Tíminn - 04.11.1970, Page 1

Tíminn - 04.11.1970, Page 1
• —m r'U ~ FRYSTIKISTUB »' * HftYSTISKÁPAR * ^ H|fc; % I # ,T3MmB££itm»im»éif rt 't- A/ -* > ' ' * Hafnargerðin í Straumsvík fyrir alþjóðlegan gerðardóm: Tilboð verktaka var 227 milljdnir - nú krefjast þeir 600 milljóna KJ—Reykjavík, þriðjudag. Á föstudaginn mun þýzka verk takafyrirtækið Hochtief endanlega skila Straumsvíkurhöfn, en eitt ár verður þá síðan Hafnarfjarðar bær tók að sér rekstur hafnarinn ar. Upphaflegt tilboð í gerð hafn armannvirkja í Straumsvík hljóð aði upp á 227 milljónir króna, en Hochtief hefur fengið greiddar 300 milljónir króna og hafa gert kröfu um 300 milljónir í viðbót. Skotið til gerðardóms í París Ullarvörur til Sovét fyrir 72.4 milljónir - sjá frétt á bls. 3 Gunnar H. Ágústsson hafnarstj. í Hafnarfirði sagði, aðspurður í viðtali við Tímann í dag, að ákveð ið hefði verið að skjóta kröfu Hochtief manna um aðrar þrjú hundruð milljónir, til alþjóða gerðardóms í París, sem f jallar um mál sem þessi, ef ágreiningur verður um uppgjör á verklegum framkvæmdum sem boðnar eru út á alþjóðiegum markaði. Gerðar dóminn í máli Hochtief og Hafn arfjarðar vegna Straumsvíkurhafn ar niunu þrír menn skipa, einn tilnefndur af verktökunum, einn tilnefndur af háTfu íslenzkra að- ila og oddamaður, sem tilnefndur verður af stofnun þeirri í París, sem hefur með mál sem þessi að gera. Menn þeir sem skipa gerðardóm sem þennan, veirða að vera reyndir á sviði lögfræðinn- ar, og geta gefið sér tíma til að sinna slíkum málum, því þau eni mjög yfigripsmikil. Hefur Tíminn fregnað að leitað hafi verið m, a. ti>l dcr. Gunnars Thoroddsen fyrrverandi hæstaréttardómara og ambassadors, um að vera full trúi íslands í þessum gerðardómi. en ekki mun dr. Gunnar hafa tek ið fullnaðarákvörðun um nvort hann sér sér fært að taka sæti í gerðardómnum. Nýi vegurinn og brúin yfir Elliðaárnar eru glæsileg mannvirki í samanburði við gömlu brýrnar og veginn, að ekki sé nú talað um Ártúnsbrekkuna. Ökumenn þurfa að átta sig á hvernig þeir geta sem bezt notfært sér þessi miklu mannvirki, t. d. hvernig heppilegast sé að komast af Suðurlands- braut og yfir á Miklubraut, en um marga möguleika er að velja. Myndin er tekin ofan frá jarðhúsunum sunnan við Vesturlandsveginn, en frétt um vegamannvfrkin er á bls. 16. (Timamynd Gunnar) Þingsályktunartillaga framsóknarmanna á Alþingi: Aukin samvinna við þjóðir sem vilja stækka fískveiðilögsöguna EB—Reykjavík, þriðjudag. Jón Skaftason og sjö aðrir þing nienn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunar tillögu þess efnis, að Alþingi skori á ríkisstjórnina að auka sam vinnu og samstarf ísiendinga á alþjóðavettvangi við þær þjóðir, er berjast fyrir sem stærstri fisk veiðilandhelgi, og hraða með því þróun þjóðaréttar j þá stefnu, að viðurkenndur verði réttur strandnkja, sem mikið eiga undir fiskveiðum í þjóðarbúskap sínum, til lögsögu á öllu hafsvæði land- grunnsins. Segir j greinargerð með frum varpinu, að mikið hafi verið rætt og ritað að undanförnu um hætt- una á eyðingu mikilvægra fiskstofna í höfunum af völdum ofveiði, mengunar og af fleiri ástæðum. Er nú svo komið, að þeir, sem bezt þekkja til, vita og viðurkenna að hætta þessi er nú raunveruleg og mun valda stór- tjóni ölljU mannkyni, vrði ekkert að gert. Hafið með auðæfum sín- um er matarbúr milljóna manna hvarvetna um heim. Allar þjóðir eiga mikið undir því, að auðævi þess verði ekki eyðilögð vegna græðgi og stundarhagsmuna, en engar þó meira en við íslending- ar, sem byggjum íTest hjá okkur á sjávarafla. Alþjóðleg samvinna um ráðstaf anir til þess að bægja þessari hættu frá hefur gengið treglega, og þær alþjóðlegar stofnanir, sem vinna að framgangi reglna um skynsamlega nýtingu fiskstofna sjávarins, virðast í starfi sínu máltlitlar vegna hagsmuna- árekstra þjóðanna og einstakra hagsmunahópa, sem hindra skyn samlegar reglur og réttlátar í garð strandríkja í þessum efnum. Fari svo fram miklu lengur, verða þjóðir, sem byggja lífsaf- komu sína á sjávarafla, eins og íslendingar, að grípa til þess eina ráðs, sem þær hafa til þess að koma í veg fyrir eyðingu miðanna og það er að færa út fiskveiðilög sögu sína innan skynsamlegra og réttlátra marka. Lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 5. apríl 1948 marka stefnu þá, er íslendingar vilja fylgja um víð- áttu fiskveiðilögsögunnar Með þeim telja þeir raunhæft og sann- gjarnt að miða fiskveiðitakmörk in við yztu mörk landgrunnsins. Á grundvelli þessara laga og á rúmum áratug frá setningu þeirra hafa íslendingar fært fiskveiði- landhelgina út í 12 s.iómílur frá grunnlínum talið, sem dregnar eru þvert fyrir flóa og firði og yztu nes og sker. Er það mikill árang ur, ef haft er í huga, að við setn ingu landgrunnslaganna 1948 var í gildi samningur Breta og Dana um 3 mílna fiskveiðilandhel'gi hér við land, sem talin var frá lágfjöru á ströndum, en í flóum og fjörðum frá 10 mílna breidd Framhald á bls. 14. Upphaflega tilboðið var 227 milljónir Bygging Straumsvíkurhafnair var boðin út á alþjóðlegum markaði, og voru á sítnuim tíma undirritað- ir saniningar við þýzka verktaka fyrirtækið Hochtief og íslenzka verktakafyriirtækið Véltækni h.f. að taka verkið að sér. Hafnargerð in var ekki komin langt á veg, þegar Véltækni h. f. og Hochtief hættu samvinnu og sá því Hochtief að mestu leyti um framkvæmd verksins. Hochtief er eitt af stærri verktakafyrirtækjum heims, að því sagt er, og t. d. vinna nú einhverjir sömu menn og voru hér á vegum fyrirtækisins vi® byggingu brúarinnar yfir Bospor- ussund. Tilboðið hljóðaði upp á 227 milljónir króna, en á framkvæmda tímabilinu urðu 2 gengisfellingar, og miklar verðhækkanir, svo bú- ast má við að tilkostnaður verk takans hafi verið nokkru meiri, anda sagði Gunnar H. Ágústsson hafnarstjó(ri í Hafnarfirði, að bú- ið væri að greiða verktakanum Framhald á bls. 14. h

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.