Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 1
Tvö flutt á
sjúkrahús
Lík flugstjórans
kom heim í gær
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
íslenzki fáninn blakti í hálfa
stöng við flugstöðvarbyggingu FÍ
á Reykjavíkurflugvelli er áætkin-
arvélin frá Færeyjum lenti á sjö-
unda tímanum í kvöld. Með flug-
vélinni koinu flugfreyjurnar tvær,
sem voru í vélinni, sem fórst á
Mykinesi s.l. laugard., og færeysk-
ur maður sem einnig var í vél-
inni og var iagður inn á Lands-
spítaiann. Flugvélin flutti til
landsins lík Bjarna Jenssonar,
flugstjóra. Þá komu méð flugvél-
inni Örn Johnson, forstjóri Flug-
félagsins, Guðmundur Snorrason,
yfirmaður flugstjórnar og Sigurð-
ur Jónsson, framfcvæmdastjóri
ioftferðaeftirlisins.
Er flugvélin lenti voru þar til
reiðu tveir sjúkrabílar. f annan
þeirra var borinn ungur færeyzk-
ur pípulagningarmaður, sem var
meðal fanþega í flugvélinni sem
fórst. Var hann fluttur á Lands-
spítalann, en hann þarf að not-
ast þar við gerfinýra, en slíkt
tæki er ekki_ til í sjúkrahúsinu
í Þórshöfn. f hinn sjúkrabílinn
var borin Hrafnhildur Ólafsdótt-
ir flugfreyja, en hún meiddist í
baki. Valgerður Jónsdóttir, flug-
freyja, gebk óstudd út úr flug-
vélinni, en hún er ómeidd að
öðru leyti en að hún er með skrám
ur á andliti.
Er farþegar höfðu stigið út úr
flugvélinni var lík Bjarna Jens-
sonar, flugstjóra. borið út úr flug
Lík Bjarna Jenssonar, flugstjóra, borið úr flugvélinni á Reykjavíkurflug velli. Áhöfn flugvélarinnar stendur heiðursvörð. Við fiugvélina standa
nánustu ættingjar hins látna og stjórn og forráðamenn Ftugfélagsins.
(Tímamynd Gunnar.)
vélinni. Er kistan var borin út
stóð áhöfn flugvélarinnar heiðurs-
vörð. Við flugvélina voru einnig
stjórn Flugfélags íslands, nokkr-
ir af forráðamönnium félagsins
og nánustu ættingjar hins látna.
Örn Johnson, forstjóri, sagði
Tímanum eftir komuna til Reykja
víkur, að líðan Páls Stefánssonar,
aðstoðarflugmanns, væri góð eft-
ir atvikum, en hann er enn á
sjúkrahúsinu í Þórshöfn. Hann
hlaut slæmt höfuðhögg og skurð
á enni. Missti hann mikið blóð
og eir enn máttfarinn. Mun hann
þurfa að vera í vikutíma á sjúkra
húsinu, en mun ná sér að fullu
eftir meiðsílin. Örn lauk sérstöku
lofsorði á dugnað Valgerðar Jóns
dóttur, sem er^ tvítug að aldri.
oð réðst til FÍ s.I. vor. Hún
hlynnti að slösuðu farþegunum
á fjallinu eftir mætti og studdi
Framhald á 14. síðu.
Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að
Úrslit loks kunn
Barátta um formannssæti
S jálf stæðisf lokksins er hafin
Geir varð tæpum 600 atkvæðum hærri en Jóhann Hafstein, en Gunnar tryggði sér 3ja sætið örugg-
lega. 6 lögfræðingar í 7 efstu sætunum, þar af tvær konur. Alþingismennirnir Birgir Kjaran og
Ólafur Björnsson féllu. /
TK—Reykjavík, þriðjudag.
Mikil og hörð átök urðu í próf-
kjöri Sjálfstæðismanna um helg-
ina, og fóru ýmsir frambjóðendur
óhikað út fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn til að leita fanga. f þessu próf-
kjöri vann Gunnar Thoroddsen ó-
tvírætt mikinn sigur og kom næst-
ur á eftir þeim Jóhanni Hafstein
og Geir Hallgríinssyni, sem varð
efstur í prófkjörinu og lagði for-
sætisráðherrann og bráðabirgða-
formann Sjálfstæðisflokksins með
tæplega 600 atkvæ'ða mun. f 4.
sæti varð Auður Auðuns, í 5. l’ét-
nr Sigurðsson, 6. Ragnhildur
Helgadóttir og 7. Ellert B. Schram.
