Tíminn - 27.08.1970, Blaðsíða 6
TIMÍNN
FIMMTUDAGUR 37. ágúst 197« ;
Staða Framsdknarflokksins er traust, og full
ástæða er til bjartsýni í næstu kosningum
Miðvikudaginn 12. ágúst hélt Ólafur Jóhannesson, formaður Fram-
jsóknarflokksins af stað frá Húsavíkur, áleiðis til Þórshafnar, eftir að
hafa, í fylgd heimamanna, skoðað staðinn. Á Þórshöfn átti að halda al-
jmeonan stjómmálafund um kvöldið. Ekki var hann einn á ferð, því að
Jþingmennirnir Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson voru með i för,
jsvo og undirritaður. Fórum við nú allir í bifreið Stefáns en skildum
laðra fararskjóta eftir i umsjá Húsvíkinga, og þar með höfðum við
kjörið okkur bæði farkost og fararstjóra, óvílsaman mann.
‘ Þingeyjarsýs’ur eru ekki aðeins
sumarfagrar sýslur, heldur búa
jþær yfir sérstæðri og svo fjöl-
Jbreyttri náttúrufegurð og hreinum
iundra- og ævintýrastöðum, að
ifrægt er. Þar verður án efa ferða-
(mannaparadís framtíðarinnar í enn
iríkari mæli en nú er. Og skrítið er
iþað fólk, sem heldur kýs aíð flat-
jmaga í ljósur- sandi Spánarstranda
íen að skoða furðuverk nátrtúrunn-
í ar í Þingeyjarsýslum á sumardög-
• um, og þar á N.-Þingeyjarsýsla
; drjúgan hlut.
I Á Öxarfjarðarheiði miðri er
] sæluhús. Skammt þaðan er eyði-
i Býilð Hrauntangi. Þar átti sagna-
ckáldið Jón Trausti heima um
ffceið. En síðasti bóndinn á Hraun-
I 'íanga var Níels Sigurgeirsson. Er
j hann flutti þaðan færði hann var-
; inhelluna upp á vegg, þvi hann
átti þess ekki von að hún yrði not-
! uð framar. En hraunhelia þessi
' er, eins og segir í eftirfarandi
! vísuhelmingi, komin „alla leiðina
! utan frá — Arnarstaðavatni“.
' Þórshöfn á Langanesi er útgerð-
í arstaður í landi Syðra-Lóns og er
i nú, ásamt jörðinni sérstakur
| hreppur með háift fimmta hundr-
| að ibúa eða svo. Þar hefur verið
] verzlunarstaður síðan fyrir alda-
mót. Nú eru þar gerðir út þilfars-
! bátar og opnir vélbátar. Þar er
frystihús fyrir kjöt og fisk, fiski-
1 mjölsverksmiðja, mjólkursamlag,
| sláturhús og verzkrn kaupfélags.
Og þar er félagsheimili, póstur og
simi og töAiverð hafnarmannvirki.
Rétt utan við bæinn er bærinn
Syðra-Lón. Þar nærri er Þórðar-
þúfa, og þar var Syðra-Lónsbóndi
frá landnámstíð heygður með fjár-
sjóð sinn.
En ekki grafa menn eftir gulli
og gersemum austur þar, heldur
sækja fjársjóði á fiskimiðin, sem
eru skammit undan. En bændur í
nálægum sveitum rækta landið og
nytja hin víðáttumiklu heiðalönd,
sem talin eru þau beztu á íslandi.
Hinni köldu veðráttu síðustu ára
og túnskemmdunum miklu, mæta
margir með stórfe Idvi félagsræbt-
un og grænfóðurrækt.
Við þeysum í hlað kauptúnsins,
en er þegar veitt fyrirsát. Efldir
menn frá Gunnarsstöðum, Old og
Gunnar, sendimenn goðans Gísla
alþingismanns á Hóli, tilkvnna okk-
ur hvert við eigum að fara og er
okkur ljúft að hlíta þeirri forsjá.
Ólafur Jóhannesson, formaður óg‘
Ingvar halda að Syðra-Lóní en við
Stefán að Hóli og þarf ekki að
ræða móttökurnar.
Um kvöMið hófst fundur í fé-
lagsheimilinu, sá 14. í röðinni í
hinni miklu yfirreið Ólafs Jó-
hannessonar prófessors. Sigurður
Jónsson bóndi á Efra-Lóni, formað-
ur Framsíknarfélags austan heið-
ar, setti fundinn með stuttu ávarpi,
fagnaði sérstaklega komu formanns
Framsóknarflokksins, svo og ann-
j VEUUMISLENZKT <H> fSLENZKAN IÐNAÐ
I Við velium mir
þaS b< >rgar s ig
'
puniai - ( DFNA .R H/F.
