Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
MroVTKUDAGUR 30. september 1970
Frá Mýrarhúsaskóla
Innritun í 6 ára deildir fer fram fimmtudaginn
1. október kl. 13—16. Nemendur gagnfræðaskól-
ans mæti sama dag kl. 10.
Skólastjórinn.
Utanmál:
24,6x17,5x17,4 cm.
Þetta er nýi, hvíti 12 volta 53 amp SÖNNAK
rafgeymirinn i V W., Opel o.fl nýia þýzka bíla.
Fjölbreytt úrval SÖNNAK-rafgeyma ávallt fyrir
Iiggjandi.
S M Y R I L L , Ármúla 7. — Simi 84450.
Tvö á sjúkrahús
Framhald af bls. X.
hún Pál hina erfiðu ferð niður
af fjallinu og tíl byggða. Sagði
Örn að reyndar hefðu allir sem
tóku þátt í björgunarstarfinu, unn
ið erfitt og þafekarvert starf. Hús
íbúa í Mykinesi stóðu öllum opin
og spöruðu íbúarnir, sem flestir
eru komnir á efri ár, ekkert til
aö sem bezt mæti fara um far-
>ega og björgunarmenn. Sama er
að segja um björgunarsveitirnar,
sem fóru á slysstaðinn, svo og
dönsku sjómennina og lækna og
hjúkrunarlið. Hvað mesta ósér-
hlífni sýndi flugmaðurinn á þyrlu
Hvítabjarnarins, en hann fór marg
ar ferðir milli lands og skips á
lítilli þyrlu með slasað fólk. Veð-
ur var slæmt og aðstæður allar
hinar erfiðustu, en flugmaðurinn
lét það ekki á sig fá og flaug
sleitulaust í rúmlega hálfan sól-
arhring.
Rannsókn slyssins heldur enn
áfram á vegum danska loftferða-
eftirlitsins. Niðurstöður liggja
ekki fyrir, en telja má öruggt að
flugstjórinn hafi verið hættur við
lendingu og verið að hækka flug-
ið þegar vélin rakst á fjallið.
Nokkrir íslendingar eru enn í Fær
eyjum og fylgjast þeir með starfi
rannsóknamefndarinnar. Þeir eru
Grétar Óskarsson, frá loftferðaeft-
irlitínu og flugmennirnir Henning
Bjamason og Jón R. Steindórs-
son.
Aðalfundur
Framhald af bls. 3
settur verði á stofn ríkisleikskóli,
og skorar á ríkisvaldið að hraða
undirbúningi að stofnun slíks
sikóla.
Þingið heimilar stjórninni að
taka þátt í undirbúningi að stofn-
un samtaka félagsheimila í byggð-
um landsins. — Þingið heimilar
ennfremur að væntanleg lög þess
gera ráð fyrir þátttöku þess og
annarra landsambanda eigenda
félagsheimilanna að fyrirhuguð-
um samtökum.
Eftirtaldir eiga nú sæti í stjórn
B. í. L. auk formanns Guðna Ás-
mundssonar: Hannes Friðriksson.
Sigurður Jóhannsson, Gunnhild-
ur Guðmundsdóttir, Sigrún Sturlu
dóttir, Cesil Haraldsson, Hinrik
Konráðsson og Dagbjartur Stígs-
sön.
Enginn sótti um
Framhald af bls. 16.
fyrrnefndi hefur að baki sjö ár
í háskóla, hinn síðarnefndi þrjú.
Menntaskólakennarar eru þó ekki
ofsælir af sínum lágu launum,
sem eru lægri en flestra annarra
starfsmanna méð sambærilega
menntun“.
Segir einnig, að samkvæmt i
drögum að starfsmatskerfi sé I
ætlunin að auka enn ranglætíð og
vitleysuna.
í lok greinarinnar segir. að „við
horf ráðamanna í menntamálum
og fjármálum til vandamála á
þessu skólastigi hafa því miður
oft mótazt af því, að 'f ta allt reka
á reiðanum. Eina ráðið gegn hin-
um gífurlega skorti á háskóla-
menntuðum kennurum á gagn-
fræðastigi, er að launa eftir mennt
un og réttindum í mun ríkara
mæli en nú er gert og greina
milli skólastiga fyrst og fremst
með mismunandi kennsluskyldu".
