Tíminn - 03.11.1970, Síða 6

Tíminn - 03.11.1970, Síða 6
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 3. nóvember 1970. MNGFRÉTTIR Frumvarp Ingvars Gíslasonar og Jóns Skaftason: Fiskiðnskóli verði sem settur á stofn fyrst — var til umræðu á Alþingi í gær Málið enn í undirbúningi, segir Gylfi EB—Reykjavík. Frumvarp til laga um stofnun Fiskiðnskóla var til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Flutn- ingsmenn frumvarpsins eru tveir f efri deild mælti Ásgeir Bjarnason i gær fyrir frumvarp inu um breytingu á vegalögum, er haim flytur ásamt Helga Bergs og Bjarna Guðbjörnssyni. Efni þess frumvarps hefur ver- ið rakið áður hér í blaðinu. -fc Sverrir Júlíusson mælti í gær í neðri deild fyrir frum- varpi til laga um breytingu á siglingalögunum, er hánn flyt- ur ásamt Matthíasi Bjarnasyni. Frumvarp þetta er einn liður í aðgerðum til lækkunar á vá- tryggingakostnaði fiskiflotans. Það er samið af nefnd, sem sjáv arútvegsráðherra skipaði 1968, tfl að gera tillögu um ráðstafan- ir til að draga úr útgjöldum Tryggingasjóðs fiskiskipa. -ft- Eðvarð Sigurðsson fylgdi úr hlaði í gær í neðri deild frumvarpi, er hann flytur ásamt Magnúsi Kjartanssyni, um breyt ingu á lögum um eftirlaun aldr- aðra félaga í stéttarfélögunum. ___Breytingin er í því fólgin, að eftirlaun skuli aldrei vera lægri en kr. 2000 á mánuði, að við- bættri vísitölu vöru og þjónustu frá 1. jan. 1970. í efri deild mælti Emil Jónsson fvrir frumvarpi til laga um sölu á fbúðum, sem byggð- ar eru af Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar , Reykjavík, eða til litrvmingar heilsuspill- andi húsnæðis. ■A- Benedikt Gröndal, Gunnar Ólafsson, Þórarinn Þórarinsson, Lúðvík Jósefsson og Jón Skafta son hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lög- um nr. 115 frá 19. nóv. 1936, um þingsköp Alþingis. — Jón Skaftason og fleiri endurflytja þingsályktunartillögu um varn- ir gegn sígarettureykingum. — Báðum þessum málum verður gerð ítarleg grein fyrir seinna í blaðinu. -ft- Þingsályktunartillaga frá Geir Gunnarssyni og Karli G. Sigurbergssyni var í gær lögð fram á Alþingi. Tillagan er þess efnis, að ríkisstjórnin láti leggja fyrir Alþingi það er nú situr, frumvarp til laga um skipan dóms- og lögreglumála á Suður- nesjum á þann veg, að á svæð- inu sunnan Hafnarfjarðarkáup- staðar heyri þessi mál tii einu embætti, í Keflavík. þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Jón Skafta son. Ingvar Gíslason mælti fyrir frum varpinoi. Minnti hann á í upphafi ræðu sinnar, að nýlega væri af- staðið 10 ára afmæli fiskiðnskóla- málsins á Alþingi, og mætti nú með sanni segja, að þess væri minnzt á verðugan hátt með fyrstu umræðu þessa frumvarps um fisk- iðnskóla. Rakti Ingvar síðan sögu fiskiðn- skólamálsims, sem hófst með því að hann og Jón Skaftason fluttu á þinginu 1959—60 tillögu til þings- ályktunar þess efnis, að Ali-ingi og ríkisstjómin beittu sér fyrir stofnun skóla fyrir fiskiðnaðar- menn. Á næstu fjórum þingum var máli'ð flutt aftur og aftur, og svo fár að lokum, að Alþingi samþykkti 30. apríl 1964 svohljóðandi þings- ályktunartillögu: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstj. að skipa nefnd í samráði við Ingvar Jón ) ar skilningur á föstu skólastarfi var minni en nú er, en nánr.