Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 3
ÞRHMTJDAGUR 27. október 1970. TIMINN 3 • - .................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. LOKUÐU BRYGGJUNNI Fyrir skömmu var bent á ýmsa staði í borginni, sem gætu verið hættulegir börnum og unglingum, þ.á.m. bryggjuna í Nauthólsvik, sem er að grotna niður. Borgaryfirvöld brugðu skjótt við, því að nokkrum dögum síðar var búið að loka bryggjunni með girðingu, eins og sést á myndinni hér að ofan. (Tímamynd Gunnar). Aukið umferðaröryggi við Bústaðaveginn Bráðabirgðavegur undir götubrúna við Elliðaár SHE EFNIR TIL STARFSHÓPA M NOKKRA MÁLAFLOKKA Stúdentafélag Háskóla fslands hefur ákveðið að beita sér í vetur fyrir starfshópum um nokkra mála- flokka. — Hóparnir verða öllum STÓR BÓKA- HAPPDRÆTTI Félag Bókagerðarmanna gengst um þessar mundir fyrir veglegu bókahappdrætti, 150 glæsilegir bókavinningar verða dregnir út hinn 14. des. og er andvirði þeirra um 50.000.00. opnir til þátttöku, bæði stúdentum og fólki utan skólans. Afráðið hef- ur verið að hefja hópstarfið um þrjá málaflokka, sem eru: íslend- ingar og Evrópuhyggjan, Hvar liggur þjóðfélagsvaldið? og Að- stöðumunur til náms. Áhugafólk um þátttöku j hópstarfinu er beð- ið að koma á sameiginlegan fund hópanna, miðvikudaginn 28. októ- ber kl. 17.15 í I. Kennslustofu Háskólans. Áherzla skal lögð á, að hóparnir eru öllum opnir til þátttöku og einnig hitt, að þeir eru að öllu ley'' sjálfstæðir í störf um sínum. Stjórn S.F.H.Í. KJ—Keykjavík, laugardag. í gær var tekið fyrir á fundi Umferðarnefndar Reykjavíkur, vandamál gangandi fól'ks, sem leið á yfir Bústaðaveg, en mál þetta hefur þ. svar sinnum komið til umræðu í borgarstjórn, og síðast var þar samþykkt tillaga frá Krist- jáni Benediktssyni borgarfuBtrúa Framsóknarflökksins, um að gerð- ar verði úrbætur í þessum málum stojótlega. Á fundi umferðarnefndar voru ræddar þær hugmyndir sem fram hafa komið um aukið öryggi gang- andi vegfarenda við Bústaðaveg, og voru þær hugmyndir lagðar fyrir fund borgarráðs síðar í gær, (föstudag) og þar var borgarverk- fræðingi og starfsmönnum hans falið að gera þær úrbætur í þess- um málum sem nauðsynlegar eru. Eru úrbælurnar einkum fólgnar í því, að gera gangbrautina sem nú er yfir Bústaðaveginn örugg- ari, og í því sambandi rætt um að setja þar upp sérstök umferð- arljós fyrir gangandi vegfarend- ur, og hafa gæzlu við gangbraut- ina á mestu annatímum. Þá var einnig rætt um gerð „zebra“ gang brauta með sérstakri lýsingu, við biðstöðvar SVK hjá Grensásvegi og Réttarholtsvegi, og að gera út- skot fyrir strætiwsvagnana. Hluti af vandamálinu við Bú- staðaveginn er aukin umferð um hann úr Breiðholtshverfi, þegar búið er að malbika Bústaðaveginn enda á mill'i. Má þá búast við meiri umferð um hann en nú, og einkum eftir að búið er að opna nýja Vesturlandsveginn um Ár- bæjarbrekku til umferðar.Má þá búast við að mjög erfitt verði að taka vinstri beygju inn á veginn, og því verður ná hafizt handa um að gera bráðabirgða veg af Skeið- vallarvegi og undir nýju götubrúna á mótum Vesturlandsvegar og Miklubrautar. ISLAND í 7. SÆTI FB-Reykjavík, mánudag. Eftir tólf umferðir á bridgemót- inu í Portúgal, vora ísléndingar komnir i sjöunda sæti með 145 st. í elleftu umferð töpuðu íslend- ingar fyrir Finnum með 14—6, og í tólftu umferð töpuðu þeir fyrir Austurríkismönnum tneð 20—0. Er ástandið í Estoril nú breytt frá því sem var á laugardaginn, þegar ísland var komið í fyrsta til annað sæti með Svisslending- um, með 123 stig. Hallgrímsmessan í kvöld: Dr. Sigurður Nordul les úr bók sinni um Huiigrím Pjetursson Verð hvers miða er aðeins 25.00, þannig að hér ætti fjöldinn að geta verið með. Helztu vinningar eru- I. Ritsafn Jóns Trausta. II. Hófadynur. III. Ættbók og saga íslenzka hestsins. IV. Gestur Pálsson (2 bindi). V. Vestur íslenzkar æviskár (3 bindi). 100 skátar á skátaþingi Skátaþing 1970 var haldið í Hagaskólanum dagana 17. og 18. október. Um 100 skátar sóttu þingið. Gestur þingsins var frú Hrefna Tynes, fyrrverandi vara- skátahöfðingi. Mörg mál voru á dagskrá og má þar nefna foringjaþjálfun, út- gáfumál, erindrekstur, tillögu að breyttu skátastarfi í landinu o. fl. Sunnudaginn 18. okt. þágu skát- arnir kaffi að Hótel Sögu í boði menntamál'aráðherra. Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, var end- kosinn. Með honum í stjórn eru Borghildur Fenger, Páli Gísla- son, Auður Garðarsdóttir og Hall- dór Magnússon. Þinginu var slitið kl. 19.00 á siirmudas Frá því að Hallgrímsprestakall var stofnað, hefur það verið föst venja að helga árstíðardag séra Hallgríms minningu hans með sér- stakri hátíðarguðsþjónustu. Hann lézt svo sem kunnugt er 27. okt. 1874. Gu'ðsþjónustu þessari hefur jafnan verið hagað þannig, að bæði Dr. Siaurður Nordal form og tónn hefur verið sem næst því, sem gerðist á hans dög- um. Stundum hefur og farið fram erindaflutningur eða upplestur að lokinni messu. Að þessu sinni fer Hallgríms- messan þannig fram: Altarisþjón- ustu fyrir prédikun hefur á hendi dr. Jakob Jónsson. Pistill er að venju Hebr. 13, 7—8, en guðspjall Matt. 5, 13—18: Prédikun flytur séra Ragnar Fjalar Lárusson. Altarisþjónustu eftir predikun annast biskup ís- lands, dr. Sigurbjörn Einarsson. Hinn forni Te Deum sálmur verð- ur víxlsöngur milli prests og safn aðar. Að lokinni messu flytur dr. Sigurður Nordal stuttan kafla úr hinni nýju bók sinni um síra Hall- grím Pjetursson. En dr. Sigurður hefur lagt mikla stund á athug- v.n Passíusálmanna, bæði frá bók- menntalegu og trúarlegu sjónar- miði. Kvöldinu lýkur síðan með því, að sungið verður síðasta vers Passíusálmanna með gömlu, ís- lpn‘7L’,ll IqoÍ Wofn ollon TJqII rtní rvi o messur endað með þvi, að þetta vers er sungið. Rétt er að geta þess, að jafnan hafa verið samskot til Hallgríms kirkju í Reykjavík við kirkjudyr, um leið og út er gengið, og verð- ur svo einnig i þetta sinn. Messan hefst kl. 8,30 e.h. Mnllm-ímnr Pófnrccnn Hvers vegna var hætt við haustkosningar? Á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í fyrri viku ræddi Einar Ágústsson, varaforma'ður Framsóknarflokksins, nokkuð um ástæðurnar fyrir því, að stjómarflokkarnir hættu við að láta kjósa nú í haust. Um þetta fórust Einari m.a. orð á þessa leið: „Auðvitað vildum við Fram- sóknarmenn ganga til kosninga sem allra fyrst, það er takmark okkar að koma þessari ríkis- stjórn frá, vegna þess að við teljum það varða þjóðarhags- muni og því fyrr sem það verð ur, því betra, hvernig svo sem það gerist. Það voru mér því persónulega vonbrigði, að ekki var gengið til kosninga nú í haust. Hitt er svo annað mál, að mér fannst alltaf að samhengið vantaði í þá röksemdafærslu sem átti að sanna það að kosn inga væri þörf frá sjónarmiði stjórnarflokkanna. Erfiður rökstuðningur Hvaða raunveruleg ástæða ætti að vera fyrir því að sam- hent ríkisstjórn, sem sam- kvæmt eigin yfirlýsingum hafði sigrazt á utanaðkomandi erfiðleikum og bjó nú við met- afla og hæsta markaðsverð, færi að afþakka það umboð, sem þjóðin hafði veitt henni til áframhaldandi stjórnar- starfa eitt ár í viðbót? Ég held að það hefði verið mjög erfitt fyrir stjó"narflokkana að fá fólkið til að trúa því að fyrir ráðamönnunum hefði eingöngu vakað sú lýðræðiskennd, að gefa fólki oftar tækifæri til að ákveða hverjir með stjórn landsins skuli íara, heldur en fyrir er mælt í kosningalögun- um. Ég held að fólk almennt hefði freinur trúað því að framundan væru svo óvinsælar ag éhagstæðar ráðstafanir, að af ótta við þær hefði það fælzt stjómarframbjóðendur jafnvel meira en ella. Þess vegna finnst mér niður- staða kratanna skynsamlegri en hinna, og ég hygg að það sé sú staðreynd, að Sjálfstæðis menn sáu það við athugun, sem réð meiru um afgreiðsluna, heldur en sú orðheldni, sem þeir láta í veðri vaka að í önd- vegi sé ávallt sett í þeirra röð- um“. Alþýðuflokkurinn lýsti vantrausti á full- trúa sinn í stjórn Sementsverk- smiðjunnar Alþýðublaðið skýrir frá því í gær, að Benedikt Gröndal hafi haft t'ramsögu á fundi hjá ilþýðuflokksfélagi Akraness s. I. laugardag um Sementsverk- smiðjumálið svonefnda, og hafi margii tekið til máls að lok- inni framsögu Rcnedikts. í f. 'ramhaldi af þeim umræðum gerði fundurinn ályktun, þar sem þvi er mótmælt, að lög- unum ir Sementsverksmiðj- Íuna verði breytt í þeim til- Framhald á bls. 11,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.