Landgrunnið
Framhald af bls. 16.
einum orðum afstöðu rikisstjórnar
fslands, sem hér segir:
1. Ríkisstjórn íslands er því
samþykk, að kvtidd verði saman
alþjóðaráðstefna varðandi réttar-
reglur á hafinu, enda verði verk-
svið hennar nægilega vjðtækt til
að fjalla um öll atriði varðandi
réttindi strandríkisins á svæðum,
sem liggja að ströndum þess.
2. Það er skoðun vor, að strand-
ríki eigi rétt á að ákveða tak-
mörk lögsögu sinnar innan sann-
gjarnra takmarka með hliðsjón af
landfræðilegum, jarðfræðilegum,
efnahagslegum og öðrum sjónar-
miðum er þýðingu hafa.
3. Vér erum þess áskynja, að
mörg rí'ki telja að 12 mílna mörk
séu fallnægjandi til að tryggja
hagsmuni þeirra, enda þótt ,'ög-
saga strandríkja sé í reynd allt
frá 3—200 sjómílur.
4. f sérstökum tilvikum, þar
sem þjóð byggir afkomu sína á
auðlindum undan ströndum sínum,
eru 12 mílna mörk ekki fullnægj-
andi.
5. Að því er ísland varðar, eru
lögsaga og umráð yfir landgrunni
þess og hafinu yfir því, sann-
gjörn og réttlat. og verðskulda
viðurkeíiningu samfélags þjóð-
anna.“
Ritgerðasamkeppni
Framhald af bls. 16.
3. verðlaun hlaut Pétur Krist-
jánsson, Garðahreppi, 4 verðlaun
Kristín Hallgrímsdóttir, Garða-
hreppi, 5. verðlaun, Jóhann
Tryggvi Sigurðsson, Eyjafjarðar-
sýslu og Bragi Guðmundsson.
Austur-Húnavatnss. hlutu 6. verð
laun. Fengu allir þessir verðaluna
hafar veglegar bækur að gjöf. —
Þá voru ein aukaverðlaun veitt
og hlaut þau Sverrir Ólafsson,
Reykjavík, voru það bókaverð-
laun.
Fjögurra manna dómnefnd |
dæmdi ritgerðirnar, og áttu sæti i
í henni: Grímur Engilberts ritstj.!
Æskunnar, dr. Gunnar Schram, I
formáður Félags S. þ. á íslandi, j
Sigurður Magnússon blaðafulltæúi.
I oftleiða og Helgi Elíasson fræðslu |
málastjóri. I
Verðandi
>amhald af bis. 3.
26. Sigurður Tómasson, stud. ’
scient., MH ’70.
27. Skúli Thoroddsen, stud. jur., í
MH ’70.
28. Viðar K. Toreid. stud. med
Rjukan ’67.
Allir stúdentar innritaðir við
H. í. hafa atkvæðisrétt í prófkjör-
inu.
Á VIÐAVANGI
Framhald af bls. 3
á fiskimiðin fcr vaxandi og
auðlin-iir hafsins við strendur,
Iandsins eru sópaðar með stór-
felldri tækni af fjölda þjóða,
ekki aðeins nágrannaþjoða,
heldu:- einnig sendir á mið okk
ar skipaflotai úr fjarlægum
lieimshlutum. íslenzka þjóðin
verður áreiðanlega að heyja á
næstu árum nýja sjálfstæðis-
baráttu, þar sem reyna mun á
þrek, vitsmuni, ættjarðarást og
þjóðerniskennd. Baráttu fyrir
lífinu. Baráttu fyrir að fá rétt-
iim til að eiga ein auðlindir
landsins. Stjórnmálabarátta
næstu ára mun markast og mót-
ast í verulegum atriðum af
þessum viðfangsefnum. Ef
ekki tekst á næstu árum að
ná fullum rétti á öllu lanil-
grunninu xit frá ströndum fs-
lands og síðan að verja þetta
hafsvæði fyrir veiðum útlend-
inga, þá verður erfitt eða jafn
vel ómögulegt fyrir þjóðina að
búa i landinii, nema þá að eitt-
hvað nýtt komi til að veita
henni lífsskilyrði. Við munum
að vísu nýta vel gróðurmold-
ina og orkulindimar, jarðvarm
ann og vatnsaflið. En ef fiski-
miðinn og uppeldisstöðvar
nytjafiska við strendur lands-
ins verða eydd eða eyðilögð,
þá mun þjóðin ekki hafa hér
fullnægjandi framtíðarverkefni.
