Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 27. oitóber 1970. Tónskáldið heiðrað Fjölmarglr vlnir og kunningjar helðruöu Karl Ottó Runólfsson tónskáld á sjötugsafmæli hans um heigina, og hér eru myndir er teknar voru [ móttöku til heiðurs Karli í húsakynnum Tónskáldafélags íslands. Á myndinni hér að ofan er dóttir Karis Guðlaug Sigríður leigst tii vinstrl, þá kona hans Helga Kristjánsdóttir, afmælisbarn- ið, Áslaug Kristinsdóttir og dóttir Karls Lily. (Tímamynd Gunnar) Jón Ásgeirsson formaður Tónskáldafélagsins ávarpar afmælisbarnið, en til vinstri á myndinni er Sæbjörn Jóns- son gjaldkeri Lúðrasveitarinnar Svanur, þá Kristján Jónsson voraform. Sverrir Garðarsson hljómlistarmaður og Sigurður Reynir Pétursson hrl. við hliðina á Karli. Meðai margra gesta i móttökunni voru Brynjólfur Jóhannessor leikari og frú, sem eru að heílsa Karli og frú í myndinni. FUNDU 52 KG. AF HREINU HERÚÍNS NTB-París, aiánudag. i 52 kíló af hreinu heróíni í ein- Franska lögreglan tilkynnti í um bíl um helgina. Heróín þetta dag, a3 hún hefði ásamt spönskum mun hafa átt að fara á Bandaríkja og brezkum starfsmönnum sínum, markað og mun það vera um hálfs fundið hvorki meira né minna en I annars tnilljarðs virði í ísl. kr. Innanríkisráðherra Frakklands, Reymond Marcellin, .sagði í dag, að þetta væri mesta magn, sem franska lögreglan hefði fundið í Fratnhald á bls. 11. MERKIFYRIR SELTJARN- ARNESHREPP SÝNT Á hreppsnefndarfundi hjá Sel- tjarnarneshreppi síðast í ágúst var ákveðið að boða til samkeppni um merki fyrir hreppinn í sam- ráði við félag íslenzkra teiknara. Var samfeeppni þessi auglýst skömmu síðar og skilafrestur veitt ur til 5. október. Veitt voru þrenn verðlaun, sam tals kr. 40.000,00: I. verðl. kr. 25.000,00 n. verðl. kr. 10.000,00 m. verðl. kr. 5.000,00 44 tillögur bárust og valdi nefad skipu'o fulltrúum frá Fél. íslenzkra teiknara og fulltrúum skipuð/im af hreppsnefnd þrjár tillögur til verð launa: I. verðl. hlutu Gísli B. Björns- son og Sigurþór Jakobsson. n. verðl. hlaut Erna M. Ragnars dóttir. III. verðl. hlaut Magnús H. Ólafss. Hreppsnefndin hefur nú ákveð- ið að cfna til sýningar á tillögum þeim er bárust, og fer hún fram í anddyri íþróttahússins, laugardag inn 31. okt. kl. 3—7 og sunnudag- inn 1. nóv. kl. 2—6. Samvinnuskóianemendur lýsa stuðningi viö landeigendur við Mývatn og Laxá KJ—Reykjavík, mánudag. Trúlega hafa náttúruverndar- mál, virkjunarmál og stóriðjumál verið til umræðu á mörgum mál- fundum í skólum, nú í upphafi skólaárs, eða þá nemendur eiga eftir að ræða þessi mál á fundum sínum í vetur. í dag barst Tíman- um ályktun frá Samvinnuskólan- um, þar sem lýst er stuðningi við landeigendur við Mývatn og Laxá, í aðgerðum og baráttu þeirra gegn fyrirhuguðum virkjunarfram- kvæmdum í Laxá. Fe áTyktunin hér á eftir, en hún var samþykkt á fundi í sfcóla- félaginu 22. október. „Skólafélag Samvinnuskólans lýsir hér með eindregnum stuðn- ingi við ábúendur Mývatns og Lax- ársvæðisins, í baráttu þeirra gegn fyrirhuguðum virkjunarfram- kvæmdum við Laxá í Þingeyja- sýslu. Við krefjumst þess, að stöðvaðar verði allar framkvæmd- ir, þar til fyrir liggja óyggjandi náttúrufræðiiegar rannsóknir á skaðsemi» fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda.“ ENN EKKI HÆGT AÐ YFIRHEYRA PILTINN OÓ-Reykjavík, mánudag. Liðan piltsins, sem stunginn var í kviðinn í síðustu viku, var held ur skárri í gær, en var fyrir helgina. Er hann þó ekki úr lífs- hættu. Lögreglan hefur enn ekfci fengið að yfirheyra piltinn um mnlsatvik er hann var stunginn. Vonazt er til að hægt verði að yfirheyra hann á morgun, þriðjudag. Mað- Vasaþjófnaðir í Reykjavík OÓ-Reykjavík, mánudag. Vasaþjófar eru nú farnir að hafa sig í frammi í Reykjavík. Aðfaranótt sunnudags s.l. var stol ið veski úr vasa manns í Umferða- miðstöðinni og um svipað leyti var stolið veski af manni í miðbænum. Maðurinn sem tapaði veski sínu í Umferðamiðstöðinni varð ekki var við, þegar það var hrifsað úr vasa hans, en í veskinu voru 14 þúsund krónur. Maðurinn átti crindi í Umferðamiðstöðina skömmu eftir miðnætti. Var hann þar stutta stund ,og ók síðan beint heim. Þá saknaði hann veskis síns. Taldi hann vart koma til mála að hann hafi týnt veskinu, heldur að það hafi verið tekið úr vasa hans. Fyrr um kvöldið hærði mað ur til lögreglunnar að veski hafi verið stolið af sér í miðbænum. Hann varð heldur ekki var við þegar það var tekið. Eru þjófnað- ir þessir enu óupplýstir. urinn sem stakk piltinn situr í gæzluvarðhaldi ,en hann heldur fram, eins og skýrt var frá í Tím anum, að pilturinn hafi ógnað sér með hnífi og hafi hann því gripið búrhníf sér til varnar og sá hnífur hafi stungizt í piltinn er hatin gerði árás. , Ekkert er hægt að segja um sannleiksgildi þessa framburðar fyrr en hægt verður að yfirheyra piltinn, sem er illa særður. Fjögur leikrit í æfingu í Þjóðleikhúsinu Óvenju mikið annriki er hjá Þjóðleikhúsinu um bessar mund- ir. Fjögur leikrit eru æfð þar sam- tímis og þrjú leikrit eru sýnd bar á sviðinu í hverri viku Leikritin, sem nú standa yfir æfingar á eru: Söngleikurinn „Ég vil, ég vil, sem verður frumsýnd- ur n.k. laugardag og er Erifc Bid- sted leikstjóri. Næsta leikrit, sem frumsýnt verður um miðjan næsta mánuð, er Sólness byggingarmeist ari, eftir Ibsen. Leikstjóri er Gisli Halldórsson. en Rúrik Haraldsson fer með titilhlutverkið. Þá hóf- ust, fyrir rúmri viku, æfingar á Fást eftir Goethe, og stjórnar Gísh Alfreðsson æfingum á leikn- um en Fást verður jólasýning Þióðleikhússins. Ennfremur hófust æfingar fyr- ir nokkru á barnaleiknum „Litli Kláus og stóri Kláus“, en það leik- rit verður frumsýnt í janúar. Leik- stjóri er Klemenz Jónsson, en tit- ilhlutverkin eru leikin af Þórhali Sigurðssyni og Bessa BjamasynL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.