Tíminn - 07.11.1970, Síða 10

Tíminn - 07.11.1970, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. nóvember 1970. Sebastien Japrisot: Kona, bíLL 36 úr kjólpilsinu, og fyrir mér varð þá bréfmiðinn, sem Philippe hafði fundið á líkin'j. Ég fcveikti ijósið. l>etta var símskeyti, skrifað á eyðublað merkt Orly-flugvelli. Skeytið var stílað á einhvern Maurice Kaub, farþega með Air France 405, og móttekið tíunda júlí klukkan sex fimmtíu og fimm eftir hádegi. Síðan voru liðnir rúmir tveir sólarhringar. Skeytið var svohljóðandi: Farðu ekki frá mér. Ef þú gerir það, elti ég þig til Villeneuve. Ég er öll að sálast máttu vita, og ég ■gæti gert hvað sem er. Undir var skrifað Dany. SKímanúmer sendanda var nú- merið mitt. Brautin sveigir og beygir, pg uppi er haf og niðri tungl. Ég man ekki fleira. Ég veit ekki, hvernig ég komst aftur á Hotel Bella Vita. Ég veit ekki einu sinni hvort ég ætlaði þangað aftur. Það var kalt. Mér var kait. Ég held ég hafi ekki tekið eftir því, að ég var á suðurströndinni. Nei, ég var á leiðinni til Chalon. Ég var nýkomin frá lækni, sem hafði bú- ið um höndina á mér. Ég var ný- búin að hitta bilfélavirkja og lög- regluþjón á bifhjóli. Innaa skamms mundi ég rekast á Phil- ippe, tala við hann á bökkum Saone, en í þetta skipti gerði ég ekki stanz. Nei, ég mundi ekki stoppa, og allt færi á annan veg. Og þá var það hvítur kjóljinn. er laugardagur 7. nóv. — Villehadus Tungl í hásuðri kl. 20.38. Árdegisháflæði í Rvík kl. 0.17. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan t Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Simi 81212. Kó. -vogs Apótek og KeflavíkUi Apótek eru opin virka daga ki 9—19, laugardaga kl 9—14, helgidaga I k!. 13—15 Slökkviliðið og sjúkrabifreiðii fyr- ir Reykjavík og Kópavog. símt 11100. Sjúkrabifreíð 1 Bafnarfirðl. stmt 51336. Almennar upplýslngar um lækna þjónustu i borginnt eru gefnar símsvara Læknafélgs Reyk.iavík ur, simi 18888. Fæðingarheimilið t Kópavogl. fflfðarvegi 40 simi 42644. Tannlæknavakt er t Heúsuverndar stöðinni, þar sem Slysavarðs: an var, og et opin laugardrga og sunnudaga kl 5—6 e. h. Simi 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virfca daga frá k:. 9—7, á laug- TÍMINN , gLeraugu og byssa Ég held mér hafi þótt hann varða miklu. Ég hugsaði um hvítan kjól- inn í ókunnu herbcrgi, og mér var huggun að vita af honum þarna. Hann heyrði mér til. Hann var eitthvað, sem ég hafði átt fyr- ir föstudaginn tíunda júlí. Með því að ná í kjólinn mundi ég ná sjálfri mér. Höfnin í Cassis glitraði enn aí ljósum. Gítarvæl hjáróma úr op- inni krá, og nokkrri strákar, sem dönsuðu eins og fífl undan bíln- um. Ég neyddist til að stanza. Einn þeirra laut yfir hurðina og kyssti mig á munninn, andfúll af brennivíni og tóbaki. Síðan strönd in óg hvítar steinvölur, márískir turnar og tungl, sem lónaði gegn- um lauflangar pálmakrónur. Næturvörður í gylltu stássi rétti mér lykilinn. Mér finnst hann hafa rabbað um veðreiðar. og ég j svaraði honum eins eðlilega og mér var unnt. Þegar ég hafði lok- að hurðinni og smellti í lás, fór ég aftur að gráta. Tárin streymdu niður kinnarnar, en mér þótti bau ekki mín eigin tár. Ég tók upp af rúminu hvítan kjólinn og hélt honum að mér stundarkorn. Ég kannaðist við lyktina af sjálfri mér og ilmvatnið, sem ég hafði notað árum sarnan, en mér varð ekki rórra. Ég afklæddist og skreið j rúm- ,ið, kjóllinn á gólfinu og skeytið í þvölum lóía. Ég las það nokkr- um sinnum yfir, áður en ég slökkti ljósið, og síðar kveikti ég á náttborðslampanum og las og 'las. 08,7*11 I Ég þekkti ekki þennar. Maurite' Kaub. Ég hafði aldrei sent þetta skeyti. Klukkan sex fimmtíu og fimm, föstudaginn tíunda júlí, var ég í Villa Montmorency og sveitt- ist við ritvélina. Ég var hjá Cara- vaillehjónum og telpunr.i þeirra. Um þetta jeyti hafði einhver laumazt inn j stofuna heima á Rue de Grenelle og notað nafnið mitt og símanúmer. Á því lék eng inn vafi. í byssuna, sem Philippe hafði fundið hjá líkinu, var skorið fanga mark, M.K. nafnmerki Maurice Kaub. Milii byssunnar og þessa skeytis voru augljós tengsl. Lík- inu hafði ekki verið troðið í bíl- inn af hreinni tilviljun. Á föstu daginn tíunda júlí hafði einhver fengið mér, Dany Longo, aðalhlut verk í skipulegri martröð. Á þe.