Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 14. október 197» Traustur farvegur á að hemja þau öfl, sem innan hans byltast Ræða forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns við setningu Alþingis Ái-ið 1845 kom enduxreist Al- >ingi saman hér í Reykjavík, og voru þá liðnir nokkrir ára tugir, síðan niður féll hið forna Alþing þjóðarinnar á Þingvölluim við Öxará. Má því segja, að nú sé merkisáx í sögu hins endurreista Alþingis. Meðal stofnana þjóðarinnar er Alþingi gömul stofnun, þótt eigi sé lengra aftur seilzt en til ársins 1845. Alla tíma síðan hafa margir af beztu sonum þjóðarinnar átt sæti á bekkjum Al'þingis. Minning þeirra lifir innan vébanda þessarar stofn- unar. í dag mun verða minnzt óvenjulega margra manna, sem setu hafa átt á Alþingi lengri eða skemmri tíma og látizt hafa síðan síðasta þing kom saman fyrir einu ári, Þjóðin vill vissulega votta þeim virð ingu sín'a. í þeim hópi, sem nú er minnzt, er forsætisráðherra 'landsins, sem féU frá með svip legum hætti, eins og öllum er f fersku minni. Sá sorgaratburð ur snart alla fslendinga djúpt og vakti samúðaröldu víða um l'önd. Með dr. Bjarna Bene- diktssyni hvarf af sjónarsvið- inu og af vettvangi íslenzkra þjóðmáíla maður, sem um langt skeið hafði verið mikill áhrifa maður, hér á Alþingi, í ríkis stjórn og í öllu opinberu lífi, maður sem naut tirausts og virð ingar bæði hér beima og með erlendum mönnum, sem sam- skipti eiga við þjóð vora. Við setningu Alþingis nú vil ég með einlægri virðingu minnast hins látna forsætisráðherra, er féll í valinn í miðri önn síns ábyrgðarmikla starfs. Ég veit að þing og þjóð munu vilja taka undir þau orð mín. Aðeins einu sinni hefur það óður gerzt, að íslenzkur for- sætisráðherra hafi fallið frá í starfi sínu. Það var þegar Jón Magnússon forsætisráðherra andaðist árið 1926. Einnig það gerðist með skyndilegum hætti. Slík snögg umskipti færa vanda að höndum. Fyrirvara- laust verður nýr maður að taka á hp^pr óvæntar byrð ar. Hvermg þeim málum hefur nú verið skipað mim é ræða, þar sem þr.t :! aö vænta að forsætlsráðherra muni hér á eftir gera grein fyrir því. Ég óska nýskipuðum forsætisráðherra og nýjum dóms- og kirkjumálaráðherra blessunar í störfum sínum, svo og ríkisstjórninni allri, með þeitn breytingum, sem nú eru á orðnar. íslenzka þjóðin fylgist jafn- an með því með athygli, þeg- ar Alþingi kemur saman á ári hverju. Hún veit, að þess bíða á hverjum tíma úrlausnarefni, sem aðkallandi eru og mikið veltuir á, að giftusamlega leys- ist. Hún vonar, að úrræðin og lausnin ,-nmi frá þeim fulltrú um, sem hún hefur kjörið til að fara með mál sín á Alþingi. Og hvert annað skyldi hún líta en til Alþingis og ríkisstjórnar um heilladrjúga lausn lands- málanna? Ábyrgð Alþingls er þvi mi.kll, bæði einstakra þing manna og þingsins í heild. Þeim öflum. sem að verki eru í þjóð- féiagixju, íéiagjdogum hreyfing um þess, þörfum og kröfum og úrlausnarefnum hvers konar og á öllum sviðum, má líkja við fjölþætt og flókið kerfi stórra og smárra vatna, sem koma langt og víða að, en hníga þó öll að lokum að einum miMum farvegi. Alþingi er slíkur far- vegur, farvegur landsmálanna. í þeim farvegi hljóta að verða straumköst, en traustur farveg ur á að hemja þau öfl, sem innan hans byltast, og skila öllu að ósi farsæHega án þess að bresta. Sú er ætíð ósk og von þjóðarinnar í hvert sinn sem Alþingi kemur saman. Menn veita því athygli, að býsna oft er kvartað undan því á vorum dögum, að það