Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 30. septembcr 1970 Það hlýtur a'ð verða varan- legt viðfangsefni okkar fslend- inga, hvernig við megum leysa þá þraut að halda uppi aiean- iogarþjéðfélagi af fullri reisn í okkar strjálbýla og harðbýla landi. Vafalaust má segja, að þetta hafi tekizt vonum framar þau rúm 50 ár, sem liðin era frá þvi við fengum fuUveldi. Munu margir vilja það mæla, að reynsia þessa tímabils sé búin að sanna, svo að ekki verði um deilt, að við séum þess full- færir að standa á eigin fótum og halda til jafns við aðrar þjóðir um hverskyns menningu. Satt er það, að á þessum 50 árum höfam við upplifað ótrú- legt æviirtýri. Við höfðum dreg izt óralangt aftur úr nágranna þjóðunum. Það hlaut að verða geysflegt átak að komast jafn- fætíst þeim. Þetta átak hefur nú verið svo myndarlega gert, að segja má, að markinu sé að verulegra leyti náð. Að vísu er okkur erfitt um vik sökum fá- mennis okkar og fjármagns- skorts að geta notfært okkuæ vinnusparandi tækni nútímans til hin-s ýtrasta og þyrftum við því að geta annið irpp á öðrum sviðum það sem hér skortir L Er það þá helzt vinnusemi, hagsýni á rekstri þjóðarbúsins svo og skipan félags- og efna- hagsmála, sem þar kemur til greina. Mun síðar í þessum þætti nánar að því vikið. Svo sem yikið var að í upp- hafi þessa máls, hefur þjóðin lyft ótrúlegu Grettistaki að byggja hér upp svokallað mean ingarþjóðfélag á furðulega skömmum tíma. Undir þennan góða árangur hafa runnið ýms ar stoðir, sem við getum efcki reiknað með í framtíðinni í jafn ríkumSnæli. Þetta er okk- ur nauðsynlegt að hafa í huga, þegar við gerum okkar fram- tiðaráætlanir. Má þar t.d. nefna ianig\rarandi góðæri. Hafa fróð ir menn látið sér um munn fara, að það muni vera lengsta góðæristímabil frá upphafi ís- lands byggðar. Hvort svo er verður að vísu ekki sannað, en víst er ,að það er það lengsta, sem komið hefur á síðari öld- om. Fjögur hia siðustu ár hafa sýnt o'kkur og sannað þann mikla mun, sem á því er að búa við góðæri eða svipað veð- urfar og verið hefur þessi síö- ustu ár, og hafa þau þó ekki ver ið eins slæm og sum þau ár, sem vitaS er um, t.d. milli 1880—90. f öðra lagi eru það fiskveið- arnar. Fiskimiðin umhverfis landið voru sú gullnáma, sem ausið hefur verið af á undan- förnum árum og áratugum. Nú virðist þessi náma vera mjög að ganga til þurrðar og getum við áreiðanlega ekki reikna'5 með, að hún gefi slík uppgrip framvegis sem hingað til. Þá má henda á skuldasöfnun ein- staklinga, fyrirtækja og þjóðar innar í heild, sem í öllum til- feUum er geigvænleg. Til að ná þeim árangri, sem drepið var á hér að framan, þurfci mikið fjármagn, sem að veru- legu leyti var fengið með lán- tökum. Svo þegar harðæri, afla brestur og versnandi verzlunar árferði kom til og taprekstur varð svo að segja í öllum grein um atvinnuUfsins keyrði alger lega um þverbak og jukust skuldir allra þeirra aðila, sem nefndir voru hér að framan, TÍMINN efhahagslífsins fellur í heil- brigðan og eðlilegan farveg. Bölvun verkfallanna er úr sög- unni. f stað þess að standa í stöðugu ófrjóu stríði um kaup og kjör, stæði nú öll þjóðin sameinuð sem ein fjölskylda, ein skipshöfn, þar sem aUir bera sanngjarnan og eðlilegan hlut frá borði. í stáð sundrung ar kemur samstaða. kjör fúlfcs- ins fylgja og verða í samræmi við þjóðartekjur á hverjum tíma, hækka með batnandi hag þjóðarbúsins, og þegar á móti blæs taka allir á sig byrðarnar hlutfallslega. Þetta er hið eina heilbrigða og réttláta fyrir- komulag, hinn eini raunhæfi grundvöllur. Það er órofa sam band milli þess sem aflast og þess sem hægt er að eyða. Það blessast aldrei til lengdar að eyða meira en aflað er, hvorki fyrir einstaklinga né þjóðir. Fyrr eða síðar kemur a ð skuldadögunum og fylgir þá gjarnan fjárhagslegt hrun, hafi ekki verið snúið við í tíma. Þetta verða menn að læra að skilja og haga sér í samræmi við það, allt annað er blekk- ing, sem fyrr eða síðar hefnir sín. f öðru lagi hlýtur þetta fyi-irkom'Ulag að ýta und ir batnandi vinnubrögð. Það hlýtur að verða öllum hvöt til að gera sitt bezta svo að þjóð- ar tekjurnar megi vaxa og sem mest verða tiil skiptanna. Viss an um það, að allir fái rétt- láta hlutdeild í ágóðanum verð ur það sigursæla afl, sem stælir hug og hönd til sameiginilegra