Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 11
I ' r I fÖSTHDAGUR 16. október 1970 TÍMINN 11 íþróttir Framhald af bls. 9 í vetur, en þar er hann einnig leikmaður, en með KR. Einar hefur náð mjög góðum árangri, sem þjálfari bæði hjá Þór frá Akureyri í 1. deild. en þó sérstaklega sd. vetur er hann þjálfaði alla yngri flokka KR. Stjórnaði 3 af 4 þeirtra til sigurs í íslandsmótinu. Skarphéðinn hefur nokkra sérstöðu með æfinger, því af 24 tmönnum ,sem æfa með liðinu eru 9 þeirra í Reykjavík, 8 á Laugarvatni og 7 á Selfossi, en þetta þýðir að liðið verður að æfa á þrem stöðum á landinu, og er það enginn smá aukakostn- aður, sem félagið verður að leggja í (til að ná samæfingu með liðið, en sé samæfing mikilvæg í nokkurri fþrótt er hún í körfu- knattleik, þar sem enginn árang- ur naest nema með þrælæfðum kerfum bæði í vörn og sókn. íþróttir Framhald af bls. 8 leikið hafa með atvinnumannalið um er bannað að taka þátt í olympíuleikjum í knattspyrnu, en aJlir vita hvar Rússar og og áðr- ar Austur-Evrópuþjóðir standa í því, enda telja sérfræðingar að þær þjóðir sem komast í loka- keivpnina verði allar frá „aust- ur blokkinni" og Rússland þar númer eitL Erlent yfirlit Framhald af bls. 7 daga. Vinstri menn hófu gagci- byltingu undir forustu Juan Jose Torres hershöfðingja og unnu fullan sigur. Það átti enik I inn þátt í þessum úrslitum, að \ verkaiýðshreyfingin og samtök,’ stúdenta söfnuðu liði til ao | styrkja Torres, og síðan gekk flugherinn alveg í lið með hon- um. Samtök stúdenta og verka- manna höfðu sig mjög í frammi meðan á þessu stóð og tóku t.d. eignarnámi helztu dag blöðin í höfuðborginni og haía annazt útgáfu þeirra síðan. Þau tóku og lögreglustjórnina: í höfuðborginni í sínar hendur. j New York Times segir, að; gagnbylting Torres hafi komið; utanríkisráðuneytinu í Was- j hington mjög á óvart, en það j hafi hins vegar haft vitneskju i um, að bylting hershöfðingja, ’ þ.e. Mlranda og félaga hans, | stæði fyrir dyrum, Aðrar frétt ir segja, að það hafi verið verk Gallardos, hve fljótt verka- menn og stúdentar brugðust við, og það hafi raunar ráðið úrslitum. JUAN JOSE TORRES, sem hefur nú hlotið viðurkenningu sem forseti Bólivíu, er fimm- tugur að aldri, Indíáni að ætt- emi. Hann hefur haft það orð j á sér að vera metnaðargjam j og tækifærissinnaður. Hann i var um skeið í útlegð, en síðan sendiherra Bólivíu í Uruguay,! og loks yfirmaður landhersins. Síðari misserin hefur hann haft vaxandi samvinnu við ýmsa leiðtoga vinstri manna og varð það til þess, að Ovando vék honum úr stöðu sinni fyr- ir skömmu að kröfu hægri manna. Torres segir, að stjórn sín byggist á stuðningi verka- manna, bænda, stúdenta og hersins. Stjóm hans ber merki um, að hann hefur reynt að þræða bil beggja milli þessara afla. Þrír ráðheranna eru sagð- ir vel séðir af hægri mönnum í hernum, eða utanríkisráðherr ann, iðnaðarmálaráðherrann og fjármálaráðherrann. Hins veg- ar eru innanrikisráðherrann, sem fer með lögregumál og dómsmál, og verkalýðsmála- ráðherrann nánir samherjar Gallardos, sem ekki munu hafa kært sig um ráðherratign að sinni. Stefnuyfirlýsing Torres ber með sér, að stjórn hans muni verða mjög vinstri sinn- uð. Hann heitir því að þjóð- nýta allar peningastofnanir og erlend fyrirtæki, en hið síðar- nefnda verði þó gert í áföng- um. Hann segir, að Bólivía vilja hafa stjórnmálasamband við öli ríki og hún muni styðja aðild kínverska alþýðulýðveld- isins að Sameinuðu þjóðunum. Hins vegar lofar hann því, að allir samningar við erlenda að- j ila verði haldnir, þar á meðal samningur, sem Ovando gerði ■ nýlega við Gulf Oil Company um að greiða því 78 milljón dollara í skaðabætur. Af hálfu Bandaríkjastjórnar hefur lítið verið sagt um þessa síðustu stjórnmálaatburði í Bólivíu. Margt bendir til, að Nixon hy.ggist sýna gætni í samskiptum við hinar nýju vinstri sinnuðu stjórn þar, þótt hann hefði kosið, að mál- in þróuðust á aðra leið. Þ.