Tíminn - 12.11.1970, Síða 14
TÍMINN
MMMTUMGTO 12. nóvember 1970
Ályktun
barnakennara
BlaSinu hefur borizt eftirfar-
andi a.Yktun, sem samþykkt var
samhljóða á fundi 9. kjörsvæðis
Sambands ísl. barnakennara:
„Fundur kennara á 9. kjörsvæði
Sambands íslenzkra barnakennara
(þ.e. í Reykjanesumdæmi) hald-
inn í Lækjarskóla í Hafnarfirði 31.
október 1970 lýsir þeirri skoðun
sinni, að svo lengi hafi dregizt að
leiðrétta ranglát launakjör kenn-
ara, að með öllu sé óhæft, að samn
ingum um kaup og kjör þeirra og
annarra ríkisstarfsmanna skufi
hafa verið frestað."
Aðstoð við
þróunarlöndin
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi samþykkt ráðstefnu HGH og
SÞ-félagsins fyrir skömmu:
„Ráiðstefna haldin í Reykjavík
laugardaginn 31. október 1970 á
vegum Félags Sameinuðu þjóð-
anna og Herferðar gegn hungri
lýsir sig samþykka meginhugmynd
um þeim, sem fram koma í frum-
varpi til laga um aðstoð ís.lands,
við þróunarlöndin, er Ólafur
Björnsson, Björn Jónsson, Jón
Ármann Héðinsson, Karl Guðjóns-
son og Ólafur Jóhannesson hafa
nýlega f.'utt í efri deild Alþingis."
Skorar ráðstefnan á Alþingi að
samþykkja frumvarpið.
Á VÍÐAVANGI
Framhald af bls 3
tilbúnaði á Alþingi nokkurn
tíma gert stefnu sína eins
skýra eins og Framsóknarflokk
urinn hefur nú gert.“
Stjórn á f járfest-
ingunni
Spurður um það, hvort ekki
sé verið að leggja til að tekið
sé upp leyfakerfi á ný í frum-
varpi um Atvinnumálastofnun,
þar sem kveðið sé á um að
heimilt sé að banna tilteknar
fjárfestingar um tiltekinn tíma,
sagði Ólafur:
„Gert er ráð fyrir því, að
Atvinnumálastofnunin hafi það
hlutverk að semja áætlanir til
langs tíma og líka framkvæmda
áætlanir. Þetta á að miða að
því að tryggja atvinnuöryggi
hvarvetna um landið og tryggja
að það takmarkaða fjármagn,
sem við höfum til umrá’ða komi
að sem bcztum iiotum. Við
Ieggjum mesta áherzlu á upp-
byggingu atvinnulífsins. Það
er ekki hægt að gera nema
hafa þá stjórn á atvinnumál-
unum, sem við teljum nauðsyn
lega, nema hafa stjórn á fjár-
festingunni. En það er lögð
áherzla á það í frumvarpinu
og greinargerð þess, að þetta
skuli gert með almcnnum regl-
um og því er alls ekki lagt til
að taka upp það gamla leyfa-
kerfi, sem hér tíðkaðist einu
sinni. Það hefur átt sér stað
og á sér stað í nálægum lönd-
um ,að tilteknar framkvæmdir
hafi algerlega verið bannaðar
í 1—2 ár, t.d. verzlunarhúsa-
byggingar eða eitthvað, ég er
ekki á móti þeim, en ég bara
nefni þær.“ — TK
Samkomulag
Framhaid ai bls. 1
um að ræða, hafi vakið mik-
inn ótta hjá eigendum lax-
veiðijarða og larveiðimönnum
yfirleitt, „um að laxfiskastofn-
inum verði eytt eða hann að
minnsta kosti mjög rýrður, ef
þessum veiðum verður haldið
áfram, og þær ef til vill aukn-
ar, eins og búast má við, ef
ekkert er að gert til að hamla
slíku. Yrði þá til lítils unnið
það ræktunarstarf, sem ísl. rík-
ið hefur með ærnum kostnaði
stofnað til í Kollafirði og gef-
ur góðar vonir um mikinn ár-
angur. Þá hafa einnig fiski-
ræktarfélög, veiðifélög og ein-
staklingar sýnt lofsverðan
áhuga á þessu sviði og sýni-
legur árangur orðið af því
þjóðnytjastarfi þeirra.“
Síðan segja flutningsmenn, að
þótt ekki hafi enn frétzt um, að
lax merktur hér hafi að neinu ráði
veiðzt við Grænland, þá beri var-
lega að treysta skýrslum áhuga-
samra veiðimanna á Grænlands-
miðum, því að vafasamt sé, að
þeir hirði um að athuga, hvort
merktir fiskar séu í aflanum, og
hvort þeir gefi áreiðanlegar skýrsl
ur um slíkt, sem megi byggja á.
