Tíminn - 22.12.1970, Síða 6

Tíminn - 22.12.1970, Síða 6
TÍMINN ÞRIÐUDAGXJR 22. desember 197® þróttahúsið í Ólafsvík. >• (Tímamynd AS) 20 ÞUSUND SUNDLAUGARGEST- IR FYRSTU ÞRJÁ MÁNUÐINA Nýtt íþróttahús og sundlaug var úgt í Ólafsvík 25. júlí í sumar, neð því að taka sundlaua í notk- n. Frá vígslude.gi til 31. okt. s.l. omu 19915 gestir í sund'augina, •ekstri laugarinnar var hætt 31. ■kt. en húsið verður notað sem undlaug á sumrin en sem leik- imihús á vetrum. Leikfimigólf var sett yfir laug- na í nóvembermánuði og gólfið eki'ð í notkun 4. desember sl. og >ar með húsið, som leikfimihús með öllum tilheyrandi tækjum og áhöldum. Gólfið er mjög vandað að allri gerð og fyrsta sinnar tegundar, sem smíðað er hér á fandi, en slík færanleg gólf hafa verið flutt inn frá Bretlandi t.d. á Siglufjörð og Seyðisf'jörð. Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar og Stefán & Ólafur s.f. í Reykjavík tóku að sér smíði og uppsetningu gólfsins í samráði við íiþróttafulltrúa ríkisins ogi arkitekt hússins Jes Einar Þor- steinsson. Stærð gólfs er 10x20 m lofthæð 7 m áhorfendasvalir eru fyrir 150 — 200 manns. Undirgrindur eru smíðaðar á svipaðan hátt og með enska gólf- inu. Óhætt er að fullyrða að inn- lenda smíðin er sérstakfega vel af hendi leyst og talin betri en inn- flutta gólfið. Öll tæki leikfimihússins eru Framhald á bls. 11 FAXI 30 ÁRA Jólablað Faxa er komið út. Með I vandað í því tilefni, — það er 76 I ritar dr. Valdimar J. Eylands og itgáfu þessa jólablaðs, er Faxi síe'ur með litprentaðri forsíðu I á hann einnig aðra girein í blað- :0 ára og er mjög til blaðsins ' og myndum prýtt, Jólahugleiðingu ' .nu, er nefnist Bazl og bókalestur. Ný Ijóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum: „NÝ OG NIГ Verð: ób. kr. 370; innb. kr. 500 + sölusk. HEIMSKRINGLA Af öðru efni blaðsins má nefna: Faxi 30 ára eftir Valtý Guðjóns- son. Jólagesturinn, saga eftir Ár- mann Kr. Einarsson. Njarðvíking- ar á 19. öld: Guðmundur .A. Finn- bogason. Hvar skal menntaskólinn standa: eftiæ ritstjórann, Hallgrím Th. Björnsson. Jólatréð hans Halla litla: Sigurður Gunnarsson þýddi. Hugleiðing i tilefni bind- indisdagsins 1970: Jón Kr. Krist- insson, Viðburðaríkt knattspyrnu. ár: Hafsteinn Guo'mundsson, Dimmur dagur: Helgi S. Jóns- son, Víst er sælt í Vatnaskógi: Friðbjörn Agnarson, Lúðrasveit Keflavíkur 15 ára: eftir ritstjór- ann, Kirkjuból á Miðnesi: Jónas Guðlaugsson, Þar fékk margur sigg í lófa: Ólafur B. Björnsson, auk þess er fjölmargt annað les- efni í blaðinu, t. d. kvæði, flæð- armálsþáttur, jólagetraun og sitt- hvað fleira. Blaðið Faxi er gefið út af sam- nefndu málfundafélagi í Kefla- vík og eins og fyrr var að vikið, hefur þaö komið reglulega út í 30 ár og flutt lesendum sínum marg- víslegt lesefni, bæði til fróð- leiks og skemmutnar. Ritstjóri Faxa er Th Björnsson. Hallgrímur Húseigendur — Húsbyggi endur rökum að okkur nýsmíði, breyt ngar. viðgerðir á öllu trévsrki Sköfum einnig og endurrýjum gamlan harðvið Oppl t sima 18892 milli kl. 7 og 11. Leifturmyndir frá Læknadögum Héraðslæknar segja frá Út eru komnir minningaþættir, sem greina frá lífi og starfi fimm fyrrverandi héraðslækna, sem störf uifu í nær öllum