Tíminn - 11.10.1970, Qupperneq 7

Tíminn - 11.10.1970, Qupperneq 7
• ' ' 1' • ' 1 ' ’ ’’ " ' ' r / M V m r •• ; 7.7 /• rf .7 ,> >rr» 1 »’*» cm m 11 t t r 'I I M I' >’ ! iUNNUDAGUR 11. október 1970. TÍMINN Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæm<lastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnar- skrifstofur 1 Edduhúsinu, símar 18300 —18306 Skrifstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasiml 19523. ABrar sikrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuBi, innaidands — í lausasöiu kr. 10,00 eint. Prentsm Edda hl. Samstarf Undanfarið hafa farið fram viðræður milli ríkisstjóm- arinnar annars vegar og stéttasamtakanna hins vegar, um leiðir til að draga úr dýrtíð og verðbólgu. Hingað til mim aðallega hafa verið fjallað um skýrslur, sem starfs- menn Efnahagsstofnunarinnar og Seðlabankans hafa unnið að. Það hefur oft verið galli á slíkum skýrsl- um, að þær hafa reynzt ófullkomnar og villandi, og eru hinar stórfelldu gengisfellingar 1967 og 1968 til vitnis um það. Þessum 9kýrslum er því vegna fenginnar reynslu illa treyst og geta því ekki orðið grundvöllur sam- komulags. Það er hins vegar mikilvæg undirstaða allra samn- inga um þessi efni, að fyrir hendi séu sem beztar upp- lýsingar um stöðu atvinnuveganna og kjör launþega. Það var í samræmi við þetta sjónarmið, að þeir Karl Krist- jánsson og Páll Þorsteinsson fluttu tillögu til þingsálykt- unar á þinginu 1954, um skipun samvinnunefndar at- vinnurekenda og verkalýðssamtaka, er hafi það hlut- verk að afla upplýsinga frá ári til árs um afkomu at- vinnuveganna og hag almennings, í þeim tilgangi að leita megi álits nefndarinnar, þegar ágreiningur verður eða ætlar að verða um kaup og kjör. Tillaga þessi hlaut einróma stuðning Alþingis og beitti Steingrímur Stéin- þórsson, sem þá var félagsmálaráðherra, ^ér, fyrir því, að nefndin var skipuð. Hlu heilli varð aldrei neitt úr störfum nefndarinnar. Hins vegar mun kjararannsóknar- nefnd rekja rætur til þessarar hugmyndar, en starfssvið hennar er miklu þrengra en það, sem framangreindri nefnd var ætlað að hafa. Aðstaða til samninga nú, um dýrtíðar- og kaupgjalds- mál, væri vissulega önnur, ef slík nefnd væri starfandi og hefði orðið hálfs annars áratugs rejmslu að baki. Nú skortir flestar haldbærar upplýsingar til að byggja á. Þetta verður að breytast. Báðir aðilar. vinnuveitendur og launþegar, þurfa að eignast sínar eigin hagstofnanir og fulltrúar frá þeim svo stöðugt að bera ráð sín saman. Þá ætti miklu fremur að geta fengizt raunhæfur og réttlátur grundvöllur, án verkfalla. Slíkar hagstofnanir og samstarfsnefnd mun að sjálfsögðu þurfa nokkurt fé, en þó ekki nema brot af því, sem þær vinnudeilur myndu kosta, sem hægt ætti að vera að afstýra, ef betur væri unnið að undirbúningi þessara mála. Fækkun iðnnema Blöðin hafa nýlega sagt frá því, að iðnnemum fari fækkandi, a.m.k. í ýmsum mikilvægum greinum. Vafa- laust valda því margar mismunandi ástæður, en sú ekki sízt, að núverandi iðnfræðslukerfi er orðið úrelt. í þessu sambandi er vert að minna á grein, sem Bjami Kristjánsson, skólastjóri Tækniskóla íslands, reit í blöðinu á