Tíminn - 26.11.1970, Side 6
6
TIMINN
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 1970
ILílDBŒxHQ]
GAGNRÝNI
SKRIFTAMÁL
HÚSAMEISTARANS
Þióðleikhúsið:
Sólnes byggingar-
meistari
eftir
Henrik Ibsen
Þvðing:
Árni Guðnason
Leikstjórn:
Gísli Halldórsson
Leiktjöld:
Gunnar Bjarnason
Þeim, sem tekst á vi® Halvard
Sólnes, er ærinn vandi u hönd-
um, enda gerir hlntverkið
nærri yfirmannlegar kröfur til
leikarans. Hér hrökkva því
jjnSlungshæfileikar skammt.
Það J>arf orku og þrautseigju,
víðskýggnán skilning og næma
tilfinningu, mikið geðsvið og
fjö:skrúðug raddhrigði, eða
í einu orði sagt snilligáfu til
að Ijá húsameistara Ibsens
reisn og vængi. Það er því
óblandið ánægjuefni að geta
gefið Rúrik Haraldssyni þann
vitnisburð, að. hann sé því
vaxinn að blása lífsanda í
hlutverk sitt. Hann þarf að vísu
að taka á öllu sínu til að kom-
ast yfir það torleiði og stöku
sinnum teflir hann á svo tæpt
vað í geðhita hraðfleygustu
leikstundar, að hann hálfsekk-
ur í miðjum straumi skaphrær-
inga sinna, sem eru þó ekki
alltaf ýkja djúpstæðar, en
tekst þó furðu fljótt að rífa
sig upp og koma öllu sínu á
þurrt land. Enda þótt Rúriik
Haraldsson geri hér margt
prýðisvel, hættir honum þó
stunduim til að seilast lengra
en hann nær. Hér vantar sem
sagt herzlumuninn eða snilld-
armuninn. Loks sakar ekki að
geta þess, að gervi Rúriks er
mjög gott og glæsilegt.
Þóra Friðriksdóttir tekur
hlutverk sitt engu lausataki.
Hún gerir sér uppgjöf AiínEr
og undirgefni, sjúklega skyldu-
rækni hennar og tortryggni
ákaflega innlífa. Hér er hóf-
lega í allar sakir farið. Setn-
ingur leikkonunnar er eftir-
tektarverður. Hún lýsir þess-
ari miklu mæðukonu af nær-
færni og fínleik, samúð og
hlýju. Með frammistöðu sinui
sýnir hún og sannar, að henni
er ekki siður trúandi fyrir hlut
verki í hartnleik en í gamaa-
leik. Það má í raun og sanni
kynlegt kallast hversu Iengi
Þóru Friðriksdóttur hefur ver-
ið markaður svipaður bás í
ýmsum skop- og gamanleikj-
um. Á þessu hlýtur nú að
værða ráðin- ' bút, annai-s -
mætti skrifa langt mál og ófag-
urt ute álménlfuP^tÍiífskfáffa-
nýtingu Þjóðleikhússins, þó
það verið ekki gert hér.
Sökum þess, að sumum
finnst erfitt að átta sig á við-
horfi Alínar til barnanna, sem
hún einu sinni átti, væri
kannski ekki úr vegi að skýra
það mál rækilegar. Alínu virð-
ist taka það sárar að hafa
misst brúður sínar en börnin,
og kemur mörgum það kynlega
fyrir sjónir fyrst í stað, en við
rækilega íhugun, verður manni
brátt ljóst, að Ibsen notar hér
brúðurnar í táknrænu skyni
einu saman. Alína hefur getað
sætt sig við barnamissinn
vegna þess, að þar var forsjón-
in að verki, en hitt að glata
brúðunum eða með öðrum orð-
um sjálfsblekkingunni eða
þvf, sem Ibsen telur hverjum
manna dýrmætast, er hins
vegar óbærilegt, og æðar Alín-
ar standa opnar í þeirri geig-
vænlegu sálarkvöl. Túlkun
Þóru Friðriksdóttur í þessu
vandleikna atriði, þar sem hún
opnar bugskot sitt fyrir Hildu,
er engra bóta vant, svo hógvær-
lega óg hugsandi er ölhi til
skila komið.
Nú flýgur mér í hug, að
leikarar gætu gert upphaf
Passíusálmanna, nánar til tek-
ið þrjár fyrstu ljóðlínurnar að
bæn, sem þeir færu með áður
en þeir gengu fram á fjalir.
Það yrði vitanlega gert með
nokkra öðru hugarfari en
sáknaskáldið góða gerði á sín-
um tíma. Kristbjörg Kjeld hef-
ur sennilega ekki haft yfir þær
línur, sem hér fara á eftir:
Upp, upp, mín sál og allt
mitt goð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til
áður en hún birtist á sjónar-
sviðinu, en hafi bún beðið ein-
hvers i þeim andá, ber'ekki á
öðru en hún hafi verið bæn-
heyið og það fullkotnlega.
