Tíminn - 05.11.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.11.1970, Blaðsíða 16
LEIKDÓMUR UM HI TABYLGJU - BLS. 6 Bústaðakirkja. Geislavarnabyrgið er undir álmunni lengst til vinstri. (Tímamynd Gurmar) FYRSTA GEISLAVARNAR- BYRGILANDSINS ER UNDIR BÚSTAÐAKIRKJU SB—Reykjavík, miðvikudag. Fyrsta geislavarnarbyrgi, sem byggt er sem slíkt á land inu, er í kjallara Bústaðakirkj unnar nýju. Byrgið er alls um 300 fermetrar að stærð og sér staklega járnbent og styrkt með stálsúlum. Á byrginu eru tveir sérstaklega gerðir neyð arútgangar. Almannavarnir hafa staðið straum af aukakostn aði við útbúnað byrgisins. Otto A. Michelsen, safnaðar- formaður Bústaðasóknar, sýndi blaðamanni Tímans geislabyrg ið í dag. Það er undiir safnaðar heimili kirkjunnar og hægt er að komast þangað niður eftir tveim leiðum innan úr kirkj unni og þrem leiðum utan frá. Eins og þarna niðri lítur nú út, er hálf óhuggulegt um að litast, dimrnt og kalt, enda upphitun ekki ko.min enn og engir gluggar eru að sjálf- sögðu á geislavamarbyrgjum. Byrgið er tvö aflöng herbergi, gangur og salerni. Veggirnir eru sérstaklega járnstyrktir og sjö miklar stálsúlur styðja undir loftið. Fjórar loftvarnar hurðir loka inngöngum í byrg ið að innan, en tveir sérstak lega gerðir neyðarútgangar verða á því. Þeir eru þannig útbúnir, að þeir opnast af þrýstingi innan frá, en ekkert þarf að skrúfa. Síðan eru stutt jarðgöng og yfir enda þeirra kemur eins konar hlemimur. Þeg ar búið er að ganga frá öllu, verða sett þarna inn teppi, mat- væli og annað slíkt. Ottó sagði, að yfirvöld virt ust hafa áhuga á að fylgjast með framkvæmdum við þetta byrgi og hefðu nokkrir aðilar komið og skoðað það. Þá sagðist hann ekki vita annað, en þetta væri fyrsta geisla- byrgi, sem byggt væri á land- inu, en á nokkrum stöðum hefði byggingum verið breytt, þannig að þair væru neyðar- byrgi. Almannavarnir hafa staðið straum af þeim kostnaði. sem fór í að styrkja veggina sérstaklega, svo og inn- og út- göngum, en byrgið er j eigu Bústaðasóknar. Þá sagði Ottó, að vinnupall- ar yrðu teknir frá kirkjunni nú um helgina, ef nógu mar^ir sjálfboðaliðar fengjust. Uti- vinnu er nú alveg að Ijúka og múrhúðun innanhúss hefst væntanlega í næstu viku. Fyrirspurn í borgarstjórn: Hvað miðar leit að nýj- um iðnaðarverkefnum? Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Mótmæla því, aö Hafþðr veröi seldur EJ—Reykjavík, miðvikudag. Kristján Friðriksson, vara- borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, leggur fyrir fund í borgarstjórninni á morgun BAZAR Félag Framsóknarkvenna held- ur bazar að Hallveigarstöðum laug ardaginn 28. nóv. Þær konnr, sem -iiJla gefa muni eða vinna fyrir bazarinn vinsamlegast hringi j síma 16701 — 34756 - 30823 og 13277. fyrirspurn varðandi ný verk- efni á sviði iðnaðar. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Á fundi borgarstjórnar hinn 21. maí s. 1. var samþykkt tillaga þess efnis, að framkvæmd yrði skipuleg Jeit að nýjum verkefnum á sviði iðnaðar fyrir Reykjavík í samvinnu við önnur þéttbýlissvæði á landinu. Var borgarráði og atvinnumála nefnd falið að gera tillögur um nánara fyrirkomulag ' þessarar leitar. Spurt er: Hvað hefur gerzt í þessu máli frá því umrædd til- laga var samþykkt í borgarstjórn hinn 21. maí s. 1.? EJ—Reykjavík, miðvikudag. Blaðinu barst í dafe yfirlýsing frá Skipstjóra- og stýrimannafélag inu Öldunni í Reykjavík, þar sem segir, að „stjórnar. og trúnaðar- ráðsfundur, haldinn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Aldan, mið vikudaginn 21. október 1970, mót mælir harðlega þeirri fyrirætlun, að m.s. Hafþór verði tekinn frá Hafrannsóknarstofnuninni og seld- ur, við tilkomu m.s. Bjarna Sæ- mundssonar." Eins og fram kom í Tímanum í dag, urðu nokkrar umræður um þetta mál á Alþingi í fyrradag vegna fyrirspurnar frá Eysteini Jónssyni. Þar upplýsti Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsráð- FB, Reykjavík, miðvikudag. Síðdegis í dag var kveðinn upp dómur á Seyðisfirði í máli brezku sjómannanna, sem brutust þar inn í verzlanir í síðustu viku. Þrir Bretanna fengu sex mánaða fang- elsi, skilorðsbundið, og einn fjög- uira mánaða fangelsi, skilorðs- bundið, en sá fimmti, sem setið hafði í gæzluvarðhaldi, hlaut eng- an dóm. Auk þess voru fjórmenn- ingarnir dæmdir til þess að greiða 88 þúsund krónur í skaðabætur, vegna skemmda og þess hluta þýf- isins, sem ekki hefur komið fram, og auk þess voru þeir dæmdir til greiðslu alls sakarkostnaðar. Við yfirhey.