Tíminn - 29.12.1970, Síða 14
ÓSKILAHROSS
TÍMINN
Víðbygging við
Hjá lögreglunni í Kópavogi eru tvö jarpskjótt
trippi í óskilum, annað ómarkað en annað mark-
að, biti aftan vinstra.
Verði þeirra ekki vitjað fyrir 10. janúar 1971
verða þau seld fyrir áföllnum kostnaði. Nánari
upplýsingar gefur Gestur Gunnlaugsson, Mel-
tungu, sími 34813.
Meiraprófsnámskeið
verður haldið í Reykjavík í janúar 1971. Umsókn-
ir um þátttöku sendist Bifreiðaeftirliti ríkisins,
Borgartúni 7, fyrir 6. janúar n.k.
«
Bifreiðaeftirlit ríkisins.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á sjötugsafmæli
mínu 1. desember s.l.
Gísli Jakobsson frá Þoreyjarnúpi.
Móðir okkar,
Kristín Ingimundardóttir,
SandlœkjarkoH,
lézt að heimlll slnu 24. desember. Jarðarförin fer fram frá Hrepp-
hólaklrkju laugardaginn 2. janúar kl. 2 e h.
Fyrir hönd vandamanna.
Margrét Eiríksdóttlr,
Marla Eiríksdóttlr.
Bróðir okkar,
Gunnar Bjarnason
frá Steinnesi,
andaðist 19. október sl. f San Franclsco.
Ingibjörg Rafnar,
Hálfdan Bjarnason,
Björn Bjarnason,
Steinunn Bjarnadóttir.
Móðir okka r,
Sigríður Jónsdóttir,
Seljatungu,
lézt á Sjúkrahúsi Selfoss, sunnudaginn 27. desember.
Systkinin.
Faðir okkar,
Valdemar Pálsson
frá Möðruvöilum,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. des.
Útförin verður gerð þriðjudaginn 29. þ. m. og hefst með minningar-
athöfn I Akureyrarkirkju kl. 11 f. h. Jarðsett verður að Möðruvöll-
um kl. 14 sama dag.
Ragna Valdemarsdóttir,
Ásgeir Valdemarsson,
Jóhann Valdemarsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vlð andlát og
jarðarför
Áskels Snorrasonar.
Hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
Davið Áskelsson,
Heimir Áskelsson,
Ásta Áskelsdóttir
og aðrir vandamenn.
Innilega þökkum vlð ijllum þeim, sem veitt Hafa okkur ómetanlegan
styrk, með hlýjum kveðjum og vinarhug við missi ástvinar okkar,
Örnólfs Valdemarssonar.
Óskum ykkur allrar blessunar á jólum og nýju ári.
Ragnhildur Þorvarðsdóttir
og fjölskylda.
Fæðingardeild-
ina boðin út
KJ—Reykjavík, mánudag.
Auglýst hefur verið eftir til-
boðum í margumrædda viðbygg-
ingu við Fæðingadeild Landspítal-
ans í Reykjavík, en nokkuð er síð-
an hafnar voru framkvæmdir við
grunn byggingarinnar á Landspít-
alalóðinni.
Innkaupastofnun ríkisins hefur
auglýst eftir tilboðum í viðbygg-
inguna, og verða tilboðin ophuð
2. febrúar n.k.
Konur hófu fjársöfnun til að
ýta á eftir byggingu þessari og
söfnuðust um fimm milljónir kr.
fyrir atbeina þeirra.
Heiðursverðlaun
Framhald af 1. síðu.
kenningar fyrir hagnýtt rannsókn-
argildi, öskulagafræði, enda mun
dr. Sigurður nú vera í hópi kunn-
ustu eldfjaliafræðinga. í lok "-ðu
sinnar sagði dr. Sturla:
„Það á að vera metnaður okkar
íslendinga að geta haft forystu um
rannsóknir á þeim vísindagreinum,
sem þannig skipa sérstÖ!Íu fyrir
,'and og þjóð. Sigurður Þórarins-
son hefur með rannsóknum sínum
og alþjóðlegri vísindamennsku
haft þá forystu, og hann hefur ver-
ið farsæll tengiliður milli hinna
sérstæðu íslenzku fræðigreina.