Að lokum segja flutningsmenn,
að fleiri þjóðir en íslendingar eigi
hér töluvert í hættu. þar sem
er bæði um arð og yndi að tefla.
Hér sé á ferðinni náttúruvernd-
armál, hagsmunamál laxveiðiþjóða
eins og íslendinga og þar að auki
ánægju- og lífsorkulind fjölda
manna, sem iðka laxveiðar sér til
gleði og heilsubótar.
KSSSIi
Systir okkar og fóstra mín,
Ólöf Guðný Jónsdóttir
andaóist að Hrafnistu þriðjudaginn 10. nóvember.
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Ingveldur Jóna Jónsdóttir,
Jón Jónsson,
Gunnar H. Þórisson.
Faðir okkar,
Elías Þórðarson
frá Saurbæ,
verður jarðsunglnn frá Skarðskirkju laugardaginn 14. nóvember, kl.
13,00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10,00.
Börnin.
Þökkum innllega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekn-
ingu vlð fráfall og jarðarför
Pálínu Stefánsdóttur,
Geirólfsstöðum.
Guðmundur Svelnsson,
börn og tengdabörn.
A.S.Í.
Framhaid af bls. 1
greindum ákvæðum, ef af lögum
verður, og að tvsýnt sé um fram-
tíð hans, ef slíkri aðför að hon-
um er ekki mætt með fyllstu sam-
stöðu af hálfu verkalýðssamtak-
anna. Einnig telur miðstjórnin, að
nái ógilding lögmætra samninga
nú fram að ganga, leiði það óhjá-
kvæmilega til þess, að ekki verði
unnt að gera kjarasamninga nema
til fárra mánaða í senn til stöð-
ugrar óvissu fyrir báða aðila vinnu
markaðarins".
Búrfell
Framhald af bls. 1
6% meiri orkunotkun nú
en fyrir ári
Á svæði því, setn Landsvirkjun
sér fyrir rafmagni, er reiknað
með um 6% meiri orkuþörf á ári,
brátt fyrir að enginn orkufrekur
iðnaður hefji starfsemi sína. Þetta
hefur að sjálfsögðu það í för með
sér, að Landsvirkjun þarf stöðugt
á aukinni orku að halda. Sagði
yfirverkfræðingurinn í því sam-
bandi, að í vetur þyrftu Búrfells-
menn að fá meiri nýtingu út úr
Þjórsá en t.d. í fyrra, þar sem
orkuþörfin nú væri meira en þá.
Páll sagði að töluverður ís væri
nú í Þjórsá, og þegar ofar drægi
væri ís farinn að safnast meðfram
henni. Sérstakur verkfræðingur
var í fyrra í hópi ísathugunar-
manna, og stjórnaði hann aðgerð-
um við að losna við ísinn. en í
vetur mun Gísli Júlíuson stöðvar-
stjóri BúrfelTsvirkjunar stjórna
þessum aðgerðum eins og öðru
í sambandi við rekstur virkjunar-
innar. 4 ísathugunanmenn eru nú
á vakt allan sólarhringinn, og
fylgjast með hreyfingum á hon-
um, og skrá niður allar breyting-
ar sem verða á ánni.
