Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.11.1970, Blaðsíða 10
10 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 24. nóvember 1970 ENSKA KNATTSPYRNAN: » Framkvæmdastj órinn skoraði sjálfsmark — Leeds hefur fjögurra stiga forystu í 1. deild BILLY BREMNER — fyrirllSI Leeds — er í fjögurra vikna keppnisbannl. LEEDS nældi sér í tvó dýrmæt stig á laugardaginn — í þetta sinn á kostnað Úlfanna. Liðið hef- ur fjögurra stiga forskot í 1. deildinni, en leikið einum leik fleira en næstu lið á eftir, því í vikunni lék það við Stoke og sigr- aði með fjórum mörkum gegn einu. í leiknum gegn Wolves skor aði Allan Clarke fyrsta markið — en Bobby Gould, sem skorar mark í næstum hverjum leik, jafnaði fyrir Wolves — hans ellcfta mark á keppnistímabilinu. Leeds jók síð an forystuna í 3—1, með roörkum frá John Holsgrove (sjálfsmark) og Paul Madeley. Hugh Curran, Wolves, átti síðasta orðið í leikn- um og lagaði stöðuna í 3—2. Johnny Giles var fyrirliði Leeds í þessum leik, vegna forfalla Billy Bremner, sem afplánar fjögurra vikna keppnisbann. Óskiljanleg heppni réði því að Arsenal hlaut bæði stigin úr vió'- ureign sinni við Ipswich. Ipswich var betra á öllum sviðum knatt- spyrnunnar og gerðu framlínú- menn liðsins, þó einkum Jimmy Robertson fyrrum Arsenal-maður, árangurslausar tiiraunir til að skora. Sigurmark Arsenal kom á síðustu mínútu leiksins og var þar að verki George Armstrong, með skoti af 15 m færi. Sumir vildu halda því fram að markvörður Ipsvitch, Laurie Sivell, hefði var- ið skotiíi og að knötturinn hefði ekki farið yfir marklínuna — en dómarinn var ekki á þeim „bux- unum“ og við það stóð. Tottenham tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli síðan 19. ágúst. Liðið lék ekkert lakar en undan- farið, en þungur völlurinn háði Tottenham meira heldur en hinu baráttuglaða liði Newcastle. David Graig, bakvörður, skoraó'i fyrsta mark Newcastle eftir 17 mínútur og Tommy Gibb bætti öðru við þeg ar tíu mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik. Martin Chivers, mark- hæsti leikmaður 1. deildar, skoraði eina mark Tottenham — hans sext ánda mark á keppnistímabilinu, ef með er talin deildarbikarinn, því á miðvikudaginn var skoraði hann ,,þrennu“ í 8-liða úrslitum deilda- bikarsins, gegn Coventry. Manchester City vann sinn ann- an sigur í tvo mánuði — nú gegn West Ham. Francis Lee skoraði bæði mörk City, fyrra eftir send- ingu frá Mike Summerbee, en sío'- ara eftir sendingu frá Tony Tow- ers. Joe Corrigan, markvörður City, hafði sama og ekkert að gera í leiknum. 28 þúsund manns sáu leikinni, sem fram fór á Maine Road. Chelsea sigraði Stoke í frábær- um leik á Stamford Bridge. Pet- er Osgood skoraiA fyrra mark Chelsea með glæsilegum skalla eft- ir sendingu frá Bon Ilarris, fyrir- liða liðsins. Ilinn efnilegi miðvörð- ur Stoke, Dennis SmitJh, jafnaði fyrir lið sitt — en annar fram- varða Stoke, Mike Bernard, kom í veg fyrir jafntefli með því ac! skora sjálfsmark seint í leiknum. Peter Bonetti, markvörður Chel- sea, lék sinn 400 leik fyrir Chel- sea og stóð sig vel, eins og Gord- on Banks, „kollegi" hans í Stoke- markinu. í „derby“-lei,knum milli