-keið rannsóknarstofnunar fiskiðaðarins eru varla annað en mjög lítilfjör- legt kák, sem verður eimgöngu 111 að tefja nauðsynlegan undirbún- ing stofn-unar myndarlegs og gagn- legs fiskiðnskóla, t. d. með því skipulagi, sem kveðið er á um í þessu frumvarpi." Þá minmti Ingvar á að frumvarp- ið væri samið af fiskiðnskólanefnd, sem ríkisstjórnin skipaði sam- kvæmt fyrrgreindri ]nngsályktun- fiskmat ríkisins, fiskmatsráð eg urtillögu 1964.. Voru í nefndinni ----- - ' ••• eingöcigu sérfræðingar í fiskiðnaði eðá’starfandi að fiski'ðnáði og fisk helztu samtök fiski'ðnaðarins til þess að gera fyrir næsta reglulegt Alþingi tillögu um stofnun og starfstilhögun almenns fiskiðn- skóla í landinu. Skal nefndin m. a. kynna sér eftir föngum skipan fræðslumála fiskiðnaðarins í öðr- um löndum.“ Síðan sagði Ingvar m. a.: „Samkvæmt þessari ályktun var gert ráð fyrir, að nefnd yrði skip- uð svo tímanlega, að hún gæti lagt tillögur sínar fyrir næsta Alþingi, en af því gat þó ekki orðið, þar sem nefndin var ekki skipuð fyrr en 27. nóvember 1964, en tók aftur til starfa seint í janúar 1965. Þessi fiskiðnskólanefnd lauk störfum 8. desember 1966 og lét þá ríkisstjórn inni í té álit og tillögur. Mér er ekki kunmugt um, að ríkisstjómin hafi formlega kynnt Alþingi þess- ar tillögur og þaðan af síður að ríkisstjórnin hafi flutt þetta mál hér í formi frumvarps. Það er því sízt ofmælt, sem segir í greinar- gerð fyrir þessu frumvarpi, að rík- isstjómin hafi haft tillögur fiskiðn- skólanefndar að engu og virðist staðráðin í að láta sflja við algert aðgerðarleysi í fræðslumálum fisk- iðnaðarmanna. Ef ríkisstjórnin ætl- ar að hafa þa<ð sér til afbötunar í þessu máli, að efnt hafi verið til tiltekinna námskeiða á þessu sviði og að undamfömu, þá álit ég, að það sé næsta fátæklegt framlag til þessa mikla máls. í leiðurum stjórnarblaða hefur nýlega mátt sjá þá fullyrðingu viðhafða, að námskeið þessi væru vísir að fisk- iðnskóla. Slík fullyrðing fær ekki staðizt. Fiskiðnaðarnámskeiðin, se::i haldin eru á vegum rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðarins, em ekki, vísir að fiskiðnskóla frekar en verknámskeiðin, sem haldin voru hér fyrst 1947 undir yfir- stjórn fiskmatsstjóra. Hvorug 1 ”s- ara námskeiða era eða voru vísir að fiskiðnskóla. Námskeið sjávar- útvegsmálaráðuiwytisins voru virð- ingarverð tilraun til þess að bæta úr brýnni þörf á þeim tímum, þeg- framleiðslumálum. Voru nefndarmenn sammála fyr- ir fjórum árum, um að leggja til við ríkisstjórnina að stofnaður yrði fiskiðnskóli á íslandi. í álits- gerð þeirri, sem nefndin sendi Irá sér ásamt tillögu aið lagaframvarpi um fiskiðnskóla, segir m. a.: „Það er samdóma álit fiskiðn- skólanefndar, að fiskvinnslufræði sé orðið sérhæft fag og tilfinnan- legur skortur sé á kunnáttumönn- um í þessari grein. Fjölbreytni í framleiðslu er þegar orðin mikil. Hún mun fara vaxandi og stofnun fiskiðnskóla er því a® verða knýj- andi rauðsyn. Það skal því ítrek- að, að það er skoðun nefndarinnar, að ábyrgðarstöður í fiski'ðnaði þurfi að verða eftirsóknarverðar í þjóðfélaginu og þær eigi að skipa vel menntaðir fiskvinnslufræðing- ar. Undirstöðukunnáttuna eiga þeir að fá í fiskiðnskólanum.