"5 • Síðumúla 2 7 ♦ Roí rkjavík
; — Símar 3-55-55 og 3-42-00
Ólafur Jóhannesson
arra fundarmanna. Fundarstjóri
var Sigtryggur Þorláksson á Sval-
barði.
Síðan tók flokksformaðurinn til
máls, tók sér stöðu nær áheyrend-
um og talaði blaðalaust að vanda.
í þessari ræðu rökstuddi prófess-
or Ólafur með óyggjand- tölum
hvernig Framsóknarflokkurinn
hefði unnið á og vaxið, smátt og
smátt á undangengnum árum, gagn
srtætt þvi, sem andstæðingar freist
ast stundum til að halda fram,
gegn betri vitund. Því væri staða
flokksins traust nú og ástæða til
bjartsýni í næstu kosningum.
Hann rakti í mjög glöggu máli
og vel rökstuddu, ástand og horf-
ur í þjóðmálum, vítti ranga stefnu
og úrræðaleysi stjórnarflokkanna
og benti á tillögur Framsóknar-
manna í þýðingarmestu málum,
jafnframt viðurkenndi hann það,
sem stjórnarflokkunum hefði þó
vel tekizt í einstöku cnálum.
Hann fjallaði um atvinnumálin og
fjármálin, skóla- og fræðslumál,
verðlagsmálin og viðskiptamálin,
byggðajafnvægið og búsetu lands-
manna og að síðustu um stjórnar-
farið í landinu. Ta.’di hann xínurn-
ar orðnar svo skýrar í stjórnmál-
HEIMSFRÆGAR
LJÓSASAMLOKUR
6 og 12 v. 7” og 5%"
Mishverf H-framljós. Viðurkennd
vesfur-þýzk tegund.
BlLAPERUR, fjölbreytt úrval.
Heildsala — Smásala.
Sendum gegn póstkröfu um land allt
SMYRILL
Armúla 7. — Simi 84450.
Frá fundi
formanns
Framsóknar-
flokksins,
Úlafs Jóhannes
sonar, á
Þórshöfn
unum, að engum væri ofvaxið að
gera sér glögga grein fyrir stjórn-
málaástandinu. Hver maður gæti
lesið þa® eins og opna bók og mynd
að sér síðan rökstuddar skoðanir
um þjóðmálin. Hann minnti á orð
Palme, forsætisráðherra Svia: Póli-
tík, það er að vilja. Sigur fælist í
samstöðu flokka og þrotlausri
vinnu. Þá vinnu yrðu Framsóknar-
menn að .’eggja fram, til að skapa
möguleika til breyttra og bættra
sfcjórnarhátta á íslandi.
Gísli Guðmundsson alþingismað-
ur kvaddi sér hljóðs næstur og
þakkaði efnismikla og glögga ræðu
formanns og fyrir komu hans í
þennan landshluta. Landið væri
stórt og fundahöld tímafrek. Hann
sagðist búast við, að fundarmenn
hefðu nú þegar gert sér ljóst, að
núverandi formaður Framsóknar-
f.’okksins væri maður þéttur á velli
og þéttur í lund. Öllum væri nauð-
synlegt að þekkja skólagið á för
um úfinn sæ stjórnmálanna, og
skipti þá miklu, að sá maður stæði
við stýri, er menn gætu treyst.
Ólafur Jóhannesson væri uppvax-
inn í Fljótum, og væri, eins og
Baldvin Einarsson, ættaður úr
Skagafirði austanverðum. Þaðan
hefði sjórinn löngum verið fast
sóttur, formaðurinn myndi einnig
sækja fast í næsfcu kosningum og
ætlast ti’ hins sama af flokksmönn
um sínum og fylgisnönnum. Myndi
það og gert verða, hvenær sem
þjóðin eða flokkurinn þyrfti á því
að halda. Þá gerði Gisli búsetu ís-
lendinga að umtalsefni, sagði þró-
unina enn hina sömu, að fólki fækk
aði víða í sveitum og þorpum í
heilum landshlutum, en straumur-
inn lægi ti.’ Reykjavíkur og ná-
grennis. Þetta væri hreinn voði
og einsdæmi í heiminum. Meira en
helmingur þjóðarinnar hefði nú
búsetu á höfuðborgarsvæðinu eða
110 þús. manns af 203 þús., er
þjóðin teldi nú. — Við höfum tal-
ið okkur eiga þetta lana. og sa rétt-
ur byggist á landnámi forfeðranna,
og búsetu á öllu byggilegu, landi.