Mér er ánægjuefni að veita Sig-
urði Þórarinssyni prófessor þessi
heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði
Ásu Guðmundsdóttur Wright fyr-
ir vísindastörf á sviði landfræði
og jarðfræði, og rannsóknir á
hinni sérstæðu náttúru íslands."
Dr. Sigurður þakkaði s-íðan þann
heiður og stuðning er honum væri
veittur með þessari verðlaunaveit-
ingu. Hann sagði, að margt væri
af vanefnum í rannsóknaraðstöðu
í fræðigreinum sínum hér á landi,
en svo væri í f.'eiri greinum og
istæði vonandi til bóta.
Hinn 1. desember 1968 gaf frú
Ása Guðmundsdóttir Wright Vís-
indafélagi íslendinga peningagjöf
til stofnunar sjóðs í vörzlu Vís-
indafélagsins, og var gjöfin í minn-
ingu ýmissa venzlamanna Ásu. Frú
Ása og eiginmaður hennar, Henry
Newcome Wright, lögmáður, voru
miklir nátturuunnendur, og sá
áhugi varð til þess, að þau fluttust
til eyjarinnar Trinidad í Vestur-
Indíum og ráku þar búgarð lengi
síðan, en breyttu honum siðan í
friðland náttúruskoðara, en h.kita
andvirðis þessarar eignar notaði
frú Ása til stofnunar þessa sjóðs.
Fegurðardrottning
t'ramhald ai bls. 16.
— Komu úrslitin þér á
óvart?
— Ég fór að hlæja. Mér
fannst þetta stórsniðugt. Ég
bjóst alls ekki við þessum úr-
slitum. En óneitanlega er gam-
an að hafa sigrað.
Helga Ragnheiður hefur mik
inn áhuga á að stunda fram-
haldsnám í tónlist, fiðluleik og
hljómsveitarstjórn, að loknu
stúdentsprófi í vor, en hún
hefur jafnframt skÓlanámi ver-
ið við náim í Tónlistarskólanum
undanfarin 10 ár.
Helga er trúlofuð Pétri J.
Eiríkssyni, viðskiptafræði-
nema, og segir að vel geti
verið að hún gangi í hjóna-
band áður en langt um líður.
Aðaláhugamál hennar er tón
list, bækur, Ijóðalestur og
ferðalög. Beethoven og Rach
eru hennar eftirlætis tónskáld.
ÞRIÐJUDAGUR 29. desember I9W
Á millisvæðamótmu á Mal'.'orka,
sem lauk 12; desember sl., kom
þessi staða upp í skák Bandaríkja-
mannanna Fischers og Addisons.
Bobby hefur hvítt og á leik.
Dxb2 23. Hbl — Dxa2 24. Hxb7
og Addison gaf.
Erlent yfirlit
brauzt til mennta að mestu af
eigin ramleik og ,'auk laga-
prófi við háskólann í Texas
1938. Saima ár réðst hann sem
ráðunautur til Johnsons, sem
var þá að taka sæti í fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings, og
fylgdist með honum til Wash-
ington. Hann vann síðan í
þjónustu Johnsons um þriggja
ára skeið. Þá gekk hann í sjó-
herinn og var |)ar á fimmta ár.
Þar hlaut hann mikinn frama
og virðulegar nafnbætur. Þeg-
ar hann fór úr sjóhernum,
hóf hann rekstur útvarpsstöðv-
ar í Texas, á^amt fleiri, og
gekk það vel. Þá réðst hann
aftur í þjónustu Johnsons um
skeið og vann sem ráðunautur
á skrifstofu hans í Washing-
ton. Þaðan réðist hann sem
lögfræði.’egur ráðunautur til
eins helzta olíukóngsins I Tex-
as og vann sér brátt orð sem
snjall fjármélamaður, enda
efnaðist hann vel á þessum
árum. Jafnframt hóf hann af-
skipti af stjórnmálum og varð
eins konar staðgengill John-
sons í Texas þegar hann var
í Washington. Hann stjórnaði
starfsemi þeirra, sem beittu
sér fyrir því, að Johnson yrði
frambjóiðandi demokrata í for-
setakosningunum 1960. John-
son hlaut þá aðeins varafor-
setaembættið, en fyrir tilmæli
hans gerði Kennedy forseti
Connally að flotamálaráðherra.