síðastliðnum vetri, en þar voru bomar fram tillögur um nýskipan iðnfræðslunnar. Tillögumar era í höfuðatriðum þær, að hinn almenni hluti menntunar iðnaðarmanna fari fram innan ramma hins almenna skólakerfis, iðnskólarnir verði fyrst og fremst verkskólar og iðnnemar verði aðeins 1 12 mánuði undir handleiðslu meistara. Bjarni Kristjánsson telur, að með þessu móti megi gera ráð fyrir, að þjóðin eignist nægilega marga og vel menntaða iðnaðarmenn, til þess að við getum, áður en margir áratugir líða, mælt okkur við þær iðnaðarþjóðir, sem næstar okkur búa. Þ.Þ. BILLY GRAHAM: Hvenær er Kristur væntan- legur aftur til jarðarinnar? Framtíðin tilheyrir hvorki kommúnismanum né auðvaldinu BiJly Graham, hinn kunni am- eríski prédikari, hefur sjald- an. notið meirí vinsæ]da en nm þessar mundir. Má vera að það reki að einhverju leyti rætur til náins kunningsskap- ar hans og Nixons forseta. Eftirfarandj grein hans birtist nýlega í New Tork Times og þyldr rétt að endurprenta hana hér til að kynna lesend- um boðskap þessa umtalaða nredikara, sem befur nú mikil áhrif í Bandaríkjunum. MHXJÓtNER manna í Banda- ríkjunum reyna af fremsta megni að komast að einhverju um framtfðina. Sala hefir auk- izt alveg gífurlega f kristals- fcúlum og öðrum slíkum tækj- um, sem eiga að gera mönn- um fcleift að sjá fyrir óorðna hluti, og er það sýnilegur vott- ur um hina áköfu viðleitni til að grafast fyrir um framtíð- ina. Ég borðaði eitt sinn morg- unverð með Walter Reuther fyrir tveimur árum eða svo. Hann sagði þá. „Vísindin gætu komið því tií.leiðai:, að ,hér á, jörðu yerði samjkö]lluðJUparadís 4$jð 2000“. Ég svaraði: „A þessu er einn galli. Eng- inn hefur matað tölvurnar á vitneskju um siðferðilegan vanmátt mannsins, hneigð hans til haturs, grimmdar, kynþáttafordóma, glæpa, styrjalda og þúsund annarra lasta.“ SPÁDÓMAR um framtíðar- athurði fylla um það bil fiórð- ung af Biblíunni. Um endur- komu Jesú Krists er fjalað á eitthvað 1800 stöðum í Biblí- unni, þar af eru 318 staðir i Nýja testamentinu. Spádómar í Biblíunni skýra ekfcj frá heimi hægfara þró- unar unz orðið sé efnaleg para- dís á jörðu. Þeir segja frá heimi, sem er að farast úr lögleysum, styrjöldum, sulti og plágum í það rfkum mæli, að Guð einn fær ráðið og getur komið I veg fydr að mann- kynið farist. í Biblíunni koma sífellt fyrir orðin „efsti dagur“, „dag- urinn“ eða „dagur Drottins". Þar er tíðast átt við ótiltefcinn tíma, þegar örlagaríkir at- burðir gerast. Atburðarásin nær hámarki, þegar Guð tekur í taumana og Jesús Kristur kemur sjálfur til jarðar öðru sinni. BIBLÍAN boðar ekki, að jörðin eða mannkynið farist. Hún boðar, að heimurinn endurnýjist í eldi. Þessi eldur eyðir öllu hinu illa og býr jöa'ðina undir Guðsríki. f því riki verður hinni nýju „félagslegu skipan“ komið á. Þar verður félagslegu órétt- lœti, sryrjöldum, fátækt, sjúk- dómum og kynþáttamisrétti út- skúfáð. Og þá vaknar hin óhjá- kvæmilega spurning: „Hvenær kemur Kristur? Haídið þér að skammt sé til endurkomu hans?