Þennan rétt verðum við að varð-
veita með því að byggja það allt;
og nyfcja, sagði ræðum«ður.
TLf máls tóku einnig alþingis-,
mennirnir Stefán Valgeirsson og j
Ihgvar Gíslason og fluttu stuttari
og áheyrilegar ræður. Hófust síð- j
an hinar eiginlegu umræður og!
kvaddi Sigurður Jónsson hrepp-j
stjóri á Efra-Lóni sér fyrstur \
’hljóðB. Gerði hann heilbrigðis-j
þjónusfcuna að umræðuefni. Sagði j
hann læknislaust í héraðinu og j
það ástand væri óþolandi með ölfu, (
en þó alveg sérstaklega á vetrum. -f
Fleiri fundarmenn tóku síðan í ■
sama streng. Sigurður harmaði, i
að samgöngum hrakaði bæði á sjó [
og í lofti. Fyrrum hefðu verið
fjórar áætlunarferðir flugvéla í ’
viku til Þórshafnar en nú aðeins 1
ein, skipaferðir strjálar og vegir ’
lokaðir mánuðum saman á vetrum.;
Eggert Ó.’afsson bóndi í Laxár-
dal og form. kjördæmissambands ■
Framsóknarmanna í kjördæminu ‘
gerði atvinnuna og atvinnutækin,
að umtalsefni, ennfremur stöðu,
Framsóknarflokksins í þjóðfélag-;
inu og þróun hans, skiptingu auða
og arðs og erlenda markaði.
Hólmsteinn Helgason talaði um
hugsjónastefnu Framsóknarflokka-
ins, og hinsvegar peningahyggjuna ■
og svo stjórnarfarið í landinu, semi
fékk mjög lága einkunn hjá hon-
um.
Jénas Helgason gerði fyrirspum-;
ir viðvíkjandi sjá’fstæði þjóðarinn-1
ar og varnarliðinu.
Aðalbjörn Arngrímsson ræddi;
hið alvarlega ástand í landbúnað-;,
inum og taldi, að bændur þyrftu, ,
jafnframt hefðbundnum búskapar-j
háttum, að renna fleiri stoðumj
undir framleiðslu sína og benti í;
því sambandi á fiskeldi, ennfrem-,
ur ræddi hann um læknaskortinn,
og raforkuver^ið.
Sigtryggur Þorláksson hrepp-
stjóri á Svafbarði bar fram nokkr-
ar fyrirspurnir en að lokum tók.
Ólafur Jóhannesson til máls, svar-
aði fyrirspurnum og gerði ýmis atr
iði, er fram komu á fundinum, að
umræðuefni.
Fundurinn á Þórshöfn stóð langt,
fram yfir miðnætti. Með honum
lauk hinum fyrirfram áætluðu
fundahöldum flokksformannsins í,
kjördæminu. Má um þessa þrjá
fundi segja, að Akureyrarfundur-.
inn væri góður, Húsavíkurfundur-.
inn betri og Þórshafnarfundurinn
beztur. Og miðað við fólksfjöida;
var fundarsókn í sama h.’utfalli.
Að þessu sinni ræddi ég við tvo)
fundarmenn og voru það þeir;
Bjarni Aðalgeirsson, kaupféiags-!
stjóri og Sigtryggur Þorláksson,,
hreppstjóri á Svalbarði í Þistilfirði.,
Bjarni Aðalgeirsson er frá Húsa-i
vík, vann við kaupfélag Þingey-;
inga áður en hann varð Kaupfélags
stjóri á Þórshöfn fyrir skömmu, og[
mun einhver yngsti maður í slíkri,
stöðu, ©ða aðeins 26 ára. Hann
svarar nú nokkrum spurningum.
— Hvað viltu segja um sjávar-
útveginn á Þórshöfn?
— Aðal uppistaðan í atvinnu.’íf-
inu hér er sjávarútvegurinn og úr-
vinnsla aflans. Héðan er gerður út
einn 50 tonna bátur og nýr 35 tonna
bátur er væntanlegur hingað um
n.k. mánaðamót. Þar að auki eru;
hér nokkrir lit’ir dekkbátar og
opnar tril'.ur. en þessi bátafloti er
alls ekki iiógu stór til að geta
.’agt upp hér nóg hráefni árið uut
kring.
A 8.1. ári var stofnað hér fisk-