Þjóðin öll, stjóramálaflokkar
og fulltrúar á Alþingi og í
ríkisstjórninni verða að beita
sameinuðu afli til að verja
þennan höfuðþátt náttúrugæð-
anna, svo að landið verði fært
um að fóstra þjóðina.“
TK
Tvær óperur
Framhald af bls. 2
Girimes“ samdi hann eftir heim-
komuna til Englands 1942 og skip-
aði hún höfundi sínum á bekk
meðal helztu óperutónskálda ald-
arinnar. Meðal annara ópera Britt
ens má nefna „The Rape of Luc-
retia“, „Albert Herring" „Billy
Budd“, „The turn af the Schrew",'
„A Midsummernights dream“ og
„Let’s make an Opera.
Britten hefur einnig samið
margs konar annars háttar tón-
list. sönglög, kórverk, strengja-
kvartetta, fiðlukonsert og sin-
fónki. Hann hefur stjórnað flutn-
ingi verka sinna, á leiksviði, í
kirkju og konsertsal og á hljóm-
plötum (Decca).
Samvinnuþjóðfélag
Framhald at bls. 7
um allar framkvæmdir og til
þess ber að sækja um allar
breytingar á kaupgreiðslum
milli stétta og starfshópa, sem
gera má ráð fyrir að komið
geti fram, því ekki er þess að
vænta, að sú upphaflega tekju
skipting verði óumbreytanleg.
Sjálfsagt gæti komið til mála
að skipa þyrfti yfirdóm til að
skera úr slíkum málum.
Segja má. að nú þegar hafi
að verulegu leyti verið farið
inn á þá braut að ákveða kaup
stétta og starfshópa. Bændum
er ákveðið kaup með hliðsjón
af tekjum annarra vinnandi
stétta. Starfsmönnum ríkis og
bæja er ákveðið kaup, einnig
sjómönnum að verulegu leyti.
Ekki verður sagt að viðkom-
andi stéttir hafi alltaf verið
ánægðir með sinn hlut. Með
áorðnum þeim breytingum,
sem ég hef lagt til hér að
framan horfir þetta mál allt
öðru vísi við Þar er lagður
fastur grunnur tii að byggja á.
Að vísu getur komið fram,
eins og bent hefur verið á,
ágreiningur um tekjuskiptingu
milli stétta og starfshópa, en
slíkt raskar ekki sjálfri undir-
stöðunni. það getur hvorki leitt
af ser verðbólgu né óraunhæf-
"■ ótíma'u' ar kaunkröfur.
Eitt langar mig til að minn-
j.-it a enn, þar sem ég tel að
þróunin sé varhugaverð fyrir
efnahagslíf þjóðarinnar, og
samrýmist ekki okkar aðstæð-
um, en það er hinn linnulausi
áróður og þunga sókn um stutt
an vinnudag og löng frí. Má
vera að háþróaðar iðnaðarþjóð-
ir með fjölbreytt atvinnulíf
geti veitt sér þann munað, en
hjá okkur íslendingum, sem
svo rnafgt höfum að vinna, er
það alls ekki tímabært. Það
er heldur ekki víst, að það sé
svo eftirsóknarvert. Iðjuleysið
skapar mörg vandamál. „Eitt-
hvað þarf iðjulaus hönd að
vinna“, segir gamall málshátt-
ur, og vill þá oft fara svo. að
það sem höndin vinnur er mið
ur þarft. f þeim löndum, sem
langt eru komin ,á þessari
braut, er þetta mikla iðjuleysi
að verða alvarlegt vandamál,
vaxandi áfengis- og eiturneyzla,
óknyttir og siðleysi fylgir í
kjölfarið að ógleymdri eyðsl-
unni, sem er stór löstur og
þjóðfélagslegt mein. Mun þetta
einnig vera að byrja að segjg
til sín hér. Ein helzta röksemda
færslan fyrir þessu iðjuleysi
hefur verið sú, að það væri
aðalforsenda þess að geta lifað
„mannsæmandi lífi“. Að það
í mörgum tilfellum verkar al-
gerlega öfugt, hefur verið sýnt
fram á hér að framan.
