Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 9
MTOVIKUDAGUR 30. september 1970 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnar- skrifstofuT 1 Edduhúsinu, símar lO'JOO —18306 Skrtfstofur Bankastræti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar sikrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 165,00 á mánuSi, InnanJands — í lausasölu kr. 10,00 sint. Prentsm Edda hi Þjóöernishreyfingin sem Nasser vakti mun haida áfram að eflast Verkefni á áttunda áratugnum Ásamt stöðvun verðbólgunnar, landhelgismálunum, öruggri varðveizlu sjálfstæðis íslands í heimi viðskipta- bandalaga, eru umbætur á menntakerfi og stjórnkerfi meðal brýnustu verkefna næsta áratugs 1 stjórnmálum á íslandi. Sem betur fer fjölgar þeim, sem gera sér grein fyrir því, að róttækar biwytingar á menntakerfi og stjórnkerfi þjóðarinnar eru sjálfar forsendurnar fyrir verulegum breytingum og framförum í atvinnulífi og rekstri fyrir- tækja, og þar með batnandi lífskjörum þjóðarinnar. Öllum, sem um þjóðfélagsmál hugsa að einhverju ráði, og kynna sér reynslu annarra þjóða, verður það æ ljós- ara, að það er þekkingin og nýting hennar 1 atvinnu- lífinu og stjómkerfinu, sem ráða mun úrslitum um það, hvort okkur tekst að hagnýta þá miklu möguleika, sem við eigum hér í þessu landi. Stjórnkerfið er tæki til að koma fram þeim málum, sem til framfara horfa, hvort sem er á sviði atvinnulífs eða menningarmála. Ef okkur á að takast að halda til jafns við aðrar þjóðir í framtíðinni, verðum við að taka upp skipulagshyggju í stjórnmálum. Þeim þjóðum, sem bezt hefur vegnað, eins og t.d. frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, er það sameiginlegt að þær hafa sett slýpulagshyggju í öndvegið. Sé öðrum þjóðum nauðsyn að beita aðferðum skipulagshyggjunnar í framkvæmd, þá er það alveg víst að okkur íslendingum er það enn nauðsynlegra en öðrum þjóðum. Við erum ein fámenn- asta þjóð heimsins, er býr í stóru og lítt numdu landi ijjkikilla möguleika, þar sem fjárskortur hamlar mest nýtingu þeirra. Þar af leiðandi er okkur það mikil- vægast, að framkvæmdum og verkefnum sé raðað upp í skynsamlega röð eftir mikilvægi þeirra. Án slíkrar skipulagshyggju mun okkur ekki takast að gera atvinnulíf okkar öflugt og fjölbreytt. En hyrn- ingarsteinn skipulagshyggjunnar er skilvirkt og mark- visst stjórnkerfi. Það er tækið til að koma brýnustu framkvæmdum fram fyrir annað og að þær séu teknar fyrir í sem hagkvæmastri röð fyrir þjóðarheildina. Því stjórnkerfi, sem við búum við nú, má í stuttu máli lýsa svo, að það sé meingallað, ofboðslega dýrt og syifaseint. Innan þess blómstrar margvísleg spilling og óhæfa, mismunun og ranglæti, og það sem einna verst er: þvílíkt pukur, að óþolandi er fyrir þjóð, sem vill halda því fram, að hún eigi stjórnarskrárverndaðan rétt til að búa við sæmilegt lýðræði. Þetta meingallaða kerfi okkar hefur vaxið skipulagslaust í allar áttir. það er í sífellu verið að bæta við margvíslegum nýjum stofnunum og þær grípa hver inn á annarrar valdsvið og verksvið án nokkurrar skynsamlegrar samræmingar. í fjölda brýnna hagsmunamála atvinnulífs og almennings er það svo, að enginn veit, hvar endanlegt ákvörðunarvald í einstökum málum er í þessu kerfi og virðist stundum að það séu sízt þeir, sem í þessu kerfi starfa, er það vita. Hvergi er þetta þó tilfinnanlegra eða meira áberandi en í sambandi við þá fyrirgreiðslu og þjónustu sem stjórnkerfi og fjár- málakerfi er ætlað að veita atvinnulífi þjóðarinnar og ótal dæmi sanna, að stjórnkerfið leggst á því sviði eins og mara yfir framfaraviðleitni manna og framtak. En þvi miður er það svo, að jafnvel þótt ráðherrar játi það á Alþingi, að þess séu mörg dæmi að lífvænleg og mikil- væg fyrirtæki fyrir byggðarlög og þjóðarheild hafi verið hreinlega drepin í þessu kerfi, er ekkert aðhafzt til bóta á skipulaginu, og vitleysan heldur áfram að magnast með degi hverjum. TK Það væri ógæfa, ef vestrænar þjóðir gerðu sér það ekki Ijóst Gamal Abdel Nasser SENNILEGA hefur enginn SUMIR leiðtogar virðast eins og kjörnir til þess að hafa óvenjulega mikil áhrif á rás sögunnar, jafnvel þótt þeir séu ekki neitt sérstaklega frábær- ir. Aðstæður og atvik hjálpa til að skapa þeim þessa áhrifa- stöðu. Af þeim stjórnmála- mönnum, sem hafa komið fram á sjónarsviðið eftir síðari heimsstyrjöld, hefur sennilega enginn haft meiri heimssögu- leg áhrif en Nasser. Áhrif haas geta þó átt eftir að reynast enn meiri í framtíðinni vegna þess, að hann fellur frá á góð- um aldri ag sennilega á þeirri stundu, þegar mestar vonir eru tengdar við forystu hans. Lát- inn getur hann því orðið enn táknrænni og