Tíminn - 27.09.1970, Qupperneq 11

Tíminn - 27.09.1970, Qupperneq 11
i « v» SCNNUDAGUR 27. september 1970. TÍMINN Norræna endurhæfingarþingið: Sérmenntað fólk í málum öryrkja vantar hérlendis 10. þing norræna endurhæfing- arsambandsins (Nordisk Förening f6r Rehabilitering) var haldið á íslandi dagana 13. til 16. septem- ber s.l. Þingið sóttu alls 328 þátt- takendur og er það meiri þáttta’ka en búizt hafði verið við. Þetta er auk þess fjölmennasta þing, sem haldið hefur verið á vegum þess- ara sacntaka. Þingfulltrúar áttu það allir sammerkt að starfa á einu eða öðru sviði endurhæfingar mála í landi sínu. Þarna voru pró- fessorar, læknar, hjúkrunarkon- ur, sjúkra- oe iðjuþjálfarar, fé- lagsráðgjafar, sálfræðingar, verk- stjórar öryggisvinnustofa, kennar- ar, stjórnarmeðlimir ýmissa ör- yrkjafélaga á Norðurlöndum, margir embættismenn, sem um þessi mál fjalla o. fl. Margvísle? efni voru tekin til UMRÆÐUFUNDUR SUF f DAG: „Skipulagsmál Fram- sóknarflokksins - baráttumál ungra manna“ Stjórn Sambands ungra Framsókn ammanna heldur opinn umræðu- fund í dag, sunnudag, í Fram- sóknarhúsinu við Fríkirkjuveg (Glaumbæ), uppi, og hefst hann kl. 3 e. h. Umræðuefni: Skipulagsmál Framsóknarflokksins — baráttu- mál ungra manna. Stjórn SUF. Menn og málefni Framhald af bls. 6. einhliða réttinum, fært út fisk- veiðilandhelgina stórlega frá því sem áður var, t.d. Argentína. Á áratugnum 1950—60 var fsland forustuland á þessu sviði. Á ára- tugnum 1960—70 hefur það hald ið að sér höndum. Þar sjást af- leiðingar réttarafsalsins 1960. Með útfærslu fiskveiðiland- helginnar 1. sept. 1958 var vissu lega stigið stórt spor, sem hefur reynzt sjávarútveginum hið mik ilvægasta. En reynslan sýnir samt orðið ótvírætt, að betur má ef duga skal. Þess vegna þarf að hefjast kröftuglega handa om nýja sókn í landhelgismál- inu og sigrast með einum eða öðrum hætti á þeirri miklu tor færu, sem nauðungarsamningur inn frá 1961 er. Þ.Þ. Allsherjarþing S.Þ. Framhald af bls. 7 ir hans, sem er sálfræðingur. Þeir voru svo líkir í æsku, að heimilisfólkið gat ekki einu sinni þekkt þá að og léku þeir stundum þann leik að skiptast á í skóla. Óskasr hinn nýi forseti alls herjarþingsins þess nokk- um tíma í dagdraumum sín um, að hann ætti staðgengil. sem hann gæti gripið til, þeg ar hinar þvingandi móttökur eru annars vegar? Hambro lætur sér nægja að brosa kurt- eislega, en svarar ekki. meðferðar og umræðu á þinginu. Af þeim má nefna skýrslur frá öllum fimm löndunum um það, hversu endurhæfingarmál hafa þróazt í hverju landi síðustu ár- ir.. Kenndi þar margra grasa og ýmsar merkar upplýsingar komu fram, sem önnur lönd geta nýtt sér, endurhæfingarstarfinu til hagsbóta. Frá íslands hálfu var hægt að benda á ýmsar framfar- ir hér á landi, en hinS vegar reynd ist augljóst, að við stöndum öðr- um Norðurlandaþjóðum nokkuð að baki á ýmsum sviðum endur- hæfingarmála. Tilfinnanlegur er t.d. skortur á nægu sérmenntuðu fólki hér á landi til að starfi á ýmsum sviðum endurhæfingar. Rædd voru ýmis félagsleg vandamál öryrkja 02 þeirra, sem njóta endurhæfingarþjónustu Um- ræður voru um mörg sambúðar- vandamál öryrkja og hvað gert er til að reyna að leysa þau. Sérfræðingar ræddu um mennt- unarmál og skólun þeirra, sem vinna að endurhæfingu. f ljós kom, að ekkert landanna getur ennþá fullnægt þörfum í þessum efnum, þótt aðstæður séu nokkuð misjafnar í löndunum. Mikill áhugi er á því að samstuðla mennt un á þessum sviðum á Norður- löndum. Eftirfarandi álit voru: samþykkt: Stjórn Norræna endurhæfingar- sambandsins er falið að mynda nefnd í hverju aðildarlandi. sem hefði það aðalhlutverk að leysa úr menntunarþörf fyrir fólk, sem vinnur að endurhæfingarmálum og leitast einkum eftir að skipu- leggja nægilega framhaldsmennt- un þess. 10. ráðstefna Norræna endur- hæfingarsambandsins, samþykkir meo tilliti til endurhæfingar fatl- aðra að leggja til við heilbrigðis- yfirvöld Norðurlandanna: að koma í framkvæmd sam- þykkt Evrópuráðs frá 1967 um að endurbæta meira en áður kennslu í læknavísindum að þvf er varð- ar endurhæfingu. að hinir faglærðu menn í endur hæfingarmálum fái vel undir- búaa kennslu áður en þeir taka við stöðu sinni og að þeir hafi aðstöðu til að taka sér leyfi frá störfum við og við til þess að fylgjast meú og kynna sér nýj- ungar á starfssviði sínu. að sjá um að völ sé á framhalds námi fyrir þá starfshópa, sem eru i beinu sambandi við endurhæf- ingarmálin. að hafa á breiðum grundvelli samstarf milli heilbrigðismála- stóma og þeirra, sem fara með stjórn félagslegrar og atvinnu- legrar endurhæfingar þannig að endurhæfing hvers einstaklings verði unnin í óslitinni eðlilegri röð. Tæknileg hjálpargögn fyrir fatl aðra og lamaða hafa fullkomnast mjög á síðari árum. Ýmis gögn voru rædd og sýnd á þinginu. Áhugi er á að framleiðsla hjálpargagna verði samræmd á Norðurlö.ndunum, og líta beri á þessi lönd sem sameinaðan mark- að tæknilegra hjálpartækja, svo að löndi.. öll hafi jafna aðstöðu til að fá það bezta hvert frá öðru. Eitt höfuðefni þingsins var til- raun til að brjóta til mergjar ástæður fyrir töfum og stöðnun í endurhæfingarmeðferð. Tafir og stöðnun í meðferðinai þekkjast"í öllum Norðurlöndunum. Vitað er um ýmsar hindranir og reynt að ryðja þeim úr vegi, en aðrar eru óljósari, og má þá um kenna göll- uðu fyrirkomulagi. Var mjög fróð legt að heyra sérfræðinga á ýms- um sviðum bera saman bækur sin ar um þessi mál, og komu fram gagnlegar upplýsingar um, hversu beri að snúast við vandanum. Rædd voru vandamál fatlaðra Orr lamaðra í umferðinui, bæði hvað viðkemur almenningsfarar- tækjum, hindrunum utan húss og innan, og um útbúnað og stjérn- tæki bifreiða, sem gera fötluð- um og lömuðum fært að aka bif- reið. Til umræðu voru aðgerðir til að koma í veg fyrir örorku síðar í lífinu. Bent var á og undirstrik- að, að hverju landi væri mikill fjárhagslegur hagnaður að því að gera sitt ýtrasta til þess að koma í veg fyrir örkuml barna, en séu þau til staðar að beita öllum hugs- anlegum aðgerðum til að draga úr áhrifum þeirra strax, á meðan barnið er á ungum aldri, og ekk- ert til þess sparað. Þjóðfélaginu eru heill í þvf, að þörnin fái full- komna þjónustu á þessu sviði og kennslu snemma. Á öllum Norðurlöndum vex nú upp hópur barna, sem fædd hafa verið með ágalla á mænu (spina bifida). Áður fyrr urðu þessi böm ekki langlíf, en bætt tækni í skurðlækningum og annarri með- ferð gerir það að verkum, að uú lifa þessi börn og hafa alla mögu- leika á að ná fullorðinsaldri. Þetta krefst sórhæfðrar meðhöndlunar þeim til handa, svo að þessi börn fái, er þau vaxa upp, jafna að- stöðu á .'ið aðra í þjóðfélaginu. Þingið heimsótti Reykjalund og skoðuðu fulltrúar staðinn. Hald- inn var umræðufundur um sam- ræmda endurhæfingu fyrir marg- ar tegundir sjúklinga samtímis og á sama stað. íslendingar gátu miðl SB—Rp' kjavík, laugax-dag. 40 af forstjórnm og stjórnar- mönnum risafyrirtækisins General Foods víðsvegar að úr heiminum, eru þessa dagana að koma til ís- lands, til að sitja ráðstefnu fyrir- tækisins, scm stendur næstu viku á Hótel Loftleiðum. General Foods hefur aðalstöðvar sínar í New York, en hefur starfsemi í 25 löndum úti um allan heim. Fulltrúarnir á ráðstefnunni eru m. a. frá Japan, Brasilíu, Ástr- alíu. Ítalíu, Spáni og Austurlönd- um. ísland var valið sem ráð- stenfuland að þessu sinni, vegna þess. að það liggur miðsvæðis og styttir flugferðir flestra fulltrú- anna, og svo af hinu, að bessir menn sem sífellt eru á ferðalög- um. eru orðnir heimavanir í flest- um iöndum og langar nú að sjá eittlhvað nýtt og skemmtilegt. Það er regla hjá General Foods. að aldrei megi íJeiri en fjórir af að nágrannaþjóðunum af langri reynslu Reykjalundar á þessu sviði. Jafnframt her að geta þess, að íslendingar lögðu fram skerf í flestum dagskráratriðum þings- ins. Þinginu stjórnaði Oddur Ölafs- son, yfirlæknir, og