Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 6
6 TlMINN ÞRIÐJUDAGUR 27. október 1970. - —*—* —— Gísli Magnússon, Eyhildarholti: EINKENNI STJÚRNARFARSJNS Einkenni íslenzks stjórnar- fars eru æði cnörg, sérkennileg sutn og sitt úr hverri áttinni. f greinarkorni því, sem hér fer á eftir, verða nefnd nokkur hinna helztu. I. íhaldsflokkar og verkalýðs- flokkar standa hvarvetna önd- verðir nema á íslandi. Þar fall ast þeir í faðma. Þó dettur víst engum í hug að íhaldsflokkur- inn íslenzki, Sjálfstæðisflokkur- inn, hafi varpað fyrir borð trú- arjátningu sinni, auðstjórnar- hyggju íhaldsins, og hneigzt að hugsjónum venjulegra verka- lýðsflokka. („Auðstjórn al- mennings“, sem Morgunbl. þrá- stagast á, er svo fáránlegt hug- tak að óhugsandi er, að nokkur heilvita maður láti blekkjast. „Auðstjórn íhaldsins“ er hins vegar alþekkt fyrirbæri um all an heim, þ. e. stjórn, sem stefn ir að og greiðir fyrir auðsöfn- un tiltölulega fárra manna á kostnað fjöldans, styðst við þessa „stóru" menn og á jafn- vel líf sitt undir þeim). Hitt leikur ekki á tveim tungum, að það er verkamannaflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, sem gengið hefur af trúnni, lagt fyrir róða hugsjónir sínar, skriðið undir sængurhornið hjá Sjálfstæðis- flokknum, fundið þar notalegan yl og orðið eitt með íhaldinu. Dæmin eru óteljandi. Átakan leg var játning eins greindasta blaðamanns Alþýðublaðsins á fjölmennum fundi í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur eftir síðustu bæjarstjórnarkosning- ar: „Það er hryggileg staðreynd, að stór hluti þjóðarinnar er hættur að gera greinarmun á okkur og Sjálfstæðisflokknum. Og það hlýtur að vera meira en lítið að sósíaldemókratiskum flokki, þegar hann er kominn að því að verða óþefckjanlegur frá sjálfu íhaldinu. Þennan mis skilning verður Alþýðuflokkur- inn að leiðrétta.“ Það hefur dregizt að „leið- rétta“ „þennan misskilning“. þrátt fyrir þetta neyðaróp. Enn er flokkurinn „óþekkjanlegur frá íhaldinu“. Alþýðuflokkurinn beið af- hroð við bæjarstórnarkosning- amar s.l. vor. Ýmsir flokks- menn kenndu um of nánu ásta- fari við íhaldið og höfðu um engin hálfyrði. Kosin var níu manna nefnd heldur en ekkert til þess „á næstu vikum að endurskoða afstöðu“ /i.lþýðu- flokksins „til samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn í ríkis- sjórn“. Skyldi nefndin ljúfca störfum fyrir miðjan ágúst- mánuð. Það hefur dregizt. Ef til vill hefur íhaldsást foringj- anna reynzt nefndinni til nokk- urs trafala. II. Aftur fékk Aiþýðuflokkurinn tilvaliö tækifæri til þess að manna sig upp og rífa sig und- an íhaidinu. Sjálfstæðisflokkurinn þóttist vilja haustkosningar. Forsætis- ráðherrann lét meira að segja hafa það eftir sér í öðru landi, og trúlega hefur það verið al- vara og einlægur vilji sumra ráðamanna * flokknum. Þeir þóttust sjá, að þrátt fyrir vax- andi útflutning og hækfcandi markaðsverð mundi allt fara um hrygg, ef ekki væru gerðar sérstakar ráðstafanir o? ef til vill óvinsælar sumar. En svo var á hitt að líta, að eftir hið sviplega fráfall fyrrv. forsætis- ráðherra var Sjálfstæðisflokk- urinn setn höfuðlaus her, klof- inn og sundraður, og því illa undir kosningar búinn. Og það hlaut alltaf að taka sinn tíma að semja frið og setja á flokk- inn sæmilegt höfuð, ef til yar' á annað borð. Haustkosningar voru því ekki fýsilegar, þegar öllu var hvolft. Hins vegar hafði flokkurinn gengið svo iangt, að kosningar voru á hvers manns vörum. Hvernig mátti stinga við fótum og snúa við? Jú — Gylfi var sá, sem gat bjargað rekfcjunautum sínum — bæði gat og vildi. Og Gylfi brást ekki, enda sjálfsagt að sitja meðan sætt var. Alþýðu- flokkurinn hafnaði haustkosn- ingum. Málið liggur Ijést fyrir: Stjórnarflokkarnir standa öndverðir um stórmál — eða þykjast standa. „Sjálfstæðis- flokkurinn kaus ... að efnt yrði til kosninga ....“, segir Morgunbl. 