“ „Þannig mælti fiskiðmskólanefnd og einnig áleit nefndin nauðsyn- legt, „að þeir, sem fiskvinnslu stjórna og fisk meta, hafi góða alhliða menntran, sem sé efcki minni en mennbun þeirra, sem vinna önnur hliðstæð ábyrgðarst. í þjóðfélaginu. í nútímaþjóðfélagi er fiskvinmsla flókin atvinnugrein, sem krefst æ meiri kunnáttu og vísindalegra starfsaðferða. Slík kunnátta og vinnubrögð verða ekki lærð til hlítar nema í skóla. Fyrir 20—30 árum var venjan sú í fisk- vinnslu, að kennslan fór fram í fiskvinnslustöðvunum, þannig að ungir menn lærðu af þeim eldri. Enda þótt slik vinnubrögð bafi oft gefizt vel, verður að telja, að slíkar kennsluaðferðir fullnægi ekki þörfum nútímans á þjálfuðum og menntuðum starfskröftum." Síðan greinir nefndin frá því, að sérskólar í fiskiðnaði hafi verið stofnaðir víða um lönd og nefnir í því sambandi Noreg, Japan og Kamada, en Ingvar kvaðst vilja bæta við t. d. Sovétríkjunum. „So- vétmenn era framarlega aJð því er tekur til menntunar fiskvinnslu- og fiskiðnfræðinga og þar leggja menn ekki síður áherzlu £ hagnýtt fiskvinnslunám heldur en æðri fisk iðnaðarvísindi og háskólanám í þessum greinum." Þá rakti Ingvar höfuðatriði frumvarpsins. Hefur frá því verið sagt áður í blalðinu, og því ekki ástæða til að rekja það hér aftur. Ingvar sagði, að ekki yrði bjá því komizt, að gagnrýna afskipti ríkisstjórnarinnar af málinu, eins Framhald á bls. 11. Fyrirspurnir til ráðherra Jón Kjartansson (F) hefur jagt fram á Alþingi fyrirspurn tfl menntamálaráðherra þess efnis, hvenær megi vænta þess, að sjón varp nái til allra hreppa Húna- vatnssýslna og Skagafjarðarsýslu, þannig að gagn sé að. Ólafur Jóhannesson (F) hefur lagt fram fyrirspurn tál fjármálaráðherra er hljóðar svo: „Hvenær er áformað, að hið nýja fasteignamat talki gildi og hvað líður endurskoðun opin- berra gjálda, sem miðuð eru við fasteignamat, sbr. bráðabirgða- ákvæði laga nr. 28. frá 29. aprfl 1963?“ Halldór E. Sigurðsson, (F), Ein ar Ágústsson (F) og Bjarni Guð- björasson (F) hafa lagt fram fyrir spurn til menntamálaráðherra svo hljóðandi: .Jlvað Uður fram- kvæmdum varðandi tíHögu til þingsályktunar um áætlunargerð vegna fjárhagsaðstoðar rfkisins við íþróttasstarfsemi f landinu, sem vísað var tíl ríkisstjómarinn ar á síðasta þingi?“. Frá Magnúsi H. Gíslasyni (F) og Jóni Kjartanssyni (F) kemur fyrirspum tíl iðnaðarráðherra um raforkufiramkvæmdir í Norður- landskjördæmi vestra sem er svo Mjóðandi:“ 1) Er þess að vænta að framvarp frá rfkisstjófmnni um vitkjun Reykjafoss í Skaga- firði verði flutt á yfiirstandandi Alþingi? — 2. Hafa farið fram athuganir á frekari orfcuðflun fyr ir Norðurland vestra. og et m er, þá hverjar?" Að lokum var svo lögð fram £) dag á Alþingi fyrirspura fltfti Magnúsi Kjartanssyni (AB) tB| menntamálaráðherra, þess efnis. hvenær ráðgert sé, að 2. gr. taga um námslán og námsstyrid. fceml) tiT fullra framfcvæmda. svo að opinber aðstoð samfcvæmt Wgnnt, nægi hverjum námsmanni tl| aði standa straum af árlegum ttkmasi kostnaði, hegar eðlilegt tfllit hafl verið tekið til aðstððn hans tfl fjáröflunar?