Tíminn - 12.11.1970, Síða 1

Tíminn - 12.11.1970, Síða 1
máwrn 257. tbl. — Fimmtudagur 12. nóv. 1970. — 54. árg. f-HrjSTlKISTUH * FRYSTISKÁPAR * ASI: Allir kjarasamningar eru úr gildi fallnir verði frumvarpið um skerðingu á samningum samþykkt EJ-Reykjavík, miðvikudag. Miðstjórn Alþýðusambands íslands hefur fjallað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um verðstöðvun, þar sem gert er ráð fyrir kjaraskerðingu og frestun á greiðslu vísitöluuppbóta til iaunþega. Miðstjórnin lýsir því einróma yfir, að verði þessi skerðingarákvæði frumvarpsins samþykkt á Alþingi, sé grund velli kjarasamninganna frá 19. júní síðastl. kippt brott, „og þeir því úr gildi fallnir hvað öll kaupgjaldsákvæði áhrærir". Hvetur miðstjórnin öll verkalýðsfélög til að til- kynna viðsemjendum sínum, að þau muni krefjast nýrra kjarasamninga komi skerðingarákvæði frumvarpsins til fram- kvæmda. Við Gúmmíbarðann í Skiphotti var þessi ökumaður að setja negld snjódekk undir nýja bíllnn í gærdag. (Tímamynd G.E.) Negld fólks- bílasnjódekk kosta 10-13 þúsund kr. KJ-Reykjavik, miðvikudag. Það er ekki seinna vænna, að búa bifreiðina undir vetrar- akstur, hvað hjólbarðana snert- ir, enda hefur líka verið mikil ös á hjólbarðaverkstæðunum í Reykjavík undanfarna daga, og sífellt fleiri sem setja negld snjódekk undir bifreiðir sínar, en hafa yfirgefi'ð keðjurnar. Fjögur negld snjódekk undir fólksbíl kosta 10—13,500 kr., ef menn setja dekkin sjálfir undir bílinn. í þeim kafla umferðarlag- anna, sem fjallar uui gerð og búnað ökutækja, segir svo í 5. gr. g lið: „Ef hált er, skal hafa snjókeðjur á hjólum eða annan búnað, sem bifreiðaeftir- lit ríkisins viðurkennir.“ Lengi vel voru keðjurnar al- gengastar, en negld snjódekk hafa sífellt verið að vinna á. þrátt fyrir þá staðreynd, að meira slit verður á varanlegu Framhald á bis. 14 Með þessari yfirlýsingu virðist því ljóst, áð verkalýðshreyfingin hyggst ekki una því, að kjarasamn- ingar verði að engu gerðar með lögþvingunum. Jafnframt er bent á það, að nái ógilding lögmætra samninga nú fram að ganga, þá „leiði það óhjákvæmilega til þess Byrjað að setja niður 3 seinni rafalana eftir áramót: Síðastí rafaffinn s Búrfells- virkjun í notkun vorið 1972 KJ-Reykjavík, miðvikudag. Eftir áramótin byrjar af fullum krafti vinna við að setja þrjá seinni rafalana niður í Búr- fellsvirkjun, en það verk tekur all- langan tíma, og á síðasti rafallinn af þessum þrem seinni, að vera kominn í gagnið vorið 1972, að því er Páll Flygenring, yfirverk- fræðingur hjá Landsvirkjun sagði Tímanum í dag. Miðað við að hægt sé að fá sömu umframorku út úr þessum þrem seinni rafölum og hinum fyrri fæst jafn mikil um- framorka út úr fullgerðri Búrfells virkjun, 30 megawött, og fæst úr virkjunum við Laxá í S-Þing. miðað við annan áfanga virkjunar- innar fullgerðan. Páll Flygenring yfirverkfræðing ur sagði fréttamanni Tímans, að ráðgert væri að fyrsti rafallinn af þrem þeim seinni, yrði kominn í gagnið í október 1P71, annar um áramótin 1971—72 og sá þriðji og síðasti vorið 1972. Hver rafall á að framleiða 35 þúsuna mega- wött, eins og þeir þrír sem nú snúast daga og nætur, en þeir þrír hafa gefið allt upp í 1201 þætti, og urnfrainorkan er því megavött, og þolað það vel. Sex 30 megawött. rafalar ættu því að geta gefið allt upp í 240 megawött er þurfa I Framhald á bls. 14. Þingsályktunartillaga Framsóknarmanna: Leitað verði samkomu- lags um bann við lax- veiðum í N-Atlanthafi EB—Rcykjavík, miðvikudag. Þingsályktunartillaga var í dag lögð fram á Alþingi um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir samkomulagi Evrópuþjóða um algert bann við laxveiði í Norð- ur-Atlantsliafi. Eru flutnings- menn þrír þingmenn Fram- sóknarflokksnis þeir Ágúst Þor valdsson, Ilalldór E Sigurðs- son og Ásgeir Bjarnason. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn. að á und- anförnum árum hafi fréttir borizt af mikilli laxveiði í haf- inu við Grænland. Munu dansk- ir veiðimenn einkum hafa stundað slíkar veiðar. Sú mikla laxveiði í sjó sem þarna sé Framhald e. bls 14. að ekki verði unnt að gera kjara- samninga nema til fárra mánaða í senn, til stöðugrar óvissu fyrir báða aðila vinnumarkaðarins“. Yfirlýsing þessi var samþykkt á fundi miðstjómar Alþýðusam- bandsins í gær með atkvæðum allra fundarmanna og hljóðar svo: „Vegna framkomins frumvarps rikisstjórnarinnar um „ráðstafan- ir til stöðugs verðlags og at- vinnuöryggis" ályktar miðstjóm Alþýðusambands íslands eftirfar- andi: 1. Að hún mótmæli eindregið þeim ákvæðum frumvarpsins, sem fela í sér skerðingu á Taunum samkvæmt samningum verkalýðs- félaganna, frá 19. júní s.l„ og síð- ar með þeim hætti að umsömdum vísitölugrundvelli er hreytt til kaupskerðingaæ um 1 stig, 2 vísi- tölustig felld niður í sama tilgangi og verðlagsbætur miðaðar við tíma, sem launafólki er um sinn mun óhagstæðari, en samningar kveða á um. 2. Að hún telur, að með þess- um hætti sé grundvelTi samning- anna frá 19. júní s.l. og siðar kippt brott, og þeir því úr gildi fallnir hvað öll kaupgjaldsákvæði áhrærir, verði þessi frumvarps- ákvæði lögfest. 3. Að hún hvetur því öll sam- bandsfélög til að tilkynna við- semjendum sínum, að þau muni krefjast nýrrra kjarasamninga, komi skerðingarákvæði frumvarps ins til framkvæmda. 4. Að hún vísar til samþykktar sinnar frá 11. október s.'l. og stað- hæfir, að unnt sé eftir þeim Teið- um sem þar er bent á, að stöðva verðbólguþróunina, án þess að grípa þurfi til lögþvingaðra breyt- inga á gerðum og gildum kjara- samningum verkalýðsfélaganna. 5. Að hún telur.að frjáls samn- ingsréttur verkalýðshreyfingarinn- ar sé þverbrotinn með framan- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.