*su lék heldur ekki vafi. Ég véit ekki, hvort ég sofnaði. j Stundum sá ég fyrir mér atvik úr ferðinni, og þau birtust svo snögglega, að ég galopnaði augun. Hvítt bréfspjald á afbreiðsluborð inu í Hotel La Renaissance. Hc cel stjóri og vonzkurödd: „Longo, Danielle Marie Virginie, aldur tuttugu og sex, vinnur á auglýs- ingastofu. Þetta eruð þér, ekki satt“. Eitthvað fyrir aftan mig í salerniskytru á bensínstöð. Lög- regluþjónn og ljósgeisli að snuðra í bílnum. Hann biður mig að opna tuðruna. Hún heitir Maur- een. Þau segjast hafa séð mig áð- ur og talað við mig. Ég stefndi í þveröfuga átt. Til Parísar, í morgun. eldsnemma í morgun. Og þá morgnaði í raun og veru. Ég opnaði augun. Ég sá, hvernig dagskiTpan fyllti út í herbergið. Nei, þetta voru ekki glettingar. Aljt var þaulhugsað. Þetta var samsæri. Einhver hafði látið líta svo út sem ég væri á ferli milli Maoen >^t Avallon í bítið á laug ardagsniorgun. Guð má vita hvers vegna. Hann notaði símann á Rue de Grenelle, svipinn á mér, klæða burðinn, dökk gleraugu. öll auð- kenni. Fólkið laug því ekki að hafa séð mig. Það hafði „séð“ mig en það var önnur kona í öðrum bfl, sem. . . Tómt myrkur. Ég settist upp í rúminu og hróp aði næstum. Þetta var brjálæði. Þetta var útilokað. Sania hver í hlut átti. Ef undan voru skildir yfirnáttúrlegir hæfileikamenn, þá gat enginn hafa ákveðið fyrir fram að senda símskeyti í mínu nafni og flækja mig þannig við lík, sem hann læddi svo í bílinn hálfum öðrum sólarhring seinna. Þaðan af siður gat einhver hagað þvi svo fyrir fram, að önnur kona líkti eftir mér á þjóðbraut 6, löngu áður en ég fékk þá flugu í höfuðið að stela bílnum og skjót- ast suðureftir. Það hafði enginn hugmynd um þessa ætjun mína á föstudagskvöid, ekki einu sinni ég sjálf. Bíddu róleg, sagði ég við sjálfa mig, bíddu róleg, efcltí flana að neinu. Farðu yfir þett* ?ftur. Ein hvers staðar hlýturðu að finna skýringu á þessu. Einhvers staðar. En ég fann hana ekki. Ég var sturluð af ótta. Mér hafði aldrei komið til hugar, að ég mundi yf- irgefa sjálfa mig. Ajjt hafði þá byrjað utan við mig og utan við annað fólk. Skeytið var ekki af þessum heimi. Konan. sem líkti eftir mér á brautinni, var ckki mennsk að náttúru. Ég varð að sætta mig við þetta. Heilum degi og heilli nóttu áður en ég hnupl- aði bílnum. hafði eitthvert afl úr öðrum geimi kjörið mig til leiks og stiórnaði úr því gerðum mín- um, ævi og örlögum, og líf mitt var endileysa. Kjörin til leiks. Undir stjórn einhvers. Nánd að baki mér. Eymsli í hendinni. Eymsli í mag- anum, þar sem Philippe hafði sleg ið mig. Refsing. Barnið mitt litla var drepið í Ziirich fyrir fjórum árum. Eitthvert óþekkt afl utan út öðrum geimi, sem vék efcki af TUUMl Yokohama snjóhjólbarðar Flestar stærðir með eða án ESSO-NESTI ISAFIRÐI ardögum kl. 9—2 og á sunnu dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl 2—4. Mænusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur, á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá I' r- ónsstíg, yfir brúna. Kvöld og helgidagavörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 7—13 nóv. annast Lyfjabúðin Iðunn og Garðs Apótek. Næturvörzlu i Keflavik 7. og 8. nóv. annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 9. nóv. ann- ast Guðjón Klemenzson. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins: Hekla er væntanleg til Reykjavíkur í dag úr hringferð að vestan. Herj- ólfur fór frá Vestmannaeyjum kl. 8,30 í morgun til Þorlákshafnar. Fer þaðan aftur kl. 18,00 til Vest- mannaeyja. A morgun (sunnudag) fer Herjólfur frá Vestmann-aeyjum kl. 14,00 til Þorlákshafnar og Reykjavík-ur. Herðubreið er á leið frá Hornafirði til Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S.: ) Arnarfell fór í morgun frá B(org- arnesi til ísafjarðar, Sauðárkróks og Akureyrar. Jökulfell er í New Bedford. Dísarfell fór frá Vent- spils í gær til Svendborgar. Litla- fell fór frá Reykjavík í gær til Akureyrar. Helgafell er í Riga. Stapafell fór frá Reykjavik í gær til Þorlákshafnar og Vestmanna- eyja. Mælifell fer í dag fr Norr- köping til Lugnvik, Malaga og Barcelona. FLUGÁÆTLANIR Flugfclag íslands hf.: Millilandaflug: Gullfaxi fór til Osló og Kaupmantia hafnar kl. 08:45 í morgun og er væntanlegur aftur til Keflavíkur kl. 21:20 á sunnudagskvöldið. ínnaidandsflug: í dag er áætla'ð að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), til Vestmanna- eyja (2 ferðir), til ísafjarðar, Hornafjarðar og Egilsstaða. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), til Raufar- hafnai', Þórshafnar- Vestmanna- eyja og ísafjarðar. LoftleiSir hf.: Snorri Þorfinnsson er væntanleg- ur frá New York kl. 08:00. Fer til Luxemborgar kl. 08:45. Er vænt- anlegur til baka frá Luxemborg kl. 17:00. Fer til New York kl. 17:45. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Osló, Gautaborg og Kaupmanna höfn kl. 15:30. Fer til New York kl. 16:30. KIRKJAN Neskirkja. Bamasamkoma kl. 10,30. Messa kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Guðs- þjónusta ki. 2. Séra Frank M. Halldórsson. Seltjarnarnes. Barnasamkoma í íþróttahúsi Sel- tjarnarness kl. 10,30. Séra Frank M. Halldórsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Ferm- ingarmessa kl. 1.30. Séra Arel'íus Níelsson. Aðventkirkjan í Reykjavík. Guðsþjónusta í dag kl. 11. Sam- koma á morgun kl. 5. Ræðumaður Sigurður Bjarn-ason. Einsöngur Ámi Hólm. Ásprestakall. Messa í Laugarneskirkju kl. 5. Barnasamkoma í Laugarásbiói kl. 11. Séra Grímur Grimsson. Mosfellskirkja. Messa kl. 11. Séra Bjarni Sigurðs- son. Brautarholtskirkja. Messa kl. 2. Séra Bjarni Sigurðs- son. Hafnarfjarðarkirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Garð ar Þorsteinsson. Bessastaðakirkja. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. Nesþingaprestakall. Messa í Ólafsvíkurkirkju sunnu- dag kl. 2. Prófastur séra Þorgrím- ur Sig-ui’ðsson setur nýskipaðan sóknarprest séra Agúst Sigurðs- son inn í embættið. BústaÖaprestakalI. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns dómprófast-ur. Messa kl. 2. Séra Pétur Ingjaidsson prófastur. Barnasamkoma kl. 11 í Miðbæj- arskólanum. Sóknarprestar Kópavogskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2. Fermingarbörn næsta árs eru beðin að mæta. Séra Gunnar Árnason. Háteigskirkja. Lesmessa kl. 9.30. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2. Séra Jón Þorvp'ðsson Hallgrímskirkja. Barnagui'ðsþjónusta kl. 10. Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar ~irus- son. Messa kl. 2. Dr. Jakob Jóns- son. Fermingarbnrn og foreldrar þeirra beðin að mæta. Grensásprestakall. Ki'B'níboðsdagur. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu Miðbæ kl. 1,30. Guðsþjónusta kl. 14. Teki'ð á móti gjöfum til kristniboðsins. Séra Jónas Cislason. Laugarneskirkja. Messa kl. 2. Kristniboðsdagurinn. Bamaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 11. Messa ki. 2. Séra Bragi Benediktsson. Kirkja Óháða safnaðarins. Messa kl. 2. Væntanleg fermingar- börn ársins 1971 eru beðin að koma til viðtals á eftir. Séra Emil Björnsson. FELAGSLÍF Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Þriðjudaginn 10. nóvember hefst handavinna og ýmiss konar föndur kl. 2 e.h. 67 ára borgarar og eldri velkomnir. Kvenfélagið Edda. Fundur verður haldinn í félags- heimilinu Hverfisgötu 21. mánu- daginn 9. nóv. kl. 8,30 Helga Gunn arsdóttir kemur á fundinn og talar um rauðsokkuhreyfinguna. Mætum allar. Stjórnin. Basar styrktarfélagsins Alfa Rv. verður a-ð Ingólfsstræti 19. sunnu- dag 8. nóvember kl. 2. Dómkirkjan. Kaffisala og basar í Tjarnarbúð á morgun sunnudag 8. nóvember kl. 2.30 — 5.30. Kirkjunefnd kvenna Dó’ Kirkjunnar. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir fyrir stúlkur og pilta 13 ára og eldri mán-udagskvöld kl. 8 30 opið hús frá kl. 8. Séra Frank M. Halldórsson. ORÐSENPING Oháði söfnuuurinn. Sr. Emil Björnsson bi'ður börn, sem ætla að fermast hjá honum árið 1971, að koma í Kirkju óháða safn- aðarins kl. 2 á morgun sunnud.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.