“ Frumvarp frá fjórum þingmönnum Framsóknarflokksins: Bændur tjóns fái aukafjárframlög vegna af völdum kalskemmda EB—Reykjavík. Frumvarp til laga um breytingu á jarðræktarlögunum var í gær lagt fram á Alþingi. Flutnings- menn eru 4 þingmenn Framsókn arflokksins. Frumvarpið gerir ráð fyrir auknum tímabundnum fram lögum, sem eru miðuð við, að draga úr því tjóni, sem bændur hafa orðið fyrir af völdum kal- skemmda, og hamla gegn því, að jarðir fari í eyði af þeim sökum. Segir svo í greinargerð frum varpsins „að á meðan þekking okk ar eykst ekki á orsökum gróður- dauðans og hvernig hægt er að koma í veg fyrir hann, verður ekki hjá því komizt að stórauka grænfóðurræktun, og gera hana almennari, en það leiði af sér, að auka þarf þá votheysgerð, a.m.k. þar til hraðþurrkun ryður sér tfl rúms, en rannsóknir á því sviði eru enn á frumstigi“. Af þessum ástæðum leggja flutningsmenn þeir Magnús H. Gíslason Stcfán yalgeirsson, Tómás Árnason og Ágúst Þorvaldsson tfl, að þessi aukna aðstoð verði öll ákvæði til bráðabirgða. 1. Að það aukaframlag, sem verið hefur til að koma upp súg- þurrkunartækjum, standi áfram óbreytt, en það átti að fafla úr gildi á þessu ári. 2. Að styrkur verði veittur út á slátturtætara, % af kaupverði. 3. Styrkur á frumvinnslu lands vegna grænfóðursræktunar hækki úr 800 kr. í 2400 kr. 4. Styrkur til eudurvinnslu vegna kals eða þýfis hækki úr 1225 kr. í 2400 kr. 5. Styrkur til byggingar vot- heysgeymslna hækki úr 60 kr. rúnun. í 180 kr. rúmm. í greinargerð segir m. a.: „Sú aukna aðstoð við bændur sem frv. þetta gerir ráð fyrir, er fyrst og fremst í þvj skyni að örva grænfóðursræktun og vot- heysgerð. Grænfóðuráræktun hef ur færzt í aukana með ári hverju, aðallega til beitar, en einnig til vetrargjafar hin síðari ár. En þair sem eina úrræðið viirðisi vera að auka grænfóðursræktun, þar sem gróðureyðingin hefur orðið. og grænfóður verður ekki fyrst um sinn verkað nema í vothey, þá leiðir það af sér, að byggja þarf votheysgeymslur og kaupa sláttu tætara, svo að þessi breyting á fóðuröflun geti átt sér stað. Flutningsmenn telja eðlilegt og raunar óumflýjanlegt, að þjóð félagið leggi hér ögn af mörkum, til þess að þessi breyting geti átt sér stað. Súgþurrkunin hefur fullfcom- lega sannað gildi sitt, en hún er enn þá fjarri því að vera svo út- breidd sem skyldi, og er það ef laust vegna kostnaðarins við að koma henni upp og ört versnandi afkomu bændastéttarinnar á Iiðn um árum. Er því lagt til. að sá styrkur, sem verið hefur og fell ur úr gildi samkvæmt gildandi lögum nú j árslok verði fram lengdur óbreyttur. Ætlazt er til, að breytingar þær á jarðræktarlögunum, sem frv. þetta gerir ráð fyrir, gildi næstu 4 ár. Vonandi verður þá farið að rofa til í baráttunni við kalið og kemur þá til kasta Alþ. að meta það, hvort ákvæði frv. skuli gilda áfram eða ekki. Frekari rök fyrir þessu frv. sjá flm. ekki ástæðu til að færa hér í grg., en vísa að öðru leyti til grg. fyrir frv. því, urn breyting á lögum um framleiðnisjóð. sem nú liggur fyrir AJþ„ fjallar um skyld atriði þeim, er um ræðir f þessu frv., og flm. þessa frv. eru með- flutningsmenn að.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.