Tíminn - 29.11.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1970, Blaðsíða 7
JUNNUDAGUR 29. itóvember 1970 TIMINN 7 ðtgefendi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framðrvæmdastjóri: Knstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarineson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson. Anglýsingastjóri: Steingrimur Gísiason. Ritstjómar- tfcrifstofur 1 Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Sankastræti 1 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. ABrar skrifstofur simi 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mánuSi, mmanlands — í lausaeölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf. Rekstrarlán iðnað- arfyrirtækja Átta þingmenn Framsóknarflokksins hafa nýlega flutt tillögu þess efnis, að ríkisstjómin hlutist til um að Seðlabankinn veiti viðskiptabönkunum nú þegar sérstök lán til að koma rekstraraðstöðu iðnfyrirtækja í viðun- andi horf. Rekstrarlán þeirra fyrirtækja, sem veitt geta viðunandi tryggingu, verði veitt í samræmi við þær lág- marksreglur, sem nú skal greina: 9. Fyrirtækin fái víxlasöluheimild (víxilkvóta) til sölu á allt aS 90 daga löngum víxlum, er nemi allt að þriggja mánaða framleiðslu þeirra. 6. Fyrirtækin fái auk þess yfirdráftarheimild á reikningslánum, er svari til þriggja mánaða kaup- greiðslu viðkomandi fyrirtækis. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzk iðn- fyrirtæki hafa lengi búið við mikinn skort á rekstrar- lániun. Við inngöngu í Efta var það mjög áréttað af forustumönnum iðnaðarins, að þetta yrði að breytast, ef iðnaðurinn ætti að geta staðizt samkeppni við erlenda keppinauta, er geta veitt langa greiðslufresti. Ríkisstjórn- in gaf þá þegar fyrirheit um úrbætur í þessum efnum, en ekki hefur orðið neitt úr efndum. í stað þess hefur Seðlabankinn lagt fyrir viðskiptabankana að auka út- lán sem allra minnst. Afleiðingin hefur orðið sú í mörg- nm tilfellum, að iðnaðarfyrirtækin hafa orðið að búa við nær óbreytt rekstrarlán, þrátt fyrir miklar kaup- hækkanir á þessu ári, en þær hafa að sjálfsögðu aukið þörfina fyrir aukið rekstrarfé. Haldi þessu áfram, er ekki annað fyrirsjáanlegt en að samdráttur verði í iðnaðinum og samkeppni hans við Efta-vörur verði mjög erfið og jafnvel útilokuð, þar sem erlendir keppinautar geta veitt ríflega greiðslufresti. Þessi tillaga er flutt til að stuðla að því, að iðnaðinum sé a.m.k. tryggt visst lágmark rekstrarlána. Efni hennar er að mestu samhljóða tillögum atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar frá því í desember 1968. Nefndin taldi nauðsynlegt fyrir atvinnuöryggið, að iðnfyrirtækin hefðu tryggingu fyrir ákveðnu lágmarki rékstrarlána. Fróðlegt verður að sjá, hvaða afgreiðslu þessi tillaga fær hjá stjómarliðinu. Af því má ráða, hvort stjórninni er alvara að standa við þau loforð, sem iðnaðinum voru gefin, þegar gengið var í Efta. Rannsókn á fiskverði Jón Skaftason og þrír þingmenn Framsóknarflokksins aðrir hafa nýlega lagt fram á Alþingi tillögu um, að rík- isstjórninni verði falið að láta rannsaka í samráði við fulltrúa fiskseljenda og fiskkaupenda, í hverju mismun- urinn á fiskverði hér og í Noregi liggur. Skal rannsókn þessi m.a. beinast að: a) samanburði á aðstöðu íslenzks fiskiðnaðar við hinn norska, að því er tekur til opinberra álaga, ríkis- styrkja, tækniþróunar, lánakjara og lánsmöguleika, markaðsaðstöðu o. fl., b) mati á gæðum vinnsluhráefnis íslenzks og norsks fiskiðnaðar. Samanburður, sem fylgir tillögunni, á fiskverðinu hér og í Noregi, virðist gefa til kynna, að útgerðarmenn og sjómenn fái a.m.k. helmingi hærra verð fyrir fiskinn þar en hér. Það er því ekki óeðlilegt að rannsakað sé, hvaða ástæður orsaki þennan mikla mun. Þ.