Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 8
■ < t ■ 8 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FÖSTUI>AGUR 16. október 193« ísland mætir Frakklandi í undankeppni OL í knattspyrnu ¥on íslands um að komast áfram í keppninni veik - Rússland með sína „áhiigamenn“ sigurstranglegast Klp-Reykjavík. í gær var dregið um hvaða mætast í undankeppni Olympíuleikana í knatt- spyrnu, og dróst ísland á móti Frakklandi og leikur í riðli nr. 1 í Evrópu. Met þátttaka er í undankeppni, en 84 þjóSir taka þátt í iienni að þessn sinni. 20 frá Afríku. 17 frá Asín, 24 frá Evrópu, 13 frá Norð ur-Ameríku og 10 frá Suður- Ameríku. í úrslilakeppnina í Miinchen 1972 fara 3 lið frá Afriku, 2 frá N-Ameríku, 2 frá S-Ameríku, 3 frá Asíu og 4 frá Evrópu, en að auki Ungver.ialand, sem sigraði í síðustu keppni og Vestur-Þýzka land, sem sér um keppnina. f Evrópu verður leikið i 11 riðlum, og er ísland í riðli nr. 1 ásamt Frakklandi. Að keppn- inni í riðlunum lokinnl mynda sigurvegararnir í hverjum þrem riðlum annan riðil, og komast sig tirvegararnir úr þeirri keppni i loka'keppnina í Múnchen. Takist fslandi að sigra Frakk- land þýðir það að það lendir í riðli með sigurvegurunum i riðli nr. 2 og 3, en þá skipa Rússland — Holland og Luxemþorg — Aust urríki. Segja mó að útlitið með að kom ast áfram í keppninni sé ekki beint gott fyrir okkur, en þó get- ur allt skeð i kpattspyrnu, eins og menn vita. Það verður erfiður róður áð sigra Frakkland, sem við höfum leikið við tvisvar á rúmu ári og tapað báðum leikjunum. Fyrri leiknum, sem fram fór í París s.l. haust 2:3 og hér á Laugar- dalsvellinum í júní í sumar 0:1 Ef það hefst af að sigra þá í báðum leikjunum, má telja nokk uð öruggt að næstu leikir verði við Rússland og Austurríki, sem ættu að sigra örugglega í sínum riðlum, en þá fer að grána gam- anið, því Rússar með sína ,,áhuga menn“ eru langt fyrir ofan okkar klassa, og sama má einnig segja um Austurríki. Atvinnumönnum eða þeir, sem FmaimihiaiM á bis. 11 \ Yngsta knattspyrnufélagið Yngsta knattspymufélag höfuð- borgarinnar er hið gamla og rót- grúna íþróttafélag ÍR, sem þar til í vor hafði ekki knattspyrnu á stefnuskrá sinni. f vor var félaginu úthlutað at- hafnasvæði í yngsta hverfinu, Breiðholti, og þar hafa nú í sum- ar allt að 100 drengir æft knatt- spyrnu á vegum þess. ÍR tók ekki þátt í neinu opin- beru móti,. en lék nokkra æfinga- léiki við önnur félö.g og lofuðu þeir góðu utn framtíðina bja ÍR, sem knattspyrnufélagi. Þessar myndir eru af a og b- liði 5. flokks og er a-liðið á mynd inai fyrir ofan en b-liðið hér til vinstri. Með þeim á myndunum eru Sveinn Gunnarsson þjálfari; Sveinn Scheving, formaður deild arinnar, og Rúnar Steindórsson, aðalfrumkvöðullinn að stofnun deiidarinnar. KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI RAFMAGNSVORUR: FRIGOR-frystikistur SIERA-ísskápar PYE-sjónvörp og útvörp RADIONETTE-sjónvörp VEFNAÐARVÖRUR: Kjólaefra Kápuefni Leggingar, kögur, hnappar og allt til sauma RITFONG RITVÉLAR: Consul og Smith Corona Skólavörurnar nýkemnar — mikið úrval KAUPFÉLAG HUNVETNINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.