Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 4
4 TÍMINN MlÐVIKUDAGirR 30. september 1970 L.GERÐ 0G FISKVINNSLA í dagblaðinu Vísi þann 24. þ. m. er viðtal við hagfræðing Seðlabankans. Þar sem ýmsir fleiri starfsmenn Se'ðlabankans hafa gluggað í hagfræöi, hlýt- ur orðafagið „hagfræðingur Seðlabankans“ að tákna að þar fari sá maður, sem stjórnar hagfræðilegum úrlausnarefn- um fyrir bankans hönd og skal það haft fyrir satt. Þeim manni ber því að hafa áhrif á gengis- skráninguna, þar sem Seðla- bankinn fer með gengisskrán- ingarvaldið. Það er því ekki lítill feng- ur að fá slíkan mann til þess að lýsa því yfir, að hann segist ekki „sjá hein rök fyrir gengis- lækkun" og að gjaldeyrisstað- an fari síbatnandi. Enda andar blaðamaður Vísis léttara og tel ur að þetta ætti að hugga þá svartsýnismenn, sem hafa áhyggjur af gengislækkum. Taka verður mark á því, að hagfræðingurinn hafi sagt þetta. því að ekki hefur verið birt nein leiðrétting, hvorki frá honum sjálfum né frá Seðla- bankanum. Hagfræðingar eru einhverj- ar nytsömustu skepnur jarðar- innar. Ef hagfræðinnar nyti ekki við, hefði hver efnahags- Kreppan á fætur annarri, á borð við heimskreppuna miklu, dunið yfir mannkynið á síðustu áratugum. Hagfræðin ræður nú yfir þekkingu, sem nægir (ef hún er notuð) til þess að kom- ast hjá stóráföflum vegna sveiflna í flóknum viðskipta- heimi. Stóráföllum, sem hefðu getað lamað heilar heimsálfur efnahagslega. Síðasta alvarlega krepputilhneigingin á Vestur- föndum hófst árið 1966. Þá var alls staðar risið til varnar og hættunni bægt frá á tiltölulega skömmum tíma. Alls staðar, nema á íslandi. A íslandi gerðust þau undur og stórmerki, að gjaldeyrisstað- an var svo traust, að ekkert þurfti að óttast, sízt af ö.'lu gengislækkun. Þetta var prédik að á torgum og gatnamótum fram á mitt sumar 1967. í nóv var svo gengið fellt og aftur ári síðar. En það undarlega gerðist. að gengið var ekki fellt vegna gjaldeyrisstöðunn- ar, sem þó haflði verið notuð sem hornsteinn blekkingarinn- ar. Gengið var felit „vegna sjávarútvegsins“. Og nú upphefst sami söngur- inn um að gjaldeyrisstaðan sé svo traust, að ekki sjáist nein rök fyrir gengis.'ækkun. Þetta gerist á sama tima og hver hugsandi maður, sem starfar við fjármál útflutningsfram- leiðslunnar, sér næsta ijóst, að það stefnir hröðum skrefum a'ð næstu gengislækkun. Ef til vill er enn þá unnt að komast hjá gengislækkun á næsta ári, ef almenningi er gert .'jóst, hvað í húfi er og myndarlega er.hrugðið við. En yfirlýsingar manna í mikilvæg- um trúnaðarstöðum um að þeir sjái ekki nein rök fyrir geng- islækkun, geta engu áorkað nema því að draga úr líkunum fyrir því að komizt hjá gengislækkun. Árni Benediktsson. Stúlkur Starfsstúlkur vantar í veitingahúsið Hreðavatns- skála, Borgarfirði sem fyrst. Upplýsingar í sím- stöðinni Hreðavatnsskála. Koparhúðaðar gluggastengur HNÚÐASTENGUR SPENNISTENGUR borðar og krókar Málning & Járnvörur h.f. Sími 11295 — 12876 L,augaveg 23 STIMPLAGERD FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR VI.RULAUNACRIPIK Magnús E. Baldvínsson L4ug«vcgi 12 - Siml 22804 Ir'ÉLAGSMERK! Sólun HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR |1 éniómunstur veitir góða spyrnu W í snjó og hólku. Onnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tæk|um. Sn{óneglum hiólbarða. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501.—Reykjavík.. Vita Wrap Heimilisplast Sjólflímandi plasffilma . . i til að leggja yfir köku- j og mafardtska i JK og pakka | s 'nn matvælum til geymslu W í ísskápnum. Fæsf í matvöruverzlunum. PLASTPRENT H/F. Frá barnaskólum Reykjavíkur Skólahald fyrir sex ára börn (f. 1964) hefst í bama skólum borgarinnar í byrjun októbermánaðar. Næstu daga munu skólarnir boða til sín (símleiðis eða bréflega) þau börn, sem innrituð hafa verið. Fræðslustjórinn í Reykjavík. VANUR kranamaður óskast í Sementsafgreiðsluna í Ártúnshöfða. Upplýsingar í síma 83400.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.