-slu játuðu mennirn- ir, að þeir hefðu brotizt inn í verzl- unina Turninn, og einnig inn i Kaupfélagið á Seyðisfirði. Þá ját- uðu þeir að lokum, að hafa brot- izt um borð í vélbát, sem lá við bryggju á Seyðisfirði. Þaðan var engu stolið, en nokkrar skemmdir urðu á bátnum við innbrotið. Reiknað var með að togarinn, Arsenal. færi frá Seyðisfirði í kvöld eða á morgun. Brotunum hof ur verið sleppt lausum. Þeir eru herra, að Hafþór yrði seldur þeg ar Bjarni Sæmundsson yrði tek- inn í notkun. Eysteinn Jónsson lagði hins veg ar megináhrezlu á, að Hafþór yrði ekki seldur og að á'kvörðun ríkisstjórnarinnar j því efni yrði endurskoðuð. Benti hann m. á. á, að þau smáu skip, sem ráð- herra vildi að kæmu í stað Haf- þórs, gætu ekki komið að hálfu gagni á við Hafþór, auk þess sem á því skipi væri mjög góður tækjabúnaður og skipshöfnin þrautþjálfuð. í umræðunum kom það fram h.iá fjármálaráðherra, að hann teldi rétt að endurskoðun færi Framhald á bls. 14. persónulega ábyrgir fyrir skaða- bótunum, og ekki hægt að koma fram ábyrgð á hendur útgerðinni, en hún hefur hins vegar lofað að- stoð við innheimtu á ofangreind- um upphæðum, að sögn Gísla Sig- urkarlssonar, fulltrúa bæjarfógeta á Seyðisfirði. GRUNDARMAL- IÐ FYRIR HÆSTARÉTTI OÓ—Reykjavík, miðvikudag. S'kaðabótamál Snæbjörns Sig urðssonar bónda að Grund í Eyja firði gegn ríkissjóði var tekið fyr ir í Hæstarétti í morgun. Upp- haf málsins var að Snæbirni var fyrirskipað að skera allt búfé sitt er hringskyrfi kom upp í kúm á bænum. Fór Snaebjörn fraim á skaðahætur, en fékk ekfci. í undirrétti féil dómur á þá lund að hatm skyidi ektó fá ákaðábætur. Var þá málhrn áfrýjað til Hæsta i'éttar. Er déms að vænta í nœstu viku. Annars vegar flytur dóttir Snæ Ibjoms, Hólmfríður, málið og Sig- urður Ólason fyrir hönd rikis- sjóðs. Aðalfundur í Keflavík Aðalfundur Framsófcnarfélags Keflavtkur verður halÆnn í Aðal- veri, Keflavík, laugardaginti 7. nóv. og hefst kl. 14 e. h. — Fundarefni: Vertjuleg aðaTfundarstörf. Sfcjomm. Reykjanesk|ösdæfni Fundur í stjóm kjördæmissam- bands Framsóknarmanna í Reyfeja- neskjördæmi verður haldinn mánu daginn 9. þ. m. í Skiphól í Hafmar- firði, og hefst kl. 20,00 Fu-ndanefwfc Framboðslistinn. Kjördæmis|wng, Önnur mál. Áríðandi að allir formerm Fram- sóknarfélaga í kjördæmiwu mæfi, Banaslys á Skriðdal FB—Reykjavík, miðvikudag. í dag varð banaslys á Geirólfs- stöðum í Skriðdal. Kona bóndans á bænum, Pálína Stefánsdóttir, lenti í úttaksdrifi dráttarvélar og beið þegar bana. Á bænum býr einnig sonur Pálfnu og manns hennar. Var hann í gær að vinna við að raka áburði af túninu. Maðurinn missti meðvitund af ókunnum orsökum. Talið er líklegt, að Pálína hafi séð son sinn liggja meðvitundar- lausan við dráttarvélina. Hafi hún þá farið út til þess alS gæta að honum, en lent í úttaksdrifinu.1 — Þegar menn komu að var konan látin og sonur hennar enn meðvit- undarlaus. FRAMSÓKNARVIST A SÖGU ER í KVÖLD Framsóknarfélag Reykjavíkur ins, Hringbraut 30, sími 24480 heldur Framsóknarvist að Hót- el Sögu í dag, fimmtudag, og hefst hún kl. hálf níu. Stjórn- andi vistarinnar verður Markús Stefánsson, en Eiuar Ágústsson, alþingismaður, flytur ræðu. Að lnkinni Framsóknarvistinni verð ur dansað. Mjög glæsileg verð- laun verða veitt á þessu spila- kvöldi. Aðgöngumiða er hægt að fá á skrifstofu Framsóknnrflokks- og á afgreiðslu Tímans, Banka- stræti 7, sími 12504. Einar Markús BRETARNIR DÆMDIR FYRIR ÞRJÚ INN- BROT Á SEYÐISFIRÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.