Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.10.1970, Blaðsíða 9
MTÐVTKUDAGUR 14. október 1970 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN i lrramlk'væmdastjóri: Kristján Benectiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjáesson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- slkrifistofur í Edduhúsiniu, símair 18300—18306. Skrifstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasímj 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innaeilands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: Nýju friðartillögurnar mælast vel fyrir í Bandaríkjunum Dómur fjárlaganna um efnahagsstefnuna Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1971 ber glögg einkenni þeirrar dýrtíðarstefnu, sem fylgt hefur verið af núver- andi ríkisstjórn og náði hámarki sínu í gengisfellingun- um 1967 og 1968. Þær gengisfellingar voru svo miklar og fjarri öllum raunveruleika, að fyrr en síðar hlutu þær að leiða til stórfelldra kauphækkana og tilheyrandi verð- hækkana í kjölfar þeirra. Afleiðingarnar hafa komið áberandi í ljós á þessu ári og leiða m.a. til þess, að gjaldabálkur fjárlagafrumvarpsins fyrir 1971 er þegar áætlaður 23% hærri en á fjárlögum þessa árs. Þó eru hvergi nærri öll kurl enn til grafar komin, og mun hækkunin sennilega verða milli 25—30% áður en fjár- lagaafgreiðslunni lýkur. Öll hin gífurlega hækkun á útgjöldum fjárlagafrum- varpsins rekur rætur sínar til dýrtíðarinnar, sem geng- isfellingarnar 1967 og 1968 hleyptu af stokkunum og þó einkum síðari gengisfellingin Afleiðingar hennar má glöggt ráða af því, að á fjárlögum ársins 1968 voru út- gjöldin áætluð 6.140 millj., á fjárlögum ársins 1969 7.000 millj., á fjárlögum ársins 1970 8.187 millj. kr. og á fjárlagafrumvarpinu nú 10.040 millj. kr., og vantar þar þo enn ýmsa útgjaldaliði, eins og áður er vikið að. Þannig heldur skriðan áfram, sem hófst með hinum gífurlegu gengisfellingum 1967 og 1968 Ekkert sannar betur en þessar tölur fjárlaganna, að sú efnahagsstefna, sem hefur verið mótuð af þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Jóhannesi Nordal, og stjórnarflokkarnir hafa fylgt í blindni, er ekki fær lengur. Hún endar með því að krónan verður að engu, líkt og þýzka markið eftir fyrri heimsstyrjöldina, með öllum þeim örðugleik- um fyrir atvinnuvegina, launafólkið og sparifjáreigend- urna, sem því munu fylgja. Henni gæti vel lokið með glötun hins efnalega sjálfstæðis. Hér verður að hefja viðnám, En það viðnám verður ekki létt verk, eins og komið er. Framsóknarmenn hafa jafnan sagt, að viðnámið yrði því örðugra, sem lengra væri komið á verðbólgubrautinni. Þeir hafa aldrei boðað, að hægt væri að leysa vandann með einu pennastriki, eins og þeir, sem hafa trúað á gengisfellingarnar. Þeir hafa aldrei boðað, að hægt væri að leysa vandann með einhvers konar verðstöðvun í nokkrar vikur eða mánuði, sem gæti gert ástandið enn verra, þegar upp væri stað- ið, líkt og átti sér stað 1967. Hér þurfa að koma til margvíslegar, samverkandi ráðstafanir, sumar smávægi- legar við fyrstu sýn. En fyrst og fremst er það þó efling sjálfra atvinnuveganna, sem máli skiptir, aukin stjórn- un og hagræðing í rekstri