landshlutum, og helguðu alla sína læknisævi þjón- ustu við fólkið í hinum dreifðu byggðum landsins. í þessari bók er brugðio' upp glöggum myndum af kjörum starfsaðstöðu, baráttu og fórnar- lund hinna gömlu héraðslækna, sem sinntu hinu háleita kalli að Mkna sjúkum og lækna, hvar sem þeirra var þörf. Læknarnir segja sögu sína af lítillæti og gera sízt of mikið úir þeim miklu erfiðleik- um, sem þeir áttu við af' glíma í víðáttumiklum héruðum, sam- gönguléysi, erfiðum ferðalögum á sjó og landi hvernig sem viðraði, með ófullkomin lækningatæki og starfsaðstöðu. Starf og þjónusta gömlu hér- aðslæknanna verður seint full- þakkað og þeir, sem nú hugsa mest um læknamiðstöÖVar, mega minnast gömlu læknanna, sem ótrauðir sinntu hverju kalU, og höfðu að leiðarljósi, að „læknir- inn stendur andspænis lifandi manni — ekki aðeins sjúkrasam- lagsnúmeri," eins og einn sögu- manna kemst að orði. Læknarnir segja baráttusögu úr dreifbýMnu, en jafnframt sam- tímissögu af fólki og landshögum í læknishéruðum sínum. í bókinni Leifturmyndir frá Iæknadögum eru frásagnir af lífi og starfi héraðslæknanna Áxna Vii'hjálmssonar, Jóhanns_ J. Krist- jánssonar, Dr. Árna Ámasonar, Kfiúts Kristinssonaa? og Jóns Árna- sonar, og einnig er þáttur af Pet- reu Jóhannsdóttur, ljósmóður í Ólafsfirði. Lengsta þátt bókarinnar ritar Jóhann J. Kristjánsson, fyrrum héraðslæknir í Höfðahverfishér- aði og í Ólafsfirði, og hann ritar einnig þáttinn um Petreu ljós- móður, en hina þættina hefur skráð Þorsteinn Matthíasson, hinn síðasta um Jón Árnason, eftir frá- sögn ekkju Jóns, frú Valgerðar G. Sveinsdóttur. í bókinni etr fjöldi ljósmynda og einnig uppdrættir af þeim lækn- ishéruðum, sem sögumenn störf- uðu í. Útgefandi er Bókamiðstöðin. Þórarlnn frá Steintúni Ný Ijóðabók UNDIR FELHELLUM FB—Reykjavik, mánudag. Blaðinu hefur borizt ljóðabók eftir Þórarinn frá Steintúni Und- ir felhellum. Bókin er 58 bls, og í henni eru mörg fjóð, og sum hver ort í tilefni af merkisafmæl- um manna. Bókin er gefin út í 500 tölusettum eintökum, og gefur höfundur sjálfur út bókina. Þetta er þriðja ljóðabók Þórarins, en áð- ur eru út komnar bækurnar Út- fall, ljóð árið 1964, og Litir í laufi, Ijóð 1966. Káputeikning gerði Bragi Þór Guðjónsson. ÞORPIÐ I NÝRRI IÍTGÁFU Þorpið, ljóðaflokkur Jóns úr Vör, sá er út kom fyrst 194G, og hefur síðan verið tafin merk þátta. skiptabók í islenzkri ljóðagerð, kom á markaðinn í nýrri útgáfu í desember en hefur verið ófáanleg um skeið. Þetta er raunar talin síðari helmingur upplags annarr- ar útgáfu, sem send var út 1956. Höfundur ritar athyglisverðan eftirmála að þessari útgáfu og hef- ur hann heimildargildi um tilurð verksins og gerð. Hann segir m.a. ,,Bók þessi fjallar um uppvaxtarár min og æsku, lífið og lífsbarátt- una í þorpinu, vegavinnusumar fjarri átthögum“. Þessi ,’jóðaflokkur mun að mestu ortur úti í Svíþjóð 1945 og "'16. Höfundur segist hafa vikið við ortði á stöku stað og sé ljóðaflokk- urinn nú frá sinni hendi í endan- legri gerð. Bókin er prentuð í Hól- um en höfundur gefur hana sjálf- ur út, eða útgáfufyrirtæki hans Bókaskemman. Kverið er einfalt í sniðum. Jón úr Vör

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.