Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 7
MlIÐUDAGUR 22. desember 1970 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjórl: Kristjám Benediktsson. Ritstjórar: Þórarínn Þórartneson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Stemgrinmr Gíslason. Rdtstjómar- fkrifstofui t Edduhústnu, símar 18300 —18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingaslmi: 19523. AOrar sikrifstofui síml 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mánuði, tnnanlamds — f lausasölu kr. 12,00 eint. Prenísmiðjan Edda hf. Fyrir neðri deild Alþingis liggur frumvarp um verk- fræðiráðunauta ríkisins, er verði búsettir utan höfuð- borgarsvæðisins. Þeir skulu alls vera sex eða í Vest- urlandsumdæmi með aðsetur í Borgamesi, í Vestfjarða- umdæmi með aðsetur á ísafirði, í Norðurlandsumdæmi vestra með aðsetur á Sauðárkróki, í Norðurlandsum- dæmi eystra með aðsetur á Akureyri, í Austurlands- umdæmi með aðsetur á Egilsstöðum og í Suðurlandsum- dæmi með aðsetur á Selfossi. Verkefni það, sem þessum ráðunautum er ætlað, er að hafa umsjón með vega- og hafnaframikvæmdum í umdæmum sínum, svo og að annast undirbúningsrann- sóknir og áætlanagerð í sambandi við þær. Yfirumsjón verður svo áfram í höndum vega- og vitamálastjóra. Þá skulu ráðunautamir vera til ráðuneytis sveitarstjórnum og sýslunefndum í umdæminu við mannvirkjagerð, eftir því, sem við verður komið. Frumvarpið er byggt á þeirri skoðun, að æskilegt sé, að opinberar framkvæmdir verði eftir því, sem auðið er, sjálfstæð starfsemi í hverjum landsfjórðungi eða landshluta. Með þeim hætti ætti að mörgu leyti að vera betur til þeirra vandað og meira eftirlit og aðhald með framkvæmd þeirra. í reynd ætti því þetta fyrirkomu- lag að geta orðið til hagnaðar og spamaðar, þótt fljótt á litið geti það haft nokkum útgjaldaauka í för með sér. Rétt er að geta þess, að frumvarp þetta var upp- haflega samið af nefnd, sem skipuð var fulltrúum allra flokka og hafði það verkefni að athuga staðsetningu rfkisstofnana með það fyrir augum, að þær væm ekki allar á einum og sama stað. Fyrirætlun nefndarinnar var að dreifa starfsliði vegagerðar og vitamála með þessum hættL Af einhverjum ástæðum hefur ríkisstjómin ekki vilj- að flytja þetta framvarp, enda þótt augljóst sé, að þörfin fyrir verkfræðilega þekkingu og eftirlit eykst ekki síður í dreifbýli en annars staðar. Fmmvarpið er því flutt nú af sex þingmönnum Framsóknarflokksins, Austfjarðaáætlun Þingmenn Austurlands hafa áram saman unnið að því að fá gerða Austfjarðaáætlun um samgöngur. Sam- band sveitarfélaga á Austurlandi hefur tekið í sama streng og á vegum þess hefur verið unnið gott undir- búningsstarf. Þingmennimir hafa undanfarið sótt það fast að einn liður í slíkri áætlun yrði lántaka til vega- mála á Austurlandi. í fyrra var Efnahagsmálastofnuninni falið að gera samgönguáætlun fyrir Austurland og hefur verið að því unnið síðan. Er því máli ekki lokið, en samt er einn stór þáttur þessa mikilsverða máls kominn á framkvæmda- stig. Það hefur sem sé verið ákveðið í samráði við þing- menn Austurlands, að taka á næsta ári 60 millj. kr. að láni til vegagerða á Austurlandi næsta sumar og verði það fyrsti áfangi af fimm og því samtals unnið fyrir 300 millj. kr. lánsfé á næstu 5 árum, enda verði þetta fé umfram venjulegt vegaframlag og því sérstakt átak. Var 60 millj. kr. lánsheimild í þessu skyni samþykkt nú við afgreiðslu fjárlaganna. Vegamál Austurlands eru erfið viðfangs og stórfelld verkefni óleyst og mun meiri en annars staðar. Er það fagnaðarefni að samtök hafa náðst um þetta átak og afar mikilsvert, þótt því fari að sjálfsögðu fjarri að með því sé nokkru lokamarki náð. Þ.