Tíminn - 18.09.1970, Síða 2

Tíminn - 18.09.1970, Síða 2
TÍMINN FÖSTUDAGUR 18. sepember 1970 Myndin var tckm við ondirskrift samningsins um sein ni neðansjávarleiðsluna, á henni eru m.a. annar trá bægri Sigurgeir Kristjánsson og síðan Guðlaugur Gísla son og Magnús ‘Magnússon. SAMID UM SiDARI NEÐANSJÁ VARLEIÐSLUNA KJ—Reykjavík, fimmtudag. í júlí á naesta ári er ráðgert að Jeggja nýja neðansjávarvatns- leiðslu milli Vestmannaeyja og lands, og verður nýja leiðslan sverari, og á að flytja 4500 rúm- metra af vatni á sólarhring i stað 1850 eins og gamla leiðslan gerir LEIÐRÉTTING í frétt Tímans í gær um hús Búnaðarbanka íslands við Rauðar- árstíg var viilandi orðaiag í upp- hafi, þar setn sagði að byggingar- nefnd borgarinnar hefði sam- þykkt stækkun hússins. Þetta er ekki rétt, eins og reyndar kom frarn síðar í fréttinni, heldur stendur ákvörðun nefndarinnar «an, þótt ráðuneytið hafi ógilt þá ákvörðun. Samningar milli Vestmanna- eyjakaupstaðar og Nordisk Kabel og traadfabriken (NKT) um þessa nýju leiðslu, voru undirritað- ir í Kaupmannahöfn 4. sept- ember s- 1., og er áætlað verð á leiðslunni með fluta- ingi til landsins og lagningu um 55 milljónir ísl. króna. Leiðslan verður 13 km. löng og á að þola 55 fcg. þrýsting. Hugsanlegt er einnig að leggja tvennskonar leiðslu 3.3 km. sem þola 55 kg. þrýsting og 9.6 km sem þola eiga 35 kg. þrýsting, en slík leiðsla yrði nokkuð dýrari. Fyrir h'önd Vestmannaeyjakaupstaðar undrrit- uðu samninginn um nýju vatns- leiðsluna þeir Sigurgeir Kristjáns- son forseti bæjarstjórnar, Magnús Magnússon bæjarstjóri og bæjar- fulltrúarnir Gúðlaugur Gíslason, Garðar Sigurðsson og Gísli Gísla- son. Fyrri neðansjávarleiðslan var algjört brautryðiendastarf, og eiga Vestmannaeyingar heiður skilið fyrir að hafa lagt út í þetta verk á sínum tíma. Eftir að Vestmanna- eyingar létu leggja fyrri leiðsl- una, hefur danska fyrirtækið NKT lagt þrjár hliðstæðar leiðsl- ur í Júgóslaviu. Náttúruverndarsam- tök stofnuð á Austurí Náttúruverndarsamtök Austur- lands voru formlega stofnuð á fundi á Egilsstöðum sunnudaginn 13. september sl. Sóttu stofnfund- inn um 50 manms, en á annað hundraið einstaklingar höfðu þá skráð sig í samtökin. Á fundinum var gengið frá lög um samtakanna, en í þeim er kveðið á um stefnumið þeirra og starfshætti. Hyggjast samtökin vinna alhliða að náttúruvernd á félagsvæðinu í samræmi við lög um náttúruvernd og í samvinnu við alta þá aðila, sem fáta sig náttúru- vernd varða. Er sérstaklega fram tekið, að samtökin muni leitast við að hafa vinsatnleg samskipti við þá aðila, er kunna að hafa hagsmuna að gæta, sem andstæð- ir eru náttúruverndarsjónarmið- um. Að markmiði sínu ætla samtök- in m.a. að vinna með fraeðslu um náttúruvernd meðal afmennings, heimildasöfnun og rannsóknum, svo og með athugun og upplýs- ingum varðandi hugsanlegar hætt- ur af mannvirkjagerð eða vegna annarra inngripa mannsins. Einn- ig munu samtökin beita sér fyrir friðlýsingu sérstæðra staða og nátt- úrufyrirbæra og bættri aðstöðu fyrir almenning til aið ferðast og fræðast um landið, án þess að valda á því spjölfum. Á stefnuskrá er einnig verndun atvinnu- og menningarsögulegra minja, þótt ekki teljist það til náttúruvemd- ar. Aðild að samtökunum er tvenns konar, bein aðild og styrktaraðild. Beinir aðilar geta alfir þeir ein- staklingar orðið, sem vinna vilja að markmiði samtakanna. Styíkt- araðilar geta orðið einstaklingar, sveitarfélög, klúbbar, félög, fé- lagasambönd, hlutafélög, fyrir- tæki og stofnanir. Stjórnina skipa 5 menn, og fer hún með málefni samtakanna milli aðalfunda, sem halda skal að sum arlagi ár hvert. Gert er ráð fyrir, að samtökin hefji innan tíðar út- gáfu fréttabréfa til kynningar á starfsemi