íbróttir
Framhald af bls. 13.
spyrna leikin af kvenfólki í 16
löndum Evrópu, og að Knatt-
spyrnusamböndin í eftirtöldum
löndum hafi viðurkennt þess nýju
íþróttagrein:
England, Finnland, Vestur
Þýzkaland, Austur-Þýzkaland, Sví
þjóð, Sviss, Frakkland og Luxem-
borg.
Samkvæmt athuguninni er Sví-
þjóð með flest kvenna knatt-
knattspyrnuliðin eða 200 talsins,
en ísTand með fæst, — ekkert ein
asta lið.
Keflvíkingar,
Suðurnesjabúar
Björk, félag framsóknarkvenna
í Keflavík, heldur Framsóknarvist
í Aðalveri, sunnudaginn 15. nóv.
kl. 21,00, Húsið er opnað kl. 20.
Jón Skaftason alþingismaður flyt
ur ávarp. — Skemmtinefndin.
Dekk
Framhald af bls. 1
yfirborði gatna og vega við
notkun negldra snjódekkja.
Negld snjódekk hafa hingað til
ekki hlotið opinbera við-
urkeoningu, sem öruggur bún-
aður í háiku, en t.d. í Svíþjóð
þá er það viðurkennt, ef öll
fjögur snjódekkin undir bíln-
um eru negld. Margir bifreiða
eigendur hafa á undanförnum
árum aðeins haft snjódekk að
aftan, en ef einhverjar reglur
yrðu settar um neg.'d
snjódekk hér á landi, virðist
auðsætt, að ekki er hægt að
krefjast færri negldra dekkja
hér en t.d. í Sviþjóð, eða fjög-
urra defckja. Vanir bifreiða-
stjórar finna líka fljótt hve
bifreiðin er stöðugri í snjó á
fjórum negldum smjódekkjum,
jafnvel stöðugri en á keðjum
„að aftan“.
Naglinn kostar 6 krónur
ísettur
Eftir þeim upþlýsingum sem
Tíminn hefur aflað sér, þá mun
nagli í snjú lekk undir fólksbíl
kosta sex krónur ísettur, og
algengast og bezt er að nota
í kring uim 100 nagla í dekkið.
Sjálf snjódekkin kosta um og
yfir 2 þúsund krónur, fer verðið
að sjálfsögðu eftir stærð og
gerð fjölda strigalaga o.s.frv.
Þá hefur tíðkazt nokkuð að láta
sóla gömul nælonstrigadekk
með snjósóla, og kostar sóln-
ingin í kring um 1100 krónur
á fólksbíladekk, en þá á eftir
að setja nagla í þau.
Naglar í gömul snjódekk
Borgaryfirvöld hafa látið í
ljós áhyggjur sínar yfir auknu
sliti á götum, með aukinni notk
un snjónagla. Hafajíka margir
bifreiðaeigendur ekið of lengi
á nöglunum, í stað J<;ss að láta
draga þá úr á vorin, og láta
síðan negla dekkin aftur á
haustin. Að því er yfirverkfræð
ingur norskra hjólbarðaverk-
smiðja hefur látið hafa eftir
sér, virðist ekkert því til fyrir-
stöðu að negla gömul snjódekk,
ef þau eru ekki því slitnari, og
þarf þá nýjar holur fyrir nagl-
ana, og þurfa rnenn því að
aðgæta þegar dekki neru negld
í fyrsta skipti, að hægt sé að
negla þau aftur.
Snæfellingar
Við höldum Framsóknarvirtinni
áfram og næst verður spilað í
Stykkishólmi, laugardaginn 14. nóv.
1. verðlaun í keppninni er Mall-
orca-ferð fyrir tvo. í Stykki. Imi
flytur Alexander Stefánsson odd-
viti ávarp, og síðan verður éansað
Nefndin.
FUF í Vestur-SkaftafellssýsSu,
Rangárvallasýslu og Árnes-
sýslu halda
Félög ungra framsóknarmanna
í Vestur-Skaftafellssýslu Rangár-
vallasýslu og. Árnessýslu boða til
ifundar að Leikskálum Vík í Mýr-
idal laugardaginn 14. nóvember, kl.