þýðingarmeiri fánaberi þeirrar stefnu, sem hann var oddviti fyrir, en hann nokkru sinai var í lif- enda lífi. ÓNEITANLEGA var Nasser gáfaður maður, dugmikill og skyldurækinn Þó er ekki víst, að hann hefði hafizt til æðstu valda, ef atvikin hefðu ekki ver ið honum hliðholl og eins og knúið hann til að taka að sér forystuhlut^verk, segi Jiann gegndi með miklum árangri um nær tveggja áratuga skeið. Um langt skeið voru Arabar sá þjóðflokkur, sem setti einna mestan svip á heimsmenning- una. Þeir stofnuðu mörg menn ingarríki, ’er á ýmsan hátt stóðu framar öðrum á sínum tíma. Á síðari öldum hnign- aði menningu þeirra og sam- heldni og þeir lentu und- ir nýlendudrottnun Evrópu- manna. Kyrrstaða varð mikil í löndum þeirra og framfarir urðu óvíða minni en þar. Með vissum rétti má segja, að Arabar hafi ekki vaknað full komlega úr þessari kyrrstöðu og niðurlægingu fyrr enn við innrás og innflutning Gyðinga til Palestínu og stofnun ísraels ríkis í kjölfar þess. Ósigur Araba 1 styrjöldinni 1948, brott rekstur Palestínu-Araba frá heimkynnum sínum og stöðugir hrakningar þeirra síðan, hafa vakið nýja öfluga þjóðernis- hreyfingu Araba. Það varð sögulegt hlutverk Nassers að verða höfuðleiðtogi þessarar þjóðernisvakningar. Takmark hans var að sameina alla Ar- aba. Nasser varð fyrir mörgum vonbrigðum í þessu starfi, og enn virðist langt í land þangað til að draumur hans um ein- ingu Araba rætist. Hitt er jafn víst. að hann hóf merkið og það mun halda áfram að standa, þótt hann falli frá, og ðvænt fráfall hans getur ein- mitt orðið til þess, að enn fleiri fylki sér um það. Það er lika öruggt, að nýr framsóknar tími er að hefjast í Arabalönd unum og áhrif þeirra á sviði heimsmálanna munu fara vax- andi á komandi áratugum. Þar munu menn finna áhrifin frá þeirri vakningu, sem jafnan verður kennd við Nasser. maður verið meiri misskilinn í Bandaríkjunum og í Vestur- Evrópu en Nasser á undanförn- urn árum og þjóðernishreyfing Araba hvergi meira vanmetin en þar. Þetta stafar af deilum Arabaríkjanna og ísraels, en Gyðingar hafa verið mjög snjall ir í þvj að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þessum löndum. Því hefur t. d. verið eindregið haldið fram, að Nasser vildi tortíma Ísiraelsríki. Þótt túlka megi einstök um- mæli hans á þann veg, þegar þau eru slitin úr samhengi, áréttaði hann það mjög skýrt fyrr og síðar, að stefna hans væri ekki að útirýma ísrael, en hins vegar gætu Arabar ekki viðurkennt ísrael fyrr en mál Palestínu-Araba hefðu verið leyst. og ísraelsmenn sættu sig endanlega við landamærin frá 1948. ísraelsstjórn hefur hins vegar verið ófáanleg til að leysa mál Palestínu-Araba í samræmi við margendurteknar samþykktir Sameinuðu þjóð anna og framkoma hennar nú sýnir, að hún stefnii að því að færa út landamærin frá 1948. Það er þetta tvennt, ásamt deilum um Jerúsalem, sem fyrst og fremst hindrar samkomulag milli Arabaríkj anna og ísraels. Af hálfu Banadríkjanna og Vestur-Evrópuríkja. nema helzt Frakka. hefur verið teflt þannig, að Arabar hafa ekki getað merkt annað en að þessi ríki styddu ísrael ein- hliða og hyggðust nota það sem bækistöð j valdatafli sínu við Miðjarðarhafið. Þetta hefur orðið iil þess að spilla sam- búð Araba og vestrænu ríkj anna, sem var mjög sæmileg áður, og orðið þess valdandi að Egyptaland og fleiri Araba ríki hafa leitað eftir samvinnu við Sovétríkin í sívaxandi mæli. Skammsýni' bandarískra og brezkra stjórnmálamanna í þessum efnum, getur átt eftir áð reynast örlagarík ef hún helst áfram. Sumir þeirra hafa þó gert sér fulla grein fyrir þessu, eins og t. d. Fulbright, formaður utanríkismálanefnd- ar öldungadeildar Bandaríkja- þings. ÞAÐ virðist óttast, að frá- fall Nassers geti orðið til þess, að enn örðugra verði en ella að koma á sáttum milli Araha ríkjanna og fsraels. Vafasamt er þó. að það þurfi að verða, ef Bandaríkin beita áhdfum sínum til að fá ísrael til að fallast á lausn fléttamanna- málsins og landamærin frá 1948. Þá er líklegt, að sam komulag geti náðst, og það þvj frekar, að þetta virðist sú lausn, sem Nasser hefði getað sætt sig við. Gegn þessu þurfa ísraelsmenn að sjálfsögðu að fá tryggingu fyriir því. að sjálf stæði og landamæri þess verði virt. Þá tryggingu geta stór veldin veitt. Fulbright hefur nýlega borið fram athyglisverð ar tillögur um betta efni og hafa þær verið raktar hér í blaðinu fyrir skömmiu. Nasser er fallinn frá, en þjóðernishreyfing Araba, sem hann vakti, heldur áfram áð lifa og eflast. Það væri mikil ógæfa, ef vestrænu þjóð- irnar færu ekki að gera sér það loksins Ijóst. Þ. Þ. - - --------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.