Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 11
MUBÐJUDAGUR 24. nóvember 1970 TÍMINN u íþróttir Framhald af bls. 8. Eyieifur Hafsteinsson skoraði 2 af mörkunum gegn Val. aftur á ferSinni með skallamark, en Teitur Þórðarson jafnaði 2:2 er hann komst einn í gegnum Vals- vömina. Þannig var staðan þar tii skammt var til leiksloka, en þá notfærði Eyleifur sér varnar- mistök hjá Val og skoraði gull- fallegt mark, sem reyndist vera sigurmark leilksins. Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit í þessum leik. Valsmenn voru sfzt lakari og misnotuðu nokk ur tækifæri, m. a. Hermann Gunn- arsson, er hann stóð einn fyrir opnu marki en hitti knöttinn illa og skotið fór framhjá. íþróttir Framhald af bls. 8. faldlega stafað af því, að fs- lendingar kunna ekki hraðaupp hlaup. Góð handknattleikslið byggja á mörgum atriðum, lang skotum, línuspili, góðri vöm, góðri markvörzlu o. s. frv. f slíkri upptalningu ber einnig að nefna hraðaupphlaup. Ef íslenzkir handknattleiks- menn geta ekki lært þetta atr- iði hér heima, á hiklaust að senda þá til Bandaríkjanna, Færeyja, Luxemborgar — eða hvert sem er — því að alls stað- ar geta þeir lært þetta auðvelda atriði. — alf. Á VÍÐAVANGI enga möguleika til að borga það húsnæðisverð, sem nú er staðreynd á Reykjavíkursvæð- inu, a.m.k., auk annars kostn- aðar við heimili og fjölskyldu, þó að hvorki sé um að ræða áfengi né tóbak eða dýrt skemmtanalíf. Hins vegar er húsnæðisverð á höfuöborgar- svæðinu svo mikill gerandi í allri verðlagsmyndun í landinu, að það varðar menn hvar sem þeir búa. Það hefnir sín í efna hagsmálum almennt, að van- rækt hefur verið að þrýsta á hófsemi og hagsýni í húsagerð almennt og tryggja það, að hús næði fáist á sannvirði. En það er blátt áfram óvitaháttur, ef menn halda að hægt sé að ná einhverju varanlegu jafnvægi friði og stöðugleika í efnahags máium án þess að gefa gaum að höfuðþáttum þeirra, eins og húsnæðismálum". Vinafundur Framhald af bls. 7. Síðar var komið á Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, sem við þekkjum undir nafninu „SAMBAND". Sambandið þróaðist bráð- lega upp í það að verða stærsto verzlunar- og viðskiptafyrir- tæki á íslandi jafnframt þvi að koma við sögu í iðnaði. Það hefur yfir að ráða eigin skip- um, olíustöð, try-ggingarfélagi og samvinnubanka. Til eru sa-mvinnufélög sem ekki eru í sambandinu. Enn- fremur eru í tengslum við sam bandið á Suðurlandi bæði mjólkurbú og sláturhús. Við heimsóttum samvinnufé- lagið á Egilsstöðum. Þar eru félagsmenn um tvö þúsund úr meira en 800 fjöiskyldum, en það eir um 80% íbúanna Félag- 'tð rek-ur fyrirtæki eins og slát urhUs, mjólkurstöð, trésmíða- verkstæði, frystínús. Þar fyrir utan er fíutningamiðstöð, bíla- útgerð og verzlun á staðnum. Sendinefndin átti rn'örg og áhugaverð kynni við fólk í Ak- ureyrarbæ — höfuðborg fs- lands í norðri. Þetta er annar stærsti bær á landinu með ibúatölu upi tíu þúsund manns. Við komum í verksmiðju, sem framleiðir sápu, þvottaduft, liti, tannsápu og ýmis krem önnur. Einnig heimsóttum við smjörlíkisgerð. Þegar starfs- fólkið vissi að við vorum frá , Sovétríkjunum þá kom það til ok-kar og tók þétt í hendur okkar, spurði um líðan og kjör sovéskra kolle-ga sinna og báðu fyrir beztu kveðjur til þess. Við tókum eftir því að mörg fyrirtæki eru í gömlu og þröngu húsnæði, en nú er ver- ið að skipuleggja útvíkkun og endurbætur. Við hittum mar-ga að máli. Og margir minntust á mikil- vægi viðskiptanna við Sovét- ríkin, sem eru