Liver- pooldiðanna, Everton og Liverpool, sigraði Liverpool, eftir að hafa verið tveimur mörkurn undir þeg- ar aðeins 20 mínútur voru eftir af leik. Engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, en strax í byrjun seinni hálfleiks skoruðu Alan Whittle og Joe Royle fyrir Ever- ton. Þegar 20 mínútur voru eftir fór Liverpool-„vélin“ í gang. Stéve Heigway skoraði fyrst, síð- an John Toshack sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, en þriðja og síð- sjí.qrað; þakYÖrðurmn, Chris Lawler — eftir sendingu frá Tosback. Sir Alf Ramsey, ein- valdur enska landsliðsins, sá leik- inn — en hefur án efa orðið fyrir einhverjum vonbrigðum með að sjá ekki Peter Thompson, Liver- pool, lejka. Hann gat ekki leikið með á laugardag vegna meiðsla á fæti og getur heldur ekki leikið mqð Englandi gegn A-Þýzkalandi annað kvöld . Jimmy Gabriel, sém lé'k i stað Ron Davies í Southampton-liðinu, var hetja liðsins. Hann skora&i eina mank Southampton gegn Manc hester United og tryggði þeim þar með bæði stigin. JÓLABÓKIN til vina erlendis Passíusálmar (Ilymns of the Passion) Hallgríms Pétorssonar í enskri þýðingu Arthur Gook með for- mála eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup. Bókin fæst í bókaverzlunum og í H ALLGRÍ M SKIRK JU — Sími 17805. Auglýsið í Tímanum Fyrsta umferðin í ensku bikar- keppninni var leikin á laugardag og léku þá saman þriðju og fjórðu deildarlið, ásamt liðum sem ekki leika í deildunum fjórum. Fjögur deildarlið voru slegin út af „engi’- ar deildarliðum", þ.á.m. Barnett, em leikur í deild í S-Englandi, sem sló út Newport, sem skipar neðsta sæti 4. deildar og hefur ekki unn- ið lcik á keppnistímabilinu, með sex mörkum gegn einu. Bob Fergu son, framkvæmdastjóri Newport er einnig ieikmaó'ur með liðinu og skoraði hann sjálfsmark í leikn- Orðsending til bifreiðaeigenda F.Í.B. bendir félagsmönnum á að umsóknarfrest- ur um endurgreiðslu á hluta leyfisgjalda á bif- reiðum, er útrunninn 1. desember n.k. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu félagsins og hjá umboðsmönnum. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda, Eiríksgötu 5. Símar 33614 -- 38355 Úskum eftir að ráða trésmiði og hjálparmenn í trésmiðju. Gluggasmiðjan, Síðumúla 20. Erum fluttir með starfsemi okkar í Brautarholt 18 H. hæð. Höfum eins og áður eitt mesta úrval landsins af gluggatjaldabrautum og stöngum, ásamt fylgihlutum. Allt v-þýzk úrvalsvara. Fljót og góð þjónusta. Aðeins að hringja í 20745 og við sendum mann heim með sýnishorn. GARDÍNUBRAUTIR H.F. Brautarholti 18 II hæð, sími 20745 VEUUM ÍSLENZKT(H)lSLENZKAN ÍÐNAÐ um. — kb— VINNINGAR í GETRAUNUM (35. leikvika — leikir 14. nóv. 1970) Úrslitaröðin: x22 — Ixx — x2x — 1x2 11 réttir: Vinningsupphæð kr. 304.000,00 nr. 43265 (Reykjavík) 10 réttir: Vinningsupphæð kr. 18.600,00 nr. 2903 (Borgarnes) nr. 34181 (Reykjavík) — 15272 (Reykjavík) — 40659 (Akureyri) — 22821 (Reykjavík) — 40953 (Kópavogur) — 33595 (Reykjavík) Kærufrestur er til 7. des. V,inningsupphæðir geta lækkað, ef kærur reynast á rökum reistar. Vinn- ingar fyrir 35. leikviku verða sendir út eftir 8. des. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.