Tíminn - 12.11.1970, Side 6
TIMINN
FIMMTUDAGUR 12. nóvcmber 1970
LARUS JÓNSSON
Eitt sinn gerðist ég hugsuður.
Þa3 var um jólaleytið í fyrra.
Eins og margir djúpúðgir lagði
ég hugsun mína fraim í spurn-
ingarformi. Hugsunin var svo-
hljóðandi: „Ætli bað geti verið
verra að vera myrtur með byssu
kúlum en með napalmsprengju
eða flísasprengju?“ Auðvitað
setti ég hugsun mína á blað, en
ég sendi hana Tímanum. Það
var mikil ógæfa, því að hún er
óprentuð emn. „Gefðu hundi
heii'a köku ...“ Það merkilega
(?!) er, að nú 10 mánuðum síð-
ar skýtur sömu hugsun upp í
hausnum á sendimanni sænska
drekans Dagens Nyheter í
Washingtom, D.C., Sven Öste.
Og það er um hann og hans
hugsun, sem þetta bréf á að
fjalla.
Sven Öste hefir um langan
aldur verið flökkufréttaritari á
orrustuvöllum víða um heim og
ritað um það ekki bara blaða-
greinar, heldur og bækur. Hann
var í Alsír, þegar þar var stríð,
og átti drjúgan þátt í að opoa
augu heimsins fyrir hryðju-
verkum Frakka þar. Átti hann
þar undir högg að sækja, því
að áhugi viðurkenndra frétta-
stofa á Vesturlöndum á því að
dreifa þekkingu um slíka hluti
var engu meiri þá en nú. Nú hef
ur Öste bækistöð í Washingt., en
sveiflast þar á milli og Vietnam.
Víetnam er ennþá mikið mál
í Svíþjóð. Enn starfa hópar
uugs fólks að því að kynna al-
menningi málefni þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar. Sænska stjórn-
in hefur nú sent sendifull-
trúa til Hanoi. í dag hófst í
Stokkhólmi þing, sem á að
fjalla um hryðjuverk og annað
það, sem USA aðhefst austur
þar.
Síðustu daga hefur mann-
ránamál þeirra Kanadamanna
hlotið stærstar fyrirsagnir utan-
ríkismála hér. Samtímis hefir
þó Dagens Nyheter ,’átið grein-
ar Östes frá réttarhöldunum
gegn Song-My-manninum David
Mitchell fá talsvert rúm og
sæmilegar fyrirsagnir. Ég finn
hjá mér hvöt til þess að kynna
lesendum Tímans að nokkru
frásagnir Östes frá réttarhöld-
um þessum.
„Einn maður í einkennisbún-
ingi er dreginn til ábyrgðar fyr-
ir dauða 30 Víetnama. Með her-
rétti, dómara, nefnd, öllum at-
höfnum réttarríkisins. Um er að
ræða einn tíuþúsundasta hluta
allra óbreyttra manns,'ífa, sem
bandaríski herinn hefur eytt í
Víetnam. Hver er sá réttur,
sem dregur einhvern eða ein-
hverja — í eða án einkennisbún-
ings — til ábyrgðar fyrir dauða
300 þúsund óbreyttra Víetnama.
Þetta er seinasta talan fyrir
tímabilið 1965 til júní 1970. Birt
af bandarískum sérfræðingum.
Auðvitað ekki af Pentagon, en
af sérfræðingum, sem safnast
í kringum Edward Kennedy í
öldungadeildarnefnd.“
Skýrsla þessarar nefndar
birtist einhvern næstu daga, en
hefir verið aðgengileg í hand-
riti — hartnær algjörlega þögg-
uð niður. Þó er lýsingin hóf-
samleg og töiUrnar alltof lágar.
Það er, hyggur Öste, pólitískt
ótaktískt að gera mikið veður
út af henni núna. Skýrslan sýn-
ir með tölum, að fullyrðingarn-
ar um, að dregið hafi verið úr
stríðsaðgerðum og að „friðun“
Suður-Víetnam gangi vel, fá
ekki staðizt. Fjöldi óbreyttra
fórnarlamba minnkar ekki. Frem
ur hið gagnstæða, b.íáningar og
eyðilegging aukast víða.
Á vissum svæðum orsaka
FNL og Norður-Víetnamar tals-
verðan hluta af því manntjóni,
sem skýrslan gerir grein fyrir,
en, segir í skýrslunni, aðaf-
ábyrgðin hvílir á Bandaríkja-
mönnum.