Tveir þingmenn flokksins í Reykja
vík féliu í þessum átökum, Birgir
Kjaran og Ólafur Björnsson. Er
almennt búizt við að Ólafur Björns
son dragi sig ; hlé, en óvissara er
talið um Birgi Kjaran.
Sögur voru á kreiki um Reykja-
vík í gær. að fylgismenn Jóhanns
Hafsteins hafi verið reiðir Geir
HaMgrímssyni og hans stuðnings-
mönnum í gær, því að fullyrt var
að Geir hafi á miklum fjölda seðia
verið kosinn einn, en með honuim
síðan þeir, sem örugglega voru
taldir vonlausir fyrirfram um að
ná kosningu í efstu sætin, þ.e. að
þeir Jóhann og Gunnar voru ekki
kjörnir með Geir á þessum seðl-
um
Atkvæði i prófkjörinu greiddu
9271 en ógildir seðiar voru 149.
Urslit urðu þessi: 1. Geir Hali-
grímsson 6605 atkvæði, 2. Jóhann
Hafstein, 6040 atkvæði, 3. Gunnar
Thoroddsen, 5738 atkvæði, 4.
Auður Auðuns, 5584 atkvæði, 5.
Pétur Sigurðsson. 4568 atkvæði,
6. Ragnhildur Helgadóttir, 3990
atkvæði, 7. Ellert B. Schram, 3919
atkvæði, 8. Birgir Kjaran, 3443
atkvæði, 9. Geirþrúður Bernhöft
2990 alkvæði, 10. Ólafur Björns-
son, 2892 atkvæði, 11. Hörður
Einarsson, 2381 atkvæði og '2.
Guðmundur II. Garðarsson, 2340
atkvæði.
I næstu 'setmn þar fyrir neðan
munu hafa verið þeir Guimar Frið
riksson, iðnrekandi og Þorsteinn
Gíslason, skipstjóri.
Menn veltu að vonum mjog vöng
um yfir þessurn úrslitum í gær og
hver áhrif þau hefðu á framvind-
u,na í Sjálfstæðisflokknum með
tilliti til formannskjörs, sem fram
undan er á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, í vetur. Þótti flestum
sýnt að framundan væru mjög
hörð átök um formannssætið milli
þeirra Jóhanns Hafsteins og Geirs
Hal.'grímssonar og óneitanlega
batnar staða Geirs við úrslit próf-
kjörsins. Töldu ýmsir, að Jóhann
Ilafstein myndi nú leita stuðnings
og bandalags við Gunnar Thorodd-
sen með vegtyllur handa Gunnari
sem beitu.
í sænsku kosningunum
NTB-Stokkhólmi, þriðjudag.
Loks er lokið talningu atkvæða
í sænsku þingkosningunum, og
fengu sósíalistísku flokkarnir tveir
sósíaldemókratar og kommúnistar,
samtals 180 þingsæti, en borgara-
flokkarnir þrír fengu 170 þing-
sæti.
Þingmannafjöldi flokkanna verð
ur seui hér segir í hinu nýja
einnar deildar þingi Svíþjóðar:
Sósíaldemókratar 163, Miðflokk-
urinn 71, Þjóðarflokkurinn 58,
íhaldsflokkurinn 41, Kommúnistar
17.
Sósíaldemókratar fengu 45,3% at
kvæðanna, en 50,1% 1968. Komm
únistar fengu 4,8%, og hafa þess
ir flokkar því til samans 50,1%
atkvæðanna. Miðflokkurinn fékk
19,9%, Þjóðarflokkurinn 16,2%,
og íhaldsflokkurinn 11,5%. Smá-
flokkarnir tveir, Kristilegi flokk-
urinn og Marx-leninistar, fengu
1,8% og 0,4% atkvæðanna og
því engan þingmann kjörinn.
Kosningaþátttakan var 88,2%
si í er næstmesta þátttaka sem
um getur í Svíþjóð.
Það hefur tekið hálfa aðra viku
að telja þau um 700 þúsund at-
kvæði ,sem greidd voru bréflega,
oa eru forystumenn allra flokka
sainmála um að það sé hneyksli,
sem ekki megi endurtaka sig.
I