stærsti kaupand inn að niðursuðuvörum og ýmsum ullarvörum. Þessi ferð obkar fulltrúa Tsentrosojús á líka áreiðanlega eftir að v/rða til þess í einhverjum mæli að verzlunarviðskiptin aukist. Tíminn leið fljótt. Við urð- um brátt að yfirgefa þetta áhugaverða Iand með sínum vinnusömu og hraustu íbúum. Og það er gott til þess að hugsa, að einnig hér á eynni ísland eiga sovéskir samvinnu- menn marga sanna og góða vini. (Þýtt úr „Sovésk verzlun". APN) Hitaveitulögn Framhald af bls. 1 um framkvæmdamál bæjarfé- lagsins og framtíðarverkefni folkksins. Framsóknarfélögin stefna að því að leggja hitaveitu sem víðast í Kópavogi og stuðla að samvinnu nágrannabyggðanna að sameiginlegum framkvæmd um til að nýte tiltæka hita- orku á þessum svæðum. Gert er ráð fyrír, að vatn í þau fjarhitunarkerfi, sem í Kópavogi eru, muni nema um 1% af því magni, sem Reykja- vík notar. Vatnið yrði þá tek- ió' úr dælustöð við Borgar- sjúkrahúsið og leitt yfir Foss- vogsdalinn, í fjarhitunarstöðv- arnar við Túnhrekku og Hraun- tungu. Fundarmenn ræddu einnig um rafveitukerfi bæjarins og viðskipti Kópavogsbúa við Raf veitu Reykjavíkur og nauðsyn þess að endurskoða samninga þessara aðila. Á fundinum var kosið í stjórnir félaganna og fulltrú^ ráð, auk fulltrúa á kjördæmis- þing. í stjórn FUF í Kópa- vogi voru kosnir: Sigurður Ein- arsson, formaður, Ragnar Snorri Magnússon, Eiríkur Tómasson, Jóhapn H. Jónsson og Þórarinn Ólafsson. . Stjórn Kvenfélagsins Freyju skipa: Sólveig Runólfsdóttir, formaður, Jóhanna Valdemars- dóttir, Jóhanna Bjarnfreðsdótt- ir, Erna Þóró'ardóttir, og Pál- ína Steinþórsdóttir. í stjórn Framsóknarfélags Kópavogs voru kjörnir: Þor- kell Skúlason, formaður, Saló- mon Einarsson, Sigurjón Da- víðsson, Ólafur Jensson og Sig- urður Tryggvason. f Fulltrúaráði eru þessir menn: Jón Skaptason, Andrés Kristjánsson, Guttormur Sigur björnsson, Björn Einarsson, Haukur aHnnesson, Einar Ólafs son. Gestur Guðmundsson, Tóm as Árnason, Alfreð Sæmunds- son og Þórður Jörundsson, auk þess sem stjórn Framsóknar- félagsins er sjálfkjörin í full- trúaráðið. Fulltrúar á kjördæmisþing voru kosnir, auk Alþingismanns og miðstjórnarmanns, Ólafs Jens sonar: Andrés Kristjánsson, Guttormur Sigurbjörnsson, Haukur Hannesson, Salómon Einarsson, Sigurjón Daviðsson, Björn Einarsson, Einar Ólafs- son, Gestur Guðmundsson og Sveinn Gamalíelsson. Úrslitafundur F’-amhalo aa bls. 1 yfirstandandi virkjunarfram- kvæmdir við Laxá án samninga og samkomulags við hlutaðeig- andi landeigendur og gegn ein- dregnum mótmælum þeirra. Auk þess tilkynnti hún þeim, að téðar framkvæmdir væru1 :þeim alls óviðkomandi. Landeigendafé- lag Laxár og Mývatns gerir þess vegna þá eðlilegu kröfu, að um- ræddar virkjunarframkvæmdir verði stöðvaðar þegar í stað og ekki hafizt handa um vihkjun Laxár, fyrr en fyrir liggja end- anlegar niðurstöður rannsókna hinna hæfustu vísindamanna á vatnasvæði Laxár og Mývatns, er skeri úr um, hvernig framkvæmd um megi haga án þess að valda tjóni á vatnasvæðinu og nánasta umhverfi þess. 3. Stjórn Landeigendafélagsins er ekki til viðræðu um 1. áfanga Gljúfurversvirkjunar, né nokkurn annan áfanga þeirrar áætlunar. Hins vegar er hún til viðræðu um viðbótar rennslisvirkjun við Laxá 1, ef vísindalegar niðurstöð- Ur sanna, að ekki hljótist skaði af henni á Laxá, né Mývatns- svæði. Þar með yrði lokið öllum virkjunum í Laxá. 4. Grundvallar skilyrði að hugs anlegum samningi er, að virkjun- araðilar skuldbindi sig til að gera á sinn kostnað greiðfæran og öruggan fiskiveg um virkjunar- svæðið, sem tryggi vanhaldalausa för seita og hoplax til sjávar. 