Hið takmarkaða stríð gaf
Suður-Vietnam hálfa milljón
nýrra flóttamanna á fyrri helm-
ingi þessa árs. Nú eru, skv.
skýrslunni, um 6 milljónir flótta
manna (þriðji hver íbúi) í S.-
Víetnam og fjöldinn bara eykst.
Árangur innrásarinnar í Kam
bodíu er ein milljón flótta-
manna (sjötti hver íbúi). Einn-
ig Laos á sinn ■ kafla í skýrsl-
unni. Laos er nú undir sprengju
regni, sem er tvöfalt á við það,
sem áður dundi yfir Norður-
Víetnam. „Bandarískar aðgerð-
ir, sem hafa hartnær útrýmt
Meo-þjóðflokknum — 200 þús-
und dauðir — og gert mikinn
hluta íbúa Laos að flóttamönn-
um. Nokkuð, sem, leggur skýrsl
an áherzlu á, var tu'gangur
sprengjufellinganna.“
Auðvitað hjálpar USA flótta-
fólkinu. „Árlega leggur USA að
mörkum til hjálpar í Laos upp-
hæð, sem svarar kostnaði
við sex daga sprengjuregn
yfir Laos.“
Eftir þessa lýsingu er Öste
varla láandi, þótt hann spyrji
hver sé munurinn á að þrýsta
á hnapp í sprengjuflugvé,’ og að
þrýsta á gikkinn á M-16 byssu.
„Með réttarhaldinu gegn David
Mitchell, hér í Fort Hood, er leit
azt við að telja okkur trú um að
mismunurinn sé gífurlegur,"
,,Þeir hrintu Víetnömunum
niður í skurðinn, ráku þau nið-
ur með byssuskeftunum, og
tóku að skjóta. Skutu niður í
skurðinn af um pað bil tveggja
metra færi. Á víetnamskar kon-
ur, börn og aldraða menn.
Nokkrir ungir menn? — Nei.
— Nokkrir /opnaðir? — Nei
Þau féllu og þau kveinuðu.
Hversu mörg? • Kannski 20-30.“
Þetta eru orðaskipti úr einni
yfirheyrslunni. Stöðugt endur-
tóku þau sig. — Enginn, sem
skaut? — Nei. — Sáuð þið nokk
urn vopnaðan? — Nei. En verj-
andinn er ekki af baki dottinn.
— Hafði eikki vitnið skottð? —
Jú, eitt vitnanna hafði meypt
af skotum, en vissi ekki hvort
hann hafði hæft nokkurn. —
Hafði ekki vitnið gert sig sekan
um nauðgun? — Nei. — En
misþyrmt annarri konu? — Nei.
— Hataði ekki vitnið sakborn-
inginn? — Ja, ekki var þeiim
vel til vina.
Og svarti pilturinn í vitna-
stúkunni, hafði hann ekki verið
í klammeríi við réttvísina? —
Jú, 17 ára gamall dæmdur í
Mississippi var hann dæmdur í
fangelsi fyrir að hafa gægzt á
glugga. Eftir tvö ár var honum
sleppt vegna góðrar hegðunar.
„Dómarinn hallar sér fram í
stólnum í átt að vitninu. —
Tvö ár? Já. Ákærandinn kemur
til hjáTpar og útskýrir: það var
hvít kona innan við gluggann í
Mississippi.“
David Mitchel neitar ákær-
unni. Verjandinn, á'ður fremur
lítt þekktur suðurríkjamaður,
Ossie Brown, á sér hauka í
horni. Herrétturinn strandaði
um tíma, þegar þmgnefnd neit-
aði að láta af hendi afrit af
vitnaleiðslum, sem nefndin
hafði gengizt fyrir, vegna Song-
My-hryðjuverkanna!! Þar með
er lögum samkvæmt ómögulegt
fyrir ákæranda herréttarins að
yfirheyra nokkurt hinna 117
vitna, sem nefndin hafði yfir-
heyrt. Dómstóllinn hefir grát-
bænt nefndina, hermálaráð-
herrann líka — árangurslaust.
„Þegar þingnefndin með fjóra
„hauka" í broddi fylkingar
framkvæmdi yfirheyrslur sínar
fyrir hálfu ári var örðugt
að skilja til hvers þær voru
gerðar. Nú vita menn betur."
Rétturinn á að svara bví. hver
sé munurinn á að myrða
með byssukúlu og að myrða
með napalm- eða flisaspnengju.
Svarsins er beðið með eftir-
væntingu víða um heim.
Uppsölum 22 10 1970.
Lárus Jónsson
iVörubifreida
stjórar
BARÐINNHF.
ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501.
regn yfir Laos.“ Myndin sýnir eitt af fórnarlömbum stríðsins í Indó-Kína.