Þ. TIMINN ERLENT YFIRLIT Fall Gomulka mikill ósipr fyrir kommúnismann og Sovétríkin misheppnuð efnahagsstjórn og óhagstæð Orsakirnar eru FALL Gomulka, sem flokks- leiðtoga kommúnista . Póllandi, kom ekki með öllu á óvænt, þegar það var tilkynnt í Var- sjá síðastl. sunnudagskvöld. Það hafði verið ljóst síðustu árin, að ágreiningur ríkti meðal helztu ráðamanna pólska komm únistaflokksins. Þar böró'ust bæði aftulhaldssöm og frjáls- lynd öfl um völdin, en Gom- ulka hélt aðstöðu sinni með því að reyna ag taka tillit til beggja. Þetta setti ekki sízt svip á efnahagsstefnuna en þar beittu hinir kreddubundn- ari kommúnistar sér gegn breytingum, sem gengu í þá átt að draga úr miðstjóirnar- valdi ríkisins og auka frjáls- ræði einstakra fyrirtækja. Slík- ar breytingar höfðu hinsvegar verið gerðar í Austur-Þýzka- landi og Ungverjalandi og þótt reynast þar vel. Það þótti greinilegt vorið 1968, þegar stúdentar og ýmsir mennta- menn aó*rir létu í ljós andstöðu sína gegn hinu andlega ófrelsi, að staða Gomulka var ekki eins sterk og áður. Honum tókst þó þá ag vinna bug á hægri öflun- um, sem vildu bæla þessa ó- ánægju niður með mun meiri hörka en gert var. Moczar, sem var talinn leiðtogi þeirra, beið ósigur og var lækkaður i tign. Ef til vill áttu ráðamenn Sovét- ríkjanna þátt í því, en sagt er, að þeir hafi álitið Moezar of mikinn þjócíernissinna og hann gæti því orðið örðugri í skiptum við Sovétríkin en Gomulka, einkum á sviði verzlunar milli landanna. Gom ulka var endurkjörinn formað- ur kommúnistaflokksins á flokksþinginu haustið 1968. Stefna hans var áfram sú að reyna að halda flestu sem mest óbreyttu og sætta hin and- stæðu öfl í flokknum á þann hátt. Þetta leiddi m. a. til þess, að ekki voru gerðar nauð synlegar breytingar á efnahags stefnunni. Á sviði efnahags- og atvinnumála urðu því ekki þær framfarir, sem nauðsynlegar voru til aS fullnægja bröfum almennings um bætt kjör. Þvert á móti stóðu þau tæpast í stað. Til sögunnar kom því óánægja, sem var valdhöfunum enn hættulegri en óánægja menntamanna vegna hins and- lega ófrelsis. Það var óánægja verkamanna og miilistétta vegna lélegra lífskjara. Það bætti ekki úr skák, að í nágrannaríki Póllands, Austur-Þýzkalandi, gerðust augljósar framfairir á þessu sviði. HVORKI innan né utan Pól- lands mun það hafa verið ljóst, hve ískyggilegt efnahagsástand ið var fyrr en opinberar töl- ur voru birtar um þetta í sam- bandi við miðstjórnarfund kommúnista um fyriri helgi. Þá voru birtar tölur sem sýndu, að þjóðartekjurnar höfðu auk- izt mun minna síðustu árin en næstu árin á undan. Þannig hafði aukning þeirra orðið til viðskipti við Sovétríkin GOMULKA jafnaðar 6,2% á árunum 1961 —65, en ekki nema 5,7% á árunum 1966—70 og þó minnst á árunum 1969 og 1970. Mið- stjórn kommúnistaflokksins taldi að þessu yrði ekki breytt nema með róttækum ráðstöfun um og fyrsta sporið í þá átt væri að stórhækka verð á mörgum brýnustu lífsnauösynj um sem ríkið hafði borgað niður en ekki þótti fært leng- ur. Þannig vair verð á kjötvör- um og grænmetj hækkað frá 11—25%, verð á kolum og fleira eldsneyti um 10—20% og verð á skóm og ýmsum fatnaði um 10—25%. í staðinn var lækkað verð á ýmsum heim ilistækjum, t. d. sjónvarpstækj um um 20%, á þvottavélum um 17%, á ísskápum og ryk- sugum um 15% o. s. frv. Verðhækkanirnar á brýnustu nauðsynjunum kom eins og reiðarslag yfir fólk. Veirka- menn í