5. Jafnframt verði gerður samn ingur á milli stjórnar Landeig- endafélagsins og Laxárvirkjunar, um skipan gerðardóms, er kveði á um og meti allt tjón og kostnað, er bændur við Laxá og Mývatn hafa orðið fyrir af völdum virkj- unaraðila. 6. Vér leggjum til, að raforku- mál Norðurlands verði leyst með samtengingu við Landsvirkjun, eða gufuvirkjun í Námaskarði og hraðað verði undirbúningi virkj- ana við Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum. Reykjavík 22.11. 1970 Hermóður Guðmundsson, Jón Jónasson, Eysteinn Sigurðsson, Þorgrímur St. Björgvinsson, Vig- fús B. Jónsson. Þá má geta þess, að þýzkur vísindamaður mun hafa gefið yfir íýsingu um, hvort seiði geti haldið lífi, eftir að hafa farið í gegnum vatnshverfil með 333 snúningum, eftir 38 m. fallhæð, og telur han.n að svo muni ekki vera. Sáttafundir fara fram í fundar- sal Hæstaréttar, við mikið U-laga fundarborð. Ráðuneytismenn og sáttasemjarar sátu fyrir enda borðsins en ráðherra fyrir miðju og til hægri handar sátu fulltrúar Landeigendafélagsins, en til vinstri handar voru Laxárvirkjun armenn. Er sagt að fátt hafi verið um hveðjur milli deiluaðila við upphaf fundarins, og segir það kannski sitt um hve hatrömm deila þessi er orðin á báða bóga. Höfundarréttur Framhald af bls. 6. mönnum flyttu það, fremur en þinigmaður annars kjördæmis. Hannibal skaut því þá að, að hann væri reyndar búsett- ur á Vestfjöröum þótt hann væri nú þingmaður annars kjör- daemis. Væri það lítið hug- myndafluig hjá Steingrími að bjóða honum ekki að vera með- . fíutningsmaður frumvarpsins. Fiskyeiðasjóður Framhald af bls. 6. málanefnd ríkisins eru lakari en hjá Fiskveiðasjóði. Loks má benda á það, að gildistími laganna um Atvinnumálanefnd ríkisins er til ársloka 1970. Þegar á allt þetta er litið, virðist augljóst, að sam- þykkja beri þá breytingu til hækk unar á lánum Fiskveiðasjóðs, sem lagt er til í þessu frumvarpi. Hækkun á lánum vegna þeinra skipa, sem smíðuð eru erlendis, virðist eðlileg í þessu sambandi og þarfnast tæplega skýringa. Lán til eldri skipa Þriðja nýmælið, hámarksákvæði á lánum til eldri skipa, er rétt að minnast á með nokkrum orð- um. Það fer ekki milli mála, að mörg eldri skip, sérstaklega af minni gerðum, má hagnýta miklu betur en gert hefur verið. Til þess þarf þó nokkuð fé til endur- bóta, því að hin gömlu skip svara ekki kröfum tímans um ao’búnað skipverja eða tækjabúnað. Mörg þessara skipa eru traust, vel byggð og góð sjóskip, sem note mætti árum saman eftir end- urbætur, sem kosta ekki í fjár- festingu nema brot af því, sem leggja þarf í ný skip. Hins vegar liggur svo mikið verðmæti í þess- um skipum, að ekkert vit er í að láta slík verðmæti eyðileggjast. Fiskveiðasjóður hefur að vísu lánað til kaupa á tækjum og til endurbyggingar eldri skipa. Slík lán hafa þó verið of lág, og ekk- ert samræmi hefur oft verió' í þeim lánveitingum. Þess vegna er héir farið inn á þá braut að tiltaka ákveðinn hundraðshluta | miðað við vátryggingarverð. Er; þetta í samræmi við óskir útvegs- i manna, sem oft hafa ályktað um | þetta atriði, nú síðast á aðalfundi LÍÚ, sem haldinn var í Vestmanna 1 eyjum. Þá er og nýmæli um, að lánin til eldri skipa skuli vera allt að 10 árum. Oftast hafa bau lán, sem Fiskveiö'asjóður hefur veitt til eldri skipa, verið til 5 ára, eða sum máske til 7 eða 8 ára. Slík- ur lánstími, 5 ár, er allt of stutt- ur, þess