22. ágúst. „Okkar viðhorf mótaðist af því, sem við töldum hagsmunum þjóð- arinnar fy-ir beztu“ (auðk. hér G. M.), segir forsætisráðherra í viðtali við blaðið sama dag. — En „þrátt fyrir almennan vilja fólksins í landinu (auðk. hér) að gengið verði til kosn- inga nú og áfcveðinn vilja inn- an Alþýðuflokksins til hins samá, hefur miðstjórn Alþýðu- flokksins markað aðra af- stöðu,“ segir ritstj. Morgun- blaðsins. Með öðrum orðuim: „Hagsmunir þjóðarinnar“ era bezt tryggðir með haust- kosningum. „Fólkið í landinu“ vill kosn- ingar. En af því að örfáir valda menn í Alþýðuflokknum vilja njóta, meðan notið verður, sænguryls íhaldsins, lætur Sjálfstæðisflokkurinn „hags- muni þjóðarinnar" lönd og leið, tnetur „almennan vilja fólksins í landinu“ að engu, leggur niður skottið og étur ofan í sig heilan hestburð af áróðri og „augljósum rökum“ (Morgunbl.) fyrir nauðsyn haustkosninga. Hvar hefði þvílíkur skrípa- leikur getað gerzt annars stað- ar en á íslandi? hi. í upphafi máls var drepið á viðhorf stjórnarflofckanna gagn vart alþýðu manna til sjávar og sveita. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki verkalýðsflokkur. Alþýðu- flokkurinn ekki heldur — nú orðið. í áratug hefur hann unn ið gegn hagsmunum verka- manna, keppzt við að taka aft- ur allar kjarabætur, sem þeir knúðu fracn. Hann hefúr gért sitt til að magna verðbólguna, alþýðu manna til ómældrar bölvunar. Hann hefur rægt sam vinnuhreyfinguma og reynt að vinna henm tjón, enda þótt vitað sé og viðurkennt, að hún stefnir að því hvarvetna um heim, svo á íslandi sem annars staðar, að bæta lífskjör almenn ings og hefur náð útrúleguim árangri. Sjálfstæðisflokfcurinn er ekki bændaflokkur, enda þótt hann láti vel að bændum í orði og einkum fyrir kosning- ar. — „Lærður“ maður flutti útvarpserindi hér á dögunum. Hann taldi upp og tíundaði auðlindir íslands: Vatnsafl, jarðhita, fisk. Maðurinn hefur doktorsgráðu og er sjálfsagt vel að sér í sínum fræðum. En hann kann litil skil á sögu sinn ar eigin þjóðar. Hann veit ekki. að það er íslenzkri gróðurmold að þakka,' að þetta land er byggt. Hann veit ekki, að á moldinni lifði þjóðin í þúsund ár og lifir enn að verulegu leyti. Hann veit ekfci, að gróð- urtmoldin er mesta og farsæl- asta auðlindin, sem við eigum. Slík er þekking og afstaða þessa manns og ýmissa helztu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þeir líta landbú.i- aðinn smáum augum, jafnvel fyrirlitningarauguim. Fiskveið- ar eru að vísu mikilsverðar, en hrökkva þó skammt. Erlend stóriðja er það, sem koma skal, sbr. m. a. öll stóriðjuverin hans Eyjólfs Konráðs, þessi tuttugu, sem hann vill láta reisa hið bráðasta. Þá verður gaman að lifa —: Erlent auðmagn alls- ráðandi, íslenzkt sjálfstæði í rústum. Loftið mengað eitur- efnum. Gróðurnálin ýmist svið in eða sokkin. Alþýðuflokfcurinn er íslenzk- um landbúnaði fjandsamlegur. Alþýðublaðið ástundar þá iðju, að rægja saman verkacnenn og bændur — þær stéttir, sem að eðlilegum hætti ættu að saúa bökum saman í baráttu gegn blindum íhalds- og auðhyggju- öflum. Fonmaður flokksins tel- ur landbúnaðinn eins konar átumein í þjóðfélaginu og því beri að stórfækka bændum. Stjórnarstefnan hefur og beinzt í þá átt, sbr. m. a. þau um- mæli Jónasar Haralds fyrir nokkurum árum, að bændum hlyti að fækká áð óbreyttri stjórnarstefnu. IV. Þegar búvara hækkar í verði, m. a. vegna stóraukins rekstrarkostnaðar íandbúnaðar- ins, þegar tekjulægsta stétt þjóðfélagsins fær einhverja lítils háttar launahækfcun að undangegnum almennum og sjálfsögðum kauphækkunum verkamanna, ærist Alþýðu- blaðið og lætur öllum illum lát- am Blaðið minnist ekki á verð hækkun á öðrum vörum en landbúnaðarvörum, þótt sú hækkun sé sízt minni og auk heldur til muna meiri í ýms- um tilvikum. Blaðið varast að bera saman verð og notagildi landbúnaðarvara annars vegar og annarra neyzluvara hins vegar, nauðsynlegra og ekki nauðsynlegra. Blaðið þegir eins og steinn um það, að sjálft ríkisvaldið