þeirra. En þjóðin má ekki láta blekkja sig til að trúa, að þetta verði gert með skyndiráðstöfun, sem aðeins gildi.fram yfir næstu kosn- ingar. Þetta verður ekki gert nema með markvissu starfi í lengri tíma. Slíkt er öngþveitið oítir „viðreisnina“ orðið. Hörpudr^aveiðar Fyrir nokkm eru hafnar veiðar á hörpudiski á Breiða- firði með góðum árangri. Hins vegar óttast kunnugir að hrátt geti orðið um ofveiði að ræða, því að hörpudisk- urinn þarf nokkurn tíma til að vaxa. Stjórnvöld verða að sinna þessum aðvörunum og gera ráðstafanir til að tak- marka veiðina, ef nauðsynlegt þykir. Eðlilegt virðist, ef til skömmtunar kemur, að þeir gangi fyrir, sem búa við Breiðafjörð. Þ.Þ. | Margir andstæðingar Nixons hafa lýst fylgi sínu við þær Nixon forseti leggja a.la óviní aö jöfnu og HINN óendanlegi harmleik- ur í Víetnam stafar afS nokkru leyti af þvi, að mennirnir, sem stjórna styrjaldarrekstrinum, vita of lítiS hvorir um aöra eða þjóðina, sem við er að eiga. Valdhafarnir í Washington á- Tyktuðu söguiega og sálfræði- lega rangt um innfædda menn í Víetnám árum sam-an. Þetta heíir kostað Bandaríkjamenn meira en 40 þúsund mannslíf og nokkuð á annað hundrað milljanða dollara. Nú virðist svo sem ráðamenn í Hanoi og hjá Vietcong álykti rangt um nýjustu friðartiflögur Nixons forseta og skapgerð bandarísku þjóðarinnar. Kommúnistar í Vietnam hafa ireyst á, að bandarískir and- stæðingar styrjaldarinnar tryggðu þeim þá stjórnmála- lausn, sem þeir hafa verið og eru að berjast fyrir. Þrátt fyrir þetta vildu þeir ekki bíða einn sólarhring eftir a® í Ijós kæmu viðbrögð bandarísku þjóðarinn- ar við friðartillögum forsetans, hefdur höfnuðu þeim umdir eins og afdráttarlaust á samninga- ráðstefnunmi í París. „Þeir falla örar en við“, segja kommún-.,, istarnir í Vietnam, en þetta er ekkert annað en „fávísleg kok- hreysti". VERA má, að þessi skjóta af- neitun hafi þótt hentug og ef tií vill eigi aið taka hana ál emdurskoðunar, en hún hefir greini.’ega breytt skoðunum margra Bandaríkjiamanna á því, hverjum sé að kenna hið lát- lausa þrátefli í friðarviðræð- unum í París og hvor aðilinn það sé, sem nú krefjist skilyrð- islausrar uppgjafiar. Flestir þeirra stjórnmála- manna, fréttamanna og frétta- skýrenda, sem hafa gagnrýnt Nixon forseta fyrir a® feggja ekki fram sanngjanmar og skýr- ar tillögur til a® ganga út frá ■ friðarviðræðunuim, era hrifn- ir af nýju tillögunum og hafa nú snúizt á sveif með forset- anum. Mönnum er ljóst, að vel hent- ar í stjórnmálum að fara fram á vopnah.'é fyrir þingkosningar, og bjóðast til að semja um brottflutning alls hers Banda- ríkjamanna frá Vietnam. Þeim er einnig ljóst, að ráSagerðir forsetans valda valdhöfunum i Hanoi og Saigon margvíslegum erfiðJeikum og efalaust verði margra mánaða verk, ef ekki ár, að ganga frá samningum um þau atriði. En hinu verður ekki neitað, að andstæðingum forsetans geðjaðist meira að segja vel að ræðu hans og töldu tillöguraar, sem hann bar fram, heppilegan grundvöll friðar- viðræðna og hin eindregna and- staða Hanoi-mainna olS þeim vonbrigðum. EFALAUST er það margt, sem veldur þvl, hve svör Hanoi- •nanna voru andsnúin og jafn- vel háðsleg. Þeir hafa afar engi barizt