Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. október 1970 TÍMINN Böðvar Steinþórsson: á ströntíinni mun þessa skips“ „Fdlkiö bíða Ofangreind fyrirsögn er tekin orðrétt úr Alþýðublaðinu, mánu- daginn 5. okt. sl., en verið er að rita um sjósetningu síðara strand- ferðaskips Skipaútgerðar ríkisins, sem SÚppstöðin á Akureyri hefur tekið að sér að byggja, en fyrir- sögnin muin vera fengin úr ræðu, er Ingólfur Jónsson, samgöngu- máiaráðherra, flutti af því tilefni. Af þeim blöðum úr Reykjavík, sem ég hef séð, og rætt hafa um sjósetningu þessa strandferða- skips, er ekki að sjá, að neitt blaðanna, að Alþýðub.'aðinu und- anski.'du, hafi talið rétt að verkja athygli á þessum orðum ráðherr- ans. Þar sem ég tei mig hafa að baki það langan starfstíma og reynslu við störf á strandferða- skipum, þarf ekkert að vera und- arlegt, þó að ég veiti þessum orð- um og þessari fyrirsögn athygli öðru fremur. Ég tel mig hafa á- stæðu til að ætla, að fólkið á ströndinni bíði frekar og voni eftir öðru skipi en þessu, því hið sanna er, að afturför hefur orðið varð- andi strandferðaþjónustuna. Mig furðar einna mest, að Al- þýðub.'aði'ð skuli verða til að setja þetta mál þannig fram. Alþýðu- biaðið ætti að þekkja viðleitni þingmanna og ráðherra Alþýðu- flokksins á árum áður til efl- ingar þessari þjónustu og þann skilning á þörf og nau'ðsyn henn- ar, sem nú kemur ekki fram og virðist að ritstjórn þess muni ekki hafa neina þekkingu á. Al- þýðublaðið ætti að fá upplýsingar hjá Emil Jónssyni, ráðherra, um þessi má’, svo sem frá samgöngu- málaráðherratíð hans á árinu 1945, þegar að tilhlutan hans var lagt fram á Alþingi 5. nóv. 1945 frum- varp til laga um kaup á nýjum strandferðaskipum, sem honum tókst að fá afgreidd gegnum báð- ar dei.'dir Alþingis á fjórum dög- um, þannig að frumvarpið varð að Böðvar Steinþórsson lögum 9. sama mánaðar. Þetta frumvarp var samið af milliþinga- nefnd, er fyrirrennari hans í ráð- herrastóli samgöngumála, Vil- hjálmur Þór, skipaði samkvæmt á.Vktun Alþingis frá 12. apríl 1943. Strandferðaskip þau, er Slipp- stöðin á Akureyri hefur tekið að sér smíði á, hafa ekki verið smíð- uð eftir jafnmikla og gagnmerka athugun á strandferðakerfinu, eins og átti sér stað í ráðherratíð Em- ils og Vilhjálms Þór á árunum 1943 til 1945, og ekki hefur einu sinni verið athugað svo teljandi sé, hver sé hin raunveru.'ega þörf fólksins á ströndinni varðandi strandferðaþjónustuna, því síður á hvern hátt með hverjum hætti sú þiónusta verði bezt af hendi leyst. Hins vegar munu yf- irvöld landsins hafa gert sér ýms- ar hugmyndir um þessi mál, sko©- aðar af mjög takmarkaðri þekk- ingu á þörfum þess fólks, sem í strjálbý.'inu býr. Ég lít svo á, að sú þjónusta, sem hinum tveimur ■ strandferðaskipum er ætlað að veita þegnum þjóð- félagsins í framtíðinni, sé of ein- hæf, fullnægjandi á þann eina hátt, en að öðru leyti er þjónustan van- metin, hvað sem því ve.'dur. Fram- tíðarfyrirætlanir varðandi strand- ferðaþjónustuna virðast því vera talsvert óraunhæfar, t. d. virðist, sem óskir og þarfir fólksins á ströndinni, um öruggar samgöngur, hafi um of verið sniðgengnar. Mér finnist miður, að ' Alþýðu- blaðið skuli ekki lengur ‘vera sá af.'gjafi til styrktar þessum mál- um, sem það áður var og þá mun- aði um. Ég hef með línum þessum talið rétt að vekja athygli á þessu, og vil nota þetta tækifæri til a® láta í ljós harm rpinn yfir því, að hinu síðara strandferðaskipi hafi verið va.’ið nafn, sem tvö strandferða- skip hafa áður borið, en þau tvö skip höfðu í um hálfrar aldar skeið veitt fólkinu á ströndirini þá full- komnustu þjónustu, sem á þeim tírnum var hægt að veita, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Ég hefði talið rétt að heiðra minningu þess- ara tveggja skipa, starfa þeirra og þjónustu á þann hátt, að láta nafn- ið geymast eða hverfa alveg, ef hliðstæða þjónustu er ekki fyr- irhugað að veita um sinn, eða um ókomna framtíð. Ég tala hér fyrir hönd mikils f jölda manna, sem ósk- að hefðu þess sama varðandi þessa nafngift. Að lokum óska ég, að reynslan af störfum þessara tveggja strand- ferðaskipa muni fremur fyrr en seinna íeiða í ljós á ótvíræðam hátt, hvaða skipi fólkið á ströndinni er nú að bíða eftir, og að þá, þótt kanmski seint verði, verði yfirveg- að með raunsæi, og að fólkið á ströndinni fái þá sanngjama leið- réttingu, eftir því, sem strandferða kerfið mun þá þarfnast. Málmar Kaupi allan brotamálm, nema jám, allra hæsta verði. Staðgreitt. Opið alla virka daga kl. 9—12 og 1—5 nema laugardaga kl. 9—12. A R I N C O Skúlagötu 55. Símar 12806 og 33821. ENSKIR RAFGEYMAR LONDON BATTERY fyrirliggjandi. Lárus Ingimarsson, heildverlun, Vitastíg 8a Simi 16208.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.