Ethel Keniiedy er ein dáS- asta kona Bandaríkjanna. Ekki samt vegna auSlegðar sinnar, eða af því að hún tilheyrir Kennedy-fjölskyldunni, heldur vegna þess, hvemlg hún hefur borið sorg sína. Maður fær ósjálfrátt samúð með konu, sem ekki lætur hugfallast, en beit- ir sér að því að ala upp börn sín og lifa lífinu áfram, þótt hún verði að gera það ein. Nánir vinir Kennedy-fjöl- skyldunnar halda því fram, a'ð Ethel Kennedy hafi þegar orð- ið fyrir svo mörgum áföllum í lífinu, að þau hafi engin áhrif á hana. Ekkert enuni geta brot- ið hana niður hér eftir. Fyrir fimmtán áram missti hún foreldra sína í flugslysi. Bróðir hennar fórst líka í flug- slysi fyrir nokkrum árum og eins og kunnugt er, var eigin- maður henuar myrtur fyrir tveim árum. Hún stóð ein uppi með tlu börn og eitt ófætt. Frú Kennedy býr með böm- unum og þjónustuliði I 160 ára gömlu húsi í Maclean í Virg- iniu. Húsið er opið og vinalegt, og það er enginn vandi að fá að ræða við húsmóðurina. En þeir, sem aðeins koma af ein- skærri forvitni til að huýsast í einkamál hennar, eru kurteis- lega beðnir að fara. Nokkuð kecnur alltaf af slíku fólki og þess vegna hefur Ethel Kenne- dy þurft að gera sínar ráð- stafanir. Eitt er þó, sem Ethel Kenne- dy vill helzt ekki ræða um, en það er tímabilið kringum morð manns hennar. Hún hef- ur gert allt til að gleyma því og vonar, að fólk sé nógu til- litssamt til að vera ekki að ýfa það upp. — Eg er alls ekkert hugrökk kona, segir hún ákveðin á svip. — Ég hef aðeins gert það, sem ég mátti til og ég vonast ekki til að verðá dáð fyrir það. „Ég hef verið heppin" Ethel Kennedy lítur ekki á sjálfa sig sem neina hetju. — Ég er líklega ekki eina ©kkjan í heiminum, sem á stóra fjölskyldu! Það eru til ótal margar, sem hafa það miklu verr en ég, og mér finnst ekki ástæða til að vekja sér- lega athygli á mér. Ég er líka svo heppin að eiga marga vini, sem hafa stutt mig I vanda mín um. En hversu margar ekkjur eiga þess kost? Flestar þeirra verða líklega að vera sterkar og standa einar. Stöku sinnum finnst mér ég vera heppnasta konan í heimin- um. Ég er ailtaf umkringd fólki, sem þykir vænt um mlg og virðir mig. f fyrstunni streymdi það til mín. en ekki til að votta mér samúð sína, eða gráta. Vinir mínir vita nefnilega, að slikt vil ég ekki. Enn þoli ég illa að vera miant á þennan hræðilega atburð og ég vil ekki meðaumkun og huggunarorð. Það sem gerðist í júni fyrlr tveimur árum, vairð veiti ég í hjarta mfnu og þar verður það alltaf. Ethel Kennedy hefur ekki breytzt mikið á þessum tveim- ur árum. Það eina, sem maður tekur eftir ,er vottur af beiskju í rödd hennar. sem annars er skær og glaðleg. f augunum er líka vottur af einhverju — ef til vill sorg. f desember 1008 fæddist eH efta barn hennar með keisara- skurði. Það var stúlfoa, sem skírð var Itory Elísabeth Kat- heriue. — Éð vildi gefa mikið til, að maðurinn minn hefði Fjölskyldan var það sem Ethel lifðl fyrlr, áður en sorgin dundi yfir. Framvegis skipta börnin enn mestu máli fyrlr hana, en s»ti Bobbys hefur enginn getað teklð. Ethel með yngsta barnið, Rory, sem aldrei mun þekkja föður sinn. Myndin er tekin fyrir rúmu ári. fengið að sjá Iitlu dóttur okk- ar. En ég ber ekkert hatur í brjósti vegna þess, sem gerð- ist. Það er ekki I eðli mínu, að bera óvildarhrjg til annars fólks. Fnú Kennedy hlýtur að vera ein önnum kafnasta móðir í öllum Bandaríkjunum. Vinir hennar halda því fram, a® hún hafi blátt áfram ebki tíma til að syrgja og að það hafi verið henni bezta