Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. nóvember 1970 ÍÞRÓTTIR TIMINN Línumennirnir máttu hafa sig alla við að komast úr skotlínu félaga sinna! Heldur rislágur leikur ísl. landsliðsins í fyrri leiknum gegn Bandaríkjam. Betra eða verra — var það sem margir voru að velta fyrir sér eft- ir fyrri landsleikinn milli íslands og Bandaríkjanna í handknattleik á laugardaginn. Það fór varla á milli mála að Bandaríkjamennirnir voru betri en þeir voru er þeir léku sér síðast, en íslenzku lið- ið var hvorki betra né verra. Það er ósköp svipað og það var s. 1. vetur, ef eitthvað er öðru vísi en þá, er það heldur niður á við en hitt. Að vísu er erfitt aó’ dæma um getu liðsins, því mótherjinn lék ekki neinn venjulegan handknatt- leik, og því oft vont að benda reiður á hvað hann hafði fyrir stafni í sókninni. En vörnin var leikin eins og hjá öðrum liðum, nema hvað hún var mikið opnari en gerist og gengur. Það hefó'i is- lenzka liðið átt að geta notað sér, sérstaklega með því að gefa meir á línuna, en þar stóðu menn oft í hópum óvaldaðir, en fengu ekki knöttinn. Þeir, sem léku fyrir utan héldu uppi látlausri skotihríð á markið, og máttu línumenniimir hafa sig alla við að koma sér úr skotlínunni. Það váí lang í frá að leikur- iijn v3sgjt skemmtilegur, og skilur hann fá'tt eftir, nema nokkrar krón ur í kassa HSÍ, og lagfæringu á markatöflu íslands í landsleikjum, en af því mun ekki veita fyrir leikina í Rússlandi í næsta mánuði — ef liðið gerir ekki betur þar en það gerði í þessum leik. Það var ekki fyrr en í 3ja upp- hlaupi íslands að loks tókst að skora mark, en þá voru heilar 5 mín. búnar af leiknum. Næstu 5 mín voru ólíkt betri, en þá voru skoruð 4 mörk til viðbótar. Bandaríkjamennirnir skoruðu sitt fyrsta mark á 12. mín. leiksins, og náðu að minnka bilió' í 3 mörk 6:3 á næstu 2 mín. í hálfleik var stað- an 12:6 fyrir ísland, og í síðari hálfleik var hún bætt í 17:7 og síðan í 22:9, þá komu 3 mörk í röð frá kananum, en lokatölurnar urðu 30:14 — Yfirburðasigur yfir gjörsamlega sprungnu liði í síðari hálfleik. Að sigra með 16 marka mun, cr í sjálfum sér mikið afrek, en það er þaó1 ekki gegn efcki sterkara liði en því bandaríska. Hugmyndin var að nota þessa leiki til að æfa lic'- ið fyrir meiri og stærri átök í vet- ur, en ef svipað snið verður á því og nú var, er engin hætta á að sigur vinnist, og sízt af öllu 16 marka sigur. Vörnin var léleg, og sóknin með því sniði, að engu líkara var en að það ætti að skora 2 mörk í skoraði 7 mörk í leiknum og var því síðasta fagnað vel og lengi af áhorfendum með dynjandi lófa- klappi, en það var hans 200 mark í landsleik. Nýliðinn í liðinu Gunn steinn Skúlason, slapp vel frá leikn um, eins Ólafur Jónsson og Geir og, en aðrir voru lítt sannfærandi, eins og reyndar liðið í heiid. Bandaríkjamönnunum hefur far- ið mikið fram síc/an þeir vosru hér siðast, og iéku nú handknattleik en ekki körfuknattleik, þó svo að sá handknattleikur væri ekki merkilegur, en þeir skoruðu mikið úr hraðupphlaupum. Þeir voru með ágætá markverði og 2 leikmenn, sem gætu sómt sér vel í flestum íslenzkum liðum, þá Dennis Barkholz og Kevin Sperrapede, en þeir skoruðu sam- tals 9 af 14 mörkum liðsins. Dómarar voru Karl