sinni. Formaður undirbúningsnefndar, Hjörleifur Guttormsson, fíffræð- ingur í Neskaupstað, setti fundkm með ávarpi og greindi frá tildrög- um að stofnun samtakanna. Til fundar voru komnir sem gestir Arni Reynisson, framkvæmda- stjóri Landverndar, og Helgi Hallgrimsson formaður Samtaka um náttúruvernd á NorðurlandL Fluttu þeir ávörp og óskuðu sam- tökum Austfirðinga heilla í starfi. Fundarstjóri á stofnfundinum var Sigfús Kristinsson, bifreiðarstjóri á Reyðarfirði og fundarritari Ingv ar Ingvarsson, bóndi á Desjarmýri. Ili’mar Bjarnason, skipstjóri á Eskifirði, kynnti drög að lögum fyrir samtökin, og voru þau rædd og samþykkt með nokkrum breyt- ingum. Þá voru flutt fræðsluerindi um náttúruverndarmál. Sigurður Blön- dal, skógarvörður á Hallormsstað, talaði um umhverfisrannsóknir og náttúruvemd, en hann var nýkom inn af ráðstefnu í Noregi, þar sem Framhald á bls. 10 Flytja inn rafmagnstæki með flugvélum: FRÁ FRAMLEIBANDA TIL NEYTANDA INNAN VIKU EB—Reykjavík, fimmtudag. — Með flutningum sem þessum, er reynt að brúa sem mest bilið milli framleiðandans og neytand- Unnið við affermingu flugvélarinnar síðdegis í gær. Þessi heimilistæki komu frá verksmiðju á miðvikudaginn, og eftir tæpa viku geta þau verið komin í eldhús neytendans. (Tímamynd — Gunnar ans, sagði FáU Stefánsson einn stjórnenda Rafiðjunnar h.f. frétta- manni Tímans í dag, en Rafiðjan ásamt Raftorgi, eru nú byrjuð að flytja inn rafmagnstæki með flug vélum beint frá Ignisverksmiðjun- um á Ítalíu. Lenti fyrsta flugvélin á Reykja- vfkurflugvelli síðdegis í gær með 177 stykki af kæli- og frystiskáp- um, sem fyrrgreind fyrirtæki flytja inn. Flugvélin mun fara í tvær aðrar flutningaferðir á þess- um mánuði fyrir sömu fyrir- tæki. — Flutningar þessir gera það að verkum, að tækin geta verið komin frá fram.’eiðenda og í eld- húsið til neytanda innan vikutíma Flutningskostnaður er mjög svip- aður og með skipum. — Þessir f.utningar leiða eðlilega til nán- ari samskipta milli okkar og Ign- isverksmiðjanna, sagði Pál? Stefánsson. Það er Flugfragt h.f., sem á TF-OAB-flugvélina, er annast þessa flutninga fyrir Rafiðjuna og Raftorg. Flugstjóri í ferðinni var Ragnar Kvaran, en Páll var einnig með í ferðinni. Sagði hann að Ignisverksmiðjurnar, hefðu tekið þessum flutningum mjög vel. En verksmiðjurnar eru fjórar ta?s- ins, þar á Ítalíu, en varningur- inn var allur fluttur frá flugvell- inum í Mílano, sem er aðeins 20 km frá aðalverksmiðjunni. Flug- véfin var fermd þar á vellinum og unnu verkamenn frá útflutnings- deild verksmiðjanna við að koma tækjunum fyrir í vélinni, og tók það þrjá tíma. Flugvélin tekur 13V2 tonn, en alls var þessi flutn- ingur 10 tonn. Flugvélin var affermd á tveim tímum siðdegis í dag, og tækirn ffutt á fdmm vörubifreiðum í toll- vörugeymsluna í Laugarnesinu, og ‘fá innflytjendurnir þau væntan- lega um helgina. 22. september verður næsta ferð farin, og þá verða fluttar þvottavélar og frystiskápar. Þriðja ferðin verður farin þann 29. — og þá fluttir frystiskápar, frystikist- ur, eldavélar og þvottavélar. — Það er sem sagt áformað hjá okk- ur að hafda þessum flutaingum á- fram, sagði Páll að síðustu. Merkjasala Menningar og minningarsjóðsins FB-Reykjavík, fimmtudag. Merkjasala Menningar og mitm- ingarstjóðs kvenna verður 27. september næstkomandi á af- mælisdegi frumherja íslenzkra kvearéttindabaráttu, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Merkjasalan er til þess ætluð að afla fé í sjóð- inn, en frá því fyrst var úthlutað úr honum árið 1946 hafa milli 200 og 300 konur fengið aðstoð til framhaldsmennianar við æðri. menntastofnanir. Formaður sjóðs- ins er Auður Auðuns, dóms- og kirkjumálaráðherra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.