Þ. CHARLES HARGROVE, The Times í London: Kínverjar hafa náð gífurlegum framförum á landfaúnaðarsviðinu Rætt við Couve de Murville eftir Kínaför hans MAURICE Couve de Mur- ville, fyrrverandi forsætisráð- iherra Frakka og utanríkisráð- herra í stjórn de Gaulles í tiu ár, er nýkominn heim frá Kína, en þangað fór hann í boði kínversku ríkisstjómar- innar og dvaldi har í þrjár vikur. Hann sagcíi mér við heimkomuna, að sér virtist kyrrð og friður ríkja hvar- vetna meðal þjóðarinnar. Hann ferðaðist 3000 mílur, kom til 8 borga með meira en milljón fbúa og auk þess til norð-austur héraðanna, sem áður tilheyrðu Manchuriu, en þangað er erlendum gestum yfirleitt ekki leyft að koma. Hann er einnig eini erlendi gsturinn, sem leyft hefir ver- ið ao himsækja kínverskan háskóla síðan að menningar- byltingunni Iauk, en honum var sýndur Ching-hua fjöllista- háskólinn í Peking. Hann varð hvergi var við mótmælahreyf- ingu eða ókyrrð. „Menningar- byiting öreiganna“ — sem er hið rétta heiti eins og hann tók fram, — var um garð geng in og vald Mao Tse-tungs var hvarvetna orðið traust og óvé- fengjanlegt að nýju. „MÉR virtist bjóðlífið allt í mjög traustum og föstum skorðum“, sagó'i Couve de Mur ville. „Til dæmis eru allir eins klæddir hvarvetna, bæði karl- ar og konur. En allt er hreint og hvergi er hirðuleysi eða skort að sjá. Þegar borið er saman við Hong Kong er mun urinn mjög mikill og augljós. Lífskjörin eru knöpp, en öll- um frumþörfum er fullnægt. Kínverjar eru enn á bylting arstigi kommúnismans. En auð vitað er erfitt að dæma af ör- yggi um hugarástand fólksins fyrir þann, sem ebki talar tungu þess og hittir ekki að máli aðra en embættismenn- ina. En því verður samt sem áður ekki neitað, afl hvarvetna gætir mikillar einbeitni við að útbreiða kenninguna, auka menntun almennings og efla yfirráð ríkisins. Hvarvetna getur að líta myndir af Mao og tilvitnanir í ritverk hans. Allur almenningur heldur hvar vetna á hinni litlu, rauðu bók, en ég vil ekki leggja of mik- ið upp úr þessu, bar sem það er greinilega orðið að vana“. MENNINGARBYLTINGIN var meðal annars liður í valda baráttu milli Mao Tse-tungs og Liu Sihao-Shi. Mao vildi leit ast vió' að treysta tök sin, sem tekin voru að linast. Þetta var barátta við frávik og Þá aðila, sem fyrir þvi fráviki börðust og snúist höfðu til andstöðu við völd Maos. Verið var að berjast gegn afturhvaríi til for tíðarinnar, gegn borgaralegum viðhorfum í ríkisstjórn. mynd- un stétta í þjóðfélaginu, og verið að vernda æskuna fyrir þessum hættum. Við þetta var beitt kínverskum aóferðum, „sem við eigum afar erfitt með að dæma um“, sagði Couve de Murville. Couve de Murvllle fyrrv. utanríkisráöherra Frakka. Æskan hafði farið út af spor inu vegna hvatningar yfirvald anna. Henni varð að koma á sporið að nýju og það var ekki auðvelt verk, en Couve de Mur ville kvaðst vera þeirrar skoð- unar, að þetta hefði tekizt. Strangur agi virtist hvarvetna áberandi, en hann væri nauð- synlegur meðal þjóðar, sem bú ið hefði við einveldi um mjög langt skeið. „Það hlýtur að vera mjög erfitt verk að stjórna Kína“, sagði Couve de Murville. „Landið er svo ákaf- lega víðlent og þéttbýlt". KÍNVERSKA ríkisstjórnin hafði tekió* afar vel á móti Maurice Couve de Murville. Gestgjafarnir höfðu leitazt við að verða við óskum hans £ hví- etna og sýna honum allt það, sem hann fýsti að sjá. Hann hafði átt langar og einlægar viðræður við Mao Tse-tung, Chou