sleit hann þvi á þriðjudags’kvöldið 15. septem- ber, en næsta dag fóru erlendir þáttta-kendur í kynnisferðir um landið. Það er álit allra, setn þingið sátu, að það hafi orðið þátttakend- um til hins mesta gagns og lyfti- stöng samræmdum aðgerðum í endurhæfingarmálum á Norður- löndu. Þingið var haldið á Hótel Loft- leiðum og vill undirbúningsnefnd in þakka stjórnendum þess og starfsliði fyrir frábæra þjónustu og fyrirgreiðslu, sem og öðrum, sem greiddu götu þingsins á marg víslegan hátt og veittu ómetan- lega aðstoð á mörgum sviðum. Flugslys Framhald af bls. 1 frá slysinu. Af þeim fréttum, sem blaðinu tókst að afla sér í dag, var fullyrt, að enginn hefði látið lífið, þegar vélin hrapaði, en 15 voru lítið, sem ekki slasaðir. Um meiðsl hinna 19 var ekki vitað nánar um kl. 17. Fallhlífahjúkrunarsveit fór frá Keflavíkurflugvelli upp úr hádeg- inu, en á Mykjunesi eru aðstæður mjög erfiðar, eyjan er klettótt og ill yfirferðar. Allir íbúar eyjunnar voru komnir á slysstaðinn, þegar síðast fréttist. Hjúkrunarsveitir frá Vogey eru ýpiist komnar á slysstaðinn, eða á leiðinni og fyrsta hjálparsveitin sem kom að flugvé'inni, var frá færeysku varðskipi. Mjög erfitt hefur verið í dag að ná sam- Ibandi við hjálparsveitirnar og eru fregnir því nokkuð óljósar Eyjan Mykjunes er vestasta eyj- an í Færeyjaklasanum og þar er radíóvitinn fyrir flugvöllinn á Vogey og því jafnan flogið yfir í aðflugi. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti, að flugvélin rakst ut- an í hlíð fjallsins Knúkur, sem er hæsta fjallið á Mykjunesi. Fólk á Mykjunesi vissi fyrst um slysið, er þrír farþegar úr flug- vélinni sem voru gönguf ærir, komu til byggða og sögðu frá. Þá fóru íbúar eyjarinnar á stúfa og flykkt hinum fjölmörgu forstiórum þess vera í sömu flugvél og þeg- ar þeir ferðast akandi, mega þeir ekki vera nema tveir. Eftir þessu að dæma, telja þeir flugvélina helmingi öruggara farartæki en bifreiðina. Ráðstefnugestirnir munu búa allan tímann á Hótel Loftleiðum og halda þar alla fundi sína. Sér- stakar ræður verða haldnar á hverjum fundi og rætt um ýmis stjórnunaratriði í rekstri fyrir- tækisins. svo sem fjármál, fram- leiðsluna, stjórnunarhætti og þró- un í alþjóðafélagsskap sem þess- um bar sem ýmis vandamál, svo sem tungumál og samgöngur eru daglegt brauð. General Foods framleiðir næst- um hvers konar matvöru og ,auk þess snyrtivörur og sitthvað fleira. Einna kunnastir af framleiðsluvör- unum hérlendis mun líklega vera Jellobúðingairnir. ust á slysstaðinn. Fyrsta björgun- arsveitin komst hins vegar ekki á slysstað fyrr en um kl. 4 síð- degis, og var það ekki fyrr en eftir það að áreiðanlegar fréttir bárust af ástandi fól'ksins í flug- vélinni en ssmkvæmt þeim eru sem áður segi.r, allir á lífi, en 19 éitíhvað slasaðir. Af farþegunum 30 eru tveir fslendingar, annar búsettur í Kaupmannahöfn, en hinn sem er Færeyingur, býr i Reykjavík. Ekki mun hægt að gefa upp nöfn áhafnarinnar, fyrr en frekari upp- lýsingar fást. 5 á sjúkrahúsi eftir bílveltu SB—Reykjavík, laugardag. Moskvits-bifreið úr Reykjavík, fór út af veginum á Hvalfjarðar- ströndinni laust upp úr hádeginu í dag. Finim manns voru f bifreið inni og mun flest hafa meiðzt eitt hvað. Ökumaður skarst nokkuð á höfði. Fólkið var flutt í sjúkra- húsið á Akranesi. Bifreiðin var á suðurleið og slysið varð af þeim orsökum að sprakk á afturhjóli og ökumaður missti vald á bifreiðinni, sem fór út af veginum. vinstra megin, fór nokkrar veltur og staðnæmdist á hvolfi. Meiðsli fólksins munu ekki talin alvarlegs eðlis. TIL SÖLU ilíukynditæki 9 ferm. ásamt brennara, dælu og þrýstir. dunk. Hentugt fyrir fjöl- býlishús eða verkstæði. — Símar 82214 eða 81506, eftir kl. 19. STIMPLAGERD FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR Auglýsið í Tímanum 40 forstjórar og stjórnarmenn komnir hingað: Ráðstefna General Foods eftir helgi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.