gegn erlendum inn- rásarherjum, hættir tii að '•eiga-bágt -með að trúa þyí,. vegna reynslu sinnar í viður- eigninni við Kínverja, Frakka, Japani og Breta, að boð Banda- ríkjamannia um samninga og brottför sé af einlægni gert, jafn miklum afla og þeir hafa beitt í baráttunni og jafn mikl- ar fórnir og þeir hafa fært. Friðartillögur forsetans h.’jóta einnig að valda Hanoi- mönnum og Vietcong margvís- legum framkvæmdaerfiðleik- um. Herafli í skæruhernaði er dreifiður um mjög víðáttumikið svæði og stafar stöðug ógn af íbúum í nágrenni sínu. Hvern- ig ætti að halda slíkum her saman um óákveðinn tíma, án þess að, koma til hans nýjum birgðum? Hvernig á að fara að þvi, að stamda vi® tilboð Nixons for- seta um heiðarlega stjórnmála lausn, sem „sýni rétt hlutföll stjórnmálaaflanna í landinu", meðan ríkisstjórn þeirra Thieus og Kys situr að vö.’dum í Sai- gon? SÝNILEGA verður að fá fjöl mörgum spurningum svarað áð- ur en hinir sameiginlegu, nýju forustumenn Hanoi-stjórnarinn- ar og Frelsishreyfingar komm- únista geta tekið jákvæða af- stöðu. En hitt er þó jafn ljóst, að þeir virðast alveg sniðganga hina jákvæðu hlið á tilboði for- setans og ekki gera sér grein fyrir þeim breytingum, sem það veldur á viðhorfi Banda- risku þjóðarinnar. Nixon forseti virtist .’engi vel vera þeirrar skoðunar, að föst herstöð Bandaríkjamanna í Vietnam væri óhjákvæmileg nauðsyn til þess að tryggja ör- yggi á Kyrrahafi. Flotastöð Breta í Singapore er senn horf- in Aköf barátta er háð til að losna við herstöðvar Banda- ríkjamanna i Japan, á Okinawa og jafnveí á Filippseyjum, og Hong Kong hverfur aftur undir yfirráð Kína í lok a.’darinnar. Fast hefir því veri® lagt að Nixon forseta að ganga á þan.n veg frá samkomulagi í Viet- nam, að eftir verði haldið að minnsta kosti 50 þúsundum bandarískra hermanna í land- inu að styrjöldinni afstaðinni, komið verði upp bandarísku Gíbraltar-vígi við Camranh- flóa og flotastöð norðar, við Danang. ÞRÁTT fyrir þetta hefir for- setinn nú boðið samninga um brottflutning alls herafla Banda ríkjamanna frá Vietnam, og boðizt til að fallast á ríkisstjórn í Vietnam, sem mynduð sé af fu.’Itrúum allra stjórnmálaafla í landinu, en það venður því aðeins gert, að um sé að ræða samsteypustjórn, sem kommún- istar séu þátttakendur í. Þegar slíkum tilboðum er hafnað sama sólarhringinn og þau eru boðin fram og því á- orkað um lei®, að mikill hluti af andstæðingum styrja.’darinn- ar í Bandaríkjunum snýst á sveif með forsetanum, er u;n að ræða ofdirfsku, bæði í stjórn málum og hermálum. Slík of- dirfska getur varla stafað af öðru en því, að valdhafarnir í Hanoi hafi gert sér alrangar hugmyndir, bæði um forsetann sem mann og sálræn viðbrögð bandarísku þjóðarinnar. Ef haldið verður áfram að hafna 11.13061 forsetans, eru miklar líkur á því, að styrjöld- inni verði haldi® áfram eins og ekkert hafi í skorizt, Bandar.- menn haldi áfram að hafa her- sveitir á Austur-Indlandsskag- anum og valdhafarnir haíi al- menningsá.’itið heima fyrir á bak við sig í því efni. Vietnam- ar hafa einmitt barizt fyrir því í meira en þúsund ár, að losna við allt erlent herlið úr landi sínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.