Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. október 1970 r i Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjámsson, Jón Helgason og Tómas Karissoin. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, símar 16300—18306. Skrifstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, lnnamlands — í iausasölu br. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. 8 punktar Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra stefnu ríkis- stjómar sinnar og kom fram eins og vænta mátti, að stefna ríkisstjómarinnar er óbreytt. Ólafur Jóhannesson, form. Framsóknarflokksins lýsti stefnu Framsóknarmanna og viðhorfi til þjóðmálanna. í örstuttu máli taldi Ólafur kjarnann 1 stefnu Fram- sóknarflokksins og þau helztu mál sem flokkurinn legði mesta áherzlu á nú, vera þessi: 1. Framsóknarmenn vilja láta eflingu atvinnulífs- ins ganga fyrir öðru. Þeir telja, að leggja beri áherzlu á að treysta grundvöll atvinnuveganna, auka hagræð- ingu í rekstri þeirra og byggja upp nýjar atvinnu- greinar. Fjárfestingu og framkvæmdir þarf að skipu- leggja með það fyrir augum. 2. Framsóknarmenn telja, að taka verði upp breytta stjórn á fjármálum ríkisins. Það þarf annars vegar að hamla gegn hinni sívaxandi útþenslu ríkisútgjalda. Hins vegar þarf að taka tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs til gagngerrar endurskoðunar og þá sérstaklega með það hvort tveggja fyrir augum, að álögurnar komi réttlátar niður en nú, og þær skili sér betur. 3. Það þarf að stefna að stöðugri verðlagsþróun og setja skorður við dýrtíðarvextinum. Það þarf að taka þau mál allt öðrum og betri tökum en gert hefur irerið. 4. í skóla- og menningarmálum þarf að leggja áherzlu á, að tryggja öllum, sem jafnasta og bezta aðstöðu til menntunar. Jafnframt þarf að endurskoða og endur- skipuleggja allt skólakerfið með tilliti til breyttra aðstæðna og nýrra þarfa. 5. Það þarf að stefna að því ákveðið og markvisst, að auka jafnvægi í byggð landsins með efnahagslegum, félagslegum, menningarlegum og stjórnsýslulegum ráðstöfunum. 6. Það þarf að leggja áherzlu á endurskoðun stjórn- sýslukerfisins og endurbætur í stjórnarfari. 7. Framsóknarmenn leggja áherzlu á, að ný og undan- bragðalaus sókn sé hafin í landhelgismálinu og stækk- un iandhelginnar. 8. Þörf er nú þegar stórra átaka í heilbrigðismálum, vegamálum, raforkumálum og tryggingamálum. Ólafur gerði svo í ræðu sinni grein fyrir því í ein- stökum atriðum, hvernig Framsóknarmenn vilja að þess- um málum standa. Verðstöðvun Um verðstöðvun sagði Ólafur, að hún yrði að vera byggð á réttum grunni. Það hafi sú verðstöðvun, sem gripið hefði verið til fyrir kosningamar 1967 ekki verið. Hún var byggð á víxlum, sem áttu að falla eftir kosn- ingar. Þeir féllu á þjóðina og íslenzka krónan féll líka í nóvember. Það væri einkennileg tilviljun að gripið skyldi til verðstöðvunar rétt fyrir kosningar. Það var ástæða til að grípa til hennar í sumar og koma í veg fyrir að öll áhrif kauphækkunarinnar færu út í verðlagið, þótt auðvitað hefði ekki verið hjá því komizt að bændur fengju sambærilegar kjarabætur og aðrar stéttir með einhverjum hætti. Verðstöðvun getur verið nauðsynlegt tæki til að stöðva sig í dýrtíðarflóðinu í bili, en hún rennur út í sandinn og getur jafnvel hefnt sín, ef hún er ekki byggð á réttum grunni, og ekkert er gert til að ganga í rætur þeirra meinsemda, sem mestu hafa um verðbólguþróunina síðasta áratug ráðið — TK TÍMINN ERLENT YFIRLIT Byltingarnar í Bolivíu geta haft mikil áhrif í Suður-Ameríku Bylting hægri manna leiddi til gagnbyltingar vinstri manna FLEST bendir til þess, að misheppnuð bylting, sem hægri menn í Bólivíu höfðu undirbú- ið með vitund