hjálpin. Vinnan er bezta meðalið Þjónaliðið sér um hushaldið og auk þess hefur frú Kennedy einkaritara til að aðstoða sig við allar þær bréfaskriftir, sem húa stundar. Sjaldan er nokkur af hinum fimm símum í húsinu þögull lengur en nokfcrar mínútur í einu. Mikið af bréfum og fyrirspurnum berst á hverjum degi jafcivel þótt frú Kennedy lesi bréfin, þegar hún hefur tíma, fcemst hún ekki yfir að lesa allt sem berst dag hvern. En þegar hún fær bréf frá syrgjandi ekkj- um ,sem eiga við vanda að stríða, tekur hún þau alltaf að sér persónulega. Hún lætur ekk ert uppi um, hvað hún skrifar þessum konum, en viðurkennir, að helzt líti út fyrir, að fólk haldi að hún eigi til leynilega uppskrift að hamingjunni. — Auðvitað get ég ekki gef ið neina uppskrift. segir hún. — Það eina, sem ég veit, til að komast yfir sorg, er að vinna. Maður má ekki leyfa sér að lifa í fortíðinni, þvert á móti verður maður að neyða sig til að lifa nú og taka því sem að höndum ber, ef ekki sjálfs sín vegna. þá barnanna. Einnig er miki.Vægt að sýna börnuaum fram á, að dauðinn er ekki endir alls. Maður á að varðveita minninguna um látna ástvini sína, en ekki syrgja. Það er hættulegt að einangra sig i sorg. Dagamir hjá frú Kennedy líða mestmegnis með því, að hún umgengst börn sín, hiustar á þau og leiðbeinir þeim. Aan ars les hún mikið og heldur oft smásamkvæmi fyrir vini sína. Hún leikur tennis og fer á skiði við tækifæri. — Maður verður að gera eitt hvað annað en bara sitja heima, segir hún. Allt fólk þarf á tilbreytingu að halda. Nýr staður og nýtt fólk hjálpar manni til að halda sorginni fyr ir utan. Þrátt fyrir, að sorgin hefur sett mörk á frú Kenae- dy, er hún alltaf sú sama, líf- lega konan. sem fær alia nær- stadda til að slappa af og vera blátt áfram. Margir af vinum Ethel álíta. að hún hljóti að vera mikil leik kona. fyrst hún getur leynt fyr- ir öllum heiminum. hvemig henni líður innst inni. — Ethel mislíkar. að fólk sé samúðarfullt, segir ein af vin- konum hennar. — Heimili hennar er enn í dag, nákvæm- lega eins Os það var. meðan Bobby lifði. Hún vill ekki, að nokkru sé breytt og hún lætrjr aldrei nokkra manneskju finna, að hún sjálf sé í þungu skapi. En hún vill ekki hafa, að fólk fari að tala um Bobby. Önaur vinkona segir: — Ethel er stórkostleg. Það eina, sem ég hef tekið eftir, að hafi breytzt við hana. er, að hún talar af mun meiri áfcafa um áhugamál Bobbys. Það lít- ur út fyrir. að hún hafi meiri áhuga á þessum málum nú, en meðan Bobby lifði. Ethel Kennedy er hreinasta gullnáma af lífsþrótti. Það eru allir sammála um, sem þekkja hana. Og ef einhver vill endi- lega tala um sorgaratburðinn, er hægt að fá hana til að ræða það róleg. — Ég var alin upp við aga heima, segir hún----Og ég el bömin mín eins upp. Þar sem ekki er agi, ríkir glundroði. Þegar þetta gerðist, sagði ég við sjálfa mig: — Nú áttu um tvo kosti að velja. Annað hvort að gráta og grafa þig í sorg , eða reyna að halda áfram. Þú kemst þó ekfcert áleiðis með sorgina eina. Þess vegna valdi ég síðari kostinn og ákvað að lifa áfram. Ethel Kennedy er mjög trú- uð og fer á hverjum morgni til kaþólskrar messu. En hún reyn ir aldrei að þvinga trú sinni upp á aðra. Hún segir að trúin hafi verið henai mikill styrk- ur í sorg hennar. — Áður en ég missti manninn minn, ein- Framhald á bls. 10 Bobby og Ethel í sumarfríi me5 dótturina Kerry. i :í i , i 1 i | i 1 i I 'I ;) ;1 \ » i ; ? ; f ; i t r i ; t r i % ; iMf" *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.