Þ. k VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. stéttarsambands bænda, til þess að athuga og vinna a® ýmsum þeim verkefnum, sem miklu skipta landbúnað og þá jafn- framt almenna hagsmuni. Þar undir fellur athugun þess, hvort tiltækilegt sé að gera framleiðslu búvöru hagkvæm- ari og laga betur að þörfum neytenda, m. a. með því að stuðla að sérframleiðslu bú- vöru á vissum svæðum. Enn- fremur, hvort æskilegra væri að nota það fjármagn, sem varið er til niðurgreiðslu og utflutningsuppbóta með öðr- um hætti en nú er gert, þann- ig að það komi bændum og þjóðarheildinni að betri not- um. Sérstaklega sé athugað, hvort mögulegt sé að lækka fram- leiðslukostnsð á búvörum og gera verðlagningarkerfið ein- faldara. Hvort sú endurskoð- un, sem að framan greinir, kæmi á einn eða annan hátt til kasta þingsins nú að fjalla um, er ekki ljóst. Fyrir þingið hefur þegar verið lagt frv. til laga um eflingu Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins." — TK. Kvartið i Framhald af bls. 3. j takanna eru vinsamlega beðnir ( um að gera þáð á laugardögum j frá kl. 13.00 til 20.00. Á sama I tíma er einnig tekio á móti ábend i ingum frá neytendum í símum ! 21666 og 19722. Samtökin vilja skora á neytend- ur að nota kvörtunardaginn — laugardag — til að koma á frarn- færi ábendingum og kvörtunum sínum — og ekki aðra daga. Ég vil, ég vil Framhald aí bls. 2 meir snúið sér að sviðsetningu söngleikja og einnig sviðsetningu á alvarlegum verkefnum. Hefur hann m. a. stjórnað stórri upp- færslu á Hamlet í Óðinsvéum fyr- ir nokkru. Bidsted er ráðinn ball- ettmeistari Þjóðleikhússins í vet- ur. Ungur hljómsveitarstióri, Garð ar Cortes, stjórnar hljómsveit- inni í söngleiknum Ég vil, ég viT. Garðar leikur nú og syngur pilt- inn Indriða í pilti og stúlku, i Þjóðleikhúsinu. Engin skerðing Framhald af bls. 1 vita um afstöðu Alþýðusambands- ins til þessara mála, ekki sízt þar sem Jóhann hefði fjallað nokkuð um viðræðurnar í upphaflegri ræðu sinni. Eðvarð Sigurðsson tók til máls í framhaldi af þessu, og sagði, að það hefði verið samþykkt i mið- stjórn ASÍ, að birta ekki ályktun ina fyrr en hún hefði verið rædd á viðræðufundi, sem yrði á morg- un. Hann teldi eðlilegt, að af- staða miðstjórnar ASÍ yrði birt félagsmönnum verkalýðsfélaganna jafnhliða eða jafnvel fyrr en Al- þingi, þar sem þeir hefðu cneiri rétt til að vita hvað forystumenn þeirra væru að ,gera en aðrir. En þar sem nú væri búið að birta ályktunina á Alþingi, væri ekkert við þessu að gera. Hannibal tók til máls í þriðja sinn og varði enn brot sitt á sam- þykkt miðstjórnar ASÍ. Síðdegis í dag sendi ASÍ síðan ályktunina til fjö'miðla, og fer hún hér á eftir, en því næst svarbréf ríkisstjórnarinnar: „Á tveimur seinustu fundum miðstjórnar Alþýðusambands ís- lands hefur verið fjallað um við- ræður þær um efnahagsmál, sem að undanförnu hafa farið fram milli fulltrúa Alþýðusambandsins, atvinnurekenda og ríkisstjórnar- innar. Að umræðum loknum var svo- hljóðandi ályktun gerð á fundi miðstjórnar um málefnalegt fram hald þessara viðræðna: Enga skerðingu á kjara- samningum „Að fengnum upplýsingum, sem fram hafa komið í viðræðum full trúa Alþýðusambands íslands og ríkisstjórnarinnar um ástand og horfur í efnahagsmálum og hug- myndum, sem þar hefur verið hreyft af hálfu fulltrúa ríkis- stjórnarinnar — ályktar miðstjórn sambandsins eftirfaarndi: I. að ekki komi til greina nein skerðing á kjarasamningum verka- lýðsfélaganna og að það sé grund- vallarskilyrði fyrir hugsanlegu framhaldi viðræðna um efnahags- mál við ríkisstjórnina og vinnu- veitendur, að því sé lýst yfir, að ekki verði beitt lögþvingunum í einu eða neinu formi til að breyta kjarasamningum verkalýðssamtak anna og samtaka vinnuveitenda frá 10. júní