Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. október 1970 TÍMINN Sebasfien Japrisot: Kona, bíll, gleraugu og byssa 15 ætti þá einhver að hafa ráðizt á þig? _ — Eg sagði aldrei, að einhver hefði ráðizt á onig. — Þú gafst það berlega í skvn, hreytti Baulu út úr sér. Hann hafði þokazt nær stúlk-j unni. Allt í einu varð Manuel ljóst, að hún þrengdi sér af mætti upp að stólbakinu. Hún var hrædd. Síðan sá hapn tvö tár eitla undan dökkum glerjunum. og þau sitruðu niður vangann. Hún virtist ekki eldri en tuttugu og fimm ára. Hið innra fann Manuel tvinnast saman æsing og kvíðni. Hann langaði einnig að koma nær henni, en hann þorði það ekki. — Taktu ofan gleraugun til að byrja mcð, sagði Baulu. Mér fell- ur ekkj að tala við fólk, ef ég sé ekki í því augun. Manuel hefði getað svarið fyrir, að hún gerði það, og máski fast- eignasalinn líka og jafnvel Baulu sjálfur, sem öfgaði í sér reiðina til að gagntaka áheyrendur. En stúlkan hlýddi umyrðalaust. I-Iún .gerðj það samstundis, eins og hún óttaðist, að þeir mundu neyða hana til þess með valdi. Manuel þótti engu líkara en hún hefði varpað af sér klæðum. Augu henn ar voru stór og dökk. og úr þeim las hann ugg og vanmætti, en glitti í tár við augnkrókana. Það fór ekki milli' mála. Af einhverri djöfuls ástæðu Var húií- fallegri svona og næstum nakin. Hinir tveir hlutu einnig að finna þelta, því að aftur ríkti löng þögn. Þá lyfti stúlkan bólg- innj hendinni og sýndi þeim hana án þess að mæla orð frá vörum. Manuel steig áfram eitt skref og bandaði Baulu til hliðar. — Hvað á nú þetta að msrk.ia. sagði hann. —Nei góða mín, þú ætlar þó ekki að halda því fram, að þú hafir fengið þessi meiðsii í skúrnum hjá mér. Höndin á þér var svona í morgun. Tæpast hafði hann sleppt orð- inu, en skaut upp kollinum þeirri hugmynd. að þetta virtist eintóm endaleysa. Hér voru óefað maðk- ar í mysunni, og hann hélt hann hefði séð í gegnum látalætin, en nú tók að rofa fyrir veilu, sem ruglaði öJiu samhengi. Ef hún ætlaði til dæmis að telja honum trú um, að hún hefði slasazt í skúrnum, og kría síðan út úr hon um peninga í stað þess að fara til lögreglunnar, hvers vegna í andskotanum var hún þá hérna í morgun með lemstraða höndina. —Það er ekki satt! Ilún hristi ákaft höfuðið og reyndi að standa á fætur. Baulu varð að hjálpa Manuel að halda henni f skefjum. Niður gegnum hálsmálið á jakkakjólnum sáu þeir, að hún var ekki j öðru innst klæða en hvítum, blúnduofnum brjóstahöldum og barmurinn var gulbrúnn. Hún róaðist smám sam an, og þeir viku eilítið frá stóln- um. Um leið og hún setti upp gleraugun, endurtók hún, að bað væri ekki satt. — Hvað? Hvað er ekki satt? Höndin á mér var ekki lemstr- uð í morgun. Ef hún hefði verið lemstruð, þá munduð þið ekki einu sinni hafa getað séð það, því að ég var í París. Ilún tafaði aftur með hljóm- lausri rödd, og vottaði fyrir lítils- virðingu í svip hennar. Þó fannst Manuel það vera öllu fremur til- gerðarhroki, eins ng hún reyndi að bæla niður ekka og halda kven legrj reisn. Hún gaumgæfði á sér vinstri höndina og bláleitt hrufl- ið við hnúana. — Þú varst ekki í París, mad- ame, saí>ði Manuel sefandi. —Þú getur ekki talið mér trú um það. Eg veit ekki, hvað þú hugsar þér að gora, en enginn hérna í ná- grenpinu mundi nokkurn tímann væna mig um lygi. Hún leit upp, en ekki á Man- uel. Hún horfði út um gluggann, þangað sem Minette var að dæla bensíni á lítinn vörubíl, —Ég gerði við afturljósin á Thunderbirdinum, sagði Manuel. — Ég gerði við þau í morgun. Þau höfðu farið úr sambandi. — Það er ekki satt. — Ég beitj ekki fyrir mig lyg- um. Hún hafði komið í dögun. Hann heyrði hana banka, þegar hann var að fá sér duftkaffj í eld húsinu. Hún hafði verið nákvæm- lega eins og hún var nuna. Hæg- lát í fasl og jafnframt óstyrk, al- búin að gráta út af engu og al- búin aö