átaka. risaskrefam. Hljóta þessar gif urlegu skuldir að leggjast með ofurþunga á alit athafnalíf þjóðarinnar í framtíðinni. Er vandséð, að þjóðin fái með fuUri sæmd komizt frá þeim risabyrðum, sem hún hefur bundið sér í söfnun erlendra skulda. Sama má segja um fyrirtæki og einstaklinga, ofur þungi skuldabyrðanna er alla að sliga. Alltof stór hluti árs- teknanna fer í að greiða vexti og afborganir af skuldum og gerix alan atvinnurekstur óbeilbrigðan. Auk skuldanna við útlönd hefar rikið safnað miklum skuldum innanlands í sambandi við ýmsar fram- kvæmdir, vegagerð, hafnar- bætur, skólahús, félagsheimili e.s.frv. Hljóta þessar skuldir að verða mikill dragbítur á þeim framkvæmdum, með þeim afleið ingum, að þær dragast saman. Af framanrituðu er það sýniilegt, að miklir erfiðleikar eru framundan á efnahagssvið inu, og þarf þjóðin áreiðanlega að gæta ýtrustu sparsemi og hagsýni, ásamt vinnusemi, eigi hún £ð geta haldið í horfiuu með menningarlega uppbygg- ingu þjóðfélagsins, og staði'ð við allar fjárhagslegar skuld- bindingar út á við. Til þess að það megi takast held ég, að okkur sé nauðsynlegt að breyta ýmsu í okkar félags- og fjár- málakerfi, sem reynsla undan- farinna ára og áratuga hefur sýnt okkur að er óheilbrigt og hefur mjög neikvæð áhrif á efnahagsmálin. Mun ég hér á eftir gera grein fyrir þeim ac- riðum þessara mála, sem ég tel óheilbrigð og skaðvænleg, og að lokum koma með tillög- ur til úrbóta. 1. Það sem ég vildi þá fyrst nefna er víxlhækkun kaup- gajlds og verðlag. Sú svika- mylla hefur án efa átt aldrýgst an þátt í því að ýta verðbólg- unni upp, en sú meinvættur hefur verið stærsta plága efna hagslifsins. Þetta fyrirkomulag ber því að afnema. 2. Næst vil ég nefna vísitölu greiðslur á kaup. Það sýnist að vísu vera réttlætismál, en reynslan sannar, að það er óhei'líbrigt. Þegar að þrengir, er það ófracnkvæmanlegt. Mun ég síðar gera grein fyr ir, hvað ég álít að eigi að koma í staðinn fyrir það fyrirkomu- lag. 3. Síðast en ekki síst vil ég svo nefna verkföllin. Verkföll eru ægUegt vopn og afar rang- látt. Tjón það, sem þau valda einstaklingum og þjóðarheilú- inni er oft gífurleg. Fámennur hópur sérhagsmunamanna get- ur lamað allt atvinnulífið að meira eða minna leyti. Getur það komið jafnt niður á þeim sem algerlega standa utan við þann ágreining, sem deilan stendur um. Verkföll eru orðin úrelt baráttutæki og sæma aUs ekki nútíma menningarþjóð- félagi. Öll mál ber að sækja með rökum. Aðstaðan er orðin slík, að verkföll ná alls ekki tilætluðum árangri þ.e. að bæta kjör launþeganna. Kjarabætur þær, sem þeim tokst að knýja fram í bili, eru fyrr en varir af þeim teknar í hækkuðu vöru verði og alls konar þjónustu. Þá má og reikna það tjón, sem vinnutapið í verkföllunum Ieið ir af sér og langan tfcna tekur að vinna upp, þótt þau standi ekki nema tvær til þrjár vikur. Afleiðingar þeirra verða því aukin verðbólga og versnandi þjóðarhagur, en raunverulegar kjarabætur engar. Við verðum að gjörbreyta skipan þessara mála, leggja fyrir róða það fyrirkomulag, sem lauslega hefur verið viki? að hér að framan. Það leiðir til sundrungar, skapar úlfúð oe átök milli stétta og starfshópa og grefur .-narkvisst undan efna hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þjóðin þarf að samcina krafta sína og vinna sa- æinuð að heilbrigðu, réttlátu efnahags- kcrfi, þar sem allir bera sem réttlátastan hlut, frá borði í samræmi við þjóðartekjur. Vil (ég nú leyfa mér að koma með tillögu um gjörbreytt fyrir- komulag á tekjusklþtingu þjóð arinnar. Ákveða skal, að beztu manna yfirsýn, hver hlulur hinna ýmsu stétta og starfs liópa í þjóðartekjunum skuli vera. Þegar það er fengið, sé kaup ákveðið i samræmi við það. Hvað mundi þá vinnast vi'ð þetta fyrirkomulag? f fyrsta lagi: Víxlhækkun kaupgjalds og verðlags,. svo og vísitölugreiðslur á kaup, falla niður af sjálfu sér, en þróun Nauðsyirlegt er, að iþjóðin leggi nokkuð í varasjóð, þegar meðalært er, eða betur, til að grípa til, þegar erfiðleikar steðja að og fyrirbyggja þannig eftir því sem auðið er, að mikl ar sveiflur verði á lifsafkomu fólksins. Hagstofan reiknar árlega út þjóðartekjur og verður það lagt til grundvallar þegar kaup er ákveðið. Að öðru leyti sér þar til kjörið ráð, eða nefnd, Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.