Við megum ekki vera of
veikir fyrir að apa allt eftir
öðrum þjóðum heldur fara að
haga okkar málum eftir því,
sem á við okkar aðstæður og
þjóðarhagur krefst, því aðeins
mun okkur takast að halda
efnalegu og stjórnarfarslegu
sjálfstæði til frambúðar.
Ein er sú stétt, sem alger-
lega sker sig úr í því efni, sem
rætt var nú síðast, en það er
sveitafólkið. Það þarf að vinna
alla daga ársins, einnig sunnu-
daga, þó reynt sé þá að stilla
vinnu í hóf, eftir því sem unnt
er en sum störf verður að
vinna alla daga jafnt eins og
t.d. skepnuhirðingu. Oft er
vinnudagurinn langur og um
sumarfrí er varla að ræða. Auk
þess hefur sveitafólkið sam-
kvæmt útreikningi hagstofunn
ar borið minna úr býtum en
aðrar stéttir. Að bændurnir
hafa þrátt fyrir það gert svo
miklar framkvæmdir, sem raun
ber vitni. byggist eingöngu
á vinnusemi þeirra og hófsemi
um eyðslu. Ætla mætti að
þetta fólk væri orðið hálfgerð
ir skrælingjar eða nátttröll í
nútíma þjóðfélagi samanborið
við fólkið með stutta vinnu-
daginn og löngu helga- og sum
arfríin. Sé ekki svo, sannar Það
svo augljóslega sem verða má
þau sjónarmið, sem haldið var
fram hér að framan.
Yfirskriftin yfir erindi þessu
er „Samvinnuþjóðfllag". Því
ætti ekki að vera hægt að reka
þjóðfélag og þá einkum lítið
þjóðfélag á samvinnugrund-
velli? Samvinnufélagsskapur-
inn er rekstrarfyrirkomulag,
þar sem stærri eða smærri hóp
ar, sem sameiginlegra hags-
muna hafa að gæta, slá sér
sanran. Þjóðfélagið er einn
slíkur hópur. í samvinnufélög-
unum skiptist árlegur hagnað
ur félagsins hlutfallslega jafni
milli félagsmanna, sem í þessu
tilliti yúðu begnarnir. Geta ekki
allir orðið sammála um að
þetta fyrirkomulag nundi
verða hagkvæmara fyrir þjóð
arbúið, og líklegra til að lær?
þjóðinni batnandi lifsafkomt
heldur en það fyrirkomulag
sem við höfum búið við undan
farið. þar sem verkföll hafi
verið aðal hagstjórnartæki
og hæstiréttur? Ættum við ekk
að taka það mál til rækiiegra
athugunar, og raunhæfra a?
gerða?
Stefán Kr. Vigfússon.
Þökkum hjartanlega vináttu og samúð við andlát og útför
Stefáns Jónssonar,
Hlíð í Lóni.
Kristín Jónsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Þökkum Innilega auðsýnda samúð og vinarhug vlð andlát og jarð-
arför
Einars Guðmundssonar,
vélgæzlumanns, Blönduósi.
Davia Guðmundsson,
Guðmundur Einarsson, Hrafnhildur Reynisdóttir,
Harry Einarsson, Krlstín Hólm,
Herdís Einarsdóttir, Jóhannes Þórðarson,
og barnabörn.