“ BILLY GRAHAM Árið 1860 sagði franski efna- fræðingurinn Marcellin Berthe- lot: „Framfarir í vísindum verða það miklar, að áður en öld er liðin veit. maðurinn hvað aþ ómið er. Ég trúi þvi, að þegar vísindin verði komin á þetta stig komi Guð niður til jai'ð- arinnar með sína miklu lykla- kippu og segi við mannkynið: Jæja, herrar mínix. Nú er fcomið að lokunartíma“. MORG-UN elnn, þegar læri- sveinarnir voru hjá Jesú á Olíufjailinu, spurðu þeir hann: „Segðu okfcur hvenær þetta verður og hvað við eigum að hafa til marfcs um komu þína og heimsendi“? Jesús sagði þeim að minnsta kosti tvisvar að varast að reyna að ákveða daginn. Biblían boðar, að kynslóð í ótiltekinni framtíð beri með sér ákveðin einkenni sem gefi tU kynna, að endirinn sé ná- lægur. Spámennirnir Jesús og lærisveinarnir hafa getið að minnsta kosti tuttugu ákveð- inna einkenna, sem við eigum að skyggnast eftir. Hvert ein- asta þeirra er einmitt nú að koma í ljós. Jesús lýsti til dærnis and- legu ástandi i heiminum rétt áður em hann kæmi í annað sinn. Hann sagði, að verða mundi „á jörðinni angist með- al þjóðanna í ráöleysi". Ang- ist táknar þjökun, ráðleysi þýð ir villu og óvissu. Jesús sagði með öðrum orðum. að kyn- slóðin, sem uppi verði áður en hann kemur til jarðar aftur, búi við svo mikla þjökun á all an hátt, að efcki verði komið auga á neina undankomuleið. ANNAð dæmi fjailar um sið ferðisástandið á Jörðinni. Jes- ús sagði: „Og eins og var á dögum Nóa, svo mun verða á dögum manns-sonarins. Menn átu, drukku, kvæntust og gift- ust“. Þetta sýnir hrun heimil- isins og afar lélegt siðferði. Enn annað dæmi má nefna. er sýnir fyrirsögn Jesús um styrjaldir. Hann sagð:j „En þér munuð heyra un, hernað og spyrja hernaðartíðindL . . þvi að þjóð mun rísa gegn þjóð. Biblían sýnir fram á, að und ir lokin verði styrialdir víðar, , meirg eyðandj og víðar en áð- ur. Þessar styrjaldii ná há- markí i' „orrustunni um Arma- geddon", sem svo hefir verið nefnd. ÞÁ má einnig benda á hina miklu áherzlu, sem lögð er á orðið „friður". PáU postuli seg ir: .JÞegar menn segja: „Friður og engin hætta“, þá fcemur snögglega tortíming yfir þá eins og jóðsótt yfir þungaða konu, og þeir munu alls ekfci undan komast“. — Aldrei hef- ur verið talað iafn mikið um frið og einmitt nú. Enn má nefna dœmið, þegar Jesús sagði: „Og þessi fagnaðarboðskap ur um ríkið mun predikaður verða um alla heimsbyggðina til vitnisburðar öllum þjóðum, og þá mun endirinn koma“. — Nú gerist það einmitt í fyrsta sinni í sögunni, að fagnaðax- boðskapurinn er boðaður um allan heim, bæði í útvarpi, sjónvarpi og prentuðu máli. MERKAST af öllu er þó dæmið, sem er að koma fram í löndunum fyrir botnj Mið- jarðarhafsins. Bibdían hefur boðað í meira en brjú þúsund ár, að siðustu atburðirnir og enduifcoma Krists snúist um ísraelsþjóð. Ekki var um neina fsraelsþjóð að ræða fyrr en eftir 14. maí 1948. í Lúkasarguðspjalli 21. kafla 24. versj segir Jesús að „Jeru- salem munj verða fótum troð- in af .heiðmgjum, þangað til tímar heiðingjannc aru liðn- ir“. í Biblíunni er mörg hundr- uð sinnum gefið til kynna, að ísrael verðj að nýju miðdepill heimsviðburðanna. ÉG veit ekki stundina, dag- inn, mánuðinn eða árið. Það er rangt og andsnúið Biblíunni Framhald á bis. 11

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.