Tíminn - 27.08.1970, Blaðsíða 7
; ÍTMMTUDACftJR 27. ágflst 1970
verbunarfyrirtæki, Hraðfrystistöð
Þórshafnar h.f., og leigir það neðri
hæð í frystihúsi kaupfélagsins fyrir
starfsemi súta. Rekstur þessa fyrir
tækis hefur gengið nokkuð vel
það sem af er, þó vil ég segja að
starfræksla þess sé í hættu, eins
og reyndar afiur aimar rekstur hér
á staðnum, ef okkur tekst ekki að
tryggja hér meira og jafnara hrá-
efni. Nú hefur hins vegar verið
j stofnað frér nýtt hlutfélag, Útgerð-
arfélag Þórshafnar h.f. með það
,fyrir augum að kaupa og gera út
togskip. Að fyrhrtseki þessu standa
eingöngu fyriftæki og féiagasamtök
hér á staðnum, og eru það Þórs-
hafnarhreppur og Hraðfrystistöð
BÖrsbafnar h.f. sem eru aðai hlut-
hafar og er það von okkar að það
megi takast að fá hingað vel búhð
skip, en öl þess að það megi tak-
ast þurfum við að sjálfsögðu, svo
sem flestir aðrir, fyrirgreiðslu
í lánastofnana og opinberra aðila.
Á s-.l- vori var grásleppuvertíðin
Stnnduð héðan af miklu kappi, og
um 800 tunnur af hrognum bárust
1 hér á land.
’ Gæftir í sumar, eða frá júlí byrj-
-ttn hafa verið anjög stopu Jar, nokk-
vuð góður afli var hér framan af
’sumri, en nú eru bátarnir byrjaðir
á dragnótaveiðum og er affi þar
' nokkuð góður.
• — En landbflnaðurinn á félags
svæði Kaupfélags Langnesmga?
— Bændnr á félagsvæði Kaup-
i félags Languesiuga, hafa veri®
‘ mjög hart leiknir undanfarin ár
j vegna hinna miklu kalskemmda í
> túnunum, og er árið í ár sennilega
, það versta a.m.k. á stórum hluta
, svæðisins. Ennfremur lítux heldur
' illa út með uppskeru hafranua, og
* kemur þar bæði til, óvenju kaldur
j Jfllímánuður, svo og að sáning fór
í fram seinna en venjuiega, og er
j þar um að kenna verkfaliinu í vor.
Síðastliðiim vetur var mjög gjafa
! fisekur hér um slóðir (innistöðut.
* á sauðfé sá lengsti það sem af er
j þessari öld) kjarnfóðurkaup voru
•' því óvenju mikií, eða um 30%
í meiri en næsta vetur á undan. Hins
| vegar hjálpaði nokkuð til óvenju
; hagstætt fóðurbætisverð miðað við
' afurðaverð. Nú er hins vegar veru-
' leg hækkun orðin á innfluttu kjarn
j fóðri, og veit ég satt að segja ekki
j hvernig bændur hér fara að, ef
i ekki rætist verulega úr með hey-
I feng, og verðlagsgrundvallarverðið
j hækkar ekki í samræmi við þær
1; hækkanir sem á eru að dynja með
j degi hverjum.
Það hefur að' sjálfsögðu mikil
f áhrif á afkomu Þórshafnar, sem er
í þjónustu- og verzlunarmiðstöð fyr-
; ir nærliggjandi sveitir, hvernig af-
• koma fandbúnaðarins er hverju
i sinni- Samdráttur í sveiturium er
t um leið samdráttur á afkomu íbú-
1 anna hérna á Þórshöfn.
Á vegum K.L. hefur verið slátr-
’ að nú undanfarin haust 10—12 þús.
í fjár, ennfremur starfrækir kaup-
;. félagið mjólkursamlag. Það er
; mjög myndarlegt og vel búið hús,
: en því miður er rekstur þess mjög
\ erfiður, en hið erfiða árferði hef-
tur valdið því að bændur hér hafa
j'ekki getað aukið kúastofninn sem
j skildi.
— Lækna- og heilbrigðismál
; standa ekki sem bezt hér?
Við felendingar viljum telja
j okkur til menningarþjóða, og það
j með réttu. Einn af hymingarstein-
j um menningarþjóðfélags er sóma
; samleg heilbrigðisþjónusta. Við
{ sem þetta landshorn byggjum verð
(um hins vegar að búa við næsta
'í frumstæð skilyrði hvað þetta mál
i varðar.
Á Vopnafirði situr læknir, sem
. á að þjóna Vopnaf jai'ðar- og Þórs-
< hafnar-læknishéruðum. Hann kem-
l ur aðeins einu sinni í viku til
: Þórshafnar og finnst okkur íikja
i þarna mikiö ósamræmi, enda verð
ur þessari skipan mála ekki unað
hér lengur. FólksSé’iti cr þegar
. farinn að grípa trm sig hér á Þórs-
höfn og vil ég segja að læknis-
leysið, sé þar ein höfuð ástæðan.
