Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1970, Blaðsíða 3
FÍMMTUDAGUR 8. október 1970, Verðhækkun Framhald aí bls, 1 um, þannig að sáning varð allt að 3—^4 vikum seinni en í eðli iegu árferði og þótti þá mörgum einnig Pjóst að uppskena yrði all- miklu minni en venjulega að hausti. f sumar fcom síðan upp „fung- us“ (sveppagróður) á hinu svo- kallaða feornbelti í Bandaríkjun um og varð þar mjög mikill upp skerubrestur, en eins og kunn- ugt er, eru Bandaríkin mjög stór útflytjandi kornvara. Við þetta ástand bættist svo, að sumarið varð mörgum evrópsk- um kornframleiðendum mjög erfitt, veðurfarslega. f Norður- Þýzkalandi voru of mitolir þurrk ar, en í Suður-Þýzkalandi var aftur á móti of mikil vætutíð og auk þess tiltölulega kalt fyrir þau landsvæði. Áætlaðar niðurstöður um framleiðslu t. d. byggs eru bví þær í Þýzkalandi, að þrátt fyrir að 6% meira land hafi ver ið tekið til byggraetotunar á þessu ári en í fyrra, verði fram leiðslumagnið um 14% minna í ár. í flestum fóðurblöndum er bygg ein meginuppistaðan O'g gef ur það hugmynd um hækkanirnar, að bygg, sem kostaði um 40 doll ara í evrópskri höfn í vor, kostar nú hartnæx 70 dollara. Þessi geysi lega hækkun hefur svo leitt til þess, að menn hafa leitazt við að nota aðrar korntegundir í stað byggs, eins og t. d. hafra, en að sjálfsögðu hafði það ein ungis þau áhrif, að verð þeirra stórhætokaði líka, enda um til- tölulega lítið magn að ræða sam anborið við bygg og maís. Það veldur mönnum nú áhyggj um í Bandarfkjunum, að etoki verði til nægilegt fræ, sem mót- stöðu hefur gegn þessum fungus, tál sáningar á næsta vori, og telja því margir að verðlag á fcornvörum muni ekki lagast í ajn.k. tvö ár. Hinsvegar munu hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá ræktað fræ í Mexíkó og Suður-Ameríku og kann það að verka á móti þessum svar-tsýnu spám. Brezk blöð skrifa mikið um þessar hækkanir og ber þar einna mest á áhyggjum af hækkunum á neyzluvörum. Þar er talið að byggframleiðslan minnki um eina milljón tonna úr 8,5 milljón um 1969. Telja landbúnaðarsér- fræðingar í Bretlandi, að fóður verð muni verða þar 25—33% hærra í vetur en í fyrra, og ef ekki komi til veruleg opinber að- stoð muni verða mikill samdrátt ur í nautgriparækt, sem þýða muni miklar verðhækkanir á kjöt- og mjólkui-vörum. Sömuleið is er talið að byggið muni t. d. hækka bjórglasið um 2 pence og gallon af wiskey um 3 shillinga. Um innflutning á fóðurvörum til íslands segir í Hagtíðindum að hann hafi verið um 44,000 tonn til júlíloka þessa árs, en um 31, 000 tonn sama tímabil 1969. Er þetta mjög mikil magnsaukning, sem stafaði að mestu af slæmu árferði hér s. 1. sumar, eins og allir þekkja. Þó útlitið sé víða heldur betra nú, er fyrirsjáanlegt að mikið magn fóðurbætis þurfi að flytja inn og eru því allar hækkanir uggvænlegar. Á síðast liðnu sumri hækkuðu farmgjöld mjög verulega og sama er að segja um uppskipunarkostnað og annan beinan kostnað við flutn ing vörunnar. Það er kunnugt að íslenzkir fóðurinnflytjendur hafa fylgzt mjög vel með verðsveiflun um á heimsmarkaðnum og hafa keypt eins mikið magn og aðstæð ur hafa leyft. Þess vegna er út- lit fyrir að fóðurverð hér fari stighækkandi, í stað þess að hækka