Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.12.1970, Blaðsíða 4
4 TIMINN ÞRIÐUDAGUR 22. desember 1970 JÓLABÆKUR FRÓÐA OG NORÐRA ÉG SÉ SÝNIR í bók sinni „Sálræn reynsla mín“, sem út kom 1968, skrif- aði Astrid Gilmark: „Ég hef fengið þá köllun að sanna mönnum, að lífið heldur áfram eftir dauðann. Þeir framliðnu geta haft samband við mig, svo að ég geti flutt heiminum þennan gleðilega boðskap." í þessari nýju bðk, „Ég sé sýnir“, greinir hún frá hvernig sýnir hennar rætast og hve boðskapur hennar hefur borizt víða . Fjöldi fólks hefur fengið huggun og tráust við ástvina- missi í sambandi við fyrri bók hennar. Hún ritar djarflega og þó á einfaldan tíátt um líðan hinna framliðnu í andlega heiminum — KENNINGUNA UM AÐ LÁTNIR LIFI. UNDIR BÚLANDSTINDI eftir Eirík Sigurðsson. Þessi bók er sjöunda bókin i bókaflokknum um Austurland. Efni bókarinnar er í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn er um Djúpavog og Hálsþinghá, verzl- un og útgerð á Djúpavogi og helztu ráðamenn þar. Annar hlutinn er Saga Hamarsdals. Þar eru ábúendaþættir. Skýrt frá slysförum og eyðibýlum og að lokum eru nokkrar þjóðsögur úr Hamarsdal. Þriðji hlutinn eru þrír ævi- söguþættir merkra Austfirð- inga. í bókinni era þættir um þrjá austfirzka listamenn, þá Ríkharð Jónsson, myndhöggv- ara, ínga T. Lárusson, tón- skáld og Helga Valtýsson, rit- höfund. FRISSI Á FLÓTTA eftir Eirík Sigurðsson. Þessi saga er framhald af sög- unni Strákar í Straumey. í henni er sagt frá Frissa frakka og óknyttum hans. Vegna þessara óknytta var Frissi sendur burt úr þorpinu á drengjaheimilið á Dverga- steini til 9 mánaða dvalar Hann reynir að strjúka þaðan oa þar gerist margt sögulegt. En þaðan fer hann betri dreng- ur. Sagan er einkum ætluð drengjum 10—14 ára. Umsögn: „... Ég leyfi mér að benda á þessa sögu, sem sérstaka fyrir- mynd unglingasagna... Ég fylltist fögnuði, er ég las bók- ina og hún sannar mér enn einu sinni, að við íslendingar eig- um höfunda, er fengur er að, höfunda er við með stolti get- um mælt með...“ Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson (Morgunbl.). ADDI OG ERNA Verðlaunabók eftir Albert Ól- afsson, rithöfund og fyrrver- andi skólastjóra í Oppdal í Nor- egi, sem er albróðir Ólafs Ól- afssonar kristniboða, hins þjóðkunna landa okkar Albert fór til Noregs 18 ára gamall og hefur búið þar síðan. Hann hefur skrifað fimm bækur, sem allar eru gefnar út i Osló, og sæg af blaðagreinum, sem flestar fjalla um íslenzk mál- efni. Barnabækur hans fjalla líka meira og minna um íslenzk efni. Barna- og unglingabókin Addi og Erna er fyrsta bók höfundar, sem kemur út á ís- lenzku. Hún er skemmtilegt og spennandi lesefni bæði fyrir stúlkur og drengi. KATA í PARÍS Astrid Lindgren er vafalaust vinsælust af norrænum höfund- um, sem skrifa fyrir æskuna. Hún á létt með að setja sig i spor ungra stúlkna og drauma- heim þeirra. Kötubækurnar eru gott dæmi um það. Kata í París fjallar um er þau Kata og Lennart fórj til Parísar til að gifta sig. Eva fór með þeim sem brúðarmær. Og þarna sér Eva fyrst ungan Svia, og þau kynni endumýja þau aftur í Stokkhólmi. Skemmtileg bók fyrir stúlk- ur á öllum aldri. PIPP í VILLTA VESTRINU Enn ein sjálfstæð saga um músarangann hann Pipp litla. Hún gerist meðal Flatfótar- Indíána í villta vestrinu. Músa. börnin eru fimm i þessu ferða. lagi og þarna hitta þau Indíána- höfðingjann Löngu Tönn, en hann tók þeim heldur kulda- lega. En Fljóti íkorni, sonur höfðingjans, rétti þeim hjálp- arhönd, og um það og ótal ævintýri er hægt að lesa i þess ari bók Skemmtileg ævintýrasaga fyrir börn frá 5—10 ára. LÍNA LANGSOKKUR Óskabók yngstu Iesendanna. Sagan um sterkustu, beztu, skemmtilegustu oa ríkustu telpuna, sem til er í öllum heiminum — telpuna, sem býr alein á Sjónarhóli með apanum sínum og hesti, og á vaðsekk fullan af gullpeningum. ÞEKKIR ÞÚ LÍNU LANGSOKK Glæsilega myndskreytt gjafabók í stóru broti og mörgum litum, með sögunni af Línu Langsokk í myndum og máli. Bók jafat fyrir ólæsa sem læsa. FRÓÐI OG NORÐRI Bolholti 6 sími 34393 GJÖF TIL BARNSINS SEM ALDREI GLEYMIST ER KLUKKUSKEIÐ FRÁ G.B. SILFUR- BÚÐINNI LAUGAVEGI 55 SÍMI 11066 Fallegt málverk er góð lólagiöí Við böfum tíí sölu í mörgum stærðum, i úrvals listaverk þekktra ! listamanna. Málverkasalan, Týsgötu 3. Sími 17602. EFLUM 0KKAR tlEIMABYGGÐ w } • ’ % . SKIPTUM VIO r ' SPARISJÖÐINN SAMBAND ÍSL. SPARISJÓÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.