sé að vísu ekki sparað að gera kröf- ur á hendur Alþingi um úr- ræði og ákvarðanir í málefnum landsmanna, en sú virðing, sem við það sé lögð, sé efcki að sama skapi. Ætla má þó að þetta, sem svo einfcennilega oft ber á góma, sé meira en litið orðum aukið. Það er víst ekki nýjung, að Alþingi og alþing- ismenn fái orð i eyra. Á hinn bóginn er það svo einkenni vorra tima, að nú er ekki tek- ið eins djúpt ofan og eitt sinn var., Siíkt. ern ástæðulaust að harma, því að það er ekki af illum rótum runnið. Meðan Al- þingi sjálft skilur og skynjar veg sinn ekki síður en vanda, mun landsfólkið einnig gera það. - í þessu sambandi er oft. minnzt á starfsskilyrði Alþing- is og þau talin lítt' fallin ‘til' að auka veg þess. Ég hygg bó að þetta gamla, góða hús sé vegleg umgerð um veglega stofnun, sögurik bygging, sem enn munj eiga langa sögu í sínu gamla formi og með sínu gamla hlutverki. En hitt er jafnframt öldungis ljóst. að það býðúr ékki lengur upp á þau vinnuskilyrði, sem eðli- legt er að Alþingi hafj í nú- tíma þjóðfélagi voru. Það þarf aukið olnbogarými, efcki fyrst og fremst til að auka veg sinn og virðingu, því að slíkt ger- ist ekkj nema að litlu leyti fyrir ytri aðstæður eða hefðar tákn, heldur einfaldlega til þess að auðvelda þingmönnum að vinna sín daglegu störf. Al- bingi er að visu ekk, eitt um það, meðal íslenzkra stofnana og embætta, að þarfnast öetrj aðbúnaður, því fer mjög fiarri. Þar þarf víða um að bæta. En engum ætti að þykja það ó- sannlegt, að þessi elzta og virðu legasta stofnun landsins gengi fyrir öðrum um bætta aðstöðu til starfa sinna. Fyrir þessu þingj liggja mikil viðfangsefni, sem takast þarf á við, vandamái, sem úr þairf að greiða. Og fleiri geta komið til, þegar á líður. Það er gömul venja og mannlegur breyskleiki að mikla þau vanda mál mest, sem fyrir ligigja hverju sinni. Nú eru viðfangs- efni að vísu misjafnlega erfið úrlausnar og áraskipti að öllu. En þau verkefni, sem nú eru fram undan, hafa þó einkum sérstöðu að því leyti, að þau eru vandamál líðandi stundar og knýja á. Þau eru væntanlega hvorki meiri né minni en margsinnis áður, en vissulega eru þau hvorki saga né ófyrir- sjáanleg framtíð, heldur hluti þess lífs, sem vér lifium á þessarj stund. Þau gera til vor kröfur einmitt nú, og það er þeirra sérkenni. Þjóðin lítur réttilega til Al- þingis og rfkisstjórnar um for- ustu og úrræðj í málefnum sín um. Hún hefur kvatt þessa að- ilja til ábyrgðarmikilla ákvarð- ana og varðstöðu um hag sinn bæði inn á við og út á við. Á Alþingi sitja menn með mikla reynslu í stjórnméla- störfum, og um góðan vilja þarf ekki að efast, þótt oft sé deilt um leiðir að þvi marki, sem er sameiginlegt öllum, heill og heiður íslenzku þjóð arinnar. Á þessu 125 ára sam- komuafmæli hins endurreista Aflþingis óska ég Alþingi alls velfarnaðar f störfum slnum og bið ég alþingismenn að rísa úr sætum og minnast ættjarð- arinnar. m®DiRa® LESANDINN Um meðferð og flutning sakamáls fyrir dómi geta ólífc- ar reglur komið til greina. Annars vegar cr hin almenna meðferð, sem flest sakamál lúta, en hins vegar sérstök cða afbrigðileg meðfcrð sem til- tekin meiri háttar brotamál su'ta, • 1 í fyrrnefndu málunum er enginn sækjandi skipaður, en hinsvegar verjandi, ef söku- nautur óskar þess. Skai hann inntur eftir þvl, þegur honum er birt ákæruskjal, hvort hann vilji halda uppi vörn sjálfur eða fá verjanda og þá hvern Sökunautur má jafnan sjálfur halda uppi vörn fyrir sig og ennfremur ráða