Jóhannsson og bandarískur dómari. Dæmdu þeir vel, en sá bandaríski var þó helzt til of ragur við að nota flautuna. —klp— Með dynjandi lófaklappi, sem stóð í nær eina mínútu, fögnuðu áhorfendur 7. marki Geirs Halisteinssonar í fyrri leiknum gegn Bandaríkjunum, en það var Hans 200. mark i landsleik. einú! f 'sókninni var Heíst eifthvaó jákv’ætt að gerast þegar Geir Hall- steinsson var inn á — en hann Skaut þó helst til of mikið. Hann MEISTARAR EFTIR10 AR“ — segir kvenskörungurinn í bandarískum handknatHeik, frú Buehning „Við verðum heimsmeistarar eftir 10 ár“ sagði frú Buehning, eiginkona formanns Bandaríska handknattssambandsins" United States Team Handball Federa- tion“, Dr. Peters Buehnings, er við ræddum við hana um handknattlcik í Bandaríkjunum, eftir síðari landsleikinn á sunnu daginn, en hún hefur mikinn ábuga á þeirri íþrótt, og kom nú hér í 3ja sinn með liðinu. Frú Buehning sagði cnnfremur: „Handknattleifcurinn á auknu fyigi að fagna í Bandaríkjun- um, og þá sérstaklega nú eftir HM-keppnina í Frakklandi og þar sem íþróttin hefur verið . gerð að Olympíuíþrótt. Milli 2 og 3 þúsund manns æfa nú handknattleikinn þar, og hann er æfður í 40 gagnfræða- og menntaskólum aðallega í mið vestur dkjunum og um 30 há- skólar hafa tekið hann á stefnu skrá sína. Fyrir réttum 2 mánuðum var haldið námskeið fyrir alla íþróttaleiðtoga í öllum 4 herj- um Bandaríkjartna, og sóttu það um 200 leiðtogar. Þeiir hrifust allir mjög af handknatt leiknum, og er hann nú kennd- ur í fjölmörgum herstöðvum víða um Bandaríkin. Af þeim leikmönnum, sem nú léku voru 6, sem við völdum úr 30 manna hópi, sem okk- ur var sendur frá hernum, og fyrir 2 mánuðum síðan höfðu 6 af þeim, sem nú léku aldrei heyrt eða sé& handknattleik. Að leika meo' knött er Banda ríkjamönnum meðfætt, og hand knattleikur auðveld íþrótt fyrir þá ekki síður en aðrar íþróttir. Að mínum dómi er þetta lið, sem lék hér aú 50% betra en liðið, sem lék hér í febrúar og það verður enn betra næst“. klp— KR 0G ÍR SIGRUÐU — í fyrstu leikjum Rvíkurmótsins í körfuknattleik Tveir fyrstu leikirnir í Reykja- vík-urmeistaramótinu í körfuknatt leik voru leiknir í íþróttahöllinni í Laugardal í fyrrakvöld. ÍR sigraði Val með nokkrum yfir- burðum — 98 gegn 61. Þórir Magn ússon, aó'almáttarstólpi Valsliðs- ins, var ekki með í þessum leik, vegna ristarbrots, sem hann hlaut fyrir skömmu — og fyrirsjáanlegt er að hann leikur ekki körfuknatt leik í náinni framtíð. — í seinni leiknum átti KR í þó nokkrum erf- iðleikum með lið Stúdenta, en sigr- aði þó með 56 stigum gegn 48, eft- ir að hafa haft nauma forystu í hálfleik. KR-ingar tefldu fram mör-gum nýliðum í þessum leik. Ólafur Jónsson, einn bezti maöur íslenzka landsliðsins í báðum leikjunum gegn Bandaríkjunum, skorar hér eitt af mörkum sinum. Útkeyrðir mót- herjar hans sitja á gólfinu hinum megin í húslnu. Aðalfundur KNATTSPYRNUDEILD ÁRMANNS. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í félagheimilinu v/Sigtún miðvikudaginn 25. nóvember 1970. Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur handknattleiksdeild- ar Þróttar verður haldinn sunnu- daginn 29. nóv. kl. 14.00 í félags- heimili Þróttar. — Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.