16
Dagskrá:
1. Ávarp — Sigurður Jónssoti
formaður FUF i Vestur-Skafta-1
fellssýslu.
2. Aukin samvinna ungra manna j
í kjördæminu — EggeU Jóhann-
esson.Selfossi.
3. Ávarp — Már Pétursson
formaður S.U.F.
fund í Vík
4. Ræða — Helgi Bergs ritari
Framsóknarflokksins
5. Ræða — Jón Helgason. bóndi
Seglbúðum.
Ráðgerð er sameiginleg ferð á
fundinn fyrir íbúa úr vesturhluta
kjördæmisins. Verður lagt af stað
frá Selfossi kl. 13.
Nánari upplýsingar um fundinn
er hægt að fá hjá Sigurði Jóns-
syni, Vík. Grétari Björnssyni,
Hvolsvelli og Viðari Þorsteins-
syni, Selfossi. Allir eru velkomn-
ir á fundinn.
Mát í tveim leikjum.
Lítið vel á þrautina áður en þið
lesið lengra. En hér kemur svo
lausnarlieikurinn. Re4.
RIDGl
Spil nr. 32 og síðasta spilið í
leik íslands og Frakklands, sem
þá var Evrópu-meistari og í öðru
sæti á mótinu í Dublin 1967, þeg-
ar leikurinn var spilaður, yar þann
iö-*
S 1073 2
H D 9
T K 9
L KD109 3
S D G
H ÁG8 64
T 10 4 3
L 752
S ÁK64
H 10753
T 75
L Á 6 4
S 985
H K 2
T ÁDG862
L G 8
A V á hættu. A borði 1 opnaði
A, Svarc, á 1 L í þriðju hendi. S 2
T, V 2 Hj. N 3 T og A 3 Hj„ sem
var ,'okasögnin. Ut kom T-K og
Meiri T, sem tekinn var á ás og
Sp-9 spilað. Eftir það fékk Bou-
langer 10 slagi, en hins vegar er
ekki hægt að hnekkja spilinu. 170
til Frakklands. Á borði 2 opnaði
S á 1 T. N sagði 1 Sp„ S 2 T og
eftir 2 Gr. hjá N sagði S T í þriðja
sinn og 3 T urðu lokasögnin. Út
kom Sp.-D, síðan Sp.-G og L-5. A
tók á L-Ás og spilaði síðan Á og K
í spaða. S gat trompað hátt, tók
síðan trompin, og gat kastað Hj.
heima á L í blieidum. 110 til Frakk-
lands, sem vann því 7 stig á spilinu,
en Island sigraði í leiknum me® 78
stigum gegn 38, eða 8—0, eftir
þeim stigaska'a, sem þá var not-
aður. Stigatalan eftir leikinn, sem
var í 15. umferð — af 19 — var þá
þannig: ítalía 100, Frakkland 87,
ísland 85, Noregur 84 og Bretland
82, en þátttökuþjóðir voru 20.
Frá Alþingi
Framhald af bls. 8.
isrekstrar, a. m. k. um tíma. Þann-
ig er nú að okkar dómi háttað í
málefnum togaraútgerðarinnar.
Þess er alls ekki að vænta, að
nein endurnýjun eða aukning tog-
araflotans eigi sér stað í bráð,
nema ríkið beiti sér fyrir smíði
togara og útgerð beirra, svo sem
hér er gert ráð fyrir. En lands-
menn mega ekki við því að missa
þessi fengsælu framleiðslutæki,
sem oft hafa verið styrkasta stoð-
in undir atvinnulífi þeirra. En auk
þess er það svo, að ef að er gáð, þá
er hér í raun og veru um að
ræða stuðning við einkarekstur.
Með togaraútgerð ríkisins er fyrst
og fremst stutt við bakið á fisk-
vinnslustöðvunum, en þær eru yf-
irleitt í einkaeign og einkaresktri.
Það er skoðun flutningsmanna
þessa frumvarps, að stefna eigi
að því, að útgerð togara verði í
framtíðinni fyrst og fremst í hönd-
um félagssamtaka og einstaklinga.