Það er eitthvað svo hressileg-
ur blær og frjálsmannlegur,
heiður og bjartur yfir leik
hennar og allri veru, að við,
sem göngum ekki með þungar
kenningar í kollinum, hljótum
að falla í stafi af hrifningu.
Það skýtur óneitanlega nokkuð
skökku við, að þeir „skarp-
skyggnú1 menn, sem eiga Úu
Halldórs Laxness fyrir andlega
eyrarúnu, skuli reynast erfitt
að skilja leikpersónu, er dregin
er jafnskýrum dráttum og ótví-
ræðum og Hilda Wangei. Krist-
björg Kjeld er að mínum dómi
kjörin til að túlka æskuþrótt
Hildu og taumleysi, tilfinninga-
hita og draumóra.
Baldvin Halldórsson- er heill
og sannur sem Herdal, læknir:
Leikur hans er laus við hik,
'VARá-
llLUTIR
I
Eigum fyrirligjandi
DELCO HÖGGDEYFA
á mjög hagkvæmu verði, í eftirtaldar bifreiðar: Chevrolet fólksbíla 1949
—'58, Chevrolet sendibíla 1953—'58.
Ármúla 3
Sími 38900
BILABUÐIN
fálm og ýkjur. Af eðlisávísun
og áskapaðri smekkvísi ratar
Margrét Guðmúndsdóttir á
þann tón, er undirrituðum
þykir bezt hæfa hlutverki
hennar. Auðsveipni og ást á
húsbónda sínum túlkar hún t.d.
á aðdáunarverðan hátt.
Við fjölskrúðugt safn ólík-
ustu persónugerða bætir Valur
Gíslason fágætri dvergasmíði,
þar sem er listsköpun hans í
hlutverki Broviks gamla. Enda
þótt viðvaningsbragur og hvim-
leiður héraháttur spilli ekki
leik Jóns Júlíussonar, vantar
hann engu að síður smörp til-
þrif og myndugleik. í nrein-
skilni sagt sópar ekki næguega
mikið að þeirm Rasnari Brovik,
sem Jón hefur skapað.
Þó að þýðing Árna Guðna-
s.onar sé vitanlega laus við
óskemmtilega hnökra og rróf
þjalaför, hefur hún ekki á sér
jafnhreinan snilldarbrag og
ýms fyrri verk þessa framúr-
skarandi þýðanda. í miðium
skriftamáluim segir Sólnes eít-
irfarandi orð: „Den pris har
min kunstnerplads kostet mig
— og andre.“ Árni íslenzkar
þessa setningu svona: „Þetta
hefur meistaratign mín kostað
mi? og aðra.“ Þar eð fúlvíst
má telja, að Ibsen er hér ’ð
lýsa sjálfum sér. hefði farið
betur á því að mínu viti að ís-
,’enzka ofangreíndra setningu
með þeim orðum, sem hér fara
á eftir: „Þetta hefur staða mín
sem listamanns kostað mig og
aðra “ Þetta skintir að vtau
ekki miklu máli, en þó nokkru.
Verklagni Gunnars Bjarna-
sonar, útsjónarsemi og smek.k-
vísi leynir sér ekki. Þótt öllu
sé listilega fyrir komið á leik-
sviðinu bæði í fyrsta og öði-
uim þætti, þykja mér samt le;k-
tjöld og sviðsbúnaður í þeim
þriðja hrein gersemi.
Um Gísla Halldórsson er það
að segja, að leikstjórahönd
hans missir aldrei taumhaldið.
Allt er rammbyggt, vel skorðað
og vandlega ígrundað. Ekkert
er vissara en, að hann hafi
fylgzt nákvæmlega með hverri
stöðu og hreyfingu. hverju lát-
bragði og raddbragði eða með
öðrum orðum gefið smáu sem
stóru jafnmikinn gaum. Le;k-
aðferð Gísla hefur augljósa
kosti, en líka nokkra ókosú.
Með henni er t.d. frjóum leik-
urum ekki alltaf veitt svigrúm
til sjálfstæðrar persónusköpun-
ar og vængir þeirra ef ril viil
óafvitandi stýfðir, þegar sízt
skyldi. Ekkert slíkt hefur sem
betur fer gerzt hér, en þó er
ég ekki frá því, að þann iétt-
leika, upplyftingu og ferska
andblæ, sem sýninguna ikortir
á stoku stað sé hugsanlega oein
afleiðing þeirra vinnuöragða,
sem leikstjórinn beitir. Að
6ðru levti er allt í bezta genji.
Ég bið lesendur velvirð-
ingar á því hv-ersu seint þessi
leikdómur þirtist, en ég gat
því miður ekki farið fyrr en á
aðra sýningu síðastliðinn
sunnudag.
Hnlldór Þorsteinsson.
■— - -
■ , lli- VSf velíun i nunl
Það borgar sig
nm - o. FNAl 1 H/F. ■ 4
flllli ; S£3uiúúla 27 ýavík
- ■ Símar 3-55-55 og 8- 42-00