bandarísku leyni þjóaustunnar, muni verða til þess, að Bólivía fái mjög rót- tæka vinstri sinnaða stjórn, sem skipi Bólivíu við hlið Perú og Chile í acidstöðu gegn hinni bandarísku drottn- unarstefnu i Suður-Ameríku. Bólivia er harðbýlasta og fá- Itækasta land Suður-Ameríku. Alþýðumenning er hvergi á lægra stigi. Milli 69—70% fbú- anna eru taldir ólæsir. Um 70% fbúanna, aðallega Indíán- ar, stunda landbúnað, og búa við hin frumstæðustu kjðr. Tekjur á mann í Bólivíu eru taldar um 120 dollarar á ári. Landið hefur talsverða námu- vinnslu. Þekktastar eru tin- námurnar, eh í Bólivíu er unn ið um 12% alls tins, sem er framleitt í heimimim. Kjör tin- námumanna hafa löngum þótt hin verstu, og leiddu þau til uppreisnair verkamanna 1962. Herian beið þá ósigur og komst tii valda róttæk stjórn, sem þjóðnýtti helzíu tinnámurnar. Um líkt leyti féll tin á heims- markaðinum og gekk rekstur- inn því iila um skeið, en hefur farið batnandi á síðari árum. Verkamenn hafa löngum átt í deilum við hin ríkisreknu fyr- irtæki, þótt kj6r þeirra hafi mjög batnað frá því, sem áður var. Annar námurekstur er að mesfcu í höndum erlendra auð- félaga, en auk tinsins, eru unn- in ýms verðmæt efni úr jörðu, m.a. olía. Bólivía er á hásléttu, sem liggur milli hæstu fjallgarða Andesfjallanna. Landið er um 424 þús. fermílur að flatarmáli og hefur um 4.5 millj. ífoúa. Helmingur þeirra er Indíánar, en um 15% hvítir menn, en hinir eru blandaðir. Frægt er, að höfuðborgin þar, La Paz, er í 12000 feta hæð yfir sjávar- máli. BYLTENGAR hafa löagum verið tíðar í Bolivíu. Rétt 145 ár eru síðan Bólivía fékk sjálf- stæði, en byltingar þar hafa orðið nokkru fleiri. Che Gue- vara ályktaði af því og mörgu öðru, að Bólivía væri það ríki á meginlandi Suður-Ameríku, þar sem auðveldast væri að gera byltingu. Tilraun hans mis- heppnaðist, eins og frægt er orðið, en atburðir síðusfcu viku bendir þó á ýmsan hátt til þess, að ályktun hans hafi ver- ið rétt. Forsaga þessara atburða er í höfuðatriðum þessi: Fyrir rúmu ári gerði Alfredo Ovando hershöfðingi byltingu í Bóli- víu og gerði sjálfan sig að for- seta. Ovando hafði verið talinn hægri sinnaður, en naut stuðn- ings /instri manna, og báru fyrsti stjórnarathafnir hans greinilegan vott þess. Hann þjóðnýtti eitt stærsta erlenda námufyrirtækið, Gulf Oil Com- pany, sem Bandaríkjamem áttu, en eignir þess hafa verið metnar á 150 millj. dollara. Hann veitti bæði verkalýðsfél- ögunum og samtökum stúdenta aukið frjálsræði. Þá tók hann upp stjórnmálasamband við Sovétríkin og fleiri ríki Aust- ur-Evrópu, en ekki við Kúbu. Hægri menn í hernum höfðu í hótunum við Ovando, ef haun héldi þessari stefnu áfram, og vafalaust hafa Bandaríkin og aðvarað hann. Síðustu mánuð- ina fengu stjórnarathafnir hans líka vaxandi hægri svip, og þó einkum þegar hann vísaði fimm prestum úr landi fyrir samstarf við byltingarmenn. Róttækir stúdeutar svöruðu með því að taka fjóra lögregluþjóna sem gísla. Bæði samtök stúdenta og verkamanna tóku að láta meira á sér bera og virtust njóta verndar verkalýðsmálaráð- herrans, Samuels Gallardos, hershöfðingja, sem ýmsir töldu hinn sterka mann stjórnarinn- ar. Hægri menn fóru að óttast, að hin róttæku öíl kynnu brátt að láta til skarar skríða. Því gerðist það i byrjun síðustu vikra, að leiðtogi þeirra, Ro- gelio Miranda hershöfðingi, ákvað að gera byltingu og mun leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa verið kuanugt um áform hans. f fyrstu virtist, að bylt- iug hans hefði heppnazt. Ovando forseti sagði af sér og ráð þriggja hershöfðingja tók sér vald forsetans'. En völd þess stóða ekki nema í tvo Framhald á ois 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.