Tíminn - 26.11.1970, Side 2
KLIPPIÐ ÚT OG GEYMtB
TIMINN
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1970
Elínborg Lárusdóttir:
r~
Hvert liggur leiöin?
Frú Elínborg Lárusdóttir er
fyrir löngu landskunn sem rithöf-
undur og áhugamaðnr um dulræn
mál og málefni sálarrannsóknar-
manna. Þessi nýja bók hennar
fjallar um samstarf hennar og
kynni af þeim fjórum mi'ðlum,
sem hún hefur kynnzt bezt og
starfaö mest með, þeim Andrési
Böðvarssyni, frú Kristínu Krist-
jánsson, frú Margréti frá Öxna-
felli og Hafsteini Björnssyni. Allt
efni bókarinnar er nýtt og áður
óprentað.
Andrés Böðvarsson var engum
miðli líkur hvað flutningafyrir-
bæri s'norti. Hann var gæddur
skyggnihæfileikum í ríkucn mæii,
og sá atburði sem gerðust í
fjarska. Hann var sá er sannfærði
höfundinn um að takast mætti að
hafa samband við framliðna.
Frú Kristín Kristjánsson var
gædd miklum dulrænum hæfileik
um. Hún var frábær sjáandi á
atburði, sem gerzt höfðu í fortíð
eða nútíð og sá fram í tímann,
— sá atburði og örlög fólks fyrir.
Forspár voru eitt hið athyglisverð
asta í fari hennar.
Margrét frá Öxnafelli er lands-
kunn sem læknamiðill og hefur
sem slíkur lengstan s-tarfsferil að
baki hér á landi. Hún er gædd
mjög fjölþættum dulargáfum,
hefur auk skyggnigáfunnar mikla
fjarsýnigáfu og fer iðulega sál-
förum út fyrir jarðsviðið og inn
í annan heim.
Hafsteinn Björnsson á lengstan
feri; transmiðla hér á landi og
er án efa mestur skyggnilýsinga
miðill sem við eigum eða höfum
átt, auk þess að vera lækninga-
miðill. Hann er meðal sterkustu
sannanamiðla sem nú eru uppi,
þótt leitað sé vítt um lönd.
Auk frásagna frú Elínborgar
í þessari bók er þar að finna
frásagnir af dulrænni reynslu
fjölda nafngreindra manna, víðs-
vegar að af landinu.
Frú Elínborg Lárusdóttir til-
einikar þessa bók sína þeim fjór-
um miðlum, sem hún fjallar um
að meginhluta.
Hvert liggur leiðin? er 220 bls.
að stærð, prentuð í Alþýðuprent-
smiðjunni og bundin í Bókfelli
h.f. Káputeikningu gerði Atli Már
en útgefandi er Skuggsjá í Hafnar
firði.
Snæfellingar!
Af óviðráðanlegum ástæðum
verður áður auglýst framsóknar-
vist á Brciðabliki á föstudags-
kvöld 27. nóv., en ekki á laugar-
dagskvöld, eins og áður var
auglýst.
Guömundur G. Hagalín
Guðmundur G. Hagalín:
STURLA I VOGUM
r- ~ “
•Cl* _@6) 7
SMJOli
*&
4,
SMJÖRHRINGIR
250 g hveltl
250 g smjðr
VA dl rjóm!
eggjahvíta
8teyttur molasykur.
HafiS allt kalt, sem fer í delglS.
VlnniS verklS á köldum staS. MylJIS
omJðriS saman vlð hveitiS, vætið með
•rjómanum og hnoðið delglð varlega.
Látið delgið bíða á köldum stað (
nokkrar klukkustundlr eSa tll næsta
dags.
Fletjið delglð út Vz cm þykkt, mótlð
hringl ca. 6 cm I þvermál með litlu
gatl í mlðju. Penslið hringina með
eggjahvítu og dýfið þeim í steyttan
molasykur. Bakið kökumar gulbrún-
ar vlð 225° C í 5—8 mínútur.
SMJÖRIÐ
GERIR
GÆÐAMUNINN
FB—Reykjavík, miðvikudag. |
Sturla í Vogum eftir Guðmund 1
Gíslason Hagalín er komin út í
annað sinn. Útgefandinn er Skugg
sjá.
