Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 1
* ^pzrsp * * , t-nr<>iUU»1«IH * ; FRYSTtSKÁMR * I ' ■** ! * I Glerílát fyrir 12 milljónir keypt s.l. ár Er grundvöllur fyrir flöskuverksmiðju hér á landi? EJ—Reykjavík, mánudag. íslendingar keyptu á síð- asta ári tóm- ar flöskur og önnur glerQát frá útlöndum fyrir rúmar 12 milljónir íslenzkar kr. Þetta kemur fram í þriðjudagsgrein, sem Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins ritaði í Tímann (sjá bls. 7). í greininni segir Jón m. a.; „í landi þar sem hverjum og einum ber að hafa fyllstu aðgát í meðferð gjaldeyrls og þar af m lenó'andi innkaupum erlendrar vöru, hvort sem það er um um- búðir eða annað, hlýtur að vakna sú spurning í sambandi við 12 milljóna króna flösku- kaup — getum við íslending- ar ekki sjálfir framleitt þær flöskur og glerílát, er við þörfnumst undir framleiðslu iðnfyrirtækja í landinu". Jón fjallar itarlega um þetta mál í þriðjudagsgreininni og minnir þar m.a. á tillögu, sem hann lagði nýlega fram í Sam- einuðu Alþingi þess efnis, að ríkisstjórninni verði falio' að kanna hvort tiltækilegt sé aó byggja og reka flöskuverk- smiðju á íslandi, og kannað yrði alveg sérstaklega hvort unnt sé að nýta fyrir starfsemi umræddrar verksmiðju, að ein- hverju eða öllu leyti, eitthvað af byggingum Síldarverksmiðja ríkisins, sem nú standa ónot- aðar víða um land. — .. ■— -.—— .. —..- Kópavogs- búar semja um hitaveitu- lögn frá Reykjavík SB—Reykjavík, mánudag. Samningar standa nú yfir milli Kópavogskaupstaðar og Reykjavíkurborgar um hita- veitulögn frá Reykjavík í þau fjarhitunarkerfi, sem fyrir eru í Kópavogi. Þetta kom fram á aðalfundi Framsóknarfélag- y anna í Kópavogi, sem nýlega | var haldinn, en auk venjulegra 1 aðalfundarstarf, fluttu for>’stu 1 menn í bæjarmálum þar erindi I Bt-umhalo a ois 11 Fyrir enda borðsins sátu sáttasemjaramir ásamt ráðherra. ráðuneytisstjóra Úrslitafundur / Laxárdeilunni og deildarstjóra í Iðnaðarráðuneytinu, Jóhann Skaptasoa, sýsiumaður, Húsavrk, Ófeigur Eiriksson, bæjarfógeti, Akureyrl, Jóhann Hafstein, for- sætis- og iðnaðarráðherra, Árni Snævarr, ráðuneytisstjóri og Ámt Þ. Áma son, deildarstjóri i iðnaða rráðuneytimi. (Tfmamyndir G.EJ A þessari mynd eru þrír fulltrúar Laxárvirkjunar á fundinum. F. v. Arnþór Þorsteinsson, formaður stjórnar Laxárvirkjunar, Knútur Ofterstedt, framkvæmdastjóri og Gísli Jónsson, stjórnarmaður. A sáttafundinum voru mættir fimm fulltrúar Landeigendafélagsins. F. v. Vigfús Jónsson, Laxamýri, Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði, Jón Jónasson, Þverá, Eysteinn Sigurðsson, Arnarvatni og Hermóður Guðmundsson, Árnesi. Slippstöðin fær að smíða 2 skuttogara SB-Reykjavík, mánudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á aukafundi á laugar- daginn, aS hún tæki að sér að ábyrgjast, að Útgerðarfélag Akureyringa h.f. þurfi ekki að borga nema 5% meira fyrir skuttogara, smíðaðan í Slippstöðinni á Akureyri, en sambæri- legan togara, smiðaðan á Spáni. Samningar um smíði tveggja skuttogara fyrir Útgerðarfélagið, munu væntanlega hefjast bráðlega. Gert er ráð fyrir, að fyrri togarinn verði fullsmíð- aður 21 mánuði eftir að samningar eru undirritaðir. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, sagði i viðtali við Tímann í dag, að hann vonaði að samningar milli Slipp- stöðvarinnar og togarasmíóánefnd- ar gætu hafizt sem fyrst. Hlutirn- ir lægju nokkuð ijóst fyrir, bæði smíðalýsing og fyrirkomulag, þannig að ekki ætti betta að taka svo mjög langan tírna. Tilboð okkar er fast, hvað varð ar efni og vélar, það eru þá um 60%, sem eru á föstu verði, saigði hann. — Þess vegna bráðliggur okkur á, því verðlag fer hækkandi í Evrópu, ekki síður en hér heima. TilboL' Spánverjanna er 152 millj ónir fyrir einn' togara eftir út- boðslýsingu togaranefndar, c:n j Slippstöðin bauð 168 milljónir. Ef j miðað er við þróun kaupgjalds' undanfarið, mun verðið hjá Slipp- stöðinni fara upp í um 180 millj- ónir. Á aukafundi, sem bæjarstjórn Akureyrar hélt um togaramálið á laugairdaginn, var lýst yfir, að bæj arstjórnin tæki að sér að greiða hluta af vero'i tveggja togara, sem Slippstöðin smíðaði fyrir útgerð- arfélag Akureyringa, þannig, að félagio' þyrfti ekki að greiða nema 5% hærra verð fyrir heimasmíð- aðan togara, en þá sem smíðaðir eru erlendis. Gunnar Ragnars sagði, að yfir- leitt hefo'i verið talað um þessa togara sem 1000 lestir að stærð, en sannleikurinn væri sá, að þeir væru allt að 1200 lestir. Þá sagði hann, að Slippstöðin gæti hafið smíðina í vor, eða fyrri part sum- ars, en ganga þyrfti frá samning- um sem fyrst, því þetta þyrfti nokkuð langan undirbúning. Gert er ráð fyrir, að fyrra skip- ið verði tilbúic/ síðla sumars 1972, eða 21 mánuði frá samningsundir- ritun. Um síðará skipið er þannig háttað, að ekki þarf Útgerðarfé- lagið að ganga frá samningum um það strax, en hefur forkaupsrétt að því, þegar þar að kemur. haldinn í dag? ÞINGEYINGAR VILJA LÍNU AÐ SUNNAN KJ-Reykjavík, mánudag. f morgun klukkan tíu hófst sáttafundur í Laxárdcilunni, og stó'ð fundurinn til klukkan að ganga sjö í kvöld, og annar fund- ur hefur verið boðaður klukkan tvö á morgun. Báðir aðilar lögðu fram viðræðugrundvöll, og í grundvelli Landeigendafélagsins segir orðrétt í síðasta lið: Vér leg’jum til, að raforkumál Nor'ð- urlands verði leyst með sam- tengingu við Landsvirkjun, eða gufuvirkjun í Námaskarði, og hraðað verði undirbúningi virkj- ana við Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjölluin. Á fandinum í dag mua aðal- lega hafa verið skipts á sikoðun- um í málinu, og rætt um það vítt og breytt, en á imorgun má búast við að raunverulegar sáttaviðræð ur hefjist. Arnþór Þorsteinsson stjórnar- formaður Laxárvirkjunar sagði Tímanum í kvöld, að hann vildi ekki ræða einstök atriði í deil- unni, meðan séttafundir stæðu yfir, þar sem slíkt gæti e.t.v. spillt fyrir. Hermóður Guðmundsson í Ár- nesi, formaður Landeigendafé- lagsins sagði að fulltrúar félags- ins hefðu lagt fram viðræðugrund- völl, og fer hann hér á eftir orð- réttur: „Viðræðugrundvöllur Landeig- endafélags Laxár og Mývatns: 1. Stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns er bundin af samþyk'ktum félags síns, en í b- lið 4. gr. þeirra segir svo um markmið félagsins: „að tryggja verndun Laxár og Mývatns í sinni upprunalegu mynd með því m.a. a'S koma í veg fyrir hvers konar stíflugerðir í Laxá og náttúrurösk un“, og í c-lið sömu gr.: „að standa gegn hvers konar mann- virkjagerð á Laxár- og Mývatns- svæðinu, er valdið geti tjóni á náttúru héraðsins, fuglalífi, mögu leikum til fiskræktar o.fl.“ — Þess vegna ítrekar stjórn Land- eigendafélags Laxár og Mývatns, að einungis þær leiðir til orku- öflunar, sem ekki brjóta í bága við ofanrituð ákvæði, koma til greina sem grundvöllur að samn- ingi. 2. Stjórn Laxárvirkjunar hóf Eramhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.