s.l. og síðar, hvorki varðandi greiðslur verðlagsbóta á laun né í öðrum atriðum. Sex meginþættir ver8- stöðvunar n. Miðstjórnin er reiðubúin til að standa nú þegar að raunhæfum aðgerðum til verðstöðvunar með eftirgreindum hætti og eftir öðr- um leiðum, sem til greina koma og stefna að hemlun verðbólg- unnar: 1. að gildandi ákvæði i lögum um vald verðlagsnefndar og verðlagseftirlit verði ekki skert og að sameiginlegum meirihluta fulltrúa launþegasamtakanna og ríkisstjómarinnar í verðlagsnefnd verði beitt til strangs aðhalds varð andi þann hluta verðmyndunar- kerfisins, sem uefndin hefur vald •á og tii endurskoðunar á fyrri afgreiðslum nefndarinnar, sem orka mest tvímælis og ágreining- ur hefur verið um milli fulltrúa launþegasamtakanna og fulltrúa ríkisst j órnarinn ar. 2. að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að hindra allar verð- hækkanir, sem opinberir aðilar ráða úrslitum um og nokkur raun hæf tök eru á að koma í veg fyrir. 3. að allar lögbundnar launa- og verðviðmiðanir við launataxta verkalýðsfélaga verði afnumdir með nýrri löggjöf, þ.á.m. við kjör opinberra starfsmanna og verðlag landbúnaðarvara, enda hljóti þá þessar starfsstéttir fullan samn- ingsrétt, hliðstæðan þeim, sem verkalýðssamtökunum er tryggður með gildandi vinnulöggjöf. 4. að ýtrustu greiðslugetu ríkis- sjóðs, svo og því fé sem nú er varið til verðbóta á útfluttar land búnaðarafurðir, verði beitt til verðlækkunar á grundvallarnauð- synjum og til aukningar fjöl- skyldubóta. Verðlagningarkerfi landbúnaðarins og fyrirkomulag niðurgreiðslna verði hvort tveggja tekið til endurskoðunar í fullu samráði við bændastéttina og með sameiginlega hagsmuni þeirra og neytenda fyrir augum. 5. að skattar og útsvör af al- mennum launatekjum verði lækk- aðir og skattaeftirlit hert. 6. að fyllsta aðhalds í rekstri rfkisins og ríkisstofnana verði gætt í því augnamiði, að unnt verði að beita sem mestu fjár- magni og sem áhrifamestum að- gerðum í framangreindu skyni.“ Ýmis atriði utan marka viðræðnanna Bréf ríkisstjórnarinnar er svo- hljóðandi: „Ég hefi^ móttekið bréf Alþýðu sambands íslands dagsett 11. okt. s.l., ásamt ályktun miðstjórnar sambandsins, vegna viðræðna full trúa ASÍ við ríkisstjórnina um verðbólguvandamál vegna víxl- hækkana á kaupi og verðlagi, sbr. bréf ríkisstjórnarinnar til yðar, dags. 1. júlí s.l. Ríkisstjórnin metur mikils, að miðstjórn Alþýðusambandsins „er reiðubúin til að standa nú þegar að raunhæfum aðgerðum til verð- stöðvunar", eins og segir í álykt- uninni, með tilgreindum hætti og eftir öðrum leiðum, sem til greina koma og stefna að hemlun verðbólguþróunar. Benda verður á að ýms atriði ályktunarinnar verður að telja utan þeirra marka, sem viðræð- unum um verðbólguvandamálið voru settar og mundu tæpast snerta verðstöðvunarákvarðanir nú. Engu að síður mætti ræða þau mál sérstaklega. Ríkisstjórnin lítur á ályktun miðstjórnarinnar þannig, að um- ræðum þeim, sem stofnað var til milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar geti nú haldið áfram, en skiptast þurfi jafnframt á skoðunum um skilning tiltekinna atriða ályktunarinnar. Forsætisráð herra mun ræða við fulltrúa aðila um hentugra form viðræðnanna til jákvæðs árangurs. Jóhann Hafstein.“ Veljið yður í hag * Úrsmíði er okkar fag OMEGA Mvada ©liBÍll JUpina. pmtponr Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 22804 NÝ VERZLUN Höfum opnaS nýja verzlun að Strandgötu 28. Seljum þar byggingarvörur, verkfæri og veiðar- færi, búsáhöld og gjafavörur, alls konar heimilis- tæki og rafmagnsvörur, fatnað o.fl. — Allt á götuhæð. — Inngangur frá Strandgötu og einnig frá Fjarðargötu. — Næg bílastæði við Fjarðar- götu. — Reynið viðskiptin. Kf. Hafnfirðinga. Gluggastengur MÁLNING & JÁRNVÖRUR H.F. Laugavegi 23, símar 11295 og 12876.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.