Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 2
s \ < < ttminim r t mJm, I I>RIÐUDAGUR 22. desembor 197« íiiiíiífíií'í; wmm paiiviifi; iíiiiii , '.-•i-Xii KJ—Reykjavík, mánudag. Svo virðist sem töluvert- hafi rætzt úr rjúpna og svína'kjötsskorti fyrir jólin, en á tímabili leit út fyrir að hvergi nærri yrði hægt að fullnægja eftirspurninni eftir þessum vinsæla jólamat. Rjúpur hefur mátt fá undan- farna daga á 260 krónur stykkið, en eru þær þá hreinsaðar og til- búnar ti’ steikingar. Virðist svo sem engin takmörk séu fyrir því Laugavegi 38 Símar 10765 og 10766 hvað menn vilja gefa mikla pen- inga til að hafa rjúpur á jólabor®- ið. Dæmi eru til þess að menn hafi keypt 40 rjúpur á einu bretti, en þeir hafa þá ætlað að láta aðra njóta góðs af þeim kaupum. Þá er alltaf töluvert um það, að jóla- matur sé sendur héðan til útlanda, og þá gjarnan rjúpur — þessi sér- íslenzki jólamatur. Af viðtö.’um við kjötkaupmenn má ráða, að þa® eru fleiri en Reykvíkingar sem kaupa í jólamat inn í kjötbúðum borgarinnar, því töluvert er um að kjötverzlanir sendi mat út á land, og er það þá vegna þess að meira úrval er í Reykjavík af dýrari kjöttegund- um en í verzlunum úti á landi. í flugfragtinhi undanfarna daga, hefur mátt sjá marga pakka frá kjötverzlunum, og innihald þeirra mun einkum /hafa verið svínakjöt. Svínakjöt sást ekki almennt í verzlunum á tímabili, en nú er það orðið algengara, þótt ekki séu aflar kjötverzlanir með það á boð- stólum. Greinilegt er þó, a® meira verður um dilkakjöt á jólalborðinu UTANBÆJARFÓLK SÆKIR JÓLA MATINN TIL REYKJAVÍKUR Þórhalli Sigurðssyni og Bessa Bjarnasyni. Aðrir þekktir leikarar fara þar einnig með stór hlut- verk, og má þar nefna: Árna Tryggvason, Jón Júlíusson, Gísla Alfreðsson, Erling Gislason, Bryn dísi Pétursdóttur, Margréti Guð- mundsdóttur og Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur. Alls verða um 30 leikarar og aukaleikarar f sýn- ingunni, — Myndin var tekin á ævingu og er af Bessa og Þór- halli í hlutverkum sínum. nú en oft áður. Er tvennt sem því veldur. í fyrsta lagi kjötlækk- unin sem ríkisstjórnin greip til á dögunum, og í öðru lagi, að kjöt- kaupmenn virðast nú vera farnir að leggja sig fram við að útbúa kjötið á hinn margbreytilegasta hátt, sem gerir kjötið eftirsóttara, og ekki er bara um að ræða iæri og hryggi eins og þeir koma af skeppnunni á jólaborðið. ísfirðingum gefið jóiatré GS—ísafirði, mánudag. Kveikt var á stóru jólatré 'hér í gær, sem vinabær ísafjarðar í Danmörku Hróarskelda, gaf. Hafa ísfirðingar fengið jólatré frá vinabænum mörg undanfarin ár. Við athöfnina söng Sunnukór- inn undir stjórn Ragnars H. Ragn- ars. Bæjarstjórinn 'flutti ávarp. Ræðismaður Danmerkur, frú Rut Tryggvason, tendraði ljósin. Eins Og á undanförnum árum sýnir Þjóðleikhúsið barnaleik- rit á þessu leikári og er það Litli Kláus og Stóri Kláus, eftir Lísu Tezner, en leikurinn er byggð ur á hinu þekkta samnefnda ævin týri H. C. Andersens, sem flest íslenzk börn kannast við. Leikurinn verður frumsýndur um 20. janúar. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en Carl Billich sér um tónlistarflutning. Titilhlutverkin eru lei'kin af Barnaleikrit Þjóðleikhússins Tveir bílar fóro út af Keflavíkurveginum rétt ofan viS HafnarfjörS s.l. föstudag. Annar bíllinn ók út af veginum þar sem kanturinn var irijög hár og skemmdist nokkuð. Hinn bíllinn lenti á Ijósastaur rétt hinu megin við veginn 10 mín. síðar. Brotnaði staurinn og raflínurnar féllu yfir bílinn. Voru eldglæringar allt kringum bílstjórann, en hann henti sér út og slapp óskaddaður, en bíllinn skemmdist mikið. (Tímamynd S.J.) Farið vel með rafmagn yfir hátíðadagana Rafmagnsveitunni er það kapps- mál, að sem fæstir verði fyrir ó- þægindum vegna straumleysis nú um jólin, sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn á að- fangadag, jóla- og gamlársdag, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: Fólki er bent á að dreifa eldun- inni sem jafnast yfir allan daginn. Einnig er þýðingarmikið að nota ekki mörg straumfrek tæki sam- tímis, einkanlega meðan á eldun stendur. Þa® þarf að fara varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Þess ber að gæta, að illa meðfarnar lausataugar og jóla- ljósasamstæður eru hættr'-gar. Þá þurfa útiljósasamstæður að vera af viðurkenndri gerð. Nauðsynlegt er fyrir öll heim- ili að eiga nægar birgðir af vara- töppum, he.lztu stærðir eru 10 amper — ljós, 20—25 amper — eldavél, 35 amper — íbúð. Ef straumlaust verður þarf strax að taka straumfrek tæki úr sambandi. Taki straumleysið að- eins til hluta ibúðar getur fólk sjálft skipt um öryggi — vara- tappa. Verði hins vegar öll íbúð- in straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aó'altöflu hússins. Ef um víðtækara straumleysi er að ræða á fólk að hringja í gæzlumenn Rafmagnsveitu Reykja víkur: — Bilanasími er 1 82 30, á skrifstofutíma er síminn 18222. Orðsending fra Happdrætti Framsóknarflokksins Þeir, sem fengið hafa heim- senda miða eru vinsamlega hvattir til að gera skil til happ- drættisskrifstofunnar Hring- braut 30 ( á horni Hringbraut ar og Tjarnargötu), við fyrsta tækifæri. Skrifstofan er opin frá kl. 9—19,00 næstu daga. Tekið er á móti uppgjöri á afgr. Tímans Bankastræti 7 á afgreiðslutíma blaðsins og þar eru Iíka seldir miðar í lausa- sölu, svo og úr hjólhýsinu sem er til sýnis á lóðinni Austur- stræti 1. Jólafatnaðurinn er að koma. Vandaður og fallegur eins og jafnan áður Póstsendum burðargjalds- frítt um aUt land til jóla. NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI keypt hærra verði en áður hefur þekkzt. William F. Pálsson Halldórsstaðir, Laxár dal, S.-Þing. *">l Il6h STIMPLAGERD FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.