Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.10.1970, Blaðsíða 5
ÞRH>JUDAGUR 27. október im TÍMINN s\V ” ISPEGLI 'fflIIlMÍ DENNI DÆMALAUSI Ég er að grafa eftir ormum. En ég veit ekki eftir hverju hann er að grafa. Bretar mega sannarlega vera stoltir af þessari ungu blóma- rós, sem hyggst auka hróður lands síns sem leikkona í út- landinu. Janet Pearce er ekki nema átján ára, og þó hefur hún get ið sér frægðarorð sem ein af eftirsóttustu fyrirsætum í Róma borg. — En hugurinn stefnir hæiTa. Hún er nefnilega sann- færð um að hún sé gott efni í leikkonu. Og hún hefur aldeilis ekki setið auðuim höndum, því að hún er þegar búin að sannfæra að minnsta kosti tvo ítalska leikstjóra um að hún geti leik- ið. — Ég er tilbúin að verta viðtöku því sem lífið hefur upp á a@ bjóða, segir hún, en ég er ekki sá kjáni að vita ekki, ekkert kemur fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á manni. Og þess vegna er ég búin að koana ár minni svo vei fyrir borð, að mér hafa verið boðin hlutverk, sem ég bið bara eftir að spreyta mig á. Það er víst óhætt að segja, að hún Janet litla Iíti raun- sæjum augum á lífið, þótt ekki íþyngi árin henni. Franska leikkonan Danielle Darrieux upplýsti það nýlega í blaðaviðtali, að fyrir þrettán ánim hefði húp fagtt. manni sm- um, Georges Mitsinkides, son, sem skírður var Mathieu. Drengurinn fæddist á fæðing arheimili í París, og atburðinum var haldið vandlega leyndum. Barnið var þegar í stað flutt á sveitasetur foreldraana, og til- þess að enginn kæmist að þessu leyndarmáli, keyptu þau landið allt í kring. Þarna hefur drengurinn svo vaxið upp í umsjá barnfó'tru, en auk þeirra hafa verið á bæn- um einkakennari, kokkur, stofu stúlka og garðyrkjumaður. For- eldrarnir heimsóttu hann auð- vitað flestar helgar, en ein- manalegt hlýtur þó að hafa ver- ið hjá honum oft á tíðum. — Ástæðan var einfaldlega sú, að ég vildi að barnið mitt lifði eðlilegu lífi eins og flest önnur börn, en e-kki sem dek- urbarn frægra foreldra, sagði Danielle. En manni vedður nú á að ef- ast um að drengurinn hafi haft betra af því að búa í einangrun allan þennan tíma innan um eintómt fullorðið fólk, og fá ekki að sjá sína eigin foreldra nema með höppum og glöppum. ,\i« Nú hefur Anna Bretaprins- essa, sem alkunn er fyrir á- kveðnar skoðanir og mikinn viljastyrk, farið fram á launa- hækkun. Hún fær nú sem s,ar ar hálfri annarri milljón ísl. kr. í árslaun, en það finnst henni i hæsta máta ósanngjarnt, þar eð Margrét móðursystir hennar fær helmingi meira. En sem kunnugt er hefur Anna tekið á sig flestar opinberar skyldur Margrétar. — Láttu frænku hafa dálítið minna og • mig dálítið meira, mamma, þá skiptist þetta rétt- látlega, er haft eftir henni. feit né ljót, en hennar tilgangur var heldur ekki að verða ung- legri og fallegri. Hún var ein faldlega að' gera örvæntingar- fullar tilraunir til að endur- heimta sitt gamla góða andlit, en það skaddaðist verulpga, þegar hún lenti í bifreiðaslysi snemma á þessu ári. — Fyrir stuttu lét hún sjá sig opiuber- lega í fyrsta sinn eftir slysið, og þótt aðdáendur hennar keppt ust við að segja henni a@ hún sé alveg jafnfalleg og hún var áður, er hún ákveðin í að láta gera á sér þriðju aðgerðina áð ur en langt um lfður, til þess að vera alveg viss. MEÐ MORGUN KAFFINU — Jæja, svo þú ert búinn að finna stúlku, sem líkist mömmu þinni. Ekki geturðu kennt mér um það! Svokölluð andlitslyfting virð ist mjög vinsæl þessa dagana. Við höfum minnzt í þessum dálk um á nokkrar frægar persónur, sem gengizt hafa undir slíka aðgerð, og öllum var það sarn- eiginlegt. að tilgangurinn var eingöngu a@ verða unglegri og fallegri. Slúlkan á meðfylgjandi mynd heitir Sylvie Vartan og er ein af vinsælustu söngkonum Frakka um þessar mundir. Húei hefur látið gera tvær aðgerðír á andliti sínu á þessu ári. Mörg- um finnst það eflaust undarlegt, þar sem hún er hvorki gömul, Hansen og Jensen spjölluðu saman i matarhlénu. — Þú ættir að fara á kvöld- skóla, þar lærir maður heilmik- ið. — Nei, það er ekkert fyrir mig. — Til dæmis Vasco da Gama. Veiztu hver það var? — Nei, er þa@ ekki tóbak? — Nei, það var sá, sem fyrst ur sigldi til Indlands. — Eða Humboldt? — Er það ekki bílaframleið- andi? — Nei, það var vísindamaður. — Jæja, en veiztu hver Krist- offersen er? — Nei. — Það veit ég aftur á móti. Hann er sá, sem heimsækir kon- una þína, meðan þú ert í kvöld- skólanum. — Mamma, má ég sjá sól- myrkvann? — Já, lambið mitt, en pass- aðo, að fara ekki of nærri. — Ert það þú, sem hefur gerzt svo djarfur, að taka veskið þitt með þér í vinnuna? — Þessi mynd er af lang- ömmu minni. Hún dó af bams- förum. — En heimskulegt af lang- ömmu, að vera að eiga börn. ■Y'/7 — Þetta er síðasta blaðran og ef þér gleypið hana líka, tök- nm við þig með á stöðina- Karlsen stýrimaður lá á hnjánum fyrir framan þá heitt- eiskuiða og bað hennar. — Ég veit vel, bætti hann við, að ég er ekki eins myndar- legur og margir aðrir. — Það gerir ekkert til. Þú ert hvort sem er á sjónum niest af. I •4 / /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.