TIMINN
Það hefur verið vilji íbúanna
hér, að einn læknir sitji í hverju
þessana þoBpa hér norðaustan-
lands, en læknir hefur ekki feng-
izt hingað til Þórshafnár nú um
skeið, þó að aðbúnaður og starfs-
skilyrði fyrir lækni megi kallast
hér aflgóð, miða'ð við það sem
gerist annarsstaðar á hinum
smærri stöðum.
Nú virðist læknamiðstöðvarhug-
myndin hins vegar vera orðin hið
ríkjandi afl meðal lækna og verð
um við að sjálfsögðu að hlíta
því. En þá vil ég segja, að verði
reist ein læknamiðstöð fyrir þetta
stóra en þó fámetvna svæði hér
norðaustanlands, væri eðlilegast
að henni væri valinn staður á Þórs-
höfn og vil ég þar einkum vísa til
legu staðarins, en Þórshöfn er
nokkurn veginn miðsvæðis. Einnig
höfum við hér góðan flugvöll, sem
ástæða er til að taka verulegt til-
lit til, þegar slíkri miðstöð er val-
inn staður.
Það eru þegar hafnar umræð-
ur hér heirna fyrir um þetta mál
og treystum við á heilbrigðisyfir-
völd landsins að taka þessi lækna-
mál okkar til skjótrar úrlausnar,
því ef þetta ástand ríkir áfram er
eyðing byggðarinnar hér óumflýj-
anleg, segir Bjarni Aðalsteinsson
að lokum, og þakka ég svörin.
Næst hitti ég að máli Sigtrygg
Þorláksson hi-eppsstjóra á Sval-
barði, ungan mann og myndárleg-
an, sem er sagður verkhagur og
hamhleypa í senn viö fjölþætt bú-
störf og framkvæmdir. Geta má
þess til gamans, að það var hann,
sem á einu mesta kalsumri austur
þar, tók sig upp með flokk manna,
heyjaði á Suðurlandi og flutti
svo fóðrið heim á bifreiðum.
Kona Sigtryggs er Vigdís Sigurð-
ardóttir og eiga þau fimm börn.
Hjá' þeim dvelst móðir bónda,
Þuríður Vilhjálmsdóttir, komin yf
ir áttrætt, gáfuð og fjölfróð kona.
Hvernig er raforkumálum
háttað hér?
Raforkumálin eru í mesta ólestri
og þjóðinni til skammar. Það er
óverjandi fyrir þjóðina, að flytja
orkuna frá Rússlandi, en láta fall
vötnin hér heima óbeizluð. Fyr-
ir okkar sveit er svolítif von, að
raflína verði lögð frá Raufarhöfn
innan tíðar, til Þórshafnar, þ. e.
notendalína, en þá munu einhverj
ir bæir í sveitinni fá rafmagn um
leið. í sumar á að leggja línu
fyrir Laxárrafmagn til Kópaskers.
En raforka á Þórshöfn og Raufar-
höfn er nú framleidd með olíu og
er dýr orka.
En virkjun Sandár?
Virkjun Sandár var okkar draum
■ ur, en við vorum hafðir ofan af
! hugmyndinni um Sandárvirkjun
með fyrirheiti um rafmagn frá
Laxá. Hinsvegar töldum við virkj
un Sandár beztu lausnina fyrir
okkur, enda er sú virkjun hag-
stæð og örugg virkjun vegna
góðra virkjunarskilyrða. Má ^
kannski segja, að það hafi verið |
vesaldómur af héraðsbúum, að j
hefjast ekki handa um Sandár-;
virkjun. !
— Tún hafa sýnilega skemmzt;
mikið hjá þér?
Ég tel, að á Svaibarði sé umi
Viðtöl við
fundarmenn
Bjarni Aöalgeirsson
95% kal. Búskapurinn hefur
gengið erfiðlega síðustu fimm ár
vegna kulda og kals hér um slóð
ir. Samt álít ég, að sauðfjárrækt-
in eigi hér mikla framtíð. Senni-
lega eru hvergi á landinu hetri
sumarhagar, svo framarlega að
gróður spretti, enda er féð vænt.
Þetta kuldatímabil hlýtur að ganga
yfir og ástæðulaust að örvænta
þótt við erfiðleika sé að etja.
Við fengum aðstoð hins opinbera
1968 og við hljótum að reikna
með því, að bændur, sem verst
eru settir, fái einhverja hliðstæða
fyrirgreiðslu nú, þótt það liggi enn
ekki fyrir. En því miður mun
óvíða fást keypt hey að þessu
sinni. Bót í máli er þáð, að nú i
ár eru túnaskemmdir ekki eins
miklar heilt yfir, og þær voru
hér á þessu svæði 1968, og því
verðui' heyskorturinn ekki eins
mikill nú. Heyskapurinn hefur auk
þess gengið vel nú að undanförnu.