skyndilega mjög mikið, en fyrirsjáanlegt er samt að endir inn hlýtur að verða sá, a® allar hinar erlendu hækkanir koma inn í fóðurverðið hér. TÍMINN SamgöngumálaráSuneytiS um undanþágur fyrir vél- stjórnarmenn á fiskiskipin: Öryggi bezt tryggt meö núverandi fyrirkomulagi EJ—Reykjavík, miðvikudag. f Tímanum á þriðjudaginn birt ist frétt um ályktun, sem 20. þing Alþýðusambands Vestfjarða gerði um undanþágur fyrfr vélstjórnar menn. Var þess þar krafizt, að leitað verði til verkalýðsfélaga á sambandssvæðinu um allar undan þágur fyxir vélstjóra á félags- svæðum þeirra í stað þess að leita til Vélstjórafélags fslands. f yfir iýsingu frá samgönguráðuneytinu í dag segir, að ráðuneytið telji eðlilegt að leita til Vélstjórafélags ins um slíkar undanþágur og sé á það komin áratuga hefð. f yfirlýsingunni segir m. a.: „Vélstjórafélags íslajjds er stéttarféiag vélstjóra um allt land. Frá því að fyrst voru sett lög um atvinnu við siglingar á ís- lenzkum skipum hefur alltaf vilj að bera við að skortur væri á lærð- um vélstjórum á skipin. Eftir að skipastóll landsmanna óx svo sem raun hefur orðið á, hefur skortur á vélstjórum á minnj skipin yax ið mjög, þannig að óhætt er að fullyrða að leggja yrði fjölda fiskibáta, ef ekki væru veittar undanþágur fyrir vélstjórnarmenn á þá. Frá því fyrstu lög um þessi efni voru sett hefur alltaf tiðk ast að veita slíkar undanþágur, enda heimild fyrir því í lögunum. Aðilar að undanþágubeiðnunum skv. lögum eru og hafa alla tíð verið útgerðarmennirnir sjálfir, eða skipstjórar í umboði þeirra. Það hefur alla tíð tíðkazt, enda tilskilið í löguim, að leitað sé umsagnar samtaka vélstjóra um undanþágubeiðnir. Ráðuneytið hefur alla tíð sent umsagnarbeiðnir am undanþágur til Vélstjórafélags fslands (og áður Mótorvélstjórafélags ís- lands) varðandi vélstjóra, en það félag er landsfélag vélstjóra hér á landi. Hefur Vélstjórafélag ís- lands jafnan komið fram _ sem heildarsamtök vélstjóra á fslandi. Það er því fullkomlega eðlilegt og samkvæmt eðli málsins að sam gönguráðuneytið leiti til Vél- stjórafélags íslands (og áður Mótorvélstjórafélags íslands) um málefni vélstjóra hér á landi. Hefur þessi háttur og verið á hafður frá fyrstu tíð. Á nokkrum stöðum hér á landi hafa yerið stofnaðar deiidir með al vélstjóra og .eru þessar deildir innan vébanda verkalýðs- og sjó- mannafélaga á viðkomandi stöð um. í Vestmannaeyjum er þó starfandi sjálfstætt vélstjórafélag. Því hefur stundum verið hreyft að samgönguráðuneytið leitaði umsagnar hinna ýmsu samtaka vél stjóra um landið, varðandi undan- þágubeiðnir fyrir vélstjóra og gen"i þannig fram hjá Vélstjóra- félagi íslands. Ráðuneiytið hefur þó ekki séð sér fært að verða við þessum beiðnum og breyta þannig langri hefð, enda talið að slíkt væri sízt til bóta, þar sem byggt hefur verið á umsögn heildarsam takanna. Heimild ráðuneytisins til veiting ar undanþágu er því skilyrði bundin samkvæmt lögum, að skort ur sé á vélstjórum með fullum réttindum, ekki aðeins í viðkom- andi byggðarlagi, heiidur að rétt indamaður sé ekki fáanlegur hér á landi. Er ljóst, að eins og málum nú er háttað er Vélstjórafélag ís- lands sá aðili, sem hefur bezta aðstöðu til að segja til um, hvort réttindamaður er fáanlegur eða ékki, ef undanþágu er óskað, svo og að meta hæfni þeirra manna. sem undanþágu er óskað fyrir. Telur ráðuneytið, að öryggi sjó manna sé bezt borgið með því að tryggja það, að menn með fuli- um réttindum eða hæfni og reynslu, ef réttindamenn ekki fást, skipi umræddar stöður á skipum og þetta verði bezt tryggt með þeirri samvinnu sem ráðuneytið hefur við heildarsamtök vél- stjóra.