Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 4
4 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 27. október 1970. LKL ORUGGUR AKSTUR: Frá Austur - Skaítf ellingum Stjórn klúbbsins var endurkjörin í fimmta sinn, og hér á myndinni eru stjórnarmenn f. v.: Kjartan Árnason, héraðslæknir, Gísli Björnsson, raf- veitustjóri og Hafsteinn Jónsson, vegaverkstjóri, formaöur. Síðasliðinn laugardag, 17. okt. hélt klubburinn Öruggur akstur í Austur-Skaftafellssýslu aðalfutnd sinn á þessu ári að Hótel Höfn. Af skýrslu formanns klúbbs- v ins, Hafsteins Jónssonar, kom fram. að auk afskipta af al- mennum umferðaröryggismál- um í héraöinu hafði klúbburinn á árinu beitt sér fyrir, í annað sinn, skipulagniogu þrifa í öll- um hreppum sýslunnar, undir- búið og tekið í notkun tjald- stæði fyrir fenðafólk, og hald- ið aðalfund og árshátíð. Áður hafði klúbburinn sjálfur verð- launað ökumenn fyrir athyglis- verða og gótöa framkomu í um- ferðinni og gefið út í 2. útg. vinsæla leiðarlýsingu á þjóð- leiðinni vestur úr Öræfum austur til Egilsstaða, Er viður kennt, að klúbbur þeirra Aust- ur-Skaftfellinga hafi frá upp- hafi verið einn allra athafna- samasti og hugkvæmasti umferð arklúbbur landsins og verið öðrum til mikillar fyrirmyndar á flestum sviðum. Stjórn klúbbsins Öruggur akstur í Austur-Skaftafellssýslu var öll endurkjörin — nú í fimmta sinn — og skipa hana þessir: Hafsteinn Jónsson, vega verkstjóri, formaður — Kjartan Árnason héraðslæknir og Gísli Björnsson, rafveitustjóri. Samþykkt var áskorun til Sjónvarpsins um að taka upp umferðarfræðislu sem allra fyrst. Á laugardagskvöldið hélt svo klúbburinn árshátíð sína á sama stað, og sóttu hana um eða yfir hundrað manns; klúbbfélagar og gestir þeirra. Þar fór m.a. fram afhending verðlauna Sam- vinnutrygginga 1969 til austur- skaftfellskra bifreiðaeigenda fyrir öruggan akstur. Önnuðust hana félagsmálafulltrúi þeirra og Ásgeir Gunnarsson umboðs- maður á vegum KASK. Hafa samtals fengið 5 ára viðurkenn- ingu 305 og 10 ára verðlaun 129 í báðum sýslunum. Aðal- ræður kvöldsins fluttu þeir Stefán Jasonarson frá Vorsa- bæk formaður LandssamtRka Klúbbanna Öruggur akstur og Baldvin Þ. Kristjánsson, : n báðir voru heiðursgestir árs- hátiðarinnar og höfðu tr.I"(5 á aðalfundinum fyrir um daginn. Séra Skarphéðinn Pétursson prófastur í Bjarnarnesi las kvæði, og sungið var undir stjórn Eyjólfs Stefánssonar söngkennara. Að lokum var dansað fram á nótt, og skemmtu menn sér hið bezta. Rómuðu allir a'ðbúnað og þjónustu hótelsins, sem er mjög vinsælt og eykur nú við þegár of knöpp húsakynni sín. A surmudag fóru þeir Bald- vin og Stefán svo vestur í Öræfi og héldu þar fund um kvöldið með heimamönnum í samkomu- húsinu á Hofi. Fundinum stjórn aði Oddur Jónsson verzlunar- stjóri Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga á Fagurhólsmýri. Rætt var um tryggingar og öryggis- mál, og höfðu þeir félagar fram sögu, en nokkrir heimamanra tóku til máls. Á þennan Öræfa-fund komu flestir karlmenn af nálega öll- um bæjum hreppsins, og ein stúlka. Þótti þetta hin bezta samkoma og góð tilbreyting í fásinni afskekkts byggðarlags. Sveitavinna 14—15 ára piltur óskast í sveit á Suðurlandi. Upplýs- ingar í síma 99-5873 milli kl. 2—4 næstu þrjá daga. Á flugveilinum viS Hornafjörð. F. v. Hafsteinn Jónsson, Baldvin Þ. Krist- jánsson og Stefán Jasonarson. HREINSUM , púskinnsjakka rúskinnskápur á sérstök meöhörídlun. EFNALAUGIN BJÖRG Háaleílisbraul 58-60. Sfmi 31380 Barmahliö 6. Sfmi 23337 ■ Tegund „Kultura" er mikið og sérstætt sófa- sett, sem framleitt er úr svampi, gúmmíi og „dacron“-ló. Grind dökk sem palisander. Þetta sett er mjog fallegt í skinnlíkinu Lancina, eins og á myndinni sést. Einnig er íiægt að fá þetta sett bólstrað úr ekta leðr1 með gæsadún í púðum. Laugaveg 26 ATVINNA - SVEIT Vetrarmann vantar nú þeg- ar á stórt bú á Suð-Vestur- landi. Þarf að vera vanur vélum. Uppl. gefur Ráðn- mgarstofa landbúnaðarins, sími 19200. — PÓSTSENDUM — BIBLÍAN er Bókin handa fermingarbaminu Fast nð (nýju, fallego bflndi i miúlgdlu hji: • Mkavinlunun • krhtllegu félögunura • Biblíufélaglno HÍÐ ÍSLENZXA BIBllUEÍUG gu66ran&00fofu HoHgrfimkirkJu • ReykjitíV Sími17805

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.