snúast til varnar, ef þör* krefði. Hann girti, náttjakkanp y, an í buxurnar og meðar. horfí-i hún á. hann gegnum dökk gfer- augun. — Fyrirgefðu. Ilvað viltu mikið, hafði hann sagt, af því að hann hélt hana vantaði bensín. Hún hafði svarað bví einu til, að áfturljósin væru biluð og hún mundi sækja bilinn eftir hálf- tíma. Hún hafði náð j sumarkápu úr framsætinu. hvíta sumarkápu, Síðan fór hún. —Þú villist á méir og einhverri annarri, áagðj stúlkan. — Ég var í París. — Á þessum bíl? sagði Manuel. Ég villist á þér og einhverri konu. sem var engin önnur en þú sjálf. — Þú getur ruglazt bilum. — Þegar ég hef gert við ann- an þeirra? Nei. það gæti aldrei komið fyrir. Ekkj einu sinni, þó að bílarnir væru nauðalíkir. Þú villist á Mar.uel oa einhverjum öðrum madame. Ég skipti meira að segja um skrúfur í festingun- um, og ef þú lítur á þær, sérðu sta-ax, að það eru skrúfur frá Manuel. Hann vatt sér að dyrunum, en Baulu þreif í hann og stöðvaði hann. — Þú hlýtur að hafa skrifað eitthvað hjá þér maður. — Ég hef engan tíma til þess i að standa j bókhaldi, sagði Man-| uel. og þar sem hann viidi hafa j alit á hreinu. bættj hann við til skýringar: — Það er sosum óþaríi að þegja yfir því. Ég hef ekki hugs að méir að telja fram tvö þúsund franka, svo að Ferrantc geti læst í þá klónum. — Ferranlc var skattheimt«- stjóri. Hann bjó í þorpinu og drakk með þeim kvöldhressingu á kránni. Manuel hefði ekkj hikað við að segja þetta í návist hans. — En ég fékk henni kvittun. — Reikning? —Eitthvað í þá áttina, já. Pappírsblað með stimpli og undir skrift. Ég reif það úr vasablokk- inni. Stúlkan horfði til skiptis á Baulu og Manuel. Hún greipaði bólgna höndina. Máski fcenndi hún til. Það var erfitt að ráða í hugsanir hennar bak við gler- augun. — En hvað sem því líður, sagði Manuel, þá hef ég vitni. — Ef hún ætlar að ota þér í klandur, sagði fasteignasalinn, er ekkert gagn i vitnisburði konu þinnar og dóttur. — Minnztu ekfci á dóttur mína í þessu sambandi. Ef bú heldur, að ég ætlj að blanda telpunni í ©AUGUÝSINGASTOiaN mouiu Yokohama snjóhjólbarðar Meff eða án nagla Fljót og góð þjónusta HJÓLBARÐAViÐGERÐIN GARÐAHREPPI er miSvikudagur 14. okt. — Kalixtusmessa Tungl • hásuðri kl. 0.27. Árdegisháflæði í Rvík kl. 5.39, HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan í Borgarspítalan- uin er opin allan sólarbringinn. Aðeins móltaka slasaðra. Sími 81212. Kópavogs Apó'lck og Keflavíkur Apótek eru opin virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—14, helgidaga k*’. 13—15. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog, sími 11100. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði, sími 51336. Almemiar upplýsingar um lækna- þjónustu i borginni eru gefnar í símsvara Læknafélgs Reykjavík- ur, sími 18888. Fæðingarheimilið i Kópavogi, Hlíðarvegi 40, sími 42644. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar- - stöðinni, þar sem Slysavarðsst f- an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. Simi 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá k,\ 9—7, á laug- ardögum kl. 9—2 og á sunnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl. 2—4. Kvöld- og helgidagavörzlu apóteka í Rcykjavík, vikuna 10. til 16. okl., annast Vesturbæjar apótek og Háaleitisapótek. Næturvörzlu í Keflavík 14. okt. annast Guðjón Klemenzson. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell væntanlegt til Svend- borgar á morgun, fer þaðan ti! Rostock, Rotterdam of Hufl. Jökui- fell væntanlegt til Sauðárkroks á morgun. Disarfel! væntanlegt til Austfjarða á morgun. LitJafell er í Rvík. Helgafcll losar á Norður- !andshöfnum. Stapafell væntan- legt ti’ Rotterdam á morgun. Mæli- fell losar í Hollandi. Coo! Girl fer vænlanlega frá Grimsby í dag ti! Bremerhaven. G.'acia fór 11. þ.m. frá Hofsósi til Gloucester. Keppo !estar á Norðurlandshöfnum. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Miliilandaflug. Gu.’lfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í morgun og er væntanlegur aftur til Keflavík- ur k!. 18:15 i kvöld. Gullfaxi fer ti; Oslo og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í fyrramál- i«. Fokker Friendship vél félagsins fer til Vága, Bergen og Kaup- mannahafnar kl. 12:00 í dag. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir) til Vestmanna- eyja, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Húsavíkur, Egilsstaða og Sauðár- króks. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) ti; Vest- mannaeyja (2 fei'ðir) til ísafjarð- ar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar ofe Egilsstaða. Loftleiðir h.f.: Snorri Þorfinnsson er væntanleg- ur frá New York kl. 0730. Fer til Luxemborgar k'. 0815. Er væntan- ,'egur til baka kl. 1630. Fer til NY kl. 1715. Eiríkur rau.ði er væntanlegur frá NY kl. 0900. Fer til Luxemborgar ki. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 0045. Fer til NY kl. 0130. ORÐSENDING__________________ Mænusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram ! Heilsu venjdarstöð Reykjavikur, á mánudögum kl. 17.—18. Inngangur frá Barónsstís yfir brúna. W<—i ti’. ' Sievri ardaufum börmim fást á eftirtöld um stöðum: Ðomus M?djca. Verzl Egill Jacobseu, Hárgreið lustof’ irbs jar H'wrnleysingjaskólanum. HevTnarh.iálp Insólfsstræti 16 Minmngarspjöld irukknaðra fré Olafsvík fást á efrirtöldum stöð um. Töskubúðinm Skólavörðu-' : Bökab'iðinn) Vedu Digranesvegi Kópavogi Bókabi ðinni Alfheimum 6 i)” a Olafsfirði FÉLAGSLÍF Orlofskonur Kópavogi. Myndakvöldið verður fimmtudag- inn 15. okt. kl. 8,30 í félagsheim- ilinu 2. hæð. Kvenfélag Hallgríinskirkju. Fundur fimmtudaginn 15. októ- ber k!. 8.30 í Félagsheimilinu. Rætt vetrarstarfið. Egill Sigurðs son sýnir myndir frá fögrum stöðum innanlands. Dr. Jakob Jóns son segir frá starfi norrænna sjúkrahúspresta. Kaffiveitingar. Nýir félagar ve.'komnir. Kvenfélag Ásprestakalls. Fyrsti íundur ic!agsins á þessum vetri verður miðvikudagskvöld 14. október í Ásheimifinu Hólsvegi 17, k!. 8. 1. Rætt verður um vets'arstari' i'ð. 2. Frú Margrét Jakobsdóttir handavinnukennari sýnir ýmsa handavinnu, sem hún mun kenna á vegum félagsins á væntanlegu námskeiði. 3. Sýndar myndir frá safnaðarferð 'il Vestfjarða á s.L sumri. Kaffi. Nýjir félagar vcl- komnir. Stjórnin. Kvenfclag Óháða safnaðarins. sýnikennsla i blómaskreytingu a fimnitudagskvöld 15. b.m. kl. 8.30. Takið ,með ykkur gesti. Kaffiveit- ingar. GENGISSKRÁNING Nr. 115 — 1. október 1970 i Sandai dollai 87,90 88,10 1 Sterlingspund 209,70 210,20 1 Kanadadollar 86,30 86.50 100 Danskai fcr. ia71,80 1474,46 100 Norskai fci ■ 1.230,60 1.233,40 100 Sænskar kr. 1.691,30 1.695,16 aOC Flnnsk Dörk 2.109,42 2414,20 iOö Fransfclr fr 1.592,90 L596.50 !O0 8ets franfcai 17740 177.60 Í00 Svlssn. f>r. 2.031,30 2.035,96 i0O GyUlru 2.44240 2.447.60 100 V.-þýzk mörk 2.418,58 2.424,00 100 Lírur 14,10 14,14 KX, Austun scft 540,57 541,35 100 Escudos 307,25 307,95 100 Pesetai wjn 126 J55 ioo Retfcnlngsfcrömu — Vöruskln’alönd 99.86 1004« i RetkningsdoUai VörusldptaJðno 87,90 8840 i Retkningspuno — Vörusklptalömi 210,95 211,45 MJF * ■ E 1 'b |v — gg| nrossgaia i $' I , » t Nr. 645 W * i r Lóðrétt: 1) Fljót 2) Eins 3) Fitl 4) Fiska 6) Fugdnn 8) \u H'D Blása 10) Skakkt 12) Há 15) Siða 18) Slagur. * /L Ráðning á krossgátu no. 644: K n T — Lárétt: 1) Banana 5) Sló 7) Of 9) Snar 11) Kór 13) Inu i i 14) Kram 16) NN 17) Sleit 19) Ósigra. Kall Lóðrétt: 1) Blokka 2) NS 3) úkju- Nóni 6) Trunta S) igj Fór 10) Annir 12) Rass 15) MLI 18) Eg. Lárétt: 1) Dimmar 5) Reik 7) 9) Hálfræktuð svæði 11) Sr dýr 13) Kraítur 14) Stelpa Eins 17) Tjón 19) Snarhalli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.