En-lai og aðra leiðtoga Kinverja. Hann taldi þetta stafa af tvennu. Hann hafði gegnt störfum utanríkisráð- herra þegar opinber samskipti hófust að nýju milli Frakka og Kínverja árið 1964. Kín- verjar voru honum og de Gaulle hershöfðingja þakklát ir fyrir þetta skref. í öðru lagi virtist Kinverjum kapps- mál að eiga góð samskipti við Frakka af því, að stefna þeirra í utanríkismálum væri áhuga- verð og ætti að ýmsu leyti skylt vicf stefnu Kínverja sjálfra. Samskipti Kínverja og Breta eru í raun og veru engin. Co- uve de Murville kvaðst þó líta svo á, að Kínverjar hefðu áhuga á Bretum og vildu gjarna eiga samskipti við þá. Þetta væri þó ómögulegt með- an brezkur konsúll sæti á Tai- wan. „Það er ekki Hong Kong, sem á strandar í þessu efni“. sagði Couve de Murville. „For- mósa er Kínverjum ákaflega mikilvæg. Hún er hluti af landi þeirra og þetta er því grundvallairatrió'i. en einnig snertir það öryggi landsins. Er lent veldi, sem Kínverjar telja sér fjandsamlegt hefir setulið á Formósu, þ.e.a.s. Bandarík- in“. bætti Couve de Murville við. KÍNVERJAR leggja fyrst og fremst fæð á Sovétríkin og Bandaríkin. Þeir telja þau sam- sek um þann ásetning að drottna yfir heiminum, en það vilja Kínverjar ekki ganga inn á. Það væri grundvallarkenning Kínverja, sem þeir þreyttust aldrei á að endurtaka, að þeir vildu umfram allt frið gerðu ekki kröfur á hendur neinni þjóð og myndu á engan ráð- ast. Kínverjar stefndu alls ekki að forustu, en leggoú kapp á sjálfstæði sitt, sagði Couve de Murville ennfremur. Þeir væru gætnir, og stefnan væri mjög greinilega í satnræmi við þjóð- arhagsmuni. Kínverjar gæfu Bandaríkjamönnum undir eins tækifæd og tilefni til afskipta ef þeir réðust gegn einhverju ríki. . . Af þessum sökum væri Kínverjum umhugað um sjálf- stæði Indókína. „Kínverskir kommúnistar eru ákafir bylt- ingarmenn, en það á aðeins við um Kína sjálft“, sagði Co- uve de Murville. „Þeir vilja ekki lenda í átökum við neinn“. „Kinverjar finúá til minni- máttarkenndar andspænis of- urveldunum tveimur. Þeir gera sér ljóst, qð þau eru öfl- ugri en Kina, einkum hernao- arlega. Þeir ræða kjamorku- áætlanir sínar af raunsæi og hófsemi, en ítreka þó stöðugt, að þegar allt komi til alls verði allar styrjaldir að þjóðarstyrj- öldum, og samkvæmt kenning- um Mao Tse-tungs sé aldrei hægt að ná drottnunarvaldi yf ir þjóð ef hún sé staðráðin í að verjast. Þetta átti við um hersetu Japana í Kína og að áliti Kínverja sannast þetta einnig í Víetnam", sagði Co- uve de Murville. KÍNVERJAR eru ákveönir í að færa allt í nútímahorí á efnahagssviðinu að áliti Couve de Murville. Þeir hófust handa að sumu leyti eftir rússneskri fyrirmynd og lögðu höfuð- áherzlu á þungaiðnaðinn með aðstoð Rússa. Af þessu leiddi tvennt. Annars vegar hungurs- neyðina á síó'ari hluta sjötta tugsins og fyrri hluta þess sjö- unda, og hins vegar átakanleg an vanmátt Kínverja þegar slitnaði upp úr samvinnu þeirra við Rússa. Af þessu tvennu leiddi aftur. að megin- áherzlan var að nýju lögð á landbúnaðinn til þess að koma í veg fyrir að hungursneyðin endurtæki sig, og framförum í iðnaði var hagað í samiræmi við getu Kínverja sjálfra, þar sem ekki var framar á rúss- neska aöstoð að treysta. Árang urinn kom fram í gífurlegum framförum í landbúnaði. „Kína ber vott um risastórt afrek í jarðyrkju" sagði Couve de Murville. „Við landbúnað staría 500 milljónir manna af 750 milljónum. Afraksturinn er gífurlegur. Lögð hefur ver- ið áherzla á vatnsveitur til þess að forðast vandræði bæði Fratnhald á bls. 1L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.