“ gaman gannan HEKLU PEYSU úr dralori Slæmur er Moggi, verri er þó Pjoovsijinn Vésteinn Lúðvíksson ritar at hyglisverða ádrepu á Þjóðvilj- ann og Morgunblaðið. Telur hann að bæði þessi blöð skrifi fréttir af mikilli hlutdrægni, hvort með sínum hætti, og legg Ur þau nokkurn veginn að jöfnu í þessu tilliti en telur þó, ef rétt er lesið, Morgun- blaðið vera heldur skárra en Þjóðviljann, þótt bölvað sé. Vé- steinn segir m.a.: „Og þó upplýsingar Morgun- blaðsins um heimsástandið séu oftast verri en engar, þá má samt einstaka sinnum kreista úr þeim sannleikskorn, sem að gagni má koma og ekki verður á vegi augans við lestur Þjóð- viljans. í fyrsta lagi eru erlend ar fréttir Þjó'ðviljans alltof litlar. í öðru lagi getur ærið oft að líta á síðum blaðsins meðvitaðar tilraunir til veru- leikafölsunar, sem sóma sér fremur illa í blaði, sem telur sig málgagn sósíalisma.“ I þágu „stalínískrar forréttindaklíku" Ennfrcmur segir Vésteinn: „APN heitir sovézk frétta- stofa, sem rekin er af sovézk- um dagblöðum. Sovézk dagblöð eru í eigu sovézka ríkisins. Sovézka ríkisvaldið er í hönd- unum á skriffinnskubákni sov- ézka kommúnistaflokksins. Sovézka kommúnistaflokknum ræður stalínísk forréttinda- klíka, sem er mest í mun að halda sjálfri sér við lýði og er ekki sósíalísk frekar en rit- stjórn Morgunblaðsins. Hlutverk APN er að gefa þá mynd af Sovétríkjunum og sögu þeirra, sem valdhöfunum í Kreml þykir bezt lienta. Þar með er ekki sagt, að allt, sem frá þessari fréttastofu kemur sé einn óslitinn lygavefur. Sumt hefur vafalítið við margt að styðjast. En skeyti APN gefa enga raunsæja heildar- mynd af Sovétríkjunum. Þau gefa aðeins falsmynd.“ Þjooviijinn: Málgagn sovézka sendiráðsins Nokkru síðar segir Vésteinn: „En undarlegan áhuga sýnir Þjó’ðviljinn þessari fréttastofu. Það líður varla svo dagur, að han birti ekki eitt eða tvö skeyti hennar stundum langar greinar. Og það heyrir til und- antekninga, að Þjóðviljinn birti upplýsingar um Sovétríkin úr annarri átt. — Og hvaðan skyldi Þjóðviljanum koma þessi skyndilegi áhugi á tón- leikahaldi, þjóðdönsum, heilsu- lindum og öðru slíku? Svo til vikulega birtir biaðið myndir, stundum heilar myndasíður, af baðandi fólki og dansandi ung- píum. Er þetta viðleitni blaðs- ins til að láta sér ekkert mann- legt óviðkomandi? Ef svo er, hvers vegna eru þessar myndir undantekningarlaust frá Tékkó- slóvakíu? Fólk baðar sig kannski hve”gi annars staðár? Framhald á 14. siðu. maammmmmmmmmmmmmmm Hannes Pálsson, formaSur Sambands íslenzkra bankamanna, átti fimmtugsafmæli á mánudaginn, 5. október. f þvi tilefni var ákveðið, að sæma hann gullmerki sambandsins, fyrir margháttuð störf í þágu bankamanna um árabil. Á myndinni sést Jón Bergmann, aðalgjaldkeri Iðnaðarbankans, sæma Hannes merkinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.