hafnarborgunum við Danzig-flóa, Gdansk (áður Danzig), Gdyaia og Sopot, hófu strax öflug mótmælaverkföll, sem síðar breiddust til stærstu hafnarborgar landsins Szczecin (ácftir Stettin). í kjölfair þeirra fylgdu beinar árásir almenn- ings á stöðvar kommúnista- flokksins og fleiri opinberar byggingar. Lögregla og her skárust í leikinn og beittu mestu hörku. Víða kom til blóðugra átaka og herma sum- ar fregnir að mörg hundruð manna hafi látið llfitS. Vald- hafarnir tétu í fyrstu eins og hér væri aðeins um uppþot óaldarmanna og glæpalýðs að ræða, en það nægði ekki til að bæla óánægjuna nió*ur, held ur hélt hún augljóslega áfram að magnast. Eftir að uppþotin og óeirðirnar höfðu haldizt i nær viku, var það ráð tekið að fórna Gomulka og skipa Ed- ward Gierek flokksleiðtoga í stað hans. Hann er gamall námumaður og hefur að und- anförnu verið leiótogi kommún ista í einu mesta iónaðarhéraði landsins, Katowice. Hann er sagður tilheyra hinum frjáls- atrl armi kommúnistaflokksins. Annars eru fréttir frá þess- um atburðum í Póllandi enn svo óljósar, að erfitt er að gera sér grein fyrir þeim til fulls eða tildrögum þeiirra. Ýmsir fréttamenn telja, að víða hafa verkföllin og mótmælin verið svo vel skipulögð, að ekki sé ólíklegt, ao' flokksfélög kommúnista eða leiðtogar í þeim hafi skipulagt þau. Hér muni andstæðingar Gom- ulka innan kommúnistaflokks- ins hafa verið meira og minna að verki. Að sinni verður þó enginn dómur lagð- ur á þessar fullyrðingar. EN HVAÐ, sem þessum ágizkunum eða öðrum líður, er það fullljóst ,að léleg og mis- heppnuð efnahagsstjórn komm únista hefur leitt til þess, að almenningur hefur risið upp og neytt Gomulka til að segja af sér. Þetta hefur einu sinni áð- ur gerzt í Póllandi eða 1956. í júnímánuði 1956 gerðu verka menn í Poznan uppreisn, sem leiddi til átaka við heir og lög- reglu og verulegs manntjóns. Þessi atburður varð til þess að Gomulka komst til valda. Margir telja, að Kirustj- off hafi þá skorizt I leikinn og beitt áhrifum sínum í þá átt, að gömlu Stalínistunum. sem þá réðu í Póllandi, var vikið til hliðar og Gomulka hafinn til valda, en hann hafól unnið það sér til ágætis að hafa ver- ið grunaður um Títóisma og því verig í fangelsi um nokk- urra ára skeið. Gomulka var þá vel tekið, þvf að menn vonuðu. að hann myndi taka upp frjáls lyndari stjórnarhætti en fyrir rennarar hans, enda varð sú raunin fyrstu árin eða meðan Krustjoff réði í Sovétríkjunum. Eftir fall Krustjoffs í Sovétríkj unum, hefur þróunin orðið svip uð í Póllandi og þar. Frjálsræð ið hefuir verig þrengt og Gom- ulka hefur augljóslega verið fylgispakur rússnesku vald- höfunum, t. d. þegar innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu sum arið 1968. í Póllandi er það útbreidd skoðun, Ji efnahags- erfiðleikarnir stafi að verulegu leyti af óhagstæðum viðskipt- um viö Sovétríkin. PóJverjar greiði of hátt verð fyrir hrá efni. sem Rússar selja þeim, en fái oflágt verg fyrir vélair, sem Rússar kaupa af þeim. Því er ekki ósennilegt, aó hin nýja stjórn Póllands krefjist endur- skoðunar á þessum samningum, enda þótt það það væri fyrsta embættisverk Giereks sem flokksleiðtoga að leggja áherzlu á góða sambúð við Sovétríkin. Óneitanlega eru þeir atburðir, sem eru að gerast í Póllandi,’ mikiö áfall fyrir kommúnis- mann og Sovétríkin, því að þeir eru sönnun um, að efna- hagsstjórn Póllands hefur verið misheppnuð og að verulegu Ieyti má áreiðanlega rekja það til samskiptanna við Sovét- fíkin. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.