hækfcar útsðluverð á búvöru til neytenda um hundruð milljóna króna með álagningu 11% söluskatts Bændur eru hinir einu og sönnu okrarar. Og Morgunblað- Gísli Magnússon ið tefcur undir, sbr. Velvakanda bréfin sum, sem blaðið birtir athugasemdalaust og iðandi í skinninu af ánægju. Ef til vill er ekki hægt að ætlast til þess, að ritstjóri Al- þýðublaðsins eða formaður Al- þýðuflokksins tali eða skrifi um landbúnaðarmál af nokkru viti eða sanngirni. Jafn fráleitt er hitt, að búast við að þess háttar fólk sjái eða viðurkenni þá staðreynd, að hér sé við sjálfa ríkisstjómina að sakast. Hún hefur ástundað gengislæfck anir og söluskattshækkanir, magnað verðbólgu og margfald að rekstrarkostnað. . Alþýðu- blaðið elur hinsvegar á því, að bændur eigi sökina. Sveiatt- an! Viðskiptamálaráðherrann pré dikar sí og æ, að breyta þurfi um stefnu í landbúnaðarmál- um Alþýðublaðið þrástagast á hinu sama. Hví gerir ráðherr- ann sjálfan sig að athlægi? Eða hverjir eiga að breyta stefn- unni? Era þaS ekki ráðherram ir, sjálf ríkisstjórnin, sem mót ar stefnuna í þessum málum sem öðrum, ríkisstjórn Alþýðu flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins? Hvers vegna beinir Al- þýðublaðið ekki geiri sínum að rífcisstjórninni í stað þess að ota honum að bændum? Skortir ef til vill eitthvað á um hreinskilni, djörfung, drengskap? Framsóknarmenn hafa hvað eftir annað bent á raunhæfar Otr færar leiðir til lækkunar á framfærsiukostnaði búvöru. Ráðamenn Alþýðuflokksins hafa ekki tekið undir þær ábendingar. Hvi þá öll þeirra geipan? Þeir heimta bara lágt verð, enda þótt. framleiðslu- kostnaður rjúki upp úr öllu valdi — fyrst og fremst fyrir atbeina sjálfi-ar rikisstjórnar- 'nnar. Það eru þeirra ær og kýr. Einkenni íslenzks stjórnar- fars eru mörg og efcki fögur 611. UMHUGSUNAREFNI er ólýginn dómari Stjóru Sambands ísl. barna- kennara kynnti fyrir fjölmiðl- um kjaramál sín fyrir nokkr- nm dögum og benti á ýmsar staðreyndir, seim allrar athygli ern verðar. Hún minnti á, að svo mikill kennaraskortur er cnn í landinu, bæði á barna- og gagnfræðaskólastigi, að í heil- um landsfjórðungum er þriðj- ungur eða helmingnr barna- kennara folk, sem ekki hefur kennarapróf, og í öðrum lands- hlutum ekki meira framboð en svo, að um nær enga samkeppni um stöður er að ræða. Þessi kennaraskortur stafar ekki af því, að Kennaraskólinn útskrifi of fáa kennara. Þar hefur ver- ið svo mikill nemendaf jöldi síð- ustu árin, að liaft var á orði í fyrra eða hitt fyrra, að ekki væri til starf í s!: " un iandsins nema handa svo sem þriðjungi þessarar miklu viðkomu. Nú cru hinir fjölmennu kcnnaraár- gangar komnir út á starfsvang- inn, en samt er kennaraskort- urinn hinn sami. Af þessu verður aðeins dreg- in ein ályktun: Kennararnir fara til annarra starfa, þeir vilja heldur gegna ýmsum öðrum störfum en kennslu, þótt þeir hafi menntað sig til hennar. Kennaraskorti verður því ekki útrýmt með því að mennta æ fleiri kennara, ef atvinnuástand í þjóðfélaginu er með felldu. Hver er þá orsökin? Kennar- arnir benda á nokkrar stað- reyndir: Aðstaða til kennslu e: hvergi nærri nógu góð. Ábyrgð starfsins er mikil, keunairinn starfar nijög á eigin ábyrgð en ekki á ábvrgð verkstjóra nema að litlu leyti, og þessi ábyrgð nær út fyrir kennslud. En síð- asl en ekki sízt: Launin eru it iág. mat starfsins miðað við önnur störf of lágt. Hlutfall þessa mats er miklu lægra en í nágrannalöndunum. Kennarar benda á. að ein leið og aðeins ein. sé til, og reynsl- an dæmir röksemdir þeirra rétt mætar. Nýtt mat á kennara- starfinu verður að fara frain. Þetta mat þarf að hækka. unz kennarast--f;ð er orðið sam- keppnisfært við aðrar starfs- greinai UM KENNARANA. Þetta liggur i augum uppi, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Það er hlutlægur og upp kveðinn dómur reynslunn- ar. og honum verður vart áfrýj- að - AF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.