vegna er tiltekinn láns- tími hér 10 ár. Um áfcvæði til bráðabrigða er það að segja, að hér er lagt til, að vandamál þeirra útvegsmanna, sem skulduðu og skulda enn vegna skipakaupa erlendis, verði leyst með viðbótarlánveitingu. Þau skip, sem keypt voru á undanförnum árum, hafa stórhækkað vegna breytinga á gengi íslenzkrar krónu. Ekki ver'ch útgeirðarmenn íslenzkra fiskiskipa sakaðir um að hafa vald ið því ástandi í íslenzkum efnahags málum, sem leitt hefur til þriggja gengisfellinga á nofckrum árum. Þess vegna er ekki réttmætt að refsa þeim sérstaklega og láta þá, sem vinna að öflun gjaldeyris lenda í erfiðleikum og vanSkilum með gireiðslur lána, er hvílt hafa og hvíla enn á þeim skipum, sem keypt voru til landsins á undan- förnum árum. Hér er um að ræða verulega skuldabagga. Hér er ekki verið að biðja um aö‘ gefa útvegs- mönnum neitt heldur aðeins ver- ið að fara fram á, að lánað verði út á skipin eins og þau í raun og veru kosta. Skipin eru keypt samkvæmt reglum, sem hið opin- bera ákvað, og varð að taka er* lendu lánin vegna þess, að Fisfc- veiðasjóo'ur hafði ekki fé til a& lána á þeim tíma, sem skipin voru fkeypt. Hér er um að ræða vanda- mál, sem þarf að leysa, og það er von flutningsmanna þessa frurn varps, að sú leið, sem bent er A verði talin hagkvæm og vel fær. Náttúrugæðanefnd Framhald af bls. 6. til starfskrafta utan stofnunarinn- ar til a&' leysa einstök verkefni. Síðan vék Jónas að öðrum til- gangi frumvarpsins, sem er-sá að auðvelda málsmeðferð, þar sem upp koma deilumáli:.d. þegar virkj anir hafa verið gerðar og þeir, sem hagsmuni hafa að gæta telja sig hafa orðið fyrir skaða. Sagði Jónas m.a. að reynslan sýndi, að alltaf yrði um meira og minna tjón á öðrum náttúrugæðum að xæða við framkvæmdir og reksturvirkj unarmannvirkja. Þaö' gæti orðið af margvíslegum orsökum, sem oft væru ekki séÖar fyrir nema að mjög takmörkuðu leyti. Það væri ekki ofmælt, að þeim, sem fyrir slíku tjóni yrðu, reyndist oft tor- velt og fyrirhafnarsamt að leita réttar síns. Þá væri það tíðum erf iðleikum bundið að sanna, hvað raunverulega stafaði af virkjunar- aðgerðum og hvað af öo'rum or- sökum, og sjálfsagt væru þá virkj- unum oft kennt um það, sem þær væri ekki valdar að. Með ákvæðum 2. greinax frumvarpsins yrði Nátt úrugæðanefndin því jafnframt föst matsnefnd, sem væri falið að meta slík spjöll og aðstöðumissi, og jafnframt gæti hún gert tillögur til úrbóta. Hún myndi fljótlega öðlast dýrmæta reynslu í þessum efnum, og yrði þá líklegt, aó' í mörgum tilfellum myndu matsað- ilar sætta sig við mat hennar. Þannig yrði komizt hjá langvinn- um og dýrum hiálarekstri. Að lokinni ræðu Jónasar var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og iðnaðarnefndar. Atvinnuleysi á Eskifirði SH—Eskifirði, laugardag. Allmikið atvinnuleysi er nú á Eskifirði, og eru 44 á atvinnuleys isskrá, þar af 20 karlmenn og 24 konur. Lítil vinná er í hraðfrysti- húsinu, þar sem bæði togskipin, Jón Kjartansson og Hólmanes hafa selt afla sinn erlendis. 500 tonna skuttogarinn, sem Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur keypt í Frakklandi verö*ur afhent- ur 25. þessa mánaðar. Mun verð hans verða um 50 mílljónir, þegar öll nauðsynleg tæki hafa verið sett í hann. Á Eskifirði hafa nú verið salt- aðar um 2500 tunnur af sfld, en landað hefur verið um 8800 tunn- um af sjósaltaðri síld. Þá má geta þess að Seley er á leið til lands með um 30 tonn af góðri síld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.