sér aðstoðar mann á sinn kostnað. hvou-t sem lagaskylda er að skipa verjanda eða ekki. Ekki skal skipa verjanda, ef sökunautui- hefur afdráttarlaust játað á sig brot og alls engin vafa- atriði eru i málinu um stað- reyndir eða annað. sem máli skiptir. Venjulega skipar dóm- ari verjandi í fyrsta þinghaldi nema hann hafi þegar gert það meðan á rannsókn stóð. Ef engin vörn er flutt má taka mál þegar til dóms. Hitl er þó aðalreglan, að verjanda e.r veittur frestur til að skila vörn, sem getur hvort heldur verið skrifleg eða munnleg. eftir ákvörðun dómara, en venja er. að vörn sé skrifleg. Þegar fresturinn er liðinn, er vörnin lögð fram eða flutt munnlega en síðan tekur dóm- arinn málið til dóms. Síðarnefndu meðferðinn1 sæta mál, þai' sem refsing fýrii brot getur varðað yfir 8 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum, mál, sem sæta ákæru saknsóknara. ef refsing fyrir brotið varðar yfir 5 áx-a fangelsi og lagaatriði eða sönnunaratriði veita eíni til hinnar sérstöku meðferðar t. d. ef úrslit máls velta á lík- um, eða ef mál er sérstaklega umfangsmikið eða margbrotií og loks mál. þar sem saksókn- ari ákveður málshöfðun og sérstaklega þýðingarmikil vafaatriði eru í eða málið hef- ur almenna þvðingu, hvoa't sem brotið varðar við aimenri hegningarlög frá 1940 e-a önnur lög. Hin sérstaka meðferð er fólgin i því, að mái sætir sókn oa vörn. Eru þvi bæði skipaður sækjandi og veríandi Skipar bá saksóknari sem sæk.r anda einhvern hæstaréttarlös ' niann eða héraðsdómslöa mann, sem hefur fengið lög- gildingu dómsmálaráðherra til sóknar opinberra mála > héi'aði. Hins vegar getur sak- sóknari sjálfur eða fulltrúi hans iafnan sótt málið. Dóm- ari skipar hins vegar sökunaut verjanda. Sækjandi og ver.i- andi fá siðan frest til að undir- búa sókn og vörn, sem þeir síðan flytja fyrir, því að venja er, að mál sé flutt munnlega þótt dómSrj geti raunar ákveð ið. að sókn og vörn sé lögð fram skriflega. Að málflutn ingi loknum er málið tekið til dóms, og dómarinn semur síðan og kveður upp dóminn. Yflrlit briggja síðustu þátta verður að nægja um meðfexð mála tynr sakadómi, þótt mjög hafi venð stiklað á stóra. Þess skal að lokum getið. að samkvæmt hinum almennu hegningarlögum eru heiimil- aðar tvær tegundir refsinga. fjársektir og refslvist. Refsivist greinist í tvennt. varðhald og fangelsi. Til fang- elsisvistar eru menn dæmdir fyrir meiri háttar afbrot, en í varðhalld vegna smávægilegri brota. Ákveðið er, að vinnu- skyflda fyilgi allri refsivist, en var'ðhaldsföngum er þó heimil- að að leggja sér sjálfir til verk- efni, ef það samrýmis öryggi og góðri reglu. Engar líkams- refsingar eru lengur heimilað- ar skv. íslenzkum lögum. og voru þær raunar að mestu felldar niður með hegningar- lögum frá 1869, en voru al- - gengax áður fyrr. svo sem kunntug er. Dæma má menn í fangelsí um ákveðinn tíma (hæst 16 ár) éða ævilangt, en ævilangt fang elsi er þyngsta refsing skv. hegningarlögunum. Líflátsrefsing var numin úr íslenZkum lögum árið 1928, en síðasti líflátsdómurinn var kveðinn upp á íslandi árið 1914 (árið 1915 í hæstarétti Dana). Síðasta aftaka á íslandi skv. lif látsdómi. var hins vegar fram- kvasond árið 1830 en þá voru Agnes oa Friðrik tekin af lífi. en við bað mál munu flestir kannast. í næsta bættj verður fjallað um meðferð mála hjá borgar- dómaraemhættinu í Reykjavík sem samnefnara fyrir meðferð einkamála í héraði almennt. Björn Þ. Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.