Einhver niðurskurður virðist þó
óumflýjanlegur í haust. Hrepps-
nefndin hefur gert kröfu til þess,
að gerð væri athugun á innflutn-
ingi á heykökum. Það fóður yrði
eflaust dýrt, en það verður hið
venjulega kjarnfóður einnig.
Nú eru ár í Þistilfirði fullar af
laxi?
Já, laxveiði er mikil í sumar I
ölium ám í nágrenninu og sá
lax, sem nú veiðist, er miklu
vænni en í fyrra. Hér komu í sum
ar veiðimenn að Svalbarðsá og
fengu 50 laxa. Ekki stunduðu þeir
veiðiskap af neinu kappi, voru
m. a. að koma seiðum í ána. En
þetta var falleg veiði.
Hvernig finnst þcr að búa i
sveit?
Það hefur ýmsa kosti, og ekki
síður þótt búskapurinn gangi mis
vel. Bændur eru flestum frjáls-
ari á ýmsan hátt og sennilega
er ekki önnur atvinnugrein
skemmtiiegri í sæmilegu árferði
en t.d. heyskapur og svo sauðfjár-
Sigtryggur Þorláksson
ræktin. Hæíilegar búskaparáhyggj-
ur eru þorskandi, og sannfærður
er ég um það, að fólk þroskast
betur í sveit en þéttbýli. Hitt er
svo annað mál, að menntunarað-
staða er erfiðari í sveitum og dýrt
að senda unglinga í skóla í kaup-
staðina. í þessu er mikill aðstöðu
munur og nú eru tekjur margra
bænda litlar.
Sagt var 1968, að heyskapur
ykkar á Suðurlandi væri einS'
dæmi?
Já, hann hefur eflaust verið það,
en okkur fannst ófært og óverj-
andi að reyna ekki allar hugsan-
legar leiðir tiil að afla heyja. Við
fengum ágætt engi á bökkum
Ölfusár. En rigningar torvelduðu
heyskapinn. þótt þessi langsótti
heyskapur bæri nokkurn i-rang-
ur. Ef við hefðum verið cins heppn
ir með veðráttuna og við voruiii
óheppnir, hefðum við aflað mik-
illa og góðra heyja. Auk þess
var þetta nú dálítíð gaœas og
mikil tilbreyting.
Hvað viltu segja mn samgöugu-
málin?
Þau standa e. t. v. ögn til bóta
hjá okkur. Árið 1972 er áætlað
að byggja upp veginn um FÁtmri-
háils. Við erum ekki í vegasam-
bandi nema rétt um hásumarið
og getur það ekki gengið svo til
frambúðar. Þá er alveg nauðsyn-
legt að gera áðra flugbraut við
Þórshafnarf-lugvöll. Það er auðvelt,
því aðstaðan er hin ákjósanleg-
asta og núverandi f-lugbraut kost-
aði nánast ekki neitt, cn oft er
mikil nauðsyn á flugbraut, cr lægi
í gagnstæða átt við þá, sem fyrir
er. Þetta hefði átt að vera búið
.áð gera fyrir löngu, svo auðvelt
er það og sjálfsagt, því flugið er
eina sam-gönguleiðin langtímum
saman á vetrum.
Menn kvarta mjög um læknls-
leysi?
Já, og til þess er full ástæða,
og læknisleysið er algerlega óvið-
unandi. Ég veit ekki hvernig það
mál verður leyst, en mér virðist
ljóst, að læknaskorturinn í dreif-
býlinu stafi að verulegu leyti af
því, hvernig læknastéttin er mcnnt
uð. Læknar treysta sér ekki til
að taka að sér héraðslæknastörfin,
og það er auðvitað alveg ófært,
segir Sigtryggur Þorláksson hrepp
stjóri að lokum og þakka cg svör
in. — E. D.
IGNIS
FRYSTIKISTUR
IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar-
innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa.
Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlífðarkantar á hornum —
Ijós í loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með
rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar-
tjósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting"
— „rautt of lág frysting". —
1
BÍLASKOÐUN & STILLiNG
Skúlagöfu 32
HJOLASTILLINGAR
mútorstíuingar LJÓSASTIUINGAR Simi
Látið stilla i tima. ^ ÍT
Fljót og örugg þjónusta. I tUr I U U
1
I
I
L.
Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð
145 Itr. kr. 16.138,— kr. 17.555,— -) út + 5 mán.
190 Itr. kr. 19.938j— kr. 21.530.— Tút + 5 mán.
285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— j út + 6 mán.
385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31830— i út + 6 mán.
£1
RAFTORO
VIÐ AUSTURVÖLt
SÍMI 26660 '