Connally gegndi þeirri stöðu
aðeins í ellefu mánuði, en þá
hafði hann ákveðið að gefa
kost á sér sem ríkisstjóraefni í
Texas. Hann sigraði fyrst í harð
sóttri prófkosningu, sem sagt
er að hafi kosta® hann og
stuðningsmenn hans mikla fjár
muni. Sjálfa ríkisstjórakosning
una vann hann auðveldlega og
var endurkosinn tvívegis. Alls
var hann þvi ríkisstjóri í Tex-
as í 6 ár. Hann lét af ríkis-
stjóraembættinu í ársbyrjun
1969 og hugðist þá að draga
sig úr stjórnmálum. Bersýni-
lega hefur hann þó ekki unað
því vel, og þess vegna þegið
boð Nixons um að gerast fjár-
má.'aráðherra. Sagt er, að hann
hafi látið Johnson fyrst vita
um það, þegar hann var búinn
að þiggja boðið og hafi John-
son líkað það miður.
Connally er glæsimenni í
sjón, hár vexti og ber s> vel.
Kona hans er sögð honum sam-
boðin að þessu leyti,—i • hún
var fegurðardrottning, þegar
fundum þeirra bar fyrst sam-
an í háskólanum i Texas. Þau
hafa eignazt fjögur börn, og
eru þrjú á lifi. Þau hjón hafa
talið sig kunna fremur illa dvöl
í Washington og vilja he.'dur
búa í Texas. Vel getur þó far-
ið svo, að dvöl Connallys leng-
ist í Washington, ef honum
heppnast vel sem fjármálaráð-
herra. Þ. Þ.
í
fj*
)J
ÞJODLLIKHUSÍÐ
FÁST
Þriðja sýning í kvöld kl. 20.
SÓLNESS
B Y GGIN GAMEISTARI
Sýning mi'ðvikudag kl. 20.
ÉG VIL, ÉG VIL
Sýning laugardag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá
k’,'. 13,15 til 20. — Sími 1-1200.
KRISTNIHALDIÐ miðviku-
dag
JÖRUNDUR nýársdag.
HITABYLGJA laugardag.
Aðgöngumiðasalan í Iðnó er
opin frá kl. 14. Sími 13191.
Það borgar sig sjaldan að opna
á grandi og eiga ekki fyrirstöðu í
lit. Það sannaðist vel í 5. spiíi í
leik Is'fands og Danmerkur á EM
í haust.
A G-8-2
V 7-6
♦ A-K-76
♦ Á-D-G-7
A K-6 Á 9-T&3
V Á-D-G-8-2 V 1096
❖ 10-94 + D3
* 10-3 *-9®«4
A A-D-HM
V K43
♦ G-86
A K-5-2
Á borði 1 opnaði Símon Símon-
arson í N á 1 L og Þorgeir Sig-
urðsson sagði 1 gr. í S. Símon
hækkaði í 3 gr. Út kom Hj.-D frá
V. Þorgeir tók heima á K, og tók
fjórum sinnum L. Vestur áttí í erf-
iðleikum og kastaði tveimur T. Þ£
tók Þorgeir 2 hæstu í T og kast-
aði fyrst 8 og síðan G heima, þeg
ar D kom frá Austri. Spilið var
nú unnið, og Þorgeir setti Peder-
sen í V inn á Hj. og féfck síð_n
2 síðustu slagina á Sp.-Ás og D.
660 til íslands. Á borði 2 opnaði
Ipsen í N á 1 gr. og það var ekki
gott hjá honum. Suður stökk í 3
gr., en Asmundur Pálsson í A spil-
aði út Hj.-lO og síðan 9, sem Ip-
sen lét K á og Hjalti Elíasson fékk
fjóra slagi á Hj. 100 til íslands óg
13 stig fyrir spiUð.