Á bókarkápu segir: „Hin sígilda,
rammíslenzka hetjusaga Hagalíns,
Sturla í Vogum, vakti að vonum
mikla athygli þegar hún kom
fyrst út árið 1938. Fór ekki milli
mála, að hér var skapað þrótt-
mikið og sterkt skáldverk, sem
lýsti vægðarlausri lífsbaráttu ís-
lenzkrar alþýðu í afskekktu hér-
aði, baráttu við óblíó náttúruöfl
og verzlunaráþján, þar sem hinn
sterki harðnar enn meir, en mild
in og blíðan bugast og deyr.“
„Sturia í Vogum á enn sem
fyrr erindi við okkur. Tímarnir
eru að vísu breyttir frá því sem
var, þegar bókin var rituð, en
enn sem fynr ganga meðal okkar
persónur eins og Vindingur fakt-
or, Haimragníarinn Brynjólfur,
hugsjónamaðurinn Gunnlaugur
Austfirðingur, það Neshólkahyski
og sjálf höfuðkempan Sturla í
Vogum.“
Jakobína Sigurðardóttir:
Sjö vindur gráar
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Skuggsjá sendir nú frá sér bók
ina Sjö vindur gráar eftir Jakob-
ínu Sigurðardóttur, en um höfund-
inn segir á bókarkápu: Jakobína
Sigurðardóttir er þegar orðin
þjóðkunn og mikils metin skáld-
kona. Mestar og almcnnastar vin-
sældir hefur hún hlotið fyrir skáld
söguna Dægurvísu, sem út kom
árið 1965, en sú saga var árið
OStfí-ct/ S/n/öiéa/a/i >./
Jakobína SigurSardóftir
eftir valin, sem fulltrúi íslands í
keppni um hin háu og mikið um-
ræddu Norðurlandaverðlaun. . .
Skáldsagan Snaran og smásagna-
safnið Punktur á skökkum stað
eru þær aðrar bækur Jakobínu,
sem mest hafa aukið á frægð henn
ar sem skáldkonu.
Sjö vindur gráar er bók, sem
vekja mun verðskuldaða athygli
gócb-a bókaimanna, og enn auka á
frægð Jakobínu sem skáldkonu,
segir ennfr. á bókarkápu: „Bók-
in ber öll beztu einkenni höfund-
arins: ríka frásagnargleði, næmt
skopskyn, glöggskyggni á mannleg-
ar veilur og raunar einnig kosti.
Allt kemur þetta ljóslega fram
snjöllustu sögum hennar, hún er
hvarvetna bersögul óhlífir. og
hirspurslaus, og leiðir óhikað
hrjúfar og jafnvel svaðalegar per-
sónur til dyranna eins og þær
eru klæddar. í hennar augum er
allt betra en hræsni og lífslygi.
Sögur eins og Elías Elíasson og
Mammon í gættinni spegla þetta
viðhorf hennar og munu báðar
þessar sögur verða lesendum ærið
minnisstæðar.“
Tvær bækur frá Rökkur-útgáfunni:
Lear konungur og
Gamtar glæður
Bókaútgáfan Rökkur (Axel
Thorsteinsson), gefur í ár út
tvær bækur. Eftirfarandi upp
lýsingar hefur A. Th. láti'ð
blaðinu í té:
Önnur bókin er Lear kon-
ungur, eftir William Shake-
speare, í þýðingu Steingríms
Thorsteinssonar, en hún kom
út 1878, og hefur verið harla
torgæt — að segja tná
ófáanleg um áratuga skeið.
Fyrir þýðingu sína var Steia-
grímur Thorsteinsson kjörinn
heiðursfélagi í New Shake-
speare Society í Lundúnum (í
febrúar 1880).
Þýðingarinnar hefur oft og
víða verið getið, og verður það
ekki rakið, en eftir atvifcum
þykir mér rétt að benda á, að
í Rökkri (Nýr flokkur II, Rvk
1969), birtist grein eftir Snæ-
björn Jónsson, Sérstæðar þýð-
ingar“, eða þýðingar Matthías-
ar á Manfreð Byron’s og Stein-
gríms á Lear konungi. Getur
Sn. J. þar m.a. ummæla Sir
Williams Craigie’s, um þýðing-
una á Lear. Sn. J. segir í grein
sinni frá því, að han hafi heyrt,
að hluti upplagsins hafi farizt
í eldsvoða. „Um sönnur á
þeirri sögu veit ég ekki, en sé
hún rétt, er torgæti bókarinn-
ar auðskilið, því að smátt hlýt-
ur upplag erlends sjónleiks að
hafa verið á þeim dögum“. —
Ennfremur segir Sn. J.: „Svo
langt sem ég man aftur í tím-
ann, eða frá aldamótum, skul-
um við segja, hefur bókin ver-
ið harla torgæt, og því fáir
átt kost á að lesa hana“.
Ennfremur leyfi ég mér að
benda á það, sem Hannes Pét-
ursson, skáld, segir í bók sinni
„Steingrímur Thorsteinsson, líf
hans og list, Rvfc 1964“, bls.
196—197,
Ég vil geta þess, að ég hefi
lengi haft í huga, að gefa þýð-
inguna út Ijósprentaða, þótt
efcki gæti ég ráðizt í það fyrr
en nú. Hún er lögð í hendur
þeirra, sem vilja eignast hana,
óbreytt, nema að hún er prent-
uð á betri pappír og er í vönd
uðu bandi, og um 3 liti að
velja. Offsetprent h.f. annað-
ist ijósprentunina, en bókband
var unnið í Prenthúsi Hafsteins
Guðmundssonar.
Hin bókin er Gamlar glæður
eftir Jack London, og aðrar
sögur. Enskar og írskar sögur.
Snotur bók, prentuð og bundin
í Leiftri.
Um þá bók vísast til þess,
sem segir á baksíðu hlífðar-
kápu. Verð bókanna er: Lear
350 kr. án söluskatts, og skal
þess getið, að upplag er tak-
tnarkað, en Gamlar glæður
225 kr. án söluskatts. Bækum
ar fást hjá bóksölum og að
sjálfsögðu einnig heint frá for-
laginu.
Hilmar Jónsson, bókavörður í Keflavík:
KANNSKIVERDUR ÞÚ..
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Kannski verður þú. . . nefnist
bók, sem komin er út hjá Grágás
í Keflavík. í>ar ræðir Hilmar Jóns-
son bókavörður við frænda sinn
Runólf Pétursson, lífs og liðinn.
Hilmar Jónsson, bókavörður í
Keflavík, hefur skrifað þrjár rit-
gerðabækur og eina skáldsögu. Um
eina þeirra skrifaði Guðmundur
G. Hagalín: „Oft er mál hans
þrungið réttlátri reiði og auðfund
ið, að hann skortir ekki djörfung
eða er að hugsa um að gera þess-
um ec/a hinum til hæfis“, segir á
bókarkápu.
Þar segir ennfremur: „Er ekki
hver einstaklingur heimur út af
fyrir sig? Hér segir frá ungum
manni, leit hans að tilgangi í líf-
inu og kynnum af öðrum. Er í því
sambandi einkum dregin upp
mynd af frænda hans, Runólfi.
Frásögnin er mjög fiörleaa skráð
Er jöfnuim höndum fjallað um
pólitík, bókmenntir og spíritisma.
Þetta er bók, sem mun verða les-
in og rædd.“
Áður útkomnar bækur Hilmars
eru Nýjar hugvekjur 1955, Ris-
mál 1964, ísraelsmenn og íslend-
ingar 1965 og Foringjar falla
1967.
KÓPAVOGUR
Aðalfundur full
trúarácís Fram-
sóknarfélaganna
í Kópavogi verð
ur haldinn föstu
daginn 4. des.
n.k. að Neðstu-
tröð 4. Fundur-
inn hefst kl.
20.30. Jón Skafta
son alþm. mætir á fundinum og
ræðir viðhorfin fram að kosning-
um.
I Ath.: Breyttan fundardag.
Hilmar Jónsson
JÖLA-
BINGÖ
Hið árlega jólabingó Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur verð-
ur að Hótel Sögu sunnudaginn
29. þessa mánaðar. Nánar verð-
ur sagt frá bingóinu næstu daga.