Tíminn - 22.11.1970, Side 6

Tíminn - 22.11.1970, Side 6
18 TIMINN SUNNUOAGUR 22. nóvember 1970. G&gðmundur G, EÞórarmsson um skapuðagsmáB í borgarstjéru: umhverfi Skipulag er fy<rst og fremst áætlun um tilhögun og niður- skipan byggðar í framtíðinni, en í þeirri merkingu er orðið ekki gamalt í íslenzku. Skipu- lag sem fræðigrein er mjög lítið þróað hér á landi, en reynsla erlendra þjóða kemur ekki alltaf að gagni þar eð margir þættir skipulags eru mjög staðbundnir. Með skipu- lagi er verið að leggja drög að því umhverfi, sem komandi kynslóðir munu alast upp við og starfa í. En allir þekkja áhrif umhverfis á mótun skap- hafnar og lyndiseinkunnar og viðhorf manna til lífsins. Enn fremur eru margir þeirrar skoðunar, að umhverfið hafi veruleg áhrif á afköst manna í starfi og líðan, svo nokkuð sé talið. Þetta hefur orðið til þess, að æ fleiri félagslegir og þjóðfélagslegir bættir hafa ver ið ofnir inn í skipulag, og í framhaldi þeirra hafa flóknar tölfræðilegar athuganir verið notaðar í æ ríkara mæli sem tæki til þess að spá fyrir um líklega framvindu og reyna að skyggnast inn á víðlendur framtíðarinnar. En skipulag er jafnframt áætlun um gífurlega fjárfest- ingu. Áætlun um, hversu borg in skuli vaxa og hvernig að- laga skuli eldri borgarhluta kröfum breyttra tíma, hvaða svæði skuli taka til bygginga og til hvers konar nota. Slikar áætlanir geta verið mjög flóknar, háðar þáttum sem erfitt eða ómögulegt er að spá fyrir um s.s. þróun at- vinnuvega og þjónustufyrir- tækja, byggðastefnum og við- horfi manna til lífsins eftir tvo til þrjá áratugi. Regluleg endurskoðun nauðsynleg Einmitt vegna þess, hversu forsendur skipulagsáætlunar eru þvveðan 4 um framtíð- ina, ei nauðsymegt að endur- skoða áætlunina reglulega eða sífellt. Það, hversu miklar fjár- hæðir er um að ræða, gerir aft- ur nauðsynlegt að skipta áætl- uninni í áfanga, þar sem tíma- röð framkvæmda er ákveðin út frá hagfræðilegum sjónar- miðum um nýtingu fjármagns- ins os með tilliti til brýnustu framkvæmda hverju sinni. Skipulag borgar er því ekki aðeins uppdrættir, er sýnt vöxt hennar og þróun á næstu ár- um, heldur og greinargerð. sem sízt er eninna virði en upp drættirnir og byggð er upp að tæknilegum. hagfræðilegum og félagslegum þáttum svo nokk- uð sé nefnt. Jafnframt vinna allar tæknideildir borgar eftir skipulagsáætlun hennar, s.s. Gatna-, holræsa- og umferða- deild, vatnsveita, hitaveita, raf magnsveita, byggingadeild o.s. frv., þannig að mikið er í húfi að vel sé til áætlunarinnar vandað. Áuk þess þarf skipulagsáætl un að liggja ljós fyrir, þannig að bæði einstaklingar og fyrir- tæki geti kynnt sér, hver sé líkleg og yfiiríyst framvinda. Breyting skipulags getur haft mikil áhrif á líf og eigur ein- staklinga og hag fyrirtækja. Séu menn sammála um, að skipulag borgar sé fyrst og fremst áætlun, og áætlun sé þá fyrst einhvers virði, þegar for- sendur hennar eru svo traust- ar sem unnt er, skýrist vanda- málið nokkuð. Vissulega kann menn að greina á um, hversu bindandi áætlun skuli vera og æskilegt er að áætlun sé sveigj anleg, vegna þess hversu for- sendur kunna að breytast á áætlunartímabilinu. Þeir hafa og nokkuð til síns máls, sem telja að óvissan feli líka í sér möguleíka og það, að fresta ákvörðun er ákvörðun út af fyrir sig. Áætlun felur í sér spá um framtíðina og fyrirheit um, hversu skuli bregðast við Á fundi borgarstjórnar Reykja víkur á fimmtudaginn flutti Guð- mundur G. Þórarinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, til lögu um skipulagsmál, og fylgdi henni úr hlaöi með itarlegri ræðu um þau mál. Urðu miklar og á köflum heitar umræður á eftir. Hér birtist fyrri hluti ræðu Guðmunds, en á þriðjudaginn birtist siðari hluti ræðunnar. vandamálum hennar. Það er margt sem eykur á óvissu í áætlanagerð, ekki hvað sízt hér á okkar litla landi, s.s. örar hagrænar og menningarlegar breytingar, bylting í fram- leiðsluháttum, sveiflur í þjóð- arframleiðslu, sem að stórum hluta er frumframleiðsla og því mjög háð náttúrufari. sveiflur á erlendum mörkuð- um og smæð fyrirtækja o.s. frv. Ef til vill er þó stærsti hemillinn á áætlanagerð hér- lendis skortur á tölfræðilegum upplýsingum. Mikilvægt að nýta möguleika tækninnar Eigi að síður eru erfiðleik- arnir ekki næg afsökun fyrii- því að Iáta reka á reiðanum og fljóta sofandi að feigðar- ósi. Með aukinni þekkingu, tækni og rannsóknum má afla sér vitneskju um hegðan hinna ýmsu þátta sérhvers viðfangs- efnis á liðnum árum fram á þennan dag og síðan draga ályktanir um líklega fram- vindu þeirra á komandi árum. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir, hvar vandinn ligg- ur, hver sér orsök hans og hvaða atriði séu líklegust til að valda skekkju í áætluninni. Mikilvægt er að nýta þá mögu- leika, sem tæknin felur í sér. Fyrir málstað framtíðarinnar dugar tæpast að berjast með haugteknum vopnum forfeðr- anna. Það hefur verið sagt, að hið eina, sem við vitum um fram- tíðina, sé, að hún verði ekki eins og við höldum að hún verði, og ■ hin öra þróun gerir alla ákvörðunartöku erfið- ari og áhættusamari bæði í við skiptaheiminum og hjá hinu opinbera. Menn hallast því æ meiir að áætlanagerð og ákvarðanatöku á grundvelli þeirra upplýsinga sem bezt er unnt að afla. Verulegar rannsóknir undanfari ákvarðana Ef litið er til bess, hversu borg muni vaxa á næstu árum. liggur fyrst fyrir að athuga, hvaða svæði í umhverfi borgar innar koma til greina til bygg inga. Slík landsvæði eru eðlilega af mörgum ástæðum mismunandi ákjósanleg til hinna ýmsu nota. Það eru þvl nokkuð verulegar rannsóknir, sem þurfa að liggja fyrir, áð- Ur en ákvörðun er tekin. Ég Allar stærðir rafgeyma í allar tegundir bifreiða, la og vélbáta. is það bezta. vil til skýringar nefna hér nokkur atriði, sem máli skipta.- Rannsaka þarf loftslag, sem virðist geta verið talsvert mis- munandi á nærliggjandi svæð- um. Má þar nefna vinda og skjól, úrkomumælingar þ.e. regn og snjóþunga og hitamæl ingar. Auk þess sól og skugga- athuganir, iarðskjálftatíðni og styrkleika, jarðhita, jarð- vatn, jarðvegsathuganir og þar undir jarðvegsdýpt, berggrunn ur og merkileg jarðlög. Einnig þarf að athuga, hvort til stað- ar séu einhver mennlngarleg verðmæti, fornleifar eða minj- ar og merkar byggingar og þannig mætti lengi telja. Sum- ar athuganir eru þess eðlis, að niðurstöður þurfa að liggja fyr ir frá áratuga mælingum, ef að notum eiga að koma... Ljóst er einnig í framhaldi af þessu að viðhorf til skipu- lagsins mótar stefnu borgar- innar í Urðakaupum, og lög- fræðileg hugtök eins og eign- arréttur og eignarnám geta hægíega komið inn í þessar at- huganir. Áætlanir um fólksfjölg- un gefa til kynna, hversu stór svæði nrumi þurfa að taka til íbúðabygginga á hverju ári. Þó er í þeim efnum margs að gæta. Inn í dæmið koma töl- ur um flutninga milli byggða- Iaga og hugtök eins og yfir- lýst byggðastefna o.s.firv. Við áætlanir til fleiri ára þykir víð ast hvar nauðsynlegt að vera viðbúinn tveim til þrem mis- munandi fólksfjölgunartöl- um, en að sjálfsögðu er óvissa þar talsverð í grundvallarfor- sendu. En dærnið er flóknara en þetta. Hversu stórt svæði er nauðsynlegt að taka til íbúða byggingar, er háð þéttleika byggðarinnar. Þéttleiki byggð- arinnar er aftur háður ótal mörgum þáttum s. s. hversu mikið er ráðgert að byggja af einbýlishúsum, hversu mikið af raðhúsum, hversu mikið af fjölbýlishúsum o.s.frv. Hlutfall ið milli þessara húsagerða á- kveðst af því, hvemig fólk vill byggja og búa o.g hvað það tel- ur sig fært um. — Það má vel vera, að framboð og eftir- spurn ráði miklu um stærð íbúða í fjölbýlishúsum, þótt nokkuð sé kvartað um að ákv. íbúðastærðir vanti í frambofÞ ið. Hins vegar ákveður skipu- lag oft stærðir raðhúsa og ljóst er að rök þurfa að liggja fyr- ir, hvers vegna ráðgerð séu svo og svo mörg hús af þeirri stærð o.s.frv. Inn í það dæmi koma vafalaust tölur um meðal fjölskyldustærð og hversu margar fjölskyldur era af hverri stærð o.fl. Þéttleiki byggðar er jafn- framt háður því hversu mikið er af opnum eða grænum svæð um og hver er talin æskileg nýtingartala svæðisins o.s.frv. Iðnaðarsvæði Ákvarðanir um stærð iðnað- iðnaðarsvæða, sem taka þurfi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.