Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 7
PRIÐJTJDAGUTC 24. nóvember 1970 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastióri: Kristjáin Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinin Þórartnssor (áb». Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjómar- ■skrifstofur ( Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastrætí 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánuði, tnnanlands - f lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf. Byggðajafnvægis- stofnun Gísli Guðmundsson og fimm þingmenn Framsóknar- flokksins aðrir hafa nýlega lagt fram í neðri deild frum- varp um Byggðajafnvægisstofnun ríkisins og ráðstafanir til að stuðla að vemdun og eflingu landsbyggðar og koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga. Frumvarp þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður en ekki náð fram að ganga. Fmmvarp þetta er í tveim köflum. Fjallar fyrri kafl- lnn um Byggðajafnvægisstofnun ríkisins og þá m.a. störf Byggðajafnvægisnefndar, sem gert er ráð fyrir, að kjörin verði af Alþingi og haldi fund a.m.k. eínu sinni í mánuði og oftar, ef þurfa þykir. Byggðajafnvægisstofn- unin á samkvæmt frumvarpinu að hafa með höndum rannsóknarstörf, áætlanagerð og ráðstöfun fjármagns til uppbyggingar á þann hátt, sem frv. gerir ráð fyrir. í þvi skyni eru henni fengin umráð yfir Byggðajafnvægis- sjóði ríkisins, en um hann er n. kafli fmmvarpsins. Gert er ráð fyrir, að fjárframlög úr Byggðajafnvægissjóði verði aðallega veitt sem lán, þegar aðrir lánsmöguleikar hlutaðeigandi aðila era fullnýttir, og að stjóm sjóðsins ákveði sjálf lánskjörin hverju sinnl Geta þau þá farið að veralegu leyti eftir greiðslugetii. Samkvæmt frura- varpinu má veita slík lán til hvers konar framkvæmda, sem að dómi Byggðajafnvægisnefndar era til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, þ.á.m. til kaupa á atvinnutækjum. Meðal annars er gert ráð fyrir, að Byggðajafnvægisnefnd geti aðstoðað sveitarfélög við að koma upp íbúðum, þar sem íbúðaskortur kemur í veg fyrir æskilega fólksfjölgun, og það mál verður eloki leyst á annan hátt. Sjóðsstjóminni er heimilt að gerast með- eigandi í atvinnufyrirtæki, ef sérstaklega stendur á og fullnægt er tilteknum skilyrðum. Gert er ráð fyrir, að Byggðajafnvægissjóður ríkisins fái til umráða 2% af tekjum ríkissjóðs ár hvert. Miðað við áætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 1971 yrðu þess- ar árstekjur sjóðsins það ár um 100 millj, kr., en breyt- ast í hlutfalli við tekjur ríkissjóðs, sem á að tryggja það, að starfsgeta sjóðsins haldist, þótt verðlag breytist. Hér er um að ræða svipaðan hundraðshluta af ríkistekjum og veittur var til að „bæta úr atvinnuörðugleikum í land- tnu“ árið 1957 og nál. 25% hærri upphæð en áætlað er nú, að ríkissjóður greiði atvinnuleysistryggingasjóði árið 1971. í greinargerð frv. er ítarlega rakið, hve mjög fólki hef- ur fjölgað undanfarið á höfuðborgarsvæðinu en fækkað hlutfallslega annars staðar. Um þetta segir síðan í grein- argerðinni: „Þessi þróun er mjög varhugaverð, svo að ekki sét meira sagt, fyrir land og þjóð, ekki aðeins þá landshluta, sem eiga við beina eða hlutfallslega fólksfækkun að- stríða, heldur einnig fyrir höfuðborgina og nágrenni.’ hennar, sem á erfitt með að valda sumum þeim verk- efnum, sem á hana hlaðast vegna of mikils vaxtarhraða, og getur af þeim sökum orðið örðugra en ella að byggja? þar upp nægilega traust atvinnulíf í framtíðinni. Þa?S ætti því að vera sameiginlegt áhugamál allra landsmann;* að stuðla að því, að fólksf jölgunin dreifist meir um land- ið en hún hefur gert hingað til á þessari öld. En til þesrs að svo megi verða, þarf fyrst og fremst að útvega fj ár*- magn til að efla atvinnulíf hinna einstöku landshluta o;g koma í veg fyrir, að skortur á íbúðarhúsnæði hamlL því, að fólk setjist að í þessum landshlutum, t.d. faglærð* ir menn eða sérfróðir á einhverju sviði, sem víða vantan tilfinnanlega um þessar mundir.1 Þ.Þf TIMINN Jón Kjartansson, alþm. Flöskuverksmiðja á Islandi Á s.i. ári keyptu Áfengis- og íóbaksverzlun ríkisins, Mjólk- ursamsalan, Lyfjaverzlun rík- isins, lyfjabúðir, ölgerðir, efna- gerðir landsins og ef tU viU fleiri aðUar tómar flöskur og önnur glerUát fyrir rúmar 12 milljónir fsL króna. í landi þar sem hverjum og einum ber að hafa fyUstu að- gát á meðferð gjaldeyris og þar af leiðandi innkaupum erlendr- ar vöru, hvort sem það eru um- búðir eða annað, hlýtur að vakna sú spurning í sambandi við 12 mUljón króna fiösku- kaup — getum við fslendingar ekki sjálfir framleitt þær flösk ur og glerUát, er við þörfnumst undir framleiðslu iðnfyrir- tækja í landinu? Þetta mál þarfnast umhugs- unar og rannsóknar. Sökum þess hef ég lagt fram tiUögu í Sameinuðu Alþingi þess efnis, að ríkisstjórninni verði falið að kanna hvort tUtækUegt sé að byggja og reka flöskuverk- smiðju á íslandi og kannað yrði alveg sérstaklega hvort unnt sé að nýta fyrir starfsemi umræddrar verksmiðju að ein- hverju eða öUu leyti eitthvað af byggingum Síldarverksmiðja ríkisins, sem nú standa ónotað- ar víða um land. Ljón á veginum Því verður ekki neitað, að strax við fyrstu hugsun í sam- bandi við rekstur flöskuverk- smiðju á fslandi, blasa við ýmsir annmarkar og þá fyrst fæð þjóðarinnar, þrífst flösku- verksmiðja í landi með 200 þúsund íbúa, verður fram- leiðsluverð hér ekki of hátt miðað við framleiðsluverð hjá gamalgrónum iðnaðarríkjum? Þessar spurningar leita að sjálf sögðu á hugann. Mér vitandi hefur engin rannsókn varðandi þennan rekstur átt sér stað á síðustu árum, og er því umrædd til- laga hér að lútandi tímabær. Húsakostur og hráefni Ekki er unnt að fullyrða með vissu, að hér á landi sé fyrir hendi hráefni tfl flösku- gerðar, þar sem engin rann- sókn liefur farið fram. Af þeim sökum er heldur ekki hægt að fullyrða, að hér í landi geti ekki verið um a@ ræða hráefni til þessa iðnaðar að einhverju eða ef til vill öllu leyti. Víða norðan lands og aust- an eru ónotuð stórhýsi í eigu Jón Kiartansson íslenzka rðdsins, á ég þar við verksmiðju- og geymsluhús Sfldarverksmiðja ríkisins. Þeg- ar annars vegar blasa við þess- ar auðu byggingar og hins veg- ar sú staðreynd, að timabundið atvinnuleysi er á þeim stöðum, sem byggingar Síldarverk- smiðja rfldsins eru staðsettar, vakna spumingar eins og þessL Er ekki hugsanlegt að nota megi verksmiðjupláss Sfldar- verksmiðja ríkisins til annars framleiðsluiðnaðar þann tíma, sem ekki veMHst sfld, t.d. að nota eitthvað af plássi þessu sem verksmiðjuhús og birgða- geymslu fyrir flöskuverk- smiðju? Ef svo reyndist, myndu spar ast milljónir króna í stofnkostn- aðL FortíSin og gieriS Einhver kann að segja, að það þurfi kjark til að rita um flöskuverksmiðju á íslandi og bollaleggja um rekstur hennar, hafandi í huga allt það, sem rætt hefur verið og ritað um „glerævintýrið". Engu að síður minnist ég á þetta mál hér í blaðinu þvf það er knýjandi nauðsyn, að kann- aðlr verði til fulls möguleikar á flöskugerð hér ef það gætí sparað í framtíðinni árlega milljóna tugi í gjaldeyrL Gerð flaskna álíka þeim, sem hér em notaðar nú, er hvergi eins vandasöm eins og t.d. framleiðsla rúðuglers, og er þvi minni ástæða til svartsýni en ef hér væri verið að bollaleggja um alhliða glerverksmiðju. Flöskuverksmiðjan í Reykjavík Bjarai Jónsson, framkvæmda stjóri, Galtafelli og Eyjólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri síðast Innkaupastofnunar ríkis- ins, hófu flöskugerð hér í Reykjavík í kringum 1930. Rekstur þessi lýsti stórhug þessara atorkumanna, en þrí miður urðu þeir að hætta rekstrinum, ekki af tækniástæð um eftir því sem ég bezt veit, heldur sökum þess, að mark- aðurínn var ekki nógu stór, fæð þjóðarinnar felldi að velli flöskugerð þeirra tíma. Síðan hafa mikfl vötn og mörg fallið tfl sjávar og þjóðinni fjölgað og þar með ölgeiðum og efna- gefðum. Þó svo hafi farið fyrir fyrstu flöskuverksmiðju okkar fyrir áratugum, mega þau endalok ekki hindra okkur í frekari at- bugun í þessu máli. Framtak Bjarna og Eyjólfs er þakkarvert og hvetjandi. HundruS þúsunda flaskna fara forgörSum hér árlega Ekki er unnt að fullyrða með neinni vissu hve mörgum flösk um er kastað á glæ hér á landi árlega. Ekki mun ofmælt, þó sagt sé að þær séu öðrum meg in við milljónina. Allar þessar flöskur ætti að vera unnt að nýta í flöskuverksmiðju, er hér risi. Við það sparaðist mikill gjaldeyrir, þvf auðvitað era það landsmenn, sem hafa greitt þær á sínum tfma, þó verðmæti þeirra sé ekki fært undir „tómar flöskur og aðrar glerambúðir" við tofluppgjör og í skrám Hagstofunnar. ISnþróunarsjóSurinn Að Iokum vil ég minna á lögin um Iðnþróunarsjóðinn. Þau gera ráð fýrir að lána tíl bygginga nýrra verksmiðja og styðja við bakið á nýjum fram- leiðslugreinum. Án efa er þar styrks að leita fyrir þann aðfla eða þá, sem réðust f byggingu flöskuverksmiðju ef rannsókn kunnáttumanna leiddi í Ijós, að vit væri í að ráðast f slfka framkvæmd. ÞRIÐJUDAGSGREININ ISLENZKIR VINAFUNDIR Við höfðum verið á flugi í nokkrar klukkustundir yfir endalausu Atlantshafinu og ekkert séð nema bylgjurnar gegnum þokuslæðing þegar allt í einu var tilkynnt: Við fljúgum eftir fáeinar mínútur yfir Reykjavík. Allir voru jafn forvitnir að kynnast ævintýra- landinu íslandi, þangað sem okkur hafði verið boðið af sam vinnufélögunum, sendinefnd frá Tsentrosojús. Mitt í víðáttu úthafsins sést fjöllótt eyja. Strandlengjan er skorin fjörðum og flóum. Litl- ar húsaþyrpingar við ströndins líkjaSt marglitum steinum. Flugvélin sezt og rennur eft ir malbi'kuðum Keflavíkur- flugvelli. Meðal þeirra sem taka á móti okkur er gamall vinur okkar — Erlendur Ein- arsson forstjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Á fyrra ári var hann gestur okk- ar í Tsentrosojús, nú er hann gestgjafi okkar. Og vikulöng kynnisferð á íslandi er^ hafin. Hvað vissum við um ísland? Nú, auðvitað vissum við að rík ið náði yfir heila fjallaeyju í Norður-Atlantshafi. Að ís- lenzka þingið — Alþingi — var meira en þúsund ára, það kom fyrst saman í nágrenni við núverandi höfuðborg árið 930. Undirstaða þjóðarbúsfeap- arins eru fiskveiðar og fisk- iðnaður. Hvað snertir afla- magn á íbúa er ísland hæsta land í heiminum, sjávarafli er níu tíunduhlutar alls útflutn- ings landsins. Einnig höfðum við mikið heyrt um heitar upp sprettur, sem notaðar væru til hiíshitunar og reksturs gróður- húsa. Erlendur Einarsson sagði okkur frá bróunarsögu sam- vinnufélaganna ó ísdandi, það